Morgunblaðið - 09.05.1996, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Menntamálaráðherra um dreifikerfi RÚV
Alþjóðleg símafyrirtæki
gætu verið valkostur
Morgunblaðið/Ásdís
HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra og Liu Jiaxiang, stjórn-
arformaður China International Travel Service Group.
Aukið samstarf
í ferðamálum
BJÖRN Bjarnason menntamálaráð-
herra sagði á fundi sem Samband
ungra sjálfstæðismanna og menn-
ingamefnd Sjálfstæðisflokksins
stóðu fyrir á þriðjudaginn um nýút-
komna skýrslu starfshóps um end-
urskoðun útvarpslaga að Ríkisút-
varpið ætti ekki að reka eigið dreifi-
kerfi heldur semja um þá hluti við
Póst og síma og taka upp afnot af
ljósleiðarakerfmu. Hann sagði að
næðist ekki samningar við Póst og
síma kynnu alþjóðleg símafyrirtæki
að vera vænlegur kostur fýrir Ríkis-
útvarpið.
Heimir Steinsson útvarpsstjóri
upplýsti á fundinum að reynt hefði
verið í langan tíma að ná samning-
um við Póst og síma um dreifingu
á útvarps- og sjónvarpsefni um ljós1
leiðara en samningar hefðu strand-
að á því að stofnunin hefði krafist
of hárra greiðslna fyrir þjónustuna.
Bjöm benti á að Póstur og sími
væri þegar farinn að miðla efni frá
erlendum aðilum í gegnum alnetið.
„Því ætti ekki að vera hægt að eiga
viðskipti við erlendan aðila í sam-
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Auði
Eydal, forstöðumanni Kvikmynda-
skoðunar:
„Vegna ummæla í kvikmynda-
rýni Sæbjörns Valdimarssonar í
gær skal það tekið fram að „yfir-
völd“ hér á landi (væntanlega
Kvikmyndaskoðun) klippa aldrei
kvikmyndir, þó að slíkt tíðkist víða
erlendis.
Mér vitanlega hefur enginn
áhugi verið á því að taka upp slík-
ar reglur.
Hins vegar eru í lögum ákvæði
sem banna svæsnustu ofbeldis-
keppni við Póst og síma til þess að
dreifa íslensku efni innanlands? Það
er ekkert trúaratriði í þessum fræð-
um að dreifingaraðilinn sé íslensk-
ur. Aðalatriðið er að það sé íslenskt
efni sem er verið að dreifa,“ sagði
Björn.
Nefskattur ekki hærri en
afnotagjöld
Björn kvaðst undrast hve starfs-
menn Ríkisútvarpsins hefðu lítið
sótt á um róttækar breytingar á
stofnuninni og sér fyndist þeir fljót-
ir að fara í varnarstöðu þegar tillög-
ur til breytinga væru kynntar. Björn
vísaði því á bug sem haldið hefði
verið fram að til þess að útvarpið
héldi sínum tekjum vegna afnáms
auglýsinga þyrfti nefskatturinn að
vera hærri en afnotagjöldin eru nú.
Bjöm sagði að það bryti gegn
réttlætiskennd sífellt fleiri að þeir
gætu ekki horft á sjónvarpsstöðvar
einkaaðila án þess að greiða afnota-
gjald til ríkismiðjls sem þeir notuðu
ef til vill aldrei. Ákvörðun um brott-
fall auglýsingatekna Ríkisútvarps-
myndimar og samkvæmt þeim ber
skoðunarmönnum að meta hvort
einstök ofbeldisatriði eða kvik-
mynd í heild bijóti í bága við fyrr-
greind lög. Á undanförnum árum
hefur sárasjaldan þurft að beita
þessum ákvæðum.
Fari hins vegar svo að kvikmynd
sé bönnuð alfarið til sýninga hér
á landi getur dreifingaraðili
hugsanlega fengið aðra og mildari
gerð hennar frá framleiðanda.
Hann getur líka valið þá leið að
klippa sjálfur og fara síðan fram
á nýtt mat á kvikmyndinni, eins
og gerðist með Dead Presidents."
ins hlyti að taka mið af því hvort
um raunverulega samkeppni milli
einkaaðila væri að ræða.
Bjöm sagði að tryggja þyrfti í
senn framtíð Ríkisútvarpsins og
þeirra sem við það keppa.
„Sumir telja að besta lausnin
felist í því að ríkið bjóði upp rásir.
Er þá væntanlega átt við aðrar
rásir en ríkið notar sjálft. Hvað
þætti mönnum um það, ef hér væri
stunduð ríkisútgerð, sem bæri
vegna stærðar höfuð og herðar yfir
keppinauta sína, og hún fengi alltaf
að halda sínum kvóta en afgangur-
inn væri boðinn upp á fimm ára
festi eða svo? Ekkert myndi rétt-
læta slíkt fyrirkomulag nema ann-
ars konar skerðing á starfsemi rík-
isútgerðarinnar. Mundu menn
sætta sig betur við að Ríkisútvarpið
hyrfi af auglýsingamarkaði, ef það
héldi alltaf sínum rásarhlut, en hinn
hlutinn yrði reglulega á uppboði?
Spurningum sem þessum þarf að
svara. Eg er þeirrar skoðunar, að
uppboð á rásum eigi einnig að skoða
í ljósi tækniþróunar," sagði Björn.
Heimili og skóli
Skóla-
nefndar-
menn fái
fræðslu
STJÓRN Landssamtakanna
Heimili og skóli hefur sent frá
sér ályktanir stjórnarfundar
5. maí sl. Annars vegar skora
samtökin á menntamálaráðu-
neyti og Samband íslenskra
sveitarfélaga að tryggja að
allir skólanefndarmenn eigi
kost á fræðslu um verksvið og
ábyrgð skólanefnda.
Hins vegar er gagnrýndur
misbrestur varðandi fram-
kvæmd samræmdra prófa í
dönsku og íslensku nú í vor.
„í ljós hefur komið að nemend-
ur sátu ekki allir við sama
borð við hlustunarþátt próf-
anna. Samtökin krefjast þess
að við mat á þessum prófþátt-
um verði tekið fullt tillit til
þessa og að framkvæmdaaðil-
ar prófsins geri grein fyrir
hvernig verði við þessu brugð-
ist,“ segir í ályktuninni.
Nýr ritstjóri
Dagsljóss
SVANHILDUR Konráðsdóttir
hefur verið ráðin ritstjóri
Dagsljóss hjá Sjónvarpinu.
Svanhildur tekur við starf-
inu af Sigurði Valgeirssyni,
dagskrárstjóra innlendrar
dagskrárdeildar. Að sögn Sig-
urðar er ekki um fasta stöðu
við Sjónvarpið að ræða heldur
ákveðið verkefni. Nýr ritstjóri
mun taka til starfa með vetrar-
dagskrá í byrjun október.
Logi hættur
LOGI Guðbrandsson, aðstoð-
arforstjóri Sjúkarhúss Reykja-
víkur, lét af störfum 1. apríl
siðastliðinn.
Logi var framkvæmdastjóri
Landakots fyrir sameiningu
Landakots og Borgarspítala
og var ráðinn aðstoðarforstjóri
Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir
sameiningu.
KÍNVERSKIR ferðaþjónustuaðilar
eru staddir hér á landi til viðræðna
við ferðamálayfirvöld um aukið sam-
starf í ferðamálum.
Liu Jiaxiang, stjórnarformaður
China Intemational Travel Service
Group, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að tilgangur heimsóknarinnar
væri fyrst og fremst að skoða land-
ið, sjá upp á hvað það hefur að bjóða
á sviði ferðamála og að kanna mögu-
leika á aukinni samvinnu milli land-
anna í ferðaþjónustu.
„Islendingar eru vinsamlegir í
garð Kínveija og margir Islendingar
hafa ferðast til Kína og vilja kynn-
ast landinu enn betur. Ég vona að
fleiri íslendingar muni ferðast til
BORGARRÁÐ hefur samþykkt jafn-
réttisáætlun Reykjavíkurborgar
1996-2000. Markmið áætlunarinnar
er að stuðla að jafnri stöðu kvenna
og karla í Reykjavík og jöfnum
möguleikum kynjanna til að nýta sér
lagalegt jafnrétti sem er til staðar.
Áætlunin tekur til þátta eins og
starfsmannamála, almennrar
fræðslu, skólamála, atvinnumála og
fjölskyidumála en er þó ekki tæm-
andi. Hvetur jafnréttisnefnd borg-
arbúa til að nýta sér áætlunina til
að vinna að þróun heilbrigðs samfé-
lags, þar sem jafnrétti og sjálfsvirð-
ing eru höfð til grundvallar.
Kynjahlutföll
sem jöfnust
Markmið áætlunarinnar er að
flétta jafnréttismálin þannig inn í
starfsemi borgarkerfisins og líf borg-
arbúa að þau verði eðlilegur þáttur
þess. Áætlunin nær til stjórnkerfis
borgarinnar og til starfsemi og þjón-
ustu sem borgarstofnanir veita en
auk þess eru tilmæli til yfirvalda,
stofnana og fyrirtækja sem eru óháð
borgarkerfinu.
Jafnréttisráðgjafi borgarinnar
vinnur að stefnumótun í jafnréttis-
málum innan borgarkerfisins og í
Reykjavík og sér um framkvæmd
áætlunarinnar. Við skipan í nefndir,
ráð og stjórnir á vegum borgarinnar
skal leitast við að hlutföll kynjanna
séu sem jöfnust. Borgarstjóm beinir
því til stjórnmálaflokka að hafa
ákvæðið að leiðarljósi þegar settar
eru fram tillögur um fulltrúa í nefnd-
ir, ráð og stjómir og að flokkamir
hafi með sér samráð áður en gengið
er frá endanlegum tillögum.
Hvatning í auglýsingum
í auglýsingum um stöður skal
koma fram hvatning til þess kyns
sem er í minnihluta í viðkomandi
Kína. Æ fleiri Kínveijar koma einnig
til íslands og kynnast landinu. Hafin
er samvinna á sviði menningar,
ferðaþjónustu og viðskipta milli land-
anna og ég vona að slík samvinna
geti aukist,“ sagði Liu Jiaxiang.
Hann segir að miklar breytingar
hafi orðið í Kína. Landið hafi opnast
fyrir og miklar umbætur orðið.
China International Travel Service
Group er nú að kynna Kínveijum
ísland. Einkum er bent á þann mögu-
leika að Kínveijar á leið til Bandaríkj-
anna eða Kanada geta átt viðdvöl á
íslandi og ferðast um landið. Einnig
er Kínveijum sem ætla í viðskiptaer-
indum til Svíþjóðar eða Danmerkur
bent á þennan möguleika.
starfsgrein eða hvatning þess efnis
að konur jafnt sem karlar sæki um
starfíð. Jafnréttissjónarmið skulu
metin til jafns við önnur sjónarmið
þegar ráðið er í stöður hjá Reykjavík-
urborg. Við úthlutun verkefna, til-
færslu í störfum og uppsagnir skal
þess gætt að kynjum sé ekki mismun-
að. Gæta skal þess að konur og karl-
ar njóti að öllu leyti sambærilegra
kjara og starfsaðstæðna. Ekki telst
til mismunar að taka sérstakt tillit
til kvenna vegna þungunar, barns-
burðar og umönnunar ungbarna.
Við ákvörðun launa og fríðinda
skal þess gætt að kynjum sé ekki
mismunað. Starfsfólk Reykjavíkur-
borgar skal eiga kost á sveigjanleg-
um vinnutíma, hlutastörfum eða ann-
arri hagræðingu vinnutíma, þar sem
því verður við komið til að auðvelda
að samræma fjölskylduábyrgð og
starf. í áætluninni er gert ráð fyrir
að unnið verði kynhlutlaust starfs-
mat á vegum borgarinnar til að
kanna hvort kynhlutlaust starfsmat
dragi fram þætti í hefðbundnum
kvennastörfum sem hingað til hafa
verið vanmetnir.
Einstaklingum, starfsmönnum og
stjórnendum borgarinnar skal standa
til boða aðstoð jafnréttisráðgjafa sem
einnig veiti borgarbúum liðveislu.
Stuðningur og ráðgjöf
Jafnréttisnefnd beinir því og til
skólayfirvalda og forstöðumanna
annarra uppeldisstofnana að veita
börnum og unglingum hvatningu til
að rækta sérkenni sín og jákvæð
samskipti kynjanna. Nefndin beinir
þeim tilmælum til alls starfsfólks þar
sem uppeldisstarf fer fram að hafa
jafnréttissjónarmið að leiðarljósi.
Jafnréttisnefnd styður sérstök þró-
unarverkefni í því skyni að jafna
stöðu kynjanna og veitir fjárhagsleg-
an stuðning og ráðgjöf.
Kvikmyndaskoðun
klippir ekki myndir
Jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar
Stuðlað að jafnri
stöðu kynjanna