Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þó að ég telji það sé ekki á dagskrá að ganga í Evrópusam- bandið þá tel ég á dag- skrá að ræða það eins og öll mikilvæg mál. ekki þar með orðið láglaunaland. Hann Ólafur bróðir, sem er 1,95, er ekki orðinn dvergur þó að Jó- hann risi hafi verið 2,30. Við erum sem betur fer með launahæstu ríkj- um veraldar. Við höfum á hinn bóginn kappkostað, kannski á kostnað launanna, að halda at- vinnuleysi niðri. Það er enginn vafi hins vegar á að við þurfum að skipuleggja okkar vinnumarkað betur en við höfum gert og það er meginverkefni ríkis- valds og vinnuveitenda og laun- þegahreyfíngarinnar að breyta því hér. Það er hægt að komast af með minni vinnutíma hér og halda sömu launum, því að við höfum tamið okkur vitlausan takt í þessum efn- um. Við höldum að við vinnum alltaf svo miklu meira en aðrar þjóðir. Að sumu leyti erum við með óagaðri vinnubrögð en aðrar þjóð- ir, óagaðri vinnumarkað, óagaðri vinnuaðferðir og að sumu leyti er meira slugs hjá okkur heldur en líðst hjá öðrum þjóðum. Þetta þurf- um að lagfæra því að það er mjög brýnt að fólk hafi meiri tíma af- lögu fyrir sig og sína án þess að glata sínu lífsframfæri." Aðild að ESB út í hött - Þá er það Evrópusambandið. Nú er ríkjaráðstefnan hafin og fyrirsjáanlegt að henni ljúki eftir eitt til eitt og hálft ár. Þú hefur talað þannig að ekki sé tímabært að fjalla um aðildarspurninguna fyrr en komi í ljós hvernig Evrópu- sambandið verði að lokinni ríkjar- áðstefnunni. Nú er sá tími farinn að nálgast. Finnst þér ekki eðlilegt að menn fari að huga að þessu núna? „Ég er alveg sammála forustu- mönnum erlendra ríkja, Evrópu- sambandsríkja til að mynda, sem segja að það sé út í hött fyrir ís- land að fara að velta þessu fyrir sér fyrr en menn sjá hvað út úr þessari ríkjaráðstefnu kemur og á hvaða leið Evrópusambandið er. Það er ekkert, sem knýr okkur til þess að ganga í Evrópusamband- ið. Það vantar ekki rökin gegn því, það vantar rökin fyrir því. Eg átti samtal við Vaclav Klaus, forsæt- isráðherra Tékklands, í París fyrir um þremur vikum. Tékkar leggja mikla áherslu á að komast inn í Evrópusambandið, sem maður skil- ur mjög vel miðað við forsögu og alla þá hluti. Þá sagði forsætisráð- herrann við mig: „Ef ég væri í NATO, ef ég hefði bandaríska her- stöð, ef ég hefði EES-samninginn, þá væri ég ekki svo vitlaus að vilja ganga í Evrópusambandið. Því Evr- ópusambandið er í mínum huga að sumu leyti á villigötum," sagði hann. Við höfum þetta allt saman. Þannig að það vantar bara rökin fyrir því að ganga í Evrópusam- bandið. Einu rökin sem eru boðuð eru að við þurfum að vera með í því að móta hinn mikla veruleika, en þetta er bara eins og hvert ann- að snakk. Meira að segja Finnar og Svíar eru að segja opinberlega núna að þeim komi á óvart hvað þeir hafí lítil áhrif og þeir eru nú nokkuð stærri en við. Það eru tvö meginríki, sem ráða mestu, Þýska- land afar miklu og Frakkland nokkru. Ef ég væri Finni... Ef ég væri Finni þá gæti ég hugsanlega verið formaður Evrópu- hreyfíngarinnar í Finnlandi til að losna undan Rússum og nota tæki- færið til að komast inn hvað, sem það kostaði. En vilja menn virkilega takmarka okkar fullveldi enn frekar en orðið er með inngöngu í Evrópu- sambandið og missa yfirráð yfir okkar sjávarútvegi? Fyrir hvað? Fyrir tækifæri til að hafa áhrif á hinn mikla samruna? Það er ekki heil brú í því. Þannig að við getum bara andað rólega. Ég anda að minnsta kosti rólega." - En hvað til dæmis með mynt- einingu ESB. Frakkar og Þjóðveijar stefna að henni um aldamótin og breskur viðskiptaheimur er fylgj- andi, þótt bresk stjórnvöld séu það ekki. Hvaða áhrif mundi það hafa á stöðu íslensku krónunnar að standa fyrir utan svo stórt svæði, sem hefði sömu myntina? „Fyrir okkur er vonlaust að taka þátt í evrópsku mynteiningunni. Við höfum efnahagskerfi, sem er ekki mjög rótfast. Ef við yrðum með í Evrópusambandinu og aðiljar að sameiginlegri mynt og okkar gengispólitík gæti ekki lengur lotið íslenskum lögmálum og íslenskum efnahagsveruleika þá þyrftum við að bæta okkur upp sveiflur, sem verða ætíð á Islandi, með styrkja- kerfí. Þá yrðum við að vera byggða- undur, þar sem Evrópusambandið skaffaði okkur styrki eftir því hvernig kaupin gerðust á eyrinni. Það mundi algerlega eyðileggja íslenskan metnað. Það, sem ég sagði áðan um stjórnun fyrirtækja hér, mundi renna út í sandinn því að það mundi hætta að skipta máli hvort fyrirtæki væru vel eða illa rekin hér og við yrðum sem þjóð svona eins og skjólstæðingar fé- lagsmálastofnunar í fjórða lið. Þetta get ég ekki hugsað mér. Mér finnst það ömurlegt. En það vill nú svo grátbroslega til að við erum eina þjóðin í Evr- ópu, sem stenst allar efnahagslegar kröfur um sameiginlega mynt og mundum samkvæmt reglunum neyðast ef við gengjum í Evrópu- sambandið til að taka upp sameig- inlega mynt.“ - En gæti samkeppnisstaða okk- ar ekki skerst ef til mynteiningar kæmi um aldamótin? Ekki heimsmynt „Það er alltaf einhver kostnaður við gjaldeyrisbreytingar, en það er aðallega viðskiptaheildin, sem skiptir máli. Við erum ekki að fara að taka upp eina heimsmynt. Tveir þriðju hlutar þýsks almenn- ings eru andvígir því að hafa mynt- ina sameiginlega og þýski seðla- bankinn og helstu ráðunautar hans eru andvígir því að ganga of hratt fram. Þannig að maður á eftir að sjá þetta allt saman gerast. I Þýska- landi hafa menn vaxandi efasemdir um að allar myntir muni við sam- runann verða eins og sterkasta myntin. Líklegra sé að veikari efna- hagskerfí muni draga sterku mynt- irnar_niður.“ - Áttu von á mikilli umræðu um þetta á næsta landsfundi Sjálfstæð- isflokksins? „Vonandi einhverri. Það er hollt LISTIR Lína Langsokkur að fá umræður um slíkt mál. Þegar við undirbjuggum landsfundinn, sem við ætluðum að halda í haust, höfðum við ákveðið tvö aðalum- ræðuefni. Annað snerti stöðu kvenna í flokksstarfi og öðru slíku í framhaldi af umræðu, sem um það hafði orðið - við viljum ekki forðast umræðu um slík mál - en hitt aðalumræðuefnið átti að vera samkeppnisstaða íslands. Það er augljóst að þar með er flokksforust- an að óska eftir umræðu um þessi efni, en ekki forðast hana. Ég geri ráð fyrir að svipuð dagskrárefni verði í haust og þá erum við ber- sýnilega að kalla eftir umræðu um þessi mál. Því þó að ég telji það sé ekki á dagskrá að ganga í Evr- ópusambandið þá tel ég á dagskrá að ræða það eins og öll mikilvæg mál.“ - Býstu við kröfum frá sjálf- stæðismönnum um að leita eftir aðild? „Það má vel vera, en ég á út af fyrir sig ekki von á því. Ég held að það sé ekki stemmning fyrir því í flokknum, en það eru margir mjög góðir flokksmenn, sem eru þeirrar skoðunar, harðir og góðir flokks- menn, og það er sjálfsagt að þeir komi með þá skoðun og ýti henni fram.“ - En hvað segirðu um alþjóða- samninga á borð við GATT, Al- menna samkomulagið um tolla og viðskipti? „Það er mjög jákvætt að draga úr reglugerðaráþján. Evrópusam- bandið, því miður, hefur farið út í reglugerðaáþján og er óskaplega illt viðureignar hvað það varðar. Þegar maður spyr af hveiju við þurfum að hafa ökurita í okkar flutningabílum þá fæ ég svarið að það þurfi að vera samræmd regla í þessu þvi að þegar menn keyra frá Austurríki yfir til Frakklands sé ekki hægt að hafa mismunandi reglur. Flutningabílar hér keyra aldrei yfir til Austurríkis og Frakk- lands. Atlantshafið er frekar ógreiðfært yfírferðar fyrir flutn- ingabíla, en það er ekki nokkur vinnandi vegur að koma því inn í hausinn á þeim. Reglugerðaáþján Það er afar undarlegt að sam- band, sem á að ýta undir fijálsa verslun og viðskipti skuli vera jafn undirlagt af miðstýringar- og reglu- gerðaráráttu og ESB. Við höfum fengið ríflegan skammt af tilskip- unum og reglugerðum sem enginn maður hefur lesið nema hugsanlega túlkarnir. Reglugerðaráþjánin er allt að drepa og þetta er ekki til þess fallið að stuðla að frjálsum viðskiptum. Hinir ungu evrópsku hugsjóna- menn ættu að forðast eins og heit- an eldinn þennan reglugerðarhaug sem vex með ótrúlegum hraða. Evrópusambandið hefur aldrei skapað varanlega atvinnu, nema fyrir búrókrata í Brussel. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðslurnar á Norðurlöndum var hafður uppi hrikalegur blekkingaáróður. Þess vegna er fólkið reitt í Svíþjóð. Þess vegna vilja 70% ganga úr Evrópu- sambandinu. Ekki bara af því að Evrópusambandið sé svona vont því Evrópusambandið er merkilegt að mörgu leyti, heldur af því að það var svo margt ósatt sem var sagt við fólkið. Því var hótað og hótað alveg eins og reynt var að gera hér hjá okkur. Þið verðið einir fyrir utan, þið verðið eins og viðundur, atvinnuleysi mun hríðaukast og svo framvegis. Ekkert af þessu stóðst. Og íbúamir sjá nú að beitt var blekkingum. Þess vegna eru þeir svona reiðir.“ - En það er ekki þar með sagt að inngangan í ESB sé orsökin fyr- ir ástandinu í Svíþjóð. „Ég er viss um að það er ekki orsökin. Ég er alls ekki að segja það. Fullyrðingamar um ESB-aðild og hætturnar sem því fylgdu að standa utan við og um ávinninginn sem aðild mundi fylgja reyndust fals og ósannindi. Þess vegna er fólkið reitt og vonsvikið. Fólkið vill ekki láta plata sig.“ „HETJAN, hún Lína Langsokkur hefur frá því í septemberbyrjun, staðið fyrir sínum þekktu prakk- arastrikum og uppátækjum fyrir leikhúsgesti á öllum aldri í Borg- arleikhúsinu. Nú stendur hins- vegar til að taka niður Sjónarhól og Lína flytur líklega til pabba síns til einhverrar dularfullrar eyju langt, langt út í hafi. I febrúar síðastliðinn stóð Morgunblaðið fyrir Litaleik um Línu Langsokk og sendu rúmlega 300 börn myndir til blaðsins. Lína sjálf, ásamt aðstoðarfólki, valdi svo 26 myndir til úrslita og fengu Steina Vas- ulka heldur fyrirlestur STEINA Vasulka myndbandalista- kona heldur fyrirlestur á Kjarvals- stöðum, um eigin listsköpun, mánu- daginn 15. apríl kl. 17. Sýnd verða brot úr verkum Iistakonunnar. Að- gangur ókeypis. Nú stendur yfír á Kjarvalsstöðum fyrsta einkasýning Steinu hér á landi, en Steina er einn af frum- kvöðlum myndbandalistarinnar á alþjóðlegum vettvangi. verðlaunahafamir Línu-púsluspil og Línu-boli, ásamt bréfi sem Lína skrifaði til þeirra þar sem hún þakkaði þeim fyrir þátttökuna. Fyrstu verðlaun fékk Rósa Hauks- dóttir og bauð Lína henni ásamt fjölskyldu í leikhúsið. Eftir sýn- ingu kom Rósa baksviðs til að heilsa uppá Línu og eftir mynd að dæma má vart á milli sjá hvor skemmtir sér betur,“ segir í frétt frá Leikfélagi Reykjavíkur. Einungis 3 sýningar eru eftir og sunnudaginn 28. apríl nk. verður síðasta sýningin með Línu. Kórsöngur í Háteigskirkju KÓR Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Háteigskirkju í kvöld, þriðjudaginn 16. apríl kl. 20.30. Flutt verður Missa brevis í D-dúr eftir W.A. Mozart og Te Deum eftir Benjamin Britten. Ein- söngvarar eru Hanna Björk Guð- jónsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Skarphéðinn Þór Hjartarson og Valdimar Másson. Nokkrir kennarar skólans leika með, en stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson. Efnilegur kórsljóri TONLIST Digrancskirkja KARLAKÓRS- TÓNLEIKAR Karlakórinn Þrestir úr Hafnar- firði sungu íslensk og erlend kór- lög og fjórir söngnemar létu til sín heyra á vortónleikum Karla- kórsins Þrasta. Stjómandi: Sól- veig S. Einarsdóttir og undirleik- arar Hólmfríður Sigurðardóttir og Miklos Dalmay. Fimmtudagur- inn ll.apríl 1996. KARLAKÓRINN Þrestir hef- ur ráðið til sín unga tónlistar- konu, Sólveigu S. Einarsdóttur og hélt kórinn tónleika í Digra- neskirkju sl. fimmtudag. Á efn- isskránni voru íslensk og erlend lög og hófust tónleikarnir á ágætu lagi eftir Pálmar Þ. Ey- jólfsson, er ber nafnið Hefjum sönginn, við texta eftir Lárus Salomonsson, sem var hressi- lega sungið. Til sönggyðjunnar eftir Friðrik Jónsson og Vísur Vatnsenda-Rósu og Dýravísur eftir Jón Leifs voru næstu verk- efni, en Dýravísur Jóns voru of hratt sungnar og of mikið gert úr áherslunum. Þrátt fyrir það voru þær skýrlega fluttar, en eitt af bestu lögum kórsins var Sefur sól hjá ægi, sem var sér- lega fallega mótað af stjórnand- anum. Gömul spor eftir Friðrik Jónsson, Nú er bjart um norð- urslóð eftir Elvis Presley og Ríð- um sveinar senn voru léttilega flutt, en í lagi Friðriks söng tvö- faldur kvartett, sem í raun bætti engu við lagið. Hver á sér fegra föðurland eftir Emil Thoroddsen og lag við kvæði Steins Stein- ars, Vort líf, vort líf, sem er samið til minningar um mis- heppnaðan tónsnilling, síðustu lögin fyrir hlé, voru ágætlega sungin. Fjórir söngnemar Snæbjargar Snæbjarnardóttur sungu ein- söng, en þeir voru Orvar Már Kristinsson, Sólveig S. Einars- dóttir, sem einnig stjórnar kórn- um, Kristján Valgarðsson og Sig- ríður E. Snorradóttir. Það er ekki venja að fjalla um tónflutning nemenda, en hér eru á ferðinni efnilegt söngfólk, mislangt kom- ið í námi, er stóð sig með prýði, en undirleikari með flestum nem- endanna var Hólmfríður Sigurð- ardóttir. Kór, undir stjórn Sólveigar S. Einarsdóttur, söng fimm rúss- nesk þjóðlög og eitt rómantískt dægurlag, Rose Marie, en sýndi undir lokin ágæt tilþrif í lagi Páls Isólfssonar, Úr útsæ rísa Islandsfjöll og einnig í Ræningja- kórnum eftir Verdi. Einn af elstu kórfélögunum, Helgi S. Þórðar- son söng einsöng í Ó, ísis eftir Mozart og gerði það mjög smekk- lega. Það var greinilegt að Sólveig er öruggur stjórnandi, er kom hvað best fram í hinum hefð- bundnu karlakórslögum, eins og t.d. í Sefur sól hjá ægi, Hver á sér fegra og Útsæ Páls ísólfsson- ar. Kórinn var um margt góður og söng ávallt vel og ofgerði aldr- ei í styrk, svo að vel má spá Sólveigu góðu gengi sem kór- stjóra. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.