Morgunblaðið - 09.05.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.05.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 23 Segir Verkamanna- flokkinn hafa unnið með leyniþjónustunni NORSKA þingið ákvað í gær að gera opinbera skýrslu Lund-nefnd- arinnar svokölluðu, sem valdið hefur miklum úlfaþyt í Noregi undanfarna daga. I skýrslunni kemst nefndin að þeirri niður- stöðu að Verka- mannaflokkur- inn hafi átt samstarf við norsku leyni- þjónustuna frá stríðslokum og fram á miðjan sjötta áratug- inn, í því skyni að njósna um kommúnista. Telur nefndin ljóst að Haakon Lie, sem var rit- ari og einn helsti áhrifamaður Verkamannaflokksins á þessum tíma, hafi unnið með leyniþjón- ustunni. Lie, sem er 91 árs, vísar fullyrðingum hennar á bug. Norska stórþingið skipaði Lund-nefndina í febrúar 1994 til að rannsaka meint tengsl leyni- þjónustunnar og norska Verka- mannaflokksins. Svo hart hefur verið deilt um skýrsluna sem var leynileg, að ákveðið var í gær að gera efni hennar opinbert. Hún er rúmar 1.100 blaðsíður að lengd. Hleruðu fundi kommúnista Að því er segir í Aftenposten kemur fram í skýrslunni að Leyni- þjónusta lögreglunnar (POT) hafi haft félaga í Verkamannaflokkn- um á launaskrá en þeir gerðu skrár yfir norska kommúnista. Nokkrir starfsmenn innan leyniþjón- ustunnar hafi ennfremur haft tengsl við Verkamannaflokkinn og Viðamikil skýrsla þingskipaðrar rannsóknarnefnd- ar hefur vakið harðar deilur í Noregi en þar er fullyrt að Verka- mannaflokkurinn hafi unnið fyrir leyniþjónustuna um tveggja ára- tuga skeið við verkalýðshreyfinguna fram á miðjan sjötta áratuginn. Þá segir í skýrslu nefndarinnar að fram til 1955-1957 hafi leyni- þjónustan hlerað fundarstaði kommúnista, þrátt fyrir að hleran- ir í tengslum við pólitíska starf- semi séu og hafi verið algerlega ólöglegar. Einnig hafí verið fylgst grannt með mönnum á heimilum þeirra og eftirlitið náð til kommún- ista og annarra vinstri manna. Þá hafi POT notfært sér upplýsingar sem fengust úr hlerununum gegn löglegum stjórnmálaflokki og verkalýðssamtökum. Flokksmenn á launaskrá leyniþjónustunnar Sex manns, sem störfuðu hjá skrifstofu Verkamannaflokksins í Ósló og á héraðsskrifstofum flokksins, gerðu skrá yfir komm- únistana fyrir leyniþjónustuna. Fimm þeirra þáðu laun fyrir frá POT, óvíst er um þann sjötta. Árið 1951 voru um 10.000 nöfn á skránni, sem sexmenningarnir höfðu unnið. Þegar mest var voru 50.000 manns á listanum frá 12 ára aldri til sjötugs. Telur Lund- nefndin Ijóst að upplýsingarnar hafi verið notaðar til að losna við eða hafa yfirsýn yfir þá kommún- ista sem sóttu um að komast í herinn eða voru þegar í honum. Nefndin segist í skýrslunni telja fullvíst að öryggismálanefnd ríkis- stjórnarinnar hafi vitað af sam- vinnu Verkamannaflokksins og leyniþjónustunnar. í þeim tilfellum sem nefndin leggur ekki dóm á tengslin er ástæðan sú að viðkom- andi kommúnistar hafi verið álitn- ir hættulegir öryggi landsins. Lie sagður hafa hvatt til tengsla Lund-nefndin ræddi við fjölda fólks sem segja Haakon Lie hafa hvatt til samvinnu leyniþjón- ustunnar, verkalýðshreyfingarinn- ar og Verkamannaflokksins til að skrá og beijast gegn kommúnist- um og að hann hafi stutt POT með ráðum og dáð. Fullyrt hefur verið í norskum fjölmiðlum síðustu daga að upp úr hafi soðið á milli Lie og Lund- nefndarinnar eftir að Lie krafðist þess að nefndin breytti útskrift sinni á samtölum við hann. Lie hefur einungis viðurkennt að hafa hitt yfirmann leyniþjón- ustunnar og undirmann hans í tvígang hvorn. Hann vísar því hins vegar á bug að hafa unnið með POT og að flokkurinn hafi skráð kommúnista. Hins vegar neitar Lie því ekki að hann hafi barist gegn kommúnisma og seg- ist stoltur yfir því að vera álitinn sá sem verið hafi í fararbroddi í baráttunni gegn „rauð-brúnu pestinni“. HAAKON Lie, fyrrverandi rit- ari Verkaraanna- flokksins, þver- tekur fyrir það að hafa unnið með leyniþjón- ustunni. Njósnadeila hafin milli Rússa og Eista Moskvu. Reuter. RÚSSAR vísuðu í gær eistnesk- um stjórnarerindreka úr landi og skömmu síðar lýstu stjórnvöld í Eistlandi yfir því að rússneskum sendiráðsstarfsmanni yrði vísað af landi brott. Rússar sögðu að Eistinn hefði orðið uppvís að atferli, sem sam- ræmdist ekki erindrekastöðu hans. Að sögn Eista átti brottvís- un Rússans ekki að fara hátt, en viðbrögð Rússa gerðu að verkum að þeir ættu ekki annars kost en að greina frá henni. Rússar eiga einnig í njósna- deilu við Breta og hafa hótað að senda níu breska erindreka úr landi. LANCOME Kaupauki SNVtfmÖftlYKPsiJININ (.1 I SUM Kópavogi Fimmtudag ogföstiuJag bjóÖum vifl glœsiiegan kaupauka* mefl LANCÖME kivmurn. Mcfl Primoniiale 50 rnl Jylgir t.d. : Snyrtitaska •Varalitur • Mini Definiciis • Bocagc 30 ml • Eau Bienfait 30 ml XU drin biqnðir tnukist Tortiglioni 600g. Farfalle 600g. 329.- 329.- Pasta Verona 750g. 243.- NOATUN Einfalt - bragögott og ódýrt! Nautakjöts vorrúllur 398. 8 stk. Kalkúns vorrúllur aoQ 8 stk. DAL00N V0RRULLUR: Kínarúllur 8 stk. ggg Mexik. vorrullur 398 8 stk. FARM FRITES KART0FLUR Sléttar franskar 750g. 169.- Rifflaðar franskar 750g. 169.- Hvitlauks smábrauð 10stk. 149. Pítubrauð 6 stk. 1 § HATTING BRAUÐ: Fín smábrauð 15 stk. 197.- Gróf smábrauð 15 stk. 197.- Fín hvítlauksbrauð 2 stk. 169. Gróf hvítlauksbrauð 2 stk. 169. NOATÚN 17 - S. 561 7000, ROFABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEG 116 - S. 552 3456, HAMRABORG 14, KÓP. - S. 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP - S. 554 2062 ÞVERHOLT 6. MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511. KLEIFARSEL 18 - S. 567 0900. AUSTURVER, HÁALEITISBR 68 - S. 553 6700.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.