Morgunblaðið - 09.05.1996, Side 49

Morgunblaðið - 09.05.1996, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ NÚ FINNST mér skernmtilegasti tími ársins þegar náttúran klæðist sumarskrúða og farfuglarnir flykkjast til landsins til að gleðj- ast með okkur. Krían kom hér á Garðaholtið 2. maí en spóinn þann fjórða. Fyrsta útsprungna fífil sumarsins sá ég um daginn í Hlað- varpanum á Vesturgötunni. Hann brosti við mér í nepjunni og yljaði mér um hjartarætur. Þegar ég ók Álftanesveginn á leið minni heim, leit ég með söknuði til malbikuðu göngu- og hjólreiðabrautarinnar þar sem áður uxu snemmsprottnir fíflar sem hlýjuðu bæði forseta og fyrirmönnum auk okkar hinna, þó ekki nágrönnum sem kættust ekki þegar fræ þessarar „mjólkur- fötu fjandans" fauk yfir í garða þeirra. Þarna liggur hitaveitu- lögnin út á Álftanes en nú er búið að grafa hana niður og ein- angra með jarðvegsfyllingu. Ég syng því ekki lengur „fífilbrekka gróin grund“ þegar ég fer þar um. Islendingar hafa gert lítið af að nýta sér fífla, súrur og njóla til átu, en þessar snemmsprottnu jurtir eru ljúffengar og vítamín- auðugar og því sjálfsagt að nýta þær. í suðurálfu eru fíflablöð ræktuð til nytja og fáir vita að það má brugga úr súrum og fífl- um. Það verður þó ekki uppskrift að þeim miði í dag. Með steikinni sl. sunnudag bar ég... Steikt njólablöð 30-40 ung frekar lítil njólablöð 1-2 dl matarolía lítil) pottur eða litil djúp panna 1. Þvoið njólablöðin og þerrið vel. 2. Hitið matarolíuna í lítlum potti eða djúpri pönnu. 3. Setjið 2 njólablöð í einu út i. Það snarkar í feitinni þar sem blöð- in eru vatnsmikil. Farið varlega. Takið úr feitinni eftir nokkrar sek- úndur og setjið á eldhúspappír, sem sogar í sig feitina. Blöðin eru mjög fljót að brenna. Eggjabrauð vorsins 6 stórar rúgbrauðssneiðar Matur og matgerð Fíflar, súrur og njóli * A þessum árstíma fer fijókomaofnæmi að gera vart við sig, segir Kristín Gests- dóttir, en hún þekkir konu sem hefur ofnæmi fyrir ruslplöntum eins og læknirinn hennar kallar fífla, súrur og njóla. _______ smjörtil að smyija_______ brauðsneiðarnar með 6 hænuegg eða aðrar tegundir eggja ______12 stórar sneiðar beikon___ mikið af ungum smáum fíflablöðum 1. Þvoið fíflablöðin, tínið úr þeim rusl, þerrið og skerið smátt. 2. Skerið eða klippið beikonið smátt. Setjið það á pönnu og harð- steikið, setjið söxuðu fíflablöðin út í og steikið með síðustu 1-2 mínút- urnar. Takið af pönnunni, setjið á eldhúspappír og látið feitina renna af. Kælið. 3. Harðsjóðið eggin, kælið og tak- ið af þeim skurnina, skerið í sneiðar. 4. Smyijið brauðsneiðarnar, raðið eggjasneiðunum í rönd báðum megin á brauðið þannig að breið auð rönd myndist í miðjunni. 5. Setjið mikið af beikon/fífla- blöndunni á auðu röndina. Meðlæti: Pilsner, bjór eða súru- drykkur. Það sem flestir kalla hundasúru er túnsúra. Hundasúra er ekki æt, en hún vex einkum við vegkanta og er með mjóa safalausa leggi og safa- lítil mjóslegin blöð. Súrudrykkur vorsins. (6-8 glös) __________30 túnsúrublöð_________ ____________2 rauð epli__________ 2 lítrar eplasafi 1 lítri glært gos, t.d. 7-up, fresca eða annað klakamolar 6-8 rör 1. Þvoið og skerið súrurnar þvert í þunnar ræmur. Setjið í skál. Þvoið eplið, takið úr því kjarnann, skerið í mjög litla bita. Setjið með súrublöð- unum í skálina, hellið eplasafa yfir. Látið bíða þannig í 1-2 klst. 2. Setjið klakamolana í tvöfaldan plastpoka, haldið fyrir opið og sláið á með kökukefli eða öðru barefli. Setjið klakamulninginn í skálina. 3. Setjið gosdrykkinn út í og ber- ið strax fram. Athugið: Skreyta má rörin með súrublöðum. Þá er stungið gat á rörið og súruleggnum stungið inn í. Ekki er gott að sjúga með þessum rörum, því þarf að setja 2 rör í þau glös, þar sem súrurörið er bara til skrauts. FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 4í Biddu um Banana Boat sólmargfaldarann el þú vill verða sólbrún/n á mettíma i skýjaveðri. □ Yfir 60 gerðir Banana Boat sólkrema, -olia,-gela,-úða,-salva og -stifta m/sólvóm frá t til #50, eða um tvöfalt öflugri en aðrar algengar sólarvömr. Banana Boat sólarlinan er tram- leldd úr Aloa Vera, kollageni og elastíni. jojoba, minkolíu, banönum, möndlum, kókos, A, B, D og E vítamínum □ Sértiönnuð sólkrem fyrir íþróttamenn. Banana Boat Sport m/sótv. #15 og #30. □ 99,7% hreint Banana Boat Aloe Vera gel (100%). Hvers vegna aó borga 1200 kr. fyrir kvartlitra al Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 700 kr? Eöa tvöfalt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 1000 kr? Án spiruiinu, tilbúinna lyktarefna eóa annarra ertandi ofnæmisvalda. Biddu um Banana Boat á sólbaðsstofum, apótekum. snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúóum utan Reykjavikur. Banana Boat E-gel fæst líka hjá Samtökum psoriasis og exemsjúklin- 9a. Heilsuval - Barónsstíg 20 w 562 6275 GLEÐILEGT LAUGAVEGI 20 • SÍMI 552-5040 FÁKAFENI 52 • SÍMI 568-3919 KIRKJUVEG110 •VESTM • SÍMI 481-3373 LÆKJARGÖTU 30 HAFNARF. • S. 5655230 Blað allra landsmanna! - kjarni inál.vins! RAOAUGi YSINGAR Slaka hemla ber að skoða og lagfæra. Það vita bílstjórar. En geta dóm- arar lýðveldisins verið sjálfstæðir og óhlut- drægir í dómstörfum þegar þeir taka við leyndarbréfum Hæstaréttar og þegja um meint lögbrot æðstu embættismanna? Bókin Skýrsla um samfélag upplýsir. Útg. Jörð til sölu Ágæt bújörð í 10 km fjarlægð frá Blönduósi er til sölu. Um er að ræða landmikla og góða jörð með 301,8 ærgilda fjárkvóta. Óskað er eftir tilboðum í jörðina með eða án kvóta fyrir 15. maí 1996, og er áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar nánari upplýsingar gefur Stefán Ólafs- son, hdl., í síma 452 4030. Barnaverndarstofa sími 552 4100, myndsendir 552 4108 Barnaverndarstofa verður lokuð 9. og 10. maí vegna flutnings. Opnað verður aftur þriðjudaginn 14. maí í Austurstræti 16, 3. hæð, gengið inn frá Pósthússtræti. Símanúmer verður hið sama og áður. Braggahverfi til sölu Braggahverfi „Djöflaeyjunnar" er til sölu í heilu lagi eða pörtum. Upplýsingar ísíma 896 2308 eða 551 2260. Sumarbústaður í Borgarf. Til sölu fallegur sumarbústaður í Borgarfirði. Bústaðurinn er í stóru, kjarrivöxnu landi og með stórkostlegt útsýni yfir Norðurárdalinn. Til greina koma skipti á 28 feta eða stærri skemmtibát. Upplýsingar í síma 581 2908 eða 567 2320 eftir kl. 17.00. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTUN 3 • 105 REYKJAVIK • SIMI663 2340 • MYNDS. 5621219 Hæðargarður - leikskóli Staðgreinireitur 1.817 í samræmi við 17. og 18. gr. skipulagslaga er auglýst kynning á breyttri landnotkun á svæði sunnan lóðar Breiðagerðisskóla, norð- an Hæðargarðs. íbúðarsvæði verði breytt í stofnanasvæði þar sem fyrirhugað er að reisa leikskóla. Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9.00-16.00 virka daga og stendur til 7. júní 1996. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík eigi síðar en föstudaginn 21. júní 1996. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Kirkjusandur 1-5 (áður Laugarnesvegur 89) Staðgreinireitur 1.340.5 í samræmi við 17. og 18. grein skipu- lagslaga er auglýst kynning á breyttri landnotkun á lóðinni Kirkjusandur 1-5. Athafnasvæði verður breytt í íbúða- svæði. Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa að Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9.00 - 16.00 virka daga og stendur til 20. júní 1996. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík eigi síðar en fimmtudaginn 4. júlí 1996.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.