Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 MINIMINGAR HJALTI GUÐJÓNSSON + Hjalti Guðjóns- son fæddist í Vestmannaeyjum 11. desember 1974. Hann lést af slys- förum 31. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Sigurbergs- son rennismiður og iðntæknifræðingur [Bogasonar tré- smiðs frá Flatey á Breiðafirði og konu hans, Kristínar Guðmundsdóttur] og Dagmar Svala Runólfsdóttir gjaldkeri [Dag- Þegar okkur var sagt að Hjalta bjartssonar múrara í Vest- væri saknað voru fyrstu viðbrögðin mannaeyjum og konu hans, þau að hann myndi skila sér; ungt Svölu Jónsdóttur]. fólk lendir í ævintýrum og hittir Hjalti stundaði fyrst nám í vini og á það til að gleyma tíman- Barnaskóla Vestmannaeyja en um. En þegar dagarnir liðu varð síðar í Breiðholtsskóla. Bræður ljóst að hér hafði eitthvað alvarlegt Hjalta eru Rúnar Ingi, f. 14. gerst, eitthvað sem enginn vildi við- júní 1969, og Ómar, f. 28. ágúst urkenna innra með sér heldur von- 1977. aði að væri óþarfur uggur. Vonin Útför Hjalta fer fram frá um kraftaverkið blundaði með okk- Bústaðakirkju á morgun, ur; að hann myndi skila sér og ótt- mánudaginn 15. apríl, og hefst inn hefði verið ástæðulaus. Sú von athöfnin klukkan 15. dofnaði og innst inni varð sú ósk ---------- ein eftir að hann myndi þó finnast; Þær stundir koma að manni verð- að foreldrar og vinir gætu þó kvatt ur á að velta fyrir sér réttlæti þessa hann. Það má takast á við sorgina heims; spyr sjálfan sig hvað valdi og vinna úr henni, en óvissan er því að óskiljanlegir hlutir gerast, skelfileg. eitthvað sem er svo órafjarri skiln- Það var því á vissan hátt léttir ingi, svo tilgangslaust, svo órétt- þegar lík Hjalta fannst í Reykjavík- látt. Það eru þannig vangaveltur urhöfn. Hann hafði bersýnilega sem sveima um hugann þegar ung- labbað niður að höfn eftir dansleik, ur maður, sem rétt er að heíja lífs- eins og þeir vinirnir gerðu svo ferðina fyrir alvöru, er hrifínn á gjarnan til að sitja á bryggjupollun- brott á örskotsstund, fyrirvaralaust. um og spjalla saman um lífið og Við sem höfum fylgst með Hjalta tilveruna. í þetta sinn hafði hann Guðjónssyni frá fæðingu í Vest- hins vegar orðið viðskila við vinina mannaeyjum höfum séð hann breyt- og því einn á ferð. Slys átt sér stað, ast úr tápmiklum strák í fjörugan óhapp sem við fáum aldrei að vita og lífsglaðan ungling. Fylgdumst hvemig varð. með því þegar fótboltinn átti hug Þegar við kveðjum í dag elskuleg- hans allan eftir að hann fór að kjaga an dreng sendum við Gutta og um á tveimur fótum. Sáum hann Döggu og Ómari og Rúnari Inga klæðast grænum félagsbúningi okkar einlægustu smúðarkveðjur. Týrara með stolti og það var eins Orð mega sín ekki mikils á stundu og boltinn væri gróinn við tasrnar sem þessari, en við vitum að með á honum þegar hann lék listir sín- sér geyma þau og afamir og amm- ar. Hann yrði einhvern tíman magn- an og ættingjarnir allir minningar aður knattspymumaður. um ljúfan og skemmtilegan son og Þó var lengst af vík milli vina. bróður. Þær minningar lifa. Hann í Vestmannaeyjum með for- Haukur Már Haraldsson eldrum sínum og bræðrum og við og Erla Sigurbergsdóttir. í Reykjavík, en alltaf hélst sam- bandið. Þegar fjölskyldan flutti al- komin til Reykjavíkur fyrir nokkr- Hann Hjalti minn er dáinn, svo um ámm breyttist stopult samband ungur og átti alla framtíð fyrir sér. t Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR DÓRU ÚLFARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrun- ardeildar Vífilsstaðaspítala fyrir góða umönnun. Anna Margrét Björnsdóttir, Guðni Sigfússon, Brynjólfur Björnsson, Ragna Lára Ragnarsdóttir og barnabörn. Óskast í Fossvogi - raðhús Höfum góðan kaupanda að góðu raðhúsi í Fossvogi. Fyrir rétta eign er mjög góð útborgun í boði. Óskast í Fossvogi Höfum góðan kaupanda að góðri ca 100 fm íb. í Foss- voginum með eða án bílskúrs. Mjög góð útborgun fyrir rétta eign. Seljendur athugið! Okkur vantar aliar gerðir fasteigna á söluskrá. Það er góð sala þessa dagana og mikið um fyrirspurnir. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, s. 551 9540 og 551 9191. í dagleg samskipti með þeirri vináttu sem skapast af nánu sam- bandi systkina og tengdafólks. Kynnin urðu betri og við fylgd- umst með unglingi breytast í ungan mann sem liðlega tvítugur stóð á þröskuldi lífsins, fullur af þrótti og lífs- gleði, tilbúinn að tak- ast á við þá framtíð sem enginn veit hver er. Þá, skyndilega og fyrirvaralaust, var skorið á lífsstrenginn. Þeir deyja víst ungir sem guðimir elska, stendur einhver staðar, og því verðum við að trúa. Það var mánudaginn 1. apríl að hringt var í mig og sagt að Hjalti væri týndur. Það var eins og ís- köldu vatni væri skvett framan í mig. Við biðum og vonuðum svo heitt að hann fýndist heill á húfi, en raunin varð allt önnur. Á skírdag fannst hann látinn, á þeim stað þar sem hann kom svo oft og átti róleg- ar stundir með vinum sínum, enda vanur sjónum úr Vestmannaeyjum þar sem hann fæddist og ólst upp fyrstu árin sín. Desémber 1974 gleymi ég aldrei. Dagga systir var að eignast annan dreng, svo yndis- legan og pínulítinn glókoll. Alltaf fylgdist ég með þér, Hjalti minn, og passaði þig þegar þú varst lítill (enda varstu nú alltaf Stínustrák- ur). Þú varst nú ekki hár í lofti þegar áhuginn beindist að fótbolt- anum. Dáleiddur af Maradona, og leiknin með boltann hjá svona litlum dreng var með ólíkindum. Kæri frændi, ég minnist þín sem brosandi glaðværs barns, svo ungl- ings og til ungs myndarlegs manns. Alltaf léttur í skapi og blíður mjög. Það eru góðir mannkostir að elska bæði menn og dýr eins og þú gerð- ir og sést á stórum vinahóp sem kveður góðan og traustan vin. Rak- el litla frænka þín segist vita hvar þú sért og að hún ætli að heim- sækja þig eins og ömmu. Elsku frændi, ég kveð þig hinstu kveðju, þegar þú verður lagður við hlið Svölu ömmu sem vefur þig örmum sínum. Ég þakka fyrir sam- fýlgdina hér þótt stutt hafi stoppið verið og veit að þar sem þú ert núna munt þú halda áfram að brosa og gleðjast með þeim sem famir eru á annað tilverustig. Góður Guð geymi þig og varðveiti. Öll höfum við misst mikið en mestur er þó missir ykkar, elsku Dagga og Gutti, og Ómar minn og Rúnar, að missa bróður ykkar svo skyndilega. Guð veri með ykkur öllum og styrki. Elsku pabbi minn, Gógó og Beggi, þið sem sjáið á eftir bamabami, ég bið góðan Guð að hugga ykkur og okkur öll í sorginni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og ailt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hinsta kveðja, elsku vinur, Kristín móðursystir. Kæri Hjalti frændi, við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Elsku stóri frændi, við munum ætíð og alltaf hugsa til þín og biðja fyrir þér. Hjalti, hér kemur ein lítil bæn til þín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Guð geymi þig, Rakel og Berglind. Hjalti minn, núna ertu dáinn aðeins 21 árs gamall. Þetta gerðist svo snöggt. Fyrst vorum við látin vita að þú værir týndur og var það mjög erfitt fýrir alla. Ég hélt alltaf í vonina um að þú værir á lífi ein- hvers staðar. Svo þegar mamma kom til mín og sagði mér að þú værir dáinn vildi ég ekki trúa því. Ég var búin að gera mér svo mikl- ar vonir um að þú kæmir aftur. Allir muna eftir þér brosandi eða hlæjandi. Þú varst alltaf svo kátur og hress. Þú varst þannig frændi sem allir litu upp til, öll litlu bömin í fjölskyldunni, og ábyggilega fleiri líka, dýrkuðu þig, því þú varst svo góður. Það verður skrítið að horfa á myndbandið sem var tekið hér hjá okkur um síðustu jól. Ég veit að þér líður vel þarna eins og héma og hugsar til okkar. Hjalti minn, ég á mjög góðar minningar um þig sem ég ætla að geyma vel. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóss- ins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir líf- inu.“ (Höf. ók.) Hinsta kveðja. Þín, Heiða Dröfn. Látinn ljúfi afadrengur, liðinn ævidagur þinn. í sálu minni brostinn strengur, sorg og tregi flæðir inn. Ég kveð þig, elsku ljúfurinn, bljúg mér verður minningin um yndislega drenginn minn, sem genginn er í himininn. Runólfur Dagbjartsson. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer en ég vona bara hann hugsi soldið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. (Megas) Elsku Hjalti. Það er mér ofur erfitt að kveðja þig í síðasta sinn. Þú varst einn af þessum föstu punktum í tilverunni sem mér fannst að yrðu alltaf til staðar. Það er mikið áfall að þú skulir hafa yfirgefið okkur svona snögglega. En þá reyni ég að hugsa um björtu hliðamar og allt það góða sem þú hefur gefið mér og öðrum. Það verður aldrei tekið frá okkur. Ég kynntist þér fyrst þegar ég var 15 og þú 17 nýkominn með bflpróf, töffari á Mözdunni hans Rúnars. En fljótlega fór töffara- skapurinn fyrir lítið og við kynnt- umst þinni réttu persónu. Þú varst alltaf svo hress og skemmtilegur. Ég og Linda vorum alveg dolfallnar yfir ykkur félögum, Jonna og þér, og sáum bara stjörnur í kringum ykkur. Á þeim tíma var ýmislegt brallað, enda svo margt sem þið Jonni þurftuð að sýna og sanna fyrir okkur. Minningarnar fylla heilu bækurnar og þær eru alls staðar. Þegar þú og Jonni elduðuð fyrir okkur og blúsuðuð á Bergþóru- götunni. Þegar þið fóruð með okkur í keilu og snóker eða út í körfu. Þegar þú reyndir að kenna mér á gítar. Þegar þið fóruð með okkur á Þjóðhátíð, stoltir af uppmnanum, sannir Eyjamenn sem pínduð okkur til að borða lunda. Eða þegar þið spiluðuð fýrir okkur niðrí æfinga- húsnæði og við gátum horft á ykk- ur spila lengur en flestir aðrir. Það var endalaust hægt að tala við þig um allt og ekkert og hálfu kvöldin fóru oft í símtöl. Þú dekraðir við mig og Lindu og varst ávallt tilbú- inn að gera hvað sem var fyrir okkur. Ef eitthvað bjátaði á eða einhvern vantaði greiða þá varst þú mættur tilbúinn að hjálpa við hvað sem var. Prestarnir kenndu mér þegar ég var barn að eitthvað væri fyrir handan, þar ætti hver og einn sinn sess í ríki Guðs. Ég veit að þú ert þar nú og bíður eftir okkur, tilbúinn að bjóða okkur velkomin þegar við hittumst aftur. Hjalti, sannir vinir gleymast aldrei og þú munt aldrei deyja, í huga mínum og hjarta lifir minningin um þig. Þín, Hanna Björk. Af hveiju er lífið svona ósann- gjarnt að taka góðan vin frá okk- ur? Það er mikill söknuður að þú skulir vera farinn. Það er ekki hægt að lýsa tilfinningum sínum þegar maður missir vin eins og þig. Við áttum margar góðar stundir saman. Við kynntumst fyrir fimm árum, þegar ég kom fyrst í Hátún. Urðum við strax góðir vinir. Þú kynntir mig fyrir besta vini þínum, Jonna, og í dag eigum við Jonni son saman, Óla Kristin, sem var í miklu uppáhaldi hjá þér. Ég man þegar ég, Jonni, Hanna og þú vorum alltaf saman og gerð- um við ýmislegt saman. T.d. rúntað- ir þú með okkur í músinni og reynd- ir að kenna mér á trommurnar þín- ar en ég hafði meiri áhuga á bassan- um. Sumarið ’95 lágu leiðir okkar til Danmerkur. Við fórum saman á Hróarskelduhátíðina. Við leigðum okkur hjól og hafðir þú mjög gam- an af því að hjóla. Ég mun aldrei gleyma þessari ferð. Þú varst alltaf til staðar þegar ég þurfti á þér að halda. Þú komst á hveijum morgni til mín og keyrð- ir mig í vinnuna, líka þótt þú værir í fríi. Þú varst góður trúnaðarvinur minn og við áttum okkar leyndar- mál. Ég sakna þín rosalega mikið og það er erfitt að kveðja þig. Þú varst alltaf svo hress og glað- ur. En við verðum víst að sleppa þér, Hjalti minn. Ég mun alltaf eiga góðar minningar um þig í hjarta mínu. Þín, Linda Björk. Við vorum bara um fímm ára gamlir þegar við kynntumst, en það var þegar ég flutti í Búhamarinn í Vestmannaeyjum. Það tók okkur engan tíma að kynnast og fljótlega var ég búinn að finna besta vin minn. Éftir að við lærðum að hjóla saman var ekkert sem gat stöðvað okkur, fannst mér. Næstum því alltaf þegar ég kom heim heyrðist: „Vitið þið hvað ég t Þökkum samúð og hlýhug vegna fráfalls ÁSMUNDAR ÓLASONAR. Hanna Ingvarsdóttir og börn. Þökkum af alúð öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR M. JÓHANNESDÓTTUR, áðurtil heimilis í Álftröð 5, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grensásdeildar Borgarspítalans. Sverrir Jónsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Jóhannes G. Jónsson, Sigrún Sigurðardóttir, Jóna E. Jónsdóttir, Önundur Jónsson, Gróa Stefánsdóttir, Guðrún H. Jónsdóttir, Baldvin J. Erlingsson, Sigrún Sigurðardóttir, Halldóra Jónsdóttir, Edvard Sverrisson, Kristín Jónsdóttir, Jón S. Ólason. « « « I 4 í i t Í í i ( ( ( I ( I i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.