Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 27
26 SUNNUDAGUR 14. APRÍL1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR FYRIR nokkrum dögum var frá því skýrt, að bandarísk- ur rithöfundur hefði lagt til að heimskunnur kvikmynda- gerðarmaður þar í landi yrði lögsóttur vegna kvikmyndar, sem hann hefur gert og er talin hafa ýtt undir manndráp. Rit- höfundurinn setti þessa tillögu fram eftir að náinn vinur hans hafði verið myrtur og rannsókn morðsins leiddi til þeirrar niður- stöðu, að það hefði verið framið í kjölfar þess, að morðinginn hefði horft á umrædda kvik- mynd aftur og aftur. Á undanförnum misserum hafa bandarískir stjórnmálaleið- togar hvað eftir annað beint orðum sínum til kvikmynda- framleiðenda í Hollywood og hvatt þá til þess að draga úr ofbeldi í kvikmyndum. Eftir hin hryllilegu dráp á skólabörnum í Dunblane fyrir nokkrum vikum hófust miklar umræður í Bretlandi um það, hvort hægt væri að beita rit- skoðun á sjónvarpsefni á heimil- um með nýrri tækni, þannig að foreldrar gætu einfaldlega kom- ið í veg fyrir, að ung börn hefðu Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. beinan aðgang að ofbeldismynd- um. Hér á íslandi hafa ítrekaðar árásir á fólk á götum úti og þá m.a. hroðalegar aðfarir ungl- ingsstúlkna gagnvart jafnöldr- um sínum með nokkurra miss- era millibili vakið upp umræður um það, hvort bein tengsl væru á milli ofbeldismynda í sjónvarpi og slíkra árása á fólk. Og sýnist sitt hverjum. Þessar umræður víða um lönd benda hins vegar eindregið til þess, að athyglin beinist æ meir að þeirri spurningu, hvort of- beldi í kvikmyndum og sjónvarpi hvetji beinlínis til þess að slíkar ofbeldisárásir séu framdar í raunveruleikanum. Sjálfsagt verður seint hægt að sanna það eða afsanna, þótt það tilvik, sem nefnt var hér að framan frá Bandaríkjunum, bendi eindregið til, að slík bein tengsl séu til staðar. Það er hins vegar sjálfsagt að ræða það hér eins og annars staðar, hvort hægt sé að gera þá kröfu til sjónvarpsframleið- enda og sjónvarpssala, að þau tæki, sem seld eru, séu þannig búin tæknilega, að hver og einn geti ákveðið það á sínu heimili, hvort börn og unglingar skuli hafa aðgang að ofbeldismynd- um. Auðvitað geta menn sagt sem svo að ritskoðun af slíku tagi muni engum tilgangi þjóna. Hún muni einungis auka forvitni barna og unglinga og þau finni leiðir til þess að sjá þær mynd- ir, sem bannaðar eru á heima- vígstöðvum. Það skiptir kannski ekki meg- inmáli heldur hitt að það getur verið eðlileg krafa fólks að tæknin geri því kleift að ákveða á hvað er horft á heimili þess og á hvað ekki. Þar er ekki um að ræða ritskoðun opinberra aðila, heldur hvers einstaklings um sig, sem er í fullum rétti til þess að ákveða í fyrsta lagi, hvort hann vill hafa sjónvarp á sínu heimili og í öðru lagi á hvað er horft. Vel má vera að tæknibúnaður af þessu tagi mundi einn út af fyrir sig verða til þess að kvik- myndaframleiðendur sæju að sér og drægju úr ofbeldi í kvik- myndum. Vel má líka vera að sú nýja tækni, sem nú er að ryðja sér til rúms, þar sem sjón- varpsáhorfandinn getur ákveðið að kaupa ekki alla dagskrána heldur einstakar myndir og borga einungis fyrir þær, leysi þetta vandamál að einhveiju leyti. En það er ekki með nokkru móti hægt að horfa fram hjá því, að hvað eftir annað koma upp tilvik um hryllileg mann- dráp, sem hægt er með ákveðn- um rökum að rekja beint til of- beldis í sjónvarpi og kvikmynd- um. Bæði framleiðendur þessa myndaefnis svo og dreifingarað- ilar eins og kvikmyndahús og sjónvarpsstöðvar geta ekki horft fram hjá því heldur. SJONVARP OG OFBELDI inn NEI, tím.- IuU«amir hafa ekki breytzt neitt að ráði, það sér maður þegar litið er um öxl. Um miðjan sjötta ára- tuginn hitti ég eitt sinn sem oftar einn þeirra rithöf- unda íslenzkra sem nú eru að kom- ast á sæmilega virðulegan aldur, Indriða G. Þorsteinsson, sem lét sér aldrei neitt fyrir brjósti brenna og gerir ekki enn. Hann er ekki ein- asta í fremstu röð íslenzkra skáld- sagnahöfunda heldur hefur hann alla tíð verið einshvers konar þjóð- málafrík og lærði þá kúnst af Jón- asi frá Hriflu sem hann skrifaði um dálitla bók og leit á eins og Dala- Guðbrandur á skurðgoð sitt. Indriði hefur lítið breytzt frá því fundum okkar bar fyrst saman fyr- ir fjörutíu árum ef marka má ný- legt samtal við hann í einu af viku- blöðunum og haft til hliðsjónar því sem hann sagði þá á fundi okkar, „Það er farið að úa svo og grúa af alls konar mönnum með lista- mannanafnbætur að það er að verða óþolandi. Hér em heilar hersveitir af smákörlum sem kalla sig t.d. skáld og rithöfunda án þess nokk- um tima að hafa unnið til slíkra nafnbóta. Það virðist sem búið sé að hafa algjör endaskipti á lögmál- inu. Nú hljóta menn viðurkenning- una, áður en afrekin em unnin. Orðið skáld er að verða merkingar- laust. Strákhvolpur sem hefur hrip- að niður einhveija stemmningu í „inspírasjónskasti" er titlaður skáld og honum er um leið skipað á bekk með gömlu mönnunum sem einir hafa unnið til þeirrar nafngiftar". Og svo fór Indriði að lýsa því hvem- ig þjóðin, hvað sem það merkir nú, titlaði skáldin sín í gamla daga og fullyrti að þá hafi þótt virðulegt að vera skáld en nú hlægi menn að þessum fyrirbæmm og ypptu bara öxlum ef skáld bæru á góma! Semsagt Indriði G. hefur ekkert breytzt. Og kannski hafa skáldin ekkert breytzt heldur. Eða „þjóðin". „Ég gæti ekki skrifað", bætti Indriði við, „þann dag sem ég talaði ekki við fólk- ið í kringum mig og lærði af því. Það er mitt lífakkeri". Það hefur alltaf verið gaman að tala við Indriða og það vantar ekki að hann hafi skoðanir á öllum sköp- uðum hlutum, bæði þessa heims og annars. En hann hefur haft vit á því að blanda þeim ekki saman við listræna sköpun sína og af þeim sökum ekkisízt munu sögur hans ávallt teljast til tíðinda. Það em ekki tíðindin úr samtímaskvaldrinu sem lifa af, heldur þau tíðindi sem em með listrænu handbragði. Það er sá samtími, sú veröld sem lifír í stíl og efni á hveiju sem gengur. Það er þessi veröld sem á erindi við okkur en hvorki stórorðar at- hugasemdir eða sú þjóðfélags- tæknilega umræðufíkn sem menn taka í nös einsog önnur fíkniefni og upplifa eins og þann hversdags- lega sýndarsannleika sem er öðrum sannleika gómsætari. Og nú er Indriði G. Þorsteinsson orðinn sjötugur og enginn bilbugur á þessari skagfirzku ótemju(!) En þá væri ekki úr vegi að Indriði tæki sér tak og sendi frá sér nýja veröld stíls og listar sem gæti minnt á þá gömlu góðu daga þegar „þjóð- in“ kallaði skáldin til vitnis um eig- ið ágæti. Það var fyrir daga endur- vinnslunnar og þeirrar þverpólitísku naflaskoðunar sem hefur breytt hugsjónaþjóðfélaginu í samfélag marglyttunnar. Indriði sagði 1956 að heimurinn hefði minnkað. En góður skáldskap- ur getur stækkað minnkandi heim, hvaðsem öðru líður. -I O rj ÉG HEF verið að líta A-£í I »um öxl í Helgispjöllum undanfarið og velta fyrir mér sam- tölum sem voru grafin í gleymsku og þögn. Hef látið hugann staldra við um miðjan sjötta áratuginn en þá talaði ég við margt fólk sem setti svip á umhverfí sitt. Ég man t.a.m. eftir því að Sigurður Gríms- son lögfræðingur sem var lengi helzti leiklistargagmýnandi Morg- unblaðsins og ávallt allmikill bóhem í eðli sínu þráttfyrir sitt borgara- lega, hversdagslega yfírbragð sagði við mig þegar við tókum tal saman að hann teldi sig mesta bindindis- mann fyrrogsíðar, einsog hann komst að orði. Ég spurði hverju það sætti og Sigurður svaraði, „Ég veit ekki til að neinn hafí farið eins oft í bindindi og ég.“ Sigurður Grímsson hafði gefíð út eina ljóðabók og margir undruð- ust hversvegna þær urðu ekki fleiri svo efnilegur sem hann þótti sem upprennandi rómantískt skáld, en þessi eina bók heitir Við langelda. Það var reynt að gera grátskáldið hlægilegt en Sigurður lét það ekk- ert á sig fá, ekki heldur þegar þessi setning hans var höfð í flimtingum: Mér fannst ég fínna til! Ágæt setn- ing á sínum stað. Stúlkumar á þess- um áram vora svo yndislegt yrkis- efni og skildu eftir sig svo dæma- lausa ást og gleði — og sorg. „Við megum ekki gleyma henni. Þetta var svo unaðsleg sorg“, sagði Sig- urður við mig. „Það er ilmur af gömlum dögum í grátklökkvanum. Það var stundum sukksamt en sízt verra en nú“. Þegar ég spurði Sig- urð hvemig siðferðið hefði verið í Báranni, svaraði hann, „Það var ágætt, minnkaði eftir því sem leið á kvöldið". En þegar ég nefndi aft- ur grátklökkvann sagði Sigurður, „Manni leið aldrei vel ef maður gat ekki fundið sorgina einhvers stað- ar. Samt vora engir hamingjusam- ari en þessi ungu, sorgbitnu skáld.“ Ætli þetta hafí eitthvað breytzt? Ég veit það ekki. En ástarsorgin er bæði gamall og nýr fylgikvilli æskunnar. M. HELGI spjall RSLIT KOSNING- anna, sem fram fóru í nokkram þýzku sam- bandslandanna hinn 24. marz sl., vöktu mikla athygli. Jafnað- armannaflokkurinn undir forystu hins nýja leiðtoga, Oskars Lafontaine, byggði kosningabaráttuna ekki sízt á andstöðu við evró, hinn nýja sameiginlega gjaldmið- il Evrópusambandsríkjanna, sem á að koma til sögunnar 1. janúar 1999. Talið var, að jafnaðarmenn vildu láta áþað reyna í þessum kosningum, hvort andstaðan við evró væri líkleg til fylgisaukningar í næstu almennu þingkosningum í Þýzkalandi. Vígstaða þeirra var að mörgu leyti góð. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi í Þýzka- landi, eins og kunnugt er, og atvinnulífíð hefur verið í lægð. Þýzk stórfyrirtæki á borð við Daimler Benz hafa gengið í gegn- um mikla erfíðleika og staðið frammi fyr- ir gífurlegu rekstrartapi og öllum er ljóst, að félagsleg yfírbygging í þýzku samfélagi er alltof mikil. Mönnum þykir nóg um launatengd gjöld hér en í Þýzkalandi jafn- gildir ráðning á einum starfsmanni í raun ráðningu 1,8 starfsmanna eða tæplega tveggja vegna þess, að launatengd gjöld geta farið upp í 80%. Þýzka skattakerfíð er bersýnilega ófullnægjandi, möguleikar á frádrætti miklir, sem leiða til þess, að hinir tekjuháu hafa ótrúleg tækifæri til að borga nánast enga skatta. Þrátt fyrir þessa, að því er virtist, sterku vígstöðu stjórnarandstöðuflokkanna í Þýzkalandi töpuðu jafnaðarmenn kosning- unum en Kohl og samstarfsmenn hans í flokki fijálsra demókrata stóðu með pál- mann í höndunum. Nú er það útbreidd skoðun, að Helmut Kohl verði kanslari Þýzkalands fram á næstu öld. Það sem fyrst og fremst vakti þó at- hygli við úrslit þessara kosninga var sú staðreynd, að andstaðan við hinn væntan- lega sameiginlega gjaldmiðil Evrópuríkja dugði jafnaðarmönnum ekkert í kosninga- baráttunni. Þrátt fyrir margvíslegar efa- semdir í almennum umræðum í Evrópuríkj- um og í fjölmiðlum í þessum löndum og þá sérstaklega í Bretlandi er alveg ljóst, að helztu forysturíki Evrópusambandsins stefna markvisst að því að taka upp sam- eiginlegan gjaldmiðil hinn 1. janúar 1999, eftir rúmlega tvö og hálft ár. Sú pólitíska forysta, sem er alger for- senda þess að áformin um sameiginlegan gjaldmiðil nái fram að ganga virðist óhagg- anleg og afdráttarlaus. Hún kemur frá Kohl og Chirac, hinum nýkjörna Frakk- landsforseta. Forystumenn atvinnulífs í langflestum Evrópusambandsríkja virðast eindregnir fylgismenn þess, að tekinn verði upp sameiginlegur gjaldmiðill. Jafnvel for- ystumenn í brezku atvinnulífi virðast sömu skoðunar þrátt fyrir þann djúpstæða ágreining, sem er um málið innan brezka íhaldsflokksins og innan brezku ríkis- stjórnarinnar. Það blasir auðvitað við hvers vegna menn vilja taka upp sameiginlegan gjald- miðil í Evrópu. Hagræðið af því og sparn- aðurinn fyrir atvinnulífið er gífurlegur. Kostnaðurinn við að skipta úr einum gjaldmiðli í annan er ótrúlega mikill eins og menn vita. Ýmsir áhugamenn um þetta efni hafa tekið sér fyrir hendur að ferðast á milli allra aðildarríkja Evrópusambands- ins og skipta 100 marka seðli eða sambæri- legum seðli í gjaldmiðil hvers lands fyrir sig. Þegar ferðinni var lokið var ótrúlega lítið eftir af þessum peningum vegna þess hvað mikið hafði farið í kostnað við að skipta þeim í hveiju landi fyrir sig. Jafnframt telja talsmenn sameiginlegs gjaldmiðils, að með upptöku hans verði komið í veg fyrir gengisfellingar einstakra ríkja Evrópusambandsins af samkeppnis- ástæðum. Þar er t.d. vísað til gengisfell- inga Breta og ítala fyrir nokkrum áram, sem gripu til gengislækkunar, þegar at- vinnufyrirtæki í þessum löndum voru ekki lengur samkeppnisfær við keppinauta sína í öðram löndum vegna mikilla kostnaðar- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 13. apríl efnahagslegu skilyrði, sem við íslendingar geram og segir auðvitað mikla sögu um þau efnahagslegu umskipti, sem hér hafa orðið á þessum áratug. I því sambandi er ástæða til að benda á, að umræður t.d. í Þýzkalandi og Bandaríkjunum benda ótví- rætt til þess, að á fjölmörgum sviðum efna- hags- og fjármála séum við komnir lengra á framfarabrautinni en stórþjóðimar. Það er t.d. augljóst, að skattakerfí okkar er orðið einfaldara og skynsamlegra en þess- ara tveggja stórþjóða, þótt menn bölsótist yfír sköttum hér, eins og annars staðar. Það er líka ljóst, að við höfum þrátt fyrir allt haldið skynsamlegar á okkar lífeyris- og eftirlaunamálum en margar þjóðir í nágrenni við okkur. Við höfum ekki geng- ið eins langt í félagslegri uppbyggingu eins og t.d. Þjóðveijar, sem eiga ekki ann- an kost en að snúa við. í raun og veru er margt, sem bendir til þess, þegar saman- burður er gerður á þessum málaflokkum hér og annars staðar, að sumar aðrar þjóð- ir séu nú að hefja umræður um að taka upp umbætur, sem eru orðnar að veraleika hér. Ríkjaráðstefna Evrópusambandsins er hins vegar hafin, sem mun fyrst og fremst fjalla um hugsanlega fjölgun aðildarríkja og hvaða meginskilmálar verði lagðir til grundvallar áðild nýrra ríkja. Gert er ráð fyrir að ríkjaráðstefnunni. ljúki á næsta ári og innan nokkurra mánaða frá lokum hennar hefjist viðræður ESB við nýja umsækjendur, sem era fjölmargir, fyrst og fremst ríki, sem áður tilheyrðu áhrifa- svæði Sovétríkjanna. Það hefur engin sú breyting orðið á fisk- veiðistefnu og auðlindastefnu ESB, sem gerir okkur kleift að gerast aðilar að ESB. Hins vegar er Ijóst, að þegar annars vegar er á döfínni umtalsverð stækkun ESB, sem getur leitt til þess snemma á næstu öld, að langflest ríki Vestur-, Mið- og Austur- Evrópu verði innan þessa ríkjasambands og hins vegar blasir við, að þessi ríki era að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil, sem áreiðanlega á eftir að ná til fleiri og fleiri ríkja, hljótum við að skoða stöðu okkar mjög rækilega og vega og meta þá hags- muni, sem við þurfum að gæta að. Það þurfa mikil umskipti að verða í evrópskum stjómmálum á næstu misseram til þess að þessi þróun stöðvist eða að henni verði beint í annan farveg. Auðvitað geta slík umskipti orðið, en það er ekkert sem bendir til þess að svo verði, enn sem komið er a.m.k. Stórsigur þýzkra jafnaðar- manna í sambandslöndunum hefði getað orðið til þess að þeir efldust sem vilja slá hinum sameiginlega gjaldmiðli á frest. Niðurstaðan varð þveröfug. Hún herðir talsmenn þess að halda óbreyttri stefnu í sambandi við evró. Að þessum nýju við- horfum verðum við að huga á næstu mán- uðum og misseram. Morgunblaðið/Þorkell „Það hlýtur hins vegar að vera timabært, að t.d. samtök atvinnu- veganna, sem hafa á undanförnum árum hvað eftir annað haft for- göngu um umræð- ur um ný viðhorf af þessu tagi, taki nú frumkvæði að umræðum um það, hvaðaáhrif, já- kvæð og/eða nei- kvæð sameiginleg- ur gjaldmiðill Evr- ópuríkja kemur til með að hafa á okk- ar samkeppn- isstöðu frá og með l.janúar 1999 og hvaða viðbrögð eru eðlileg af okk- ar hálfu.“ hækkana heima fyrir. Slíkar gengislækk- anir hafa gert spákaupmönnum kleift að raka saman fé og er frægasta dæmið um það, þegar hinn heimsþekkti fjármálamað- ur, Georg Soros, græddi einn milljarð punda á einni nóttu með spákaupmennsku í tengslum við síðustu gengislækkun brezka sterlingspundsins. Því er nú spáð, að vextir muni lækka í þeim ríkjum Evrópusambandsins, sem í upphafí verði aðilar að hinum sameiginlega gjaldmiðli og verði lægri en í öðrum aðild- arríkjum ESB. Nú er talið, að þau ríki, sem uppfylli þau efnahagslegu skilyrði, sem þarf til aðildar að sameiginlegum gjaldmiðli, verði Þýzkaland, Frakkland, Holland, Belgía, Lúxemborg, Austurríki, írland og jafnvel Finnland. Þótt erfítt sé að spá um áhrifin, sem sameiginlegur gjaldmiðill hefur á starfsemi fyrirtækja og daglegt líf fólks í þessum löndum, má ætla, að þau áhrif verði gífur- leg. Menn sjá muninn á því að ferðast um Bandaríkin með einn og sama gjaldmiðil í höndunum eða að þurfa að skipta gjald- miðlinum í hveiju ríki Bandaríkjanna fyrir sig. Með sama hætti er munurinn augljós fyrir fyrirtæki innan Bandaríkjanna, að starfa á grandvelli eins gjaldmiðils gagn- stætt því sem væri ef hvert ríki Bandaríkj- anna fyrir sig hefði sérstakan gjaldmiðil. Þótt vangaveltur hafí verið miklar á undanförnum áram um það, hvort þessi áform verði að veruleika, er tæpast hægt annað en ganga út frá því sem vísu, að svo verði úr því sem komið er. í Evrópu er undirbúningur að því að taka upp hinn nýja sameiginlega gjaldmiðil á fullri ferð. Hver er okkar staða? HER Á LANDI hafa litlar umræður farið fram um hugsanleg áhrif sameiginlegs gjaldmiðils í Evr- ópu á okkar stöðu. En tæplega verður hjá því komizt að hefja þær umræður hvað úr hveiju. Jafnvel þótt einungis hluti Evr- ópusambandsríkjanna gerist aðili að hinum sameiginlega gjaldmiðli í upphafí era yfir- gnæfandi líkur á því, að aðdráttarafl hans verði svo sterkt, að hvort sem öðram aðild- arríkjum ESB líkar betur eða ver, verði þau knúin til að gangá til þess samstarfs. Atvinnufyrirtækin í þessum löndum standi frammi fyrir óviðunandi mismun á sam- keppnisstöðu og tilraunir til þess að laga þá samkeppnisstöðu gagnvart evró með gengislækkunum verði ófullnægjandi. Nú er það vissulega svo, að við eram ekki með öll okkar egg í einni körfu. Við höfum byggt upp sterka stöðu á útflutn- ingsmörkuðum í Bandaríkjunum, Evrópu og Suðaustur-Asíu. Þróunin hefur verið sú, að viðskiptasamböndin við Evrópuríkin skipta okkur miklu máli eins og eðlilegt er. Vigt Evrópu hefur aukizt á sama tíma og vægi Bandaríkjanna hefur minnkað. Hver verður staða íslenzkra fyrirtækja, sem í vaxandi mæli starfa í mörgum lönd- um, þegar einn gjaldmiðill verður kominn í flestum Evrópuríkjum? Útflutningsfýrir- tækjanna, skipafélaganna, sjávarútvegs- fyrirtækjanna o.s.frv.? Vafalaust mun ein- hver hagræðing felast í því fyrir þau, að stunda viðskipti á meginlandi Evrópu að verulegu leyti með einn gjaldmiðil í stað margra. Alveg með sama hætti og íslenzk- ur ferðamaður verður fyrir aukakostnaði við að skipta íslenzkum krónum yfír í ann- an gjaldmiðil verða íslenzk atvinnufyrir- tæki að taka á sig viðbótarkostnað vegna þess að grunneiningin í viðskiptum þeirra er íslenzka krónan. Hvenær kemur að því, að þessi viðbótarkostnaður skiptir máli í samkeppni þessara fyrirtækja við önnur fyrirtæki í Evrópu? Hér skal ekkert fullyrt um það en hitt er alveg ljóst, að það er nauðsynlegt að taka þessi nýju viðhorf til umræðu. Við þurfum að átta okkur á, hvað þau þýða fyrir okkar hagsmuni og stöðu. Með því að standa utan við slíkan gjaldmiðil höldum við þeim sveigjanleika, sem við höfum haft til að geta lagað sam- keppnisstöðu okkar með ýmsum hætti, þegar kostnaðaraukinn innanlands hefur farið úr skorðum. En hvers virði verður sá sveigjanleiki í raun og veru ef og þegar við stöndum frammi fyrir stórbættri sam- keppnisstöðu keppinauta okkar í öðrum löndum vegna minni kostnaðar, lægri vaxta og þeirrar vítamínssprautu, sem lík- legt er að sameiginlegur gjaldmiðill verði fyrir þau ríki, sem taka þátt í þessu sam- starfi. Þetta mál allt hefur nánast ekki verið rætt hér. Það hlýtur hins vegar að vera tímabært, að t.d. samtök atvinnuveganna, sem hafa á undanförnum áram hvað eftir annað haft forgöngu um umræður um ný viðhorf af þessu tagi, taki nú framkvæði að umræðum um það, hvaða áhrif, jákvæð og/eða neikvæð sameiginlegur gjaldmiðill Evrópuríkja kemur til með að hafa á okk- ar samkeppnisstöðu frá og með 1. janúar 1999 og hvaða viðbrögð era eðlileg af okkar hálfu. nú er það auð- Afstaðantil vitað sv0- að Evr- pnn ópusambandsríkin hafa alls ekki boðið ríkjum utan ESB að taka þátt í hinum sameiginlega gjald- miðli, evró, jafnvel þótt þau uppfylli hin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.