Morgunblaðið - 09.05.1996, Síða 8

Morgunblaðið - 09.05.1996, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 1.461 gjaldþrotabeiðnir ríkissjóðs vegna einstaklinga 71% gjaldþrotabeiðna einstaklinga frá ríkinu Fjöldi gjaldþrotaúrskurða á hendur einstaklingum árin 1993 til 1995 873 LSl Á hverja 1000 íbúa í einstökum dómaumdæmum árið 1995 Reykjavík Reykjanes wrnmu? 11,27 1.26 1.31 4,51 1,39 3,66 Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland 2,30 Suðurland 1993 1994 1995 Aldursdreifing einstaklinga sem úrskurðaðir voru gjaldþrota árið 1995 Aldur 15- 20- 25- 30- 35- 40- 45- 50- 55- 60- 65- 70- 75- 80- 85- 90- 95- 19 24 29 34 39 44 49 54 59 64 69 74 79 84 89 94 99 HÉRAÐDÓMSTÓLUNUM bárust 2.960 gjaldþrotaskiptabeiðnir í fyrra. Af þeim var fjöldi gjald- þrotaskiptabeiðna innheimtu- manna ríkissjóðs á hendur ein- staklingum 1.461 eða 71% af öll- um beiðnum á hendur einstakling- um. Alls voru 1.990 einstaklingar eða 663 einstaklingar að meðal- tali á ári úrskurðaðir gjaldþrota á árabilinu 1993 til 1995. Flestir verða gjaldþrota í Reykjavík. Með- alaldur gjaldþrota einstaklinga var 37,3 ár á úrskurðardegi árið 1995. Þessar upplýsingar komu fram í svari dómsmálaráðherra við fyrir- spurnum Einars K. Guðfínnssonar og Ástu R. Jóhannesdóttur. í svari við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar kom fram að hér- aðsdómstólunum bárust 3.054 gjaldþrotaskiptabeiðnir árið 1994. Af þeim var fjöldi gjaldþrota- skiptabeiðna innheimtumanna rík- issjóðs á hendur einstaklingum 1.084 eða 59% af öllum beiðnum á hendur einstaklingum. Heildar- fjöldi gjaldþrotaskiptabeiðna á hendur einstaklingum var 1.852. Hlutfall gjaldþrotaskiptabeiðna innheimtumanna ríkissjóðs á hendur einstaklingum af öllum gjaldþrotaskiptabeiðnum var 35%. í fyrra bárust 2.960 gjaldþrota- skiptabeiðnir. Af þeim var fjöldi gjaldþrotaskiptabeiðna innheimtu- manna ríkissjóðs á hendur ein- staklinga 1.461 eða 71% af öllum beiðnum á hendur einstaklingum. Heildarfjöldi beiðna á hendur ein- staklingum var 2.063. Hlutfall gjaldþrotaskiptabeiðna innheimtu- manna ríkissjóðs á hendur ein- staklingum af öllum beiðnum var 49%. Fram kemur að af því að tölvu- tæk gögn frá héraðsdómi Reykja- víkur frá áriiiu 1993 eru ekki full- nægjandi til að vinna upp úr þeim upplýsingar um fjölda gjaldþrota- skiptabeiðna innheimtumanna rík- issjóðs og tollstjóra á hendur ein- staklingum er ekki hægt að finna samtölur fyrir fjölda slíkra beiðna nema fyrir árin 1994 og 1995. Flestir gjaldþrota í Reykjavík í svari við fyrirspum Ástu R. Jóhannesdóttur kemur fram að alls hafí 1.990 einstaklingar eða 663 einstaklingar að meðaltali á ári verið úrskurðaðir gjaldþrota á árabilinu 1993 til 1995. Flestireða 1.102 voru úrskurðaðir gjaldþrota í Reykjavík. Næst á eftir kemur Reykjanes með 501 gjaldþrotaúr- skurð, svo Suðurland með 122 og því næst Norðurland eystra með 94. Fjöldi gjaldþrotaskipta á hveija 1.000 íbúa er 4,51 í Reykja- vík, 3,66 á Reykjanesi og 2,30 á Suðurlandi. Gjaldþrotum fjölgar úr 209 í 509 í Reykjavík á árabilinu 1993 til 1995. Á Reykjanesi fjölgar gjaldþrotum úr 100 í 217, á Suður- landi úr 37 í 48 og á Norðurlandi eystra úr 27 í 35 svo eitthvað sé nefnt. Samtals fjölgar gjaldþrota- úrskurðum á hendur einstakling- um úr 411 árið 1993 í 873 árið 1995 eða um u.þ.b. 112%. Meðalaldur rúm 37 ár í fyrra voru flestir einstaklingar sem úrskurðaðir voru gjaldþrota í aldurshópnum 35 til 39 ára. Meðalaldur þeirra sem úrskurðaðir voru gjaldþrota var 37,3 ár á úr- skurðardegi. Lcy&bcr Bowic’/S Bra>4/4 Fanba/Sj Miðasalan opin Bankastræti 2 sími: 552 8588 Morgunblaðið/Ásdís Dyttað að gluggnm MARGIR hafa hagnýtt sér góð- viðrið að undanförnu til al- menns viðhalds á eignum sínum eða til að undirbúa átak í garð- inum. Ljósmyndari Morgublaðs- ins átti leið um Lækjargötu í gær þegar gluggapóstar í húsa- röðinni þar fengu rækilega and- litslyftingu til að skarta sínu fegursta á því sumri sem enginn getur neitað að virðist vera á næsta leiti. IMýtt líf færist í Torfusamtökin Tími fræðslu runninn upp Páll V. Bjarnason TIL stendur að hleypa nýju lífi í starfsemi Torfu- samtakanna en hún hefur legið í láginni um nokk- urra ára skeið. Á aðal- fundi samtakanna um miðjan apríl var Páll V. Bjarnason arkitekt kjör- inn nýr formaður þeirra. „Það hefur verið frekar rólegt hjá Torfusamtök- unum eftir að frumbarátt- unni lauk en hún bar mik- inn árangur á áttunda áratugnum. Samtökin ruddu í raun brautina fyr- ir húsverndun í landinu ásamt frumkvöðlum á borð við Hörð Ágústsson, Guðrúnu Jónsdóttur, Þor- stein Gunnarsson 0 g fleiri, sem flestir störfuðu með samtökunum. Viðbrögð hjá almenningi og stjómvöldum urðu mjög jákvæð upp úr þessu og menn héldu að sigurinn væri unninn, en svo reyndist ekki vera. Það var einungis fyrsta orrustan í stríðinu. Þá hægði á starfsemi samtakanna en þau hafa þó alltaf verið til. Nú er tími baráttu og andófs liðinn og tekinn við tími fræðslu og upplýsingar á sviði húsvernd- unar. Hvernig menn geti lagt henni lið, ekki síst þeir sem eru að endurbyggja gömul hús.“ - Og hvað hyggist þið gera? „Við höfum hugsað okkur að heíja útgáfu- og fræðslustarf- ' semi í einhverri mynd en hún er ekki enn fullmótuð. Eins eru Torfusamtökin opin fyrir sam- vinnu við aðra aðila, t.d. ríki eða borg. Meðal þess sem er á döf- inni er útgáfa leiðbeiningabækl- inga, t.d. um það hvernig eigi að endurbyggja hús og end- urnýja einstaka byggingahluta. Einnig að útbúa fræðslu fyrir skólana, það vantar alla fræðslu um byggingalist og húsverndun inn í skólakerfið. Þjóðina verður að uppfræða, því það er nú einu sinni svo að flestir leggja aleig- una í að byggja sér þak yfir höfuðið og verulegu máli skiptir í hvað þeir peningar fara, hvort sem um ný eða gömul hús er að ræða.“ - Hversu gömul þurfa húsin að vera til að menn telji ástæðu til að vernda þau? „Slíkt er skilgreint í húsfrið- unarlögum. Það sem snýr að okkur er að standa vörð um húsverndun almennt. Á ákveðnu tímabili í ævi húss er það gamal- dags en ekki nógu gamalt til að teljast antík. Á þessu tímabili er mest hætt- an á skemmdum." - Af mannavöld- um? „Já, að húsum sé breytt og bætt við þau. Nú eru það hús sem byggð voru á árun- um 1930-1960 sem eru í mestri hættu. Við munum sinna þeim eins og öðrum húsum. En við munum byija á elstu húsunum til að bjarga þeim, svo koma þessi í kjölfarið. Það er afar brýnt að fólk sem vinnur að endurbótum á mjög gömlum húsum geti nálgast fræðslu um hvemig beri að standa að þeim.“ - Hvernig hefur þróunin í húsverndunarmálum verið undanfarin ár? ► Páll V. Bjarnason er fædd- ur í Keflavík árið 1946. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum að Laugarvatni árið 1966 og hélt þá til náms í Bretlandi. Lauk hann prófi í arkitektúr frá Polytechnic of North-London árið 1974. Að námi loknu starfaði Páll í eitt ár í London en fluttist síðan heim og hefur starfað sjálf- stætt frá árinu 1977. Hann var einn af stofnendum Byggða- verndar í Hafnarfirði árið 1979 og var kjörinn formaður Torfusamtakanna í síðasta mánuði. Páll er kvæntur Sigríði Harðardóttur og eiga þau þrjár dætur. „Þróunin framávið hefur verið mjög hæg á síðustu árum eftir vakninguna sem varð á áttunda áratugnum hjá almenningi og stjómvöldum. Þróunin hefur ekki verið nógu hröð til að spoma við eyðilegginu sem hefur því miður orðið á þessum tíma. Hún er meiri en ég bjóst við.“ - Getur þú nefnt dæmi um það? „Nærtækt dæmi er viðbygg- ingin við Iðnó sem er stórslys. Annað dæmi er hugmyndir sem nú eru uppi um nýbyggingu við Alþingishúsið og glerbrú sem tengi húsin. Alþingi er eitt helg- asta vé íslenskrar byggingalistar og ég álít að þar megi engu breyta.“ - Hversu margir félagar eru í Torfusamtökun um? „Þeir eru tæplega 100, það hefur ekkert verið gert til að afla nýrra félaga undanfarin ár. En í samtökunum er einvalalið. Sjálfur hef ég aðeins verið í þeim í nokkur ár, var bú- settur í Hafnarfirði og einn af stofnend- um svipaðra samtaka þar, Byggðaverndar, árið 1979.“ - Er ástæða til að hafa tvö félög sem vinna að húsvernd á höfuðborgarsvæðinu, væri ekki nær að þau störfuðu saman? „Á upphafsárum samtak- anna, þegar verið var að beijast fyrir ákveðnum málum, var ástæða til þess. Nú þegar starf- semin er að breytast kann að vera ástæða fyrir þessi samtök að sameinast um ákveðin verk- efni, t.d. á sviði fræðslu um húsvernd.“ Vantar alla fræðslu um byggingalist

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.