Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ætlar þú að taka ábættuna í sólarlandaferð eða sólbekknum án 98% ALOE VERA geli frá Jasoní Þín besta trygging er með 98% ALOE VERA gelfrá Jason í farteskinu. Ftest í öllum apótekum á landinu og í: 2. hæð, Boigarkringlunni, simar 854 2117 og 566 8593. ✓ Ami V. Þórsson, læknir SÉRGREIN: BARNALÆKNINGAR. Hormóna- og efhaskiptasjúkdómar bama. Hefurflutt lækningastofu sínafrá Marargötu 2 að Læknastöð Vesturbæjar, Melhaga 22, 107 Reykjavík, sími 562 8090, fax: 562 8834. Grétar Guðmundsson, læknir SÉRGREIN: TAUGALÆKNINGAR. Hefurflutt læknastofu sínafrá Marargötu 2 að Læknastöð Vesturbæjar, Melhaga 22, 107 Reykjavík, sími 562 8090, fax: 562 8834. Aðalfundur Aðalfundur Sameinaða lifeyrissjóðsins verður haldinn aS Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 Reykjavík, laugardaginn 20. apríl 1996 og hefst fundurinn kl. 13.30. Dagskrá fundarins: Q Venjuleg aðalfundarstörf. Q| Breytingar á reglugerð sjóðsins. jjjGerð grein fyrir endanlegri sameiningu Lífeyrissjóðs bókagerðarmanna, Lífeyrissjóðs byggingar- iðnaðarmanna í Hafnarfirði, Lífeyrissjóðs Félags garðyrkjumanna, Lífeyrissjóðs múrara og Lífeyrissjóðs verkstjóra við sjóðinn. Onnur mál löglega upp borin. | Allir greiðandi sjóðfélagar svo og elli- og örorku- lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétti. Þeir sjóðfélagar, sem hyggjast nýta sér þennan rétt eru beðnir að tilkynna það skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 18. apríl n.k. og munu þeir þá fá fundargögn við setningu fundarins. Bheir sjóðfélagar, sem vilja kynna sér tillögur til breytinga á reglugerð sjóðsins, sem lagðarverða fram á fundinum geta fengið þær afhentar á skrifstofu sjóðsins eða fengið þær sendar í pósti með því að hafa samband við skrifstofu sjóðsins. Frá og með 16. apríl munu reikningar sjóðsins liggja frammi á skrifstofu hans fyrir þá sjóðfélaga, sem vilja kynna sér þá. Reykjavík, 1. apríl 1996 Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins. ÍDAG SKÁK Untsjon Mnrgeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur ÞETTA endatafl kom upp í keppninni í áskorenda- flokki á Skákþingi íslands um páskana. Kristján Eðvarðsson (2.190) var með hvítt og átti leik, en Guðmundur Daðason hafði svart. 38. b5! - axb5 (38. - cxb5 er svarað með 39. c6 - Hf7 40. Rd5 og svartur verður að gefa mann fyrir hvíta c peðið) 39. a6 - Rc7 40. a7 - Ra8 41. Rxb5!! - cxb5 42. c6 - Hc7 (Eða 42. — Hf7 43. c7 og fær nýja drottingu) 43. Bxc7 — Rxc7 44. Hb3! og svartur gafst upp, því hann á ekk- ert svar við hótuninni 45. Hxb5!. Þessi skák er fengin af íslenskri skáksíðu Daða Amar Jónssonar á internetinu. (Slóð http://ww- w.vks.is./s- kak/) Fréttaþyrst- um skáká- hugamönnum er bent á að síðan er yfirleitt upp- færð daglega þegar mót standa yfir. Skólaskákmót Reykja- víkur 1996 - einstakl- ingskeppni hefst í fé- lagsheimili TR þriðjudag- inn 16. apríl kl. 19 og lýkur daginn eftir. Rétt til þátttöku í þessum Reykj avíkurúrslitum hafa tveir efstu menn í skákmótum hvers grunn- skóla. Keppninni er skipt í tvo flokka, nemendur 8.- 10. bekkjar grunn- skóla og 1.-7. bekkjar. COSPER HVERNIG stendur á því að þið hafið ekki billiard-borð um borð? VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Lyklakippa tapaðist LYKLAKIPPA tapaðist sl. fimmtudag. Kippan er svart hylki til að hengja á belti og hringur með þónokkuð mörgum lyklum á. Helstu staðir sem líklegt er að kippan hafi týnst eru í kringum pósthúsið í Ármúlanum eða í kringum Austurver. Finnandi vinsamlegast hringi í Ásgeir í síma 565 8277. Gleraugu töpuðust LÍTIL og nett gleraugu í svartri umgerð töpuð- ust fyrir u.þ.b. þremur vikum í miðbæ Reykja- víkur. Skilvís finnandi vinsamlega hafi sam- band í síma 557 7648. Hanski tapaðist SVARTUR hægri hand- ar skinnhanski tapaðist fimmtudaginn fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Hanskinn er þunnur með rauðri bryddingu að ofan og rauðum spæl og hnappi. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 554 1199. HÖGNIHREKKVÍSI Víkveiji skrifar... ISLENZK kímni lætur ekki að sér hæða. Víkveiji hefur þennan pistil með gamansömum lánstexta úr Skildi, tímriti um menningarmál: „Þegar þetta er ritað, í febrúar 1996, er verið að undirbúa forseta- kosningar hér á landi, þótt aðeins eitt alvöruframboð hafi verið til- kynnt [þegar textinn var saman settur]. Einhver vandræðagangur er á fólki út af þessum kosningum og hefur því ömefnafræðingur einn, prófessor emeritus, komið með þá tillögu að láta Happdrætti Háskól- ans sjá um þetta. Happdrættið gæfi út jafnmarga skafmiða og kjörgengir menn era í landinu en þeir munu vera um 180.000. Hver miði yrði seldur á 1.000 krónur, sem er nægilegt til að standa undir framkvæmdum á Bessastöðum þetta kjörtímabil. Þessir skafmiðar yrðu seldir þeim sem kaupa vildu og ekki byijað að skafa fyrr en allir miðamir væru seldir. A einum skafmiðanum væri mynd af Bessa- stöðum og sá sem skæfí ofan af Bessastöðum yrði forseti. Val for- setans væri því falið lukkunni enda virðist hún ráða svo miklu í þessu efni að þessum merka manni, til- löguhöfundinum, finnst best að láta hana alveg um kosninguna..." Já, það er sitt hvað sér til gam- ans gert á ísa köldu landi. HLJÓÐMENGUN setur í æ rík- ara mæli mark sitt á heimili, vinnustaði og umhverfi fólks allt. Hávaðinn segir nær hvarvetna til sín. Hávaði frá bílum, flugvélum, vinnuvélum o.s.frv. En máski er sá hávaðinn hvimleiðastur, sem glym- ur fólki úr hátölurum (sem og hljóð- og sjónvarpi), svo og segja hvar sem er, frá fótaferð að háttatíma. Öll tónlist, líka dægurtónlist, lætur ljúft í eyrum þegar og þar sem hún á við. Síbylja dægurtónlist- ar, hástilltrar, getur hins vegar verið til skapraunar - og raunar skaða, þegar verst gegnir. Fólk gerir sér af þessum sökum ekki erindi í fyrirtæki, nema brýna nauðsyn beri til, þar sem hástillt síbyljan glymur í eyrum daglangt. Að ekki sé nú talað um opinberar þjónustustofnanir þar sem starfs- menn magna upp hljóðmengun flestum til ama. xxx EINBREIÐAR brýr á tvíbreiðum vegum geta verið slysagildr- ur, einkum þar sem umferð er mik- il. Fjölmargar slíkar brýr eru í vega- kerfi landsins. Á hringveginum ein- um teljast þær 139. Úttekt hefur verið gerð á slysum á þessum brúm á árunum 1989 til 1995. Á þessu tímabili eru 23 ein- breiðar brýr skráðar með tvö um- ferðaróhöpp eða fleiri, þar af 18 á hringveginum. Á þessum brúm eru skráð rúmlega 100 slys á tímabil- inu. Þau eru án efa mun fleiri þar eð minni háttar óhöpp skila sér illa til skráningar. Halldór Blöndal samgönguráð- herra upplýsti á þingi nýlega að unnið væri að bættum merkingum við einbreiðar brýr til að draga úr slysahættu. Þá hafi og verið unnið við breikkun og endurbyggingu þeirra í nokkrum mæli. En betur þurfí að gera „bæði vegna um- ferðaröryggis og þess að margar af eldri brúm á stofnvegum landsins þola ekki þyngd þeirrar umferðar sem um veginn fer og eru því hrein- ir farartálmar af þeim sökum.“ Slysatíðni er mest á brúnni yfir Fossá í Hvalfirði. Þar urðu 17 slys á tímabilinu. Brúin verður breikkuð í ár. Brúin yfír íjórsá er önnur á slysalistanum (12 slys). Norðurland vestra „skartar" flestum einbreið- um brúm, þar sem tvö slys eða fleiri hafa orðið. Kostnaður við að breikka þessar brýr er mjög misjafn. Þannig er áætlaður kostnaður við að tvöfalda brú yfir Laxá hjá Syðra-Hóli á Skagastrandarvegi um 66 m.kr. Það er í mörg horn að líta í vega- gerð, auk breikkunar einbreiðra brúa, ekki sízt í mesta þéttbýlinu þar sem umférðin er mest. Máski er mest aðkallandi að tvöfalda veg- inn (aðskildar brautir) milli höfuð- borgarsvæðisins og Flughafnar Leifs Eiríkssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.