Morgunblaðið - 09.05.1996, Page 4

Morgunblaðið - 09.05.1996, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ w FRÉTTIR Ríkið viðurkennir ekki bótaskyldu veg’na arna RÍKISVALDIÐ hefur aldrei viðurkennt bótaskyldu ríkisins vegna frið- aðra dýra, þar á meðal arna, en æðarbændur við Breiðafjörð telja sig hafa orðið fyrir búsifjum af þeirra völdum. Þetta kom fram í fyrirspumar- tima á Alþingi í gær en Gísli S. Einarsson Alþýðuflokki spurði Guðmund Bjamason umhverfis- ráðherra um bótaskyldu ríkisins vegna tjóns af völdum ama og vitnaði þar til æðabændanna. Guðmundur sagði að tjón af völdum arna í æðarvörpum virtist vera séríslenskt fyrirbrigði. Fyrst hafi verið kvartað til yfirvalda 1930, en slíkum kvörtunum hefur fjölgað talsvert síðari ár. Hins vegar væri mjög erfitt að færa sönnur á slíkt tjón og samkvæmt nýlegum athugunum væri mjög hæpið að emir væru valdir að öllu því tjóni sem þeim væri eignað. Þó væri fyrirliggjandi dómur frá 1957 þar sem ríkið var dæmt til að bæta tjón sem talið var að em- ir hefðu valdið í æðarvarpi, og menn gætu auðvitað leitað réttar síns fyrir dómstólum teldu þeir sig hafa orðið fyrir sannanlegu tjóni. Gísli S. Einarsson sagði þennan dóm næga forsendu fyrir því að ríkissjóður væri bótaskyldur þar sem sannanlega væri hægt að sýna fram á tjón af völdum arna. Svavar Gestsson Alþýðubanda- lagi gat þess að Steinar Lárusson, bóndi á Fagradal á Skarðsströnd, hefði lengi kvartað við stjómvöld vegna amar sem valdi miklu tjóni á æðarvarpi, lömbum og laxi. Hins vegar væri spuming hvar það tæki enda ef ríkið færi að bæta tjón vegna friðunarráðstafana yf- irleitt. Nýmæli að miðað er við rúmtölu skipa I REGLUGERÐ sjávarútvegsráðu- neytisins um stjórn veiða úr norsk- íslenska síldarstofninun er það ný- mæli að miðað er við rúmtölu skips við úthlutun veiðileyfa. Að sögn Björns Jónssonar hjá Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna þýðir þetta að dæmi eru um það í bráða- birgðaúthlutun Fiskistofu á veiði- heimildum að bátar sem taka 750 tonn fá úthlutað sama aflahámarki og bátar sem taka 450 tonn. „Þeir sem eru með mikla rúmtölu fá kannski meira en skip sem bera tölu- vert meira og það eru nokkur dæmi um þetta sem manni finnst stinga í stúf,“ sagði hann. Almennt er búist við að meirihluti afla íslendinga úr norsk-íslenska síldarstofninum fari í bræðslu, en vonast er til að einhver hluti aflans fari til manneldis. Þau 174 þúsund tonn sem íslendingar veiddu úr stofninum í Síldarsmugunni á síð- asta ári fóru nánast öll í bræðslu og var heildarverðmæti aflans um 950 milljónir króna. Að sögn Péturs Amar Sverrissonar hjá LIÚ er alls óvíst hvert aflaverðmætið verður í ár fyrir þau 190 þúsund tonn sem nú koma í hlut íslendinga, en það ræðst m.a. af því hve mikili hluti aflans fer til manneldis. Þó þykir ljóst að verðið fyrir hvert kíló verði nokkru hærra en fékkst í fyrra og gæti aflaverðmætið í heild hugsan- lega orðið á bilinu 1,2-1,3 milljarðar króna. Hagstætt verð á lýsi og ny'öli Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri SR-mjöls, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að verð á mörkuðum fyrir Iýsi og mjöl væri hagstætt um þessar mundir, eða um 420 pund fyrir mjöltonnið og 400-440 dollarar fyrir lýsistonnið. Sagði hann að verðið gæti jafnvel farið hækkandi á næstunni, en nokk- ur óvissa væri þó varðandi lýsið vegna yfírlýsinga stórfyrirtækisins Unilever um að það hyggist hætta notkun lýsis úr bræðslufiski, en fyr- irtækið hefur árlega keypt um 100 þúsund tonn af lýsi. „Ég held að það sé mjög gott mál að þessir samningar skuli hafa náðst um síldveiðarnar og mikið atriði ein- mitt núna að þeir skuli hafa tekist svo hægt sé að stjórna þessu eitt- hvað, en menn sjá þá fram á að gera þetta að einhveijum arðbærum stofni eins og þetta var,“ sagði Jón Reynir. Veiðiheimildir úr norsk-íslenska síldarstofninum FlosiíS15— AuðunníS 110-2.227- Tonn 2-325 eolunðarvfl,- "^teaflöfður Sigla Sl 50 - Tonn -2.483 Arnarnúpur ÞH 272 « Raufartiöfn Tonn 1 Guðmundur Ólafur ÓF 91 Sigluf|ðröur r 2.642 tonn ^ÓIafsfjörður Dalvík áo> \ AmþórEA 16-2.642% * Húsavík -..pórafiðfn \: i •JúpfterÞH 61-4.313 Tonn Björg Jónsdóttir ÞH 321- 3.271 Akureyri • Þorsteinn EA810- Súlan EA 300-------- Tonn — 4.510 — 3.002 Þórður Jónasson EA 350 2.785 Arnþór EA16-------------2.642 \ Tonn Beitir NK123— 4.458 BörkurNK 122 - 4.361 Eskifjörður _ Jón Kjartanss, Tonn -4.875 VíkíngurAKIOO- Tonn -5.047 Hólmaborg SU 11 • .4.854 Guðrún Þörkelsd. SU 211 2.825 Sæljón su 104——2.452 ■: cf ' Bjarni Ólafsson AK 70- 3.656 HöfrungurAK 91——3.033 Akrane**-.^" Tonn Tonn reykjavIk Faxi FIE 241-----2.734 OmKE 13-2.816-j V Svanur RE 45-2.729 Sandgerði^i j, AmeyKE 50 - 2.793 Kefíavik Tonn ,, Hákon ÞH 250 -----------4.649 Grindavík JónSigurðssonGK162 4.044 Grindvíkingur GK 606 —3.656 Dagfari GK 70— Elliöi GK 445 ----------3.303 Jón Dan GK197- Sunnuberg GK199---------2.912 Hrungnir GK 50- Aibert GK 31 —-------—2.802 Sighvatur GK 57- Háberg GK 299-----------2.753 Freyr GK157- Hðfn Húnaröst SF550- Tonn -2.793 -2.781 ■ Selfoss Tonn Páll ÁR 104 - 2.406 Þórshamar GK 75 — Víkurberg GK1----- BergurVigfúsGK53- Tonn -2.473 -2.431 -2.379 -2.325 -2.282 -2.702 Hringur GK18--------2.191 -2.617 -2.483 “ Vestmannaeyjar SigurðurVE 15- Tonri -5,047 Sighvatur Bjamas. VE 81 4.515 Andrés VE18-------—3.515 Guðmundur VE 29 ------- 3.309 ísleifur VE 63----------3.294 Tonn Gullberg VE 292 --------- 3.068 Huginn VE 55 ------------ 3.068 « Káp VE 4------------------2.909 Gígja VE 340--------------2.853 Sighvatur Bjamas. VE181 2.773 Bergur VE 44--------------2.492 Heimaey VE1---------------2.461 Glófaxi VE 300 ---------- 2.452 Glófaxi IIVE 301--------- 2.102 Jóna Eðvalds SF 20- Sigurður Lárusson SF110 2.157 Sigurður Ólafsson SF 44 — 2.096 Forsætisráðuneytið vísar til sýslumarka í auglýsingu en sýslur „eru ekki til lengur“ Leita svara um stjórnsýslulegt gildi sýslna Nýr sveit- arstjóri í Kjalarnes- hreppi VERIÐ er að ganga frá samningi við Jónas Vigfússon sveitarstjóra í Hrísey um að hann taki að sér sama embætti í Kjalarneshreppi, að sögn Péturs Friðrikssonar, nýs oddvita í hreppnum. Oddviti og sveitarstjóri ákváðu að hætta á miðju kjörtímabili Greint var frá þvl í Morgunblað- inu hinn 30. mars síðastliðinn að sveitarstjóri og oddviti væru að hætta og segir Pétur það hafa verið ákveðið við síðustu kosningar að skipta um forystu á miðju kjör- tímabili þegar nýr sveitarstjóri tæki við. Pétur er tekinn við emb- ætti sínu og segir að Jónas taki væntanlega til starfa í næstu viku. Mun Pétur víkja sem formaður skólanefndar að eigin sögn og tek- ur Jón Pétur Líndal, fráfarandi sveitarstjóri, við sæti hans. Jón Ólafsson, oddviti Kjalameshrepps til 14 ára, verður varaoddviti. Skuldir sveitarsjóðs eru nú tæp- ar 280 milljónir króna og segir Pétur að sveitarstjórn sé búin að samþykkja að selja samning við Reykjavíkurborg um urðun á sorpi í Alfsnesi sem 19 ár eru eftir af. „Síðan eigum við talsvert útistand- andi, bæði hjá Jöfnunarsjóði, og félagslegar íbúðir sem ekki er frá- gengin sala á. Þetta samanlagt gefur okkur um helming skuldar- innar," segir Pétur. Þýðir það að 500 íbúar hreppsins skulda um 280.000 krónur hver, takist að greiða skuldimar niður um helm- ing. ÓLAFUR K. Ólafsson, sýslumaður í Stykkishólmi og varaformaður Sýslumannafélagsins, hefur sent dómsmálaráðuneytinu fyrirspum fyrir hönd félagsins um hvort sýsl- ur, heiti þeirra og mörk, hafi stjórn- sýslulegt gildi. Sigurður Tómas Magnússon, skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneytinu, segir að sýslurnar séu í raun ekki til nema sem land- fræðileg heiti. ólafur segir að eftir réttarfars- breytinguna 1992 virtist vera vafi á því í huga sumra hvort heiti sýslna væru enn til. „í lögum um aðskilnað dóms- og umboðsvalds í héraði eru sýslumenn kenndir við aðsetursstað. Þannig varð sýslumaðurinn I Mýra- og Borgarfjarðarsýslu til dæmis að sýslumanninum I Borgarnesi. Því hafa menn velt fyrir sér hvort hin fornu heiti sýslnanna séu ekki til lengur. Vegna þessa ritaði Sýslu- mannafélagið dómsmálaráðuneytinu bréf I ársbyijun 1994 og spurði hvort heiti og mörk sýslna væru enn við lýði. Ráðuneytið sagði að þessi heiti og mörk hefðu ekki lengur neitt stjórnskipulegt gildi, en kynnu að hafa einhverja merkingu I hugum fólks.“ Fyrir nokkru birti forsætisráðu- neytið lögum samkvæmt auglýsingu um framboð og kjör forseta íslands. „í auglýsingunni er tiltekinn fjöldi meðmælenda forsetaframbjóðenda úr hverjum fjórðungi. Fjórðungarnir eru markaðir með heitum og mörk- um sýslna. Þetta vakti upp þá spurn- ingu hjá sýslumönnum hvort heiti og mörk sýslna hafi einhveija merk- ingu umfram það sem dómsmála- ráðuneytið hafði svarað okkur, þ.e. umfram huglæga afstöðu fólks.“ Sýsla er heiti á landsvæði Ólafur sagði að sýslumönnum væri annt um heiti sýslnanna og almenningi væri mjög tamt að nota þau. „Við erum ekkí sáttir við að sýslurnar hafi ekkert stjórnsýslulegt gildi, en við munum að sjálfsögðu hlíta niðurstöðu ráðuneytisins." Sigurður Tómas Magnússon, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, segir að fyrirspurn sýslumann- anna verði svarað á næstunni. „Eft- ir gildistöku aðskilnaðarlaganna 1992 er í rauninni ekkert til lengur sem heitir sýsla, þrátt fyrir að á nokkrum stöðum í iögum sé enn vís- að til þess heitis. Ég hef skilið mál- ið þannig, að sýsla væri nú aðeins heiti á landsvæði, en ekki stjórn- sýslulegt hugtak.“ Sigurður Tómas sagði umdæma- mörk sýslumanna nokkuð skýr, en sú regla gilti að vísu enn á hálend- inu að miðað væri við gömlu sýslu- mörkin. Hann sagði að fyrirspurnir hefðu borist frá útlöndum, þar sem óskað væri upplýsinga vegna landa- korta. Þar vildu menn gjarnan halda í sýsluheitin, því „Umdæmi sýslu- mannsins á Selfossi“ væri til dæmis ekki mjög þjált, þrátt fyrir að það væri stjórnsýslulega rétt. Þá eru dæmi um að sett hafi verið inn á kort „Selfossi", „Borgarnesi", „Stykkishólmi" o.s.frv. og hafa er- lendir kortagerðarmenn þá tekið aðsetur sýslumanna í stað hins forna sýsluheitis. Viðkvæmt mál Sigurður Tómas sagði það ekki valda vanda að sýsluheitin hefðu verið felld niður, nema þá vegna landfræðiheita. „Það þyrfti sjálfsagt að taka þessi mál I gegn og láta gömlu sýsluheitin ná til umdæma sýslumannanna. Þegar umdæmi sýslumanna voru mörkuð, þá skör- uðust þau stundum við sýsluheitin. Þannig voru íbúar ákveðins hrepps til dæmis tilbúnir til að vera innan umdæmis sýslumannsins á Akur- eyri, en þeir voru ekki tilbúnir til að vera Eyfirðingar, heldur vildu vera Þingeyingar áfram. Þetta er því viðkvæmt mál og samræming gerist ekki á einum degi.“ \ I I i » » í « « « 1 s *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.