Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 19 LISTIR EIN myndanna á sýningunni. Verur NU stendur yfir ljósmyndasýning Einars Óla Einarssonar í Ljós- myndastöðinni Myndás, Laugarás- vegi 1, þar sem hann sýnir „Port- rett“. Einar Óli stundaði p.ám í ljós- myndun við Boumemouth and Po- ole College of Art and Design í Englandi og útskrifaðist þaðan sumarið 1995 með BTEC National Diploma. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16. Karen Kunc sýnir BANDARÍSKA listakonan Karen Kunc opnaði sýningu í Sverrissal í Hafnarborg í gær, laugardag. Kar- en er þekkt fyrir tréristur sínar og hér á íslandi vakti hún fyrst at- hygli þegar mynd hennar vann fyrstu verðlaun á sýningunni Grap- hica Atlantica, sem haldin var á Kjarvalsstöðum árið 1987 - fyrstu alþjóðlegu grafíksýningunni sem haldin var á Islandi. Síðan þá hefur hún haldið tengslum við ísland og var meðal annars gestakennari við Myndlista- og handíðaskólann árið 1995. • Karen hefur sýnt víða um heim og verk hennar er að fínna í fjöl- mörgum söfnum. Hún kenndi enn- fremur myndlist og hefur verið þátttakandi í ótal samsýningum. Sýningin í Hafnarborg stendur til 29. apríl. Kór MH í tónleikaferð KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð er nú í tónleikaferð á Norðvestur- landi. í dag, sunnudaginn 14. apríl verður kórinn á Blönduósi, syngur á sjúkrahúsinu þar og heldur tónleika í Blönduóskirkju kl. 14. A efnisskrá kórsins í þessari ferð um Norðvesturland eru íslensk og erlend tónverk, m.a. eftir G.F. Handel, W.A. Mozart, John Ho- ybye, Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirs- son, Gunnar Reyni Sveinsson, Þor- kel Sigurbjörnsson og Atla Heimi Sveinsson auk madrígala og þjóð- laga. Á þessari vorönn er Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð skipaður 81 nemanda á aldrinum 16-20 ára. Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir, stofnandi kórsins og upphafsmaður kórstarfsins í Hamrahlíð, en hún stjórnar líka Hamrahlíðarkórnum, sem er skip- aður eldri nemendum. Hlust lögð við stein í Jörfa ÁRLEGIR vortónleikar Háskóla- kórsins verða haldnir í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla íslands í dag, sunnudaginn 14. apríl og mánudaginn 15. apríl. Undanfarin ár hefur það verið stefna kórsins að frumflytja a.m.k. eitt íslenskt verk á hverjum vortón- leikum. í þetta sinn verður frum- flutt verkið „Hlust lögð við stein í Jörfa“ eftir Hákon Leifsson, en verkið byggist á heimildum um Jörfagleði sem haldin var árlega í Dalasýslu á 18. öld. Á efnisskránni verða einnig önnur íslensk og erlend verk, bæði þjóðlög og nýrra efni. Má þar nefna nokkur lög við ljóð Guðmundar Guðmundssonar skóla- skálds. Einnig verða flutt tvö lög eftir stjómanda kórsins, Egil Gunn- arsson, þar af er frumflutningur á öðru þeirra. Einn af félögum kórs- ins, Snorri Pétur Eggertsson, samdi lag við ljóð Matthíasar Jochumsson- ar „Móðir mín“, sem flutt verður á tónleikunum. Af erlendum höfund- um má nefna t.d. Henry Purcell og Anton Bruckner. Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum í flutningi. I vor mun Háskólakórinn fara í söngferð til Englands og Wales. Vortónleikarnir í aðalbyggingu Háskólans verða haldnir sunnudag- inn 14. og mánudaginn 15. apríl nk. Þeir heíjast kl. 20.30 og er aðgangseyrir kl. 800 og kr. 500 fyrir nema. Allir eru velkomnir. AÐALFUNDUR verður haldinn 23. apríl 1996, kl. 20:15 á Grand Hótel Reykjavík, Hvamnti. HLJJTABRÉFA SJOÐURINN Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnar til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tónlist: Þóra Einarsdóttir, sópran, og Jónas lngimundarson, píanó. 4. Erlend sóknarfæri íslenskrar vöru og þjónustu fyrir sjávarútveg. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Hampiðjunnar hf. Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Kirkjusandi, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Hluthafar eru hvattir til að mœtal REKSTRARAÐILI: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910. Verðfrá m.v. 2 íbílí B-flokki i Að anki fá nienn full af bensíni. Vortilboð ug og bíll gildir 25. apríl til 12. jiíní W Handliafar Eurocard Atlas- og Gullkorta fá 2000 kr. afslátt (gildir cingöngu fyrirliandhaía kortsins). Hámarks- og lágmarksdvöl cr ein vika (7 dagar). Fyrsti brottfarardagur cr 25. apríl og síðasti hcimkomudagur er 12. júní. Hafðu samband við sölufólk okkar, fcrðaskrífstofumar cða í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8 -16.) * Innifalió: flug og blll. ótakmarkaöur kílómctrafjöldi, CDW-trygging, TP-trygging, ASC-þjónustugjald á flugvelli og söluskattur. þar sem vegir liggja til allra QAT%A&* FLUGLEIÐIR Traustur tslenskur ferðafélagi BJÓÐUM ÚRVALS ÚTSÆÐI Áburður, kalk, yfirbreiðslur og öll verkfæri sem tii þarf RáSgjöf sérfræðinga um garð- og gróÖurrækt GRÓÐURVÖRUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA SmiSjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 3211 • Fax: 554 2100 aöRKir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.