Morgunblaðið - 09.05.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 09.05.1996, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjávarútvegs- ráðherra hlynntur hvalveiðum Spurningin hvenær en ekki hvort við hefjum veiðar ÞORSTEINN Pálsson, sjávar- útvegsráðherra, segist vera hiynntur hvalveiðum. Spurn- ingin snúist um hvenær en ekki hvort við hefjum hvalveið- ar á ný. í framhaldi af þessu bæri að huga að því hvemig veiðunum yrði best háttað. Hann vildi hinsvegar ekki spá um hvenær af hvalveiðum Is- lendinga gæti orðið. Leysa sem flestar aðrar deilur fyrst „Við þurfum að veija réttan tíma. Við höfum átt í miklum deilum við aðrar þjóðir vegna fiskveiðimála og hef ég talið að áður en við færum af stað í hvalveiðamar, þá yrðum við að vera a.m.k. búin að leysa eitthvað af þeim deilum. Það em takmörk fyrir því hvað við getum slegist á mörgum víg- stöðvum í einu auk þess sem þetta er mjög vandmeðfarið mál. Nú höfum við verið að koma frá tveimur mjög mikil- vægum málum og það flýtir auðvitað fyrir því að við getum tekið þetta hvalamál upp aftur. Það er aftur á móti ljóst, eins og sakir standa, að við getum hvergi selt hvalafurðir. Veiðarnar yrðu að takmarkast við heimamarkað því engin þjóð myndi kaupa af okkur hvalaf- urðir, eins og staðan er í dag. Við þurfum m.a. að knýja fram breytingar á þessu á alþjóða- vettvangi." Þrátt fyrir að ráðherra áliti að hugarfarsbreytingar væri farið að gæta í heiminum í þessu efní, blasti ennþá sú stað- reynd við að við gætum ekki einu sinni selt hvalafurðir til Japans. Norðmenn væru aifarið bundnir sínum heimamarkaði, sem væri miklu stærri en okkar markaður og gerði þeim þar með heldur auðveldara fyrir en okkur. Útflutningsverðmæti/20 2 mán. fangelsi fyrir símagabb TVEIR menn voru í gær dæmdir í 2 mánaða fangelsi fyrir að hringja í Flugstöð Leifs Eiríksson- ar og tilkynna að sprengja væri um borð i flugvél. Annar mannanna, 33 ára gam- all, átti bókað far með Flugleiðum til Amsterdam að morgni 2. mars 1995 en svaf yfir sig. Skömmu fyrir áætlaðan brottfarartíma hringdi maðurinn úr bílasíma í afgreiðslu Flugleiða pg bað um að vélin yrði látin bíða eftir sér pg stúlku sem með honum var. ítrekaðri beiðni hans um þetta var neitað. Hann hringdi þá í félaga sinn, 37 ára, sem játaði að hafa skömmu seinna hringt í Flugstöðina og til- kynnt um sprengju í vélinni, sem þá var í flugtaksstöðu á brautar- enda. Vegna leitar í vélinni tafðist brottför hennar um 3 klst. Skömmu seinna kom sá sem átti farið í Flugstöðina og var þá handtekinn. í fórum hans var m.a. lagt hald á hundruð þúsunda króna og var um tíma talið að maðurinn tengdist ráni sem framið hafði verið skömmu áður þegar um 5 milljónum króna var rænt af starfsmönnum Skeljungs við ís- landsbanka í Lækjargötu. Síðar beindist grunur lögregl- unnar að því að maðurinn hefði verið á leið utan til að kaupa fíkni- efni. Hann neitaði að hafa beðið fé- laga sinn að tilkynna um sprengju í vélinni en stúlka sem með honum var sagði hann hafa hringt í vin sinn og beðið hann að segja að sprengja væri í vélinni. Félaginn játaði að hafa staðið fyrir gabbinu en sagðist fyrir dómi hafa ótilkvaddur tilkynnt um sprengju eftir að hafa upphafiega ætlað að biðja um að vélinni yrði seinkað. Dómarinn taldi sekt beggja sannaða og að sá sem var að missa af vélinni hefði, eins og stúlkan sem var með honum á ferð sagði, hringt í félaga sinn, borið upp vandræði sín, beðið hann að leysa þau og í því sambandi nefnt sprengjuhótun. Báðir mennirnir voru taldir hafa gerst sekir um brot á almannafriði og allsherjarreglu með því að gefa rangar upplýsingar um yfirvofandi hættu fyrir loftferðaöryggi og ör- yggi í flughöfninni. Báðir hafa hlotið fjölda refsi- dóma, og sá sem hringdi inn hótunina var í apríl sl. dæmdur til 8 mánaða fangelsisvistar fyrir fíkniefnamisferli. Viðskiptaráðherra Bankar fylgja ekki vaxtalækkun VIÐSKIPTARÁÐHERRA seg- ir að bankar og sparisjóðir verði að skýra hvers vegna þeir hafi ekki lækkað vexti í takt við lækkandi vexti á verðbréfa- markaði. Finnur Ingólfsson viðskipta- ráðherra sagði á Alþingi í gær, að innlánsvextir banka væru hærri en vextir ríkisskulda- bréfa, vegna lækkunar vaxta á verðbréfamarkaði undanfarið, sem bankarnir hefðu ekki fylgt eftir. Kjörvextir almennra skuldabréfalána banka væru 0,3% hærri nú en í desember. Finnur var að svara fyrir- spurnum frá Jóhönnu Sigurðar- dóttur, Þjóðvaka, sem spurði hvort til stæði að breyta reglum um dráttarvexti. Finnur sagði að nefnd, sem skilaði áliti í haust, hefði lagt til að gefa dráttarvexti fijálsa, en þeir eru nú ákveðnir af Seðlabanka. Á næsta þingi yrðu væntanlega lagðar fram tillögur um breyt- ingar á vaxtalögunum. „ Morgunblaðið/Árni Sæberg FRA athöfninni, er úthlutað var úr Minningarsjóði Sveins Björnssonar. Frá vinstri: Hjörtur Bragi Sverrisson, Maia Sigurðardóttir, Ágústa Gunnarsdóttir, Guðrún Pétursdóttir og Pétur Már Ólafsson, sem tók við verðlaunum fyrir Ragnheiði Elfu Þorsteinsdóttur. Beitir NK veiðir kol munna við Færeyjar BEITIR NK frá Neskaupstað fer væntanlega á kolmunnaveiðar vestan við Færeyjar í kvöld, en að sögn Freysteins Bjarnasonar, út- gerðarstjóra Síldarvinnslunnar hf. sem gerir Beiti út, var í gær beðið eftir leyfi sjávarútvegsráðuneytis- ins til veiðanna. Samningur er milli íslendinga og Færeyinga um gagnkvæmar veiðiheimildir á kol- munna í lögsögum landanna beggja. Freysteinn sagði að góð kolmunnaveiði hefði verið við Fær- eyjar undanfarna daga og vikur og Beitir yrði væntanlega við veið- arnar fram að sjómannadegi. Kolmunni fannst óvænt í miklu magni við suðurströnd Islands um miðjan október í fyrra, allt frá Reykjanesgrunni austur í Horna- fjarðardjúp. Beitir NK, sem er sér- staklega búinn til kolmunnaveiða með sérhannaða flotvörpu, var eina skipið sem þá reyndi fyrir sér við Skipið er sérútbúið til kolmunnaveiða veiðarnar og landaði 400 tonnum sem fóru til bræðslu. Veiðitilraunin gekk vel og búa menn nú að þeirri veiðireynslu sem fékkst í fyrra, að sögn Freysteins, og sagði hann að ætlunin væri að fá enn stærri flot- vörpu en notuð var í fyrra. Hagstætt verð á lýsi og mjöli „Ef þetta gengur eitthvað þá ætlum við að sjá til svona framund- ir sjómannadag og fara ekki á síld- ina fyrr en þá, en það fer auðvitað bara eftir því hvernig hún hagar sér,“ sagði Freysteinn. Kolmunninn hrygnir út af Ir- landi og vesturströnd Skotlands en gengur svo norður eftir vestan við Færeyjar og jafnvel norður með austurströnd Islands. Kolmunna- veiðar hafa verið stundaðar hér á landi af og til á undanfömum árum, en mest veiddist árið 1979 þegar heildaraflinn var á bilinu 20.000 til 30.000 tonn. Kolmunn- inn fer að mestu leyti í bræðslu og þar sem Beitir er með sjókæl- ingarkerfi um borð ætti að vera hægt að koma hráefninu fersku og góðu að landi, að sögn Frey- steins. Verð á lýsi og mjöli ræður því mestu um hvort veiðarnar borga sig, en að sögn Freysteins er verðið tiltölulega hagstætt núna þótt það sé ekki eins hátt og það var á toppnum um síðustu áramót. „Þá fór mjölverðið alveg upp í 450-460 pund tonnið og lýsið í 550 dollara, en núna er mjölverðið um 400 pund og lýsið um 400 dollar- ar. Það er ekkert svo slæmt,“ sagði Freysteinn. Fyrstu styrkþegar Minning- arsjóðs Sveins Björnssonar ÚTHLUTAÐ var í fyrsta skipti úr Minningarsjóði Sveins Björns- sonar, fyrsta forseta lýðveldisins, í gær en þá hlutu styrki þau Hjört- ur Bragi Sverrisson, Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, Ágústa Gunnarsdóttir, Maia Sigurð- ardóttir og Guðrún Pétursdóttir. Minningarsjóðurinn var stofnað- ur á 70 ára afmæli Rauða kross íslands 1994 til minningar um Svein, sem var fyrsti formaður Rauða kross íslands, og er til- gangur sjóðsins að styrkja rann- sóknir á mannréttinda- og mann- úðarsamningum og verkefni sem stuðla að þekkingu og þróun á því sviði. í gær var alþjóðadagur Rauða kross Islands, en 8. maí var fæð- ingardagur helsta hvatamannsins að stofnun Rauða krossins fyrir 133 árum, Svissiendingsins Henri Dunant. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands var viðstödd af- hendingu styrlganna í gær. Slapp vel frá veltu LITLU munaði að illa færi þegar bíll valt á Fagradal, skammt fyrir ofan Egilsstaði, í gær. Ungur ökumaður kastaðist út um framglugga bílsins og lenti undir honum niðri í lækjarfar- vegi. Hann fékk að fara heim eftir að gert hafði verið að sárum hans á heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum. Að sögn lögreglu á Egilsstöðum var maðurinn á leið til Reyðarfjarðar þegar slysið varð. Hann leit um öxl eftir að hafa farið fram úr bifreið og áður en varði 'var bifreið hans komin út á hægri vegarkant í vinstri beygju. I : I I » » i t ; Bifreiðin fór heila veltu og kastaðist maðurinn út um framgluggann og lenti ofan í þurrum lækjarfarvegi undir bílnum. Miðstöðvarslanga í bílnum fór í sundur við veltuna með þeim afleiðingum að heitt vatn sprautaðist yfir andlit og bijóstkassa mannsins. Hann var kominn undan bílnum og upp á veg þegar að var komið. Eftir að gert hafði verið að sárum hans, brunanum og mari á baki, fékk ungi maðurinn að fara heim til sín. Bíllinn er talinn gjörónýtur. I. s I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.