Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 21 ar yrðu þess varir að hvolpar í grenj- um væru óvenjulega fáir. Eðlilegt er að læður eignist 6-7 hvolpa, en ef þeir vinna greni í júní með 1-4 hvolpum gæti það bent til þess að eitthvað óeðlilegt væri á ferðinni. Eitt helsta einkenni sjúkdómsins er minni viðkoma hjá læðunum." Þrefaldur sfofn Minkur er mjög algengur á ís- landi og tekur sinn toll af lífríkinu. Löngum hefur verið vinsælt að kenna minknum um ýmis skipbrot í lífríkinu. Fækkun keldusvína og flórgoða ber hátt, en oft er því fleygt að ýmsum mófuglum og önd- um hafi fækkað og það skrifað á minkinn. Karl segir þessar kenning- ar helst til einfaldar og fleira spili inn í. „Algengara er, þegar minkur kemur á svæði í fyrsta sinn, að upp úr því breytist varpstaðaval. Minkar draga úr byggðamyndunum og varpið sem áður var þétt, dreifist þegar hann kemur á svæðið . Þann- ig gætu menn fengið á tilfinninguna að minna væri af fugli. Varðandi tegundir á borð við keldusvín og flórgoða, þá er ljóst að uppþurrkun manna á votlendi skiptir ekki minnstu máli í fækkun þessara teg- unda og það er þróun sem byijuð var sums staðar á tandinu áður en minkurinn fór að vera algengur. Keldusvínið var t.d. byijað að gefa verulega eftir áður en minkurinn kom til sögunnar. Svo er annað mál, að þegar fugl er orðinn fágætur, þá munar um hvert hreiður. Við getum tekið flór- goða á ónefndri tjöm Norðanlands sem dæmi. Segjum að það séu tvö hreiður. Ef minkur afrænir annað eða bæði þá er höggið þungt og minkurinn mikill vargur í véum. En fyrir tíu árum voru hreiðrin kannski 5 eða 10 og flórgoðabyggðir víðar á svæðinu. Þá er skaðinn ekki sam- ur. Sem dæmi gæti minkur auðveld- lega veitt flórgoðunum á Astjörn við Hafnarfjörð náðarhöggið." Vinnur minkur þann skaða á líf- ríkinu að það réttlæti að herða beri sókn gegn honum? „Minkurinn er dæmigerður tæki- færissinni meðal rándýra. Hann étur það sem mest er af hveiju sinni og á auðvelt með að skipta um fæðutegundir . Hann er stórtækur í eggjum og ungum á meðan það fæðuframboð er fyrir hendi, en ef litið er yfir árið í heild, þá er fiskur aðalfæða hans og gildir þá einu hvort um er að ræða minka við ferskvatn eða við sjávarströndina. Þeir geta lagt sér ótrúlega margt til munns, ferskvatnsminkar t.d. mýs, heilu hunangsflugubúin, mý- flugnalirfur, hornsíli, seiði laxfiska og silungstitti, en sjávarsíðuminkar taka þangflugur, sprettfiska, sjó- rekna fugla svo eitthvað sé nefnt. Eg hef rannsakað fæðuval minka við Sogið og með ströndinni vestan Grindavíkur og fæðan var afar fjöl- breytt. Eg hef gengið svo langt að segja að það sé erfitt fyrir manninn að halda mink niðri á stóru svæði til langs tíma. Á örfáum stöðum er það þó gert, t.d. í Mývatnssveit. Ef vit á að vera í því, verður að veiða allt árið og það má aldrei slaka á. Á hveiju vori þrefaldast stofninn sem þýðir að veiðiálagið þarf að vera mjög mikið. Hitt er svo annað mál, að náttúran sjálf er með sín eigin mörk og hvað minka varðar þá rúmast ekki nema viss fjöldi óðala í landinu. Á Islandi er gífurlegur þéttleiki margra tegunda mófugla. Tökum sem dæmi spóa, lóu og lóuþræl. Þetta eru afar stórir stofnar og það eru oft stærstu stofnarnir sem verða mest fyrir afráni rándýra. Þetta er kannski afleiðing af því að á íslandi eru fá rándýr. En áður en við ræðum meira um hugsanlegt tjón sem minkar vinna á lífríki skul- um við athuga hvað stofnar þola. Markmið stofna er að vaxa og dafna og vera sem stöðugastir. Sveiflur eru hættulegastar. Tökum sem dæmi æðarfuglinn, sem er friðuð tegund. Það eru eitthvað um 800.000 æðarfuglar í landinu og á langri ævi klekur æðarkolla út 50 ÞESSI lét lífið í þágu vísindanna. eggjum. Það gengur upp og ofan að koma ungunum á legg, þvi marg- ar hættur steðja að, en ef þetta meðaltal ætti við allar æðarkollur þá þyrftu aðeins tveir ungar að komast á legg til þess að halda stofninum stöðugum. Hinir 48 ung- arnir eru beinlínis framleiddir í af- ræningja, en afgangurinn drepst úr sjúkdómum eða vosbúð eða drukknar í hrognkelsanetum. Þetta er herkostnaður til að halda stöðug- um stofni. Til þess að ógna stofnin- um þarf að heija á 49. ungann. Þetta dæmi á við um æðarfugl og er kannski ekki algilt og dæmi- gert fyrir aðrar tegundir. En það gefur samt nokkra mynd af því hversu sterkir þessir stóru stofnar eru hér á landi og að mikið má ganga á ef rándýr ætla sér að ógna þeim. Þrátt fyrir allt eru þó vissir staðir þar sem tvímælalaust ætti að halda mink niðri. Til dæmis við sleppitjarnir, æðarvörp og fiskeldis- stöðvar, enda* er þar á ferðinni áþreifanlegt fjárhagslegt tjón ef minkur fær að vaða uppi.“ Framtíð Evrópu - nýsköpun sem vopn í samkeppni Ráðstefna um „grænbók“ framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á sviði nýsköpunar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gengst fyrir ráðstefnu um nýsköpun og samkeppnishæfni Evrópu gagnvart Asíu og Bandaríkjunum og stöðu íslands í því samhengi. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Rann- sóknarráð íslands, Útflutningsráð íslands og iðnaðarráðuneytið á Scandic Hótel Loftleiðum mánudaginn 6. maí næstkomandi kl. 8.30 - 17.00. Markmið ráðstefnunnar er að kynna „grænbók“ framkvæmdastjómar Evrópusambandsins á sviði nýsköpunar og hvetja til umræðu um skilyrði nýsköpunar og tillögur til úrbóta sem fram koma í bókinni. Ráðstefnan er opin öllum þeim sem hafa áhuga á að móta nýsköpunarstefnu framtíðarinnar og vilja stuðla að samkeppnishæfu atvinnulífi á Islandi. Dagskrá: Finnur Ingólfsson viðskipta- og iðnaðarráðherra setur ráðstefnuna Dr. Constant Gitzinger fulltrúi framkvæmdastjómar Evrópusambandsins kynnir „grænbókina“ Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs íslands fjallar um stöðu nýsköpunar í íslensku atvinnulífi. Starf í vinnuhópum: Vinnuhópur I: Vinnuhópur II: Vinnuhópur III: Vinnuhópur IV: Vinnuhópur V: Að beina rannsóknarstarfi að nýsköpun Að skipuleggja mannauð í þágu nýsköpunar Að bæta skilyrði fyrir fjármögnun nýsköpunar Að bæta umhverfi nýsköpunar á sviði laga og reglugerða Að hvetja til nýsköpunar og nýtingar á nýrri tækni meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sérstaklega svæðisbundið. Aðlaga hlutverk og aðferðir opinberra aðgerða varðandi nýsköpun. Matarhlé Niðurstöður vinnuhópa kynntar Umræður um niðurstöðurnar Ráðstefnustjóri er Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Utflutningsráðs Islands. Þátttaka tilkynnist til Rannsóknarráðs íslands í síma 562 1320. Þátttakendum verður send „græn- bókin“ og önnur fundargögn. Óskað er eftir því að menn geti þess við skráningu í hvaða vinnuhópi þeir hafi áhuga á að taka þátt. Þátttakendur geta sent skriflegar athugasemdir við „grænbókina“ til Rannsóknarráðs íslands fyrir 30. apríl nk. og verða þær athugasemdir ræddar í vinnuhópunum. Rannsóknarráð íslands hefur opnað upplýsingamiðstöð fyrir þá sem óska frekari upplýsinga um grænbókina eða ráðstefnuna. RANMfS 0 // ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS EXPORT COUNCIL OF ICELAND IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐ U N E YTI European Commission

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.