Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Hjálmarsson, ásamt starfsfólki Taugagreiningar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg HUG VITIÐ í ASKANALÁTW Eftir Pétur Gunnarsson VELTA Taugagreiningar hf á fyrsta þriðjungi þessa árs var mun meiri en allt árið í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir áframhald- andi vexti og meira en fjórfalt meiri veltu árið 1996 en 1995. Þetta skýrist af alþjóðlegri eftir- spum eftir hugbúnaði sem fyrir- tækið hefur þróað og notaður er til að skrá heilarit sem beitt er til sjúkdómsgreiningar á flogaveiki. Búnaður frá Taugagreiningu hef- ur þegar verið seldur til 65 sjúkra- húsa í N- og V-Evrópu. Frá ára- mótum hefur Taugagreining selt fyrir 54 milljónir króna við sjúkra- hús á borð við King’s College í London, Park sjúkrahúsið í Ox- ford, og háskólasjúkrahúsin í Lundi í Svíþjóð, Tampere í Finn- landi og Zúrich í Sviss. Þessar stofnanir eru miðstöðvar fyrir rannsóknir á flogaveiki og grein- ingu og meðferð flogaveikisjúkl- inga. Sigurður St. Hjálmarsson, frá- farandi framkvæmdastjóri Tauga- greiningar, segir að nú séu menn bjartsýnir á að það verkefni sem Taugagreining fór fyrir ótrúlega tilviljun að einbeita sér að fyrir fimm árum í samvinnu við Hauke- land-sjúkrahúsið í Bergen í Noregi muni skila jafnvel enn betri ár- angri en menn þorðu að vona. Emir Snorrason geðlæknir stofnaði Taugagreiningu hf árið 1987 í því skyni að þróa mynd- ræna framsetningu á gögnum til að greina heila- og taugaskaða eftir slys en hann vann þá að rann- sóknum á því sviði á Grensásdeild Borgarspítala. Skakkt númer Árið 1990 voru 2 starfsmenn hjá Taugagreiningu þegar þangað barst símhringing frá Haukeland- sjúkrahúsinu í Bergen sem hafði zzz cr wmm >"*nw _____: VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Sigurður St. Hjálmarsson er 35 ára Reykvíkingur, tölv- unarfræðingur frá ríkisháskólanum í Kaliforníu. Að loknu námi stofnaði hann og rak um skeið fyrirtækið Hughönnun í Reykjavík og vann að verkefnum fyrir landlæknisembætt- ið en hefur starfað hjá Taugagreiningu síðan 1989. Þar er hann að láta af starfi framkvæmdastjóra um þessar mundir. MÆLITÆKIN sem framleidd verða í Bretlandi. STAFRÆN mynd úr heilasírita Taugagreiningar sem sýnir heilarit í Nervus hugbúnaði og vídeó-mynd af sjúklingnum. afgerandi áhrif á framtíð fyrirtæk- isins. „Á þessum tíma notaði Taugagreining enska heitið Neu- rosoft en svo heppilega vildi til að annað fyrirtæki í Bandaríkjunum hét því sama nafni. Norðmennirnir ætluðu að hringja þangað en hringdu óvart í okkur til að spyija um stafrænan heilarita. Það vildi svo til að við vorum á þessum tíma nýbyijaðir að spá í þá hluti en bandaríska fyrirtækið ekki,“ segir Sigurður. „Ég flaug strax til Berg- en og sýndi þeim það sem við höfðum verið að þróa. Síðan hefur Haukeland-sjúkrahúsið verið okk- ar helsti viðskiptavinur og um leið hefur það verið sá aðili sem drifið hefur vöruþróun okkar áfram.“ „í raun er kerfið okkar alfarið þróað fyrir Haukeland-spítalann. Þeir keyptu fyrsta heilaritskerfið og voru fyrsti spítalinn sem fékk stafrænan heilasírita í febrúar 1995. Við höfum notað verkfræði- þekkingu okkar til að verða við þeirra kröfum og leysa þeirra vandamál. Sú vinna hefur leitt til þess að aðrir notendur geta komið inn í myndina," segir Sigurður. „Við höfum síðan selt stafræna heilasírita á fjóra aðra staði. Nú, þegar við erum komnir með nokk- ur af virtustu sjúkrahúsum á þessu sviði í okkar viðskiptavinahóp, höfum við myndað vinnuhóp með sérfræðingum frá þeim aðilum til þess að stýra vöruþróun okkar.“ Sigurður segir að Taugagrein- ing sé í harðri samkeppni á alþjóð- legum markaði. „Það sem við höf- um umfram keppinautana er windows-hugbúnaður sem við höf- um þróað og notendur telja að sé betri en þeir fá annars staðar. Einnig heilasíritar sem tengja má öflugum tölvunetum. Á síðasta ári töldum við að það væri kominn tími til að víkka út okkar starfsemi og framleiða okkar eigin mælitæki í stað þess að selja hugbúnað með mælitækjum frá hollensku fyrir- tæki en undir okkar nafni. Við ætlum að fikra okkur yfir í að framleiða og selja heildarkerfi á þessu sviði.“ „Taugagreining er fyrst og fremst hugbúnaðarfyrirtæki og við könnuðum möguleika á að framleiða mælitækin á íslandi en hér var þekkingin ekki fyrir hendi. Þijú bresk fyrirtæki hafa unnið að þróun mælitækjanna fyrir okk- ur sl. ár og sú vinna hefur kostað okkur um 25 milljónir. Framleiðsla á mælitækjunum hefst í Bretlandi innan skamms og þau koma á markað um mitt ár.“ Útibú í Bretlandi Starfsmenn Taugagreiningar eru 12 talsins. í Bretlandi er rekið útibú með markaðsstjóra, sem er breskúr, og íslenskum þjónustu- stjóra, sem annast þjónustu við þau 65 sjúkrahús sem nota hug- búnað, heilarita og langtíma- gæslukerfi frá fyrirtækinu. Á Ís- landi starfa 7 tölvunarfræðingar og kerfisfræðingar við þróun hug- búnaðar og 2 starfa á skrifstof- unni auk Sigurðar. „Það er stutt síðan Taugagrein- ing fór að breytast mjög hratt úr þróunarfyrirtæki þar sem nokkrir guttar sátu við að skrifa forrit og í fyrirtæki sem hugsaði skipulega um sölu- og markaðsmál á alþjóð- legum markaði. Við reyndum líka lengi að sækja á markaðinn frá íslandi en það var of dýrt, bæði í tíma og peningum.“ „Á síðustu mánuðum hefur margt gerst. Við höfum gert samninga við King’s College, Lund, Tampere og Zúrich á þess- um ársfjórðungi. Við erum að bijótast í gegn á markaðnum. Við erum ekki búnir „að meika það“ en við virðumst vera „að meika það“.“ Nervus Mælitækið sem Taugagreining lætur mun láta framleiða í Bret- landi og er væntanlegt á markað- inn á næstu vikum, er litlu stærra en mótald. Úrtækinu eru elektróð- ur tengdar við sjúklinginn og mæld um það bil 100 míkróvolta spenna frá taugaboðunum. Mælitækið breytir spennunni í stafrænt merki og sendir yfir á tölvu þar sem forrit Taugagrein- ingar, sem kallast Nervus, tekur við og skoðar merkið og vinnur úr því. Jafnhliða því sem merkið er tek- ið upp er notaður sérstakur ljós- gjafi, sem einnig er farið að fram- leiða í Bretlandi. Ljósgjafinn er notaður til að erta heila sjúklings- ins og kalla fram flog. „Markmið- ið er að sjá hvort um er að ræða flogaveiki og hvaðan úr höfðinu flogin koma,“ segir Sigurður. Taugagreining hefur jafnframt sett upp stafrænan heilasírita eins og nefnt hefur verið. Sá fyrsti var settur upp í Haukeland-spítalan- um í febrúar 1995 og er tengdur tölvuneti með allt að 30 vinnu- stöðvum. Heilasíritinn í Bergen hefur ver- ið keyrður meira en 99% þess tíma sem síðan er liðinn og fylgist með hveijum sjúklingi í 24 tíma á sólar- hring í 2-7 daga, eftir þörfum. Stafrænn heilasíriti tekur auk heilarits upp stafræna vídeómynd af sjúklingi. „Hljóði og mynd er samhliða heilarituninni dælt inn á „server“ og þá er um leið hægt að nálgast hljóð og mynd hvaðan sem er á netinu,“ segir Sigurður Hann segir að í mörgum tilvik- um sé nú mögulegt að beita skurðaðgerðum til að skera í burtu ör eða aðra skemmda vefi sem valda flogum. „Þetta hefur lengi verið hægt en það hefur þurft að afla og vinna úr gríðarlegu magni af gögnum til að taka slíka ákvörðun. Okkar framlag snýst um að spara fólki tíma og vinnu við að lesa úr þeim gögnum,“ segir Sigurður. „Aðrir á þessum markaði hafa ekki sett upp jafnstór kerfí með jafnflóknum uppsetningum, þess vegna höfum við fengið viðskipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.