Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Ég vil elska mitt land“ HINIR árlegu vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur verða haldnir dagana 14. til 20. apríl nk. Kórinn fagnar 70 ára afmæli á þessu ári og af því tilefni skipa sígild, íslensk sönglög stóran sess á efnisskránni. Nefna má lög eins og Ég vil elska mitt land, eftir Bjama Þorsteinsson, Sumar er í sveitum, eftir Jóhann Ó. Haraldsson og Brennið þið vitar, eftir Pál ísólfsson. Eldri félagar í Karlakór Reykjavík- ur koma einnig fram á tónleikunum. Úr röðum þeirra kemur Friðbjöm G. Jónsson, sem syngur einsöng. Aðrir einsöngvarar eru: Ásgeir Eiríksson, Sigurður Haukur Gíslason og Hreiðar Pálmason. Stjómandi Karlakórs Reykjavíkur er Friðrik S. Kristinsson og Kjartan Siguijónsson stjómar eldri félögum. Þóra Fríða Sæmundsdóttir leikur á píanó. Fyrstu tónleikamir af alls fimm verða í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag kl. 20. Síðan verða femir tón- leikar í Langholtskirkju, mánudaginn 15. apríl kl. 20, miðvikudaginn 17. apríl kl. 20, fimmtudaginn 18. apríl kl. 20 og laugardaginn 20. apríl kl. 16. í byrjun maí fer kórinn í söngferð um Norðurland vestra og í vor verður lokið við að taka upp 2 geislaplötur. ÞANN 16. apríl næstkomandi leika þau Steinunn Birna Ragnars- dóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðs- son pianóleikarar saman á tónleik- um fyrir tvö píanó á vegum Styrktarfélags íslensku óperunn- ar í íslensku óperunni kl. 20.30. Á efnisskránni verða mörg þekkt- ustu verk sem samin hafa verið fyrir tvö píanó, en tónleikar sem Tónleikar fyrir 2 píanó þessir hafa ekki verið haldnir á Islandi árum saman, svo þeir verða að teljast til helstu tónlistar- viðburða ársins. Hér koma fram tveir af okkar bestu píanóleikur- um og ættu tónleikarnir að verða öllum eftirminnilegir. Verkin sem flutt verða eru Sónata í D-dúr fyrir tvö píanó eftir Mozart, Fant- asia í f-moll eftir Schubert, Scar- amouche eftir Milhaud og Con- sertino fyrir tvö píanó eftir Sjos- takovitsj. Steinunn Birna og Þor- steinn Gauti hafa starfað saman undanfarin ár, en bæði eiga þau glæsilegan feril sem píanóleikarar og hafa komið víða fram, sem ein- leikarar með Sinfóníuhljómsveit Islands og á tónleikum víða hér- lendis og erlendis. Þá hafa þau leikið inn á geislaplötur og starfa við Tónlistarskólann í Reykjavík. auglýst á almennum markaði. Kom þá meðal annars fram til- laga um að breyta húsinu í veit- ingastað. Aðstandendur Jóns aðhyllast á hinn bóginn hug- myndina um grafíklistasafn. Verk eftir kunna grafíklistamenn Meðal listaverka sem afkom- endur Jóns ætla að gefa safninu eru hátt í fimmtíu grafíklistaverk eftir Jón sjálfan auk fjölmargra tré- og dúkristna, sem lista- maðurinn ku hafa unnið í anda Edvards Munchs og þýskra ex- pressjónista á fjórða áratugnum. Þá standa safninu jafnframt til boða tæplega fimmtíu grafík- verk eftir marga kunna lista- menn, innlenda og erlenda, sem Jón átti í fórum sínum. Má þar nefna Norðmennina Sigurd Winge og Tidemand Johansen, ítalina Cassenari og Giotto, auk Gunnlaugs Scheving, Veturliða Gunnarssonar, Þorsteins Þor- steinssonar og Jóns Reykdal. Að sögn Gretu er menningar- legt gildi margra verkanna mikið en grafíkverk eftir erlendu lista- mennina og þrjá fyrstnefndu ís- lendingana munu vera harla fá- gæt. „Jón var bæði í félagi grafík- listamanna hér heima og í Kaup- mannahöfn og þar skiptust menn mikið á verkum. Þess vegna átti hann svona gott safn sem við höfum haldið mjög vel utan um og ekki vitað hvað við ættum að gera við — fyrr en nú. Það má eiginlega segja að við höfum verið að bíða eftir þessu tæki- færi,“ segir Greta. Þá segir hún afkomendurna jafnframt hafa hug á að gefa safninu verkfæri Jóns, brjóst- mynd sem listamaðurinn gerði af móður sinni og aðra sem Ragnar Kjartansson gerði af Jóni og sitthvað fleira sem tengist manninum Jóni Engilberts og listsköpun hans. Morgunblaðið/RAX ENGLABORG, hús Jóns heitins Engilberts listmálara. AFKOMENDUR Jóns Engilberts grafíklistamanns og listmálara hafa ákveðið að selja hús hans á Flókagötu 17, Englaborg, með það fyrir augum að breyta því í teikni- og grafíklistasafn —• hið fyrsta sinnar tegundar á íslandi. Hafa þeir jafnframt í hyggju að færa safninu að gjöf hátt í eitt hundrað og fimmtíu grafíklista- verk og teikningar, þar af fjöl- mörg eftir Jón sjálfan. „Við viljum að þetta hús verði í framtíðinni í nánum tengslum við list á íslandi og það liggur eiginlega beint við að breyta því í teikni- og grafíklistasafn enda var Jón Engilberts brautryðjandi í íslenskri grafíklist og einn stofnenda Islenskrar grafíkur,“ segir Greta Engilberts, dóttur- dóttir listamannsins. Segir Greta að húsið sé að lík- indum of stór biti fyrir einstakl- inga og munu aðstandendurnir því leggja áherslu á að bjóða opinberum aðilum og félagasam- tökum það til kaups. Má þar nefna Reykjavíkurborg, Sam- band sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu, menntamálaráðu- neytið fyrir hönd ríkisins, Grafík- félagið og Gerðarsafn, sem Greta MÆÐGURNAR Birgitta og Greta Engilberts svipast um í vinnustofu Jóns. Afkomendur Jóns Engilberts hyggjast selja hús hans á Flókagötu Vilja breyta Englaborg í teikni- og grafíklistasafn ef liststarfsemi í húsinu legðist af í framtíðinni," segir Greta. Jón Engilberts andaðist árið 1972 og bjó ekkja hans, Tove Engilberts, í húsinu allar götur; þar til hún lést í október síðast- liðnum; ásamt dóttur þeirra, Birgittu, móður Gretu. Þegar ljóst var að Birgitta hafði hug á að flytjast úr húsinu síðastliðið haust kom, að sögn Gretu, fram sú hugmynd að það yrði selt undir liststarfsemi af einhveijum toga. Litu fulltrúar frá Menning- armálanefnd Reykjavíkurborgar þá á aðstæður og segir Greta að við það tækifæri hafi þeir sýnt áhuga á því að festa kaup á húsinu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Englaborg verið hefur heyrt að sé á höttunum eftir aðstöðu fyrir grafíklista- menn. Jón Engil- berts lét byggja Englaborg árið 1942, skömmu eftir að hann sneri heim eftir langa dvöl í Kaupmanna- höfn. Arkitekt var Gunnlaugur Halldórsson og var húsið, sem VERK eftir Jón Engilberts. er ríflega 2.600 fermetrar á stærð, sérhannað með þarfir listamannsins í huga. „Þar af leiðandi hefur þetta hús sérstöðu og byggingarsögulegt gildi enda hafa ekki mörg hús á íslandi verið byggð sérstaklega fyrir listamenn. Það væri því sorglegt Bosnia, ísland, Rwanda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.