Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 51 Afmælis- hátíð í Gjábakka GJÁBAKKI, félags- og tóm- stundamiðstöð eldri borgara í Kópavogi, verður þriggja ára 11. maí nk. og verður afmælis- ins minnst með ýmsu móti. Föstudaginn 10. maí kl. 11.45 flytja ungir söngvarar íslensk lög áður en gestir setj- ast að snæðingi. Á sjálfan af- mælisdaginn, laugardaginn 11. maí, kl. 14 verður opnuð sýning á listmunum unnum af eldri borgurum. Fyrir og við opnunina leika þau Ása, Ág- úst, Ingibjörg og Matthías á harmoníur, en þau eru öll nem- endur við Músíkskóla Karls Jónatanssonar, og eldri borg- ari flytur ljóð tileinkuð stund og stað. Eftir opnun sýningar- innar opna eldri borgarar vor- basar í Hreyfilssalnum í Gjá- bakka þar sem hægt verður að kaupa ýmsa handunna muni. Vorsýningin og basarinn verða opin laugardaginn 11. maí og sunnudaginn 12. maí frá kl. 14-17 báða dagana. Námskeið í skyndihjálp REYKJ A VÍ KURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í al- mennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 9. maí. Kennt verður frá kl. 20-23. Kennslu- dagar dreifast á eina viku eft- ir samkomulagi. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður haldið í Ármúla 34, 3. hæð (Múlabær). Meðal þess sem kennt verð- ur á námskeiðinu er blásturs- meðferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna og blæðingum úr sárum. Einn- ig verður fjallað um helstu heimaslys, þ.m.t. slys á börn- um og forvarnir almennt. Að námskeiðinu loknu fá nemend- ur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Umferðar- þing hefst í dag UMFERÐARÞING, hið þriðja í röðinni, verður haldið í Borg- artúni 6 í Reykjavík 9. og 10. maí 1996. Þingið hefst kl. 13 fimmtu- daginn 9. maí og lýkur föstu- daginn 10. maí. Meðal þess sem fjallað verður um eru nið- urstöður úr rannsókn Hag- fræðistofnunar Háskóla Is- lands á heildarkostnaði íslensk samfélags vegna umferðar- slysa auk fjölda annarra fyrir- lestra. Umferðarljósið, viðurkenn- ing Umferðarráðs til aðila sem unnið hefur sérstaklega gott starf í þágu umferðaröryggis- mála, verður afhent á þinginu. Vorferðalag Arbæjar- kirkju BARNASTARFI Árbæjar- kirkju verður formlega síitið með vorferðalagi austur í Skálholt sunnudaginn 12. maí. Saga staðarins verður reifuð í leik og verður að venju barna- messa að hætti Árbæinga. Upplýsingar og skráning í ferðina verður dagana 8. og 9. maí milli kl. 13 og 17. Kvikmyndaleik- stjórar sammála starfshópi FYRIR stuttu veitti Flóamarkaður dýravina Fuglaverndarfélaginu styrk að upphæð 50.000 kr. Flóa- markaðurinn er í kjallara að Hafn- arstræti 17 í Reykjavík. Ákveðið var að nota styrkinn við vinnu í sambandi við alþjóðlega mikilvæg svæði. Nú er unnið að undirbúningi við að endurskoða skrá um mikilvæg fuglasvæði hér- lendis og er það verk unnið í sam- vinnu við Álþjóða fuglaverndar- samtökin. Þess háttar skrá var síðast unnin árið 1987 og kom hún út í ritinu Important Bird Areas in Europe árið 1989. Félagið vill þakka Flóamark- aðinum rausnarlegan styrk. STJÓRN Samtaka kvikmyndaleik- stjóra lýsir ánægju með þau meg- inviðhorf sem fram koma í skýrslu starfshóps um endurskoðun á út- varpslögum á vegum menntamála- ráðuneytisins. Skýrslan sýnir glöggt hversu brýna nauðsyn ber til að lög um sjóvarpsrekstur á íslandi séu færði í takt við nútím- ann, segir í fréttatilkynningu. „Á sama tíma og önnur Evrópu- ríki hafa lagt áherslu á hagræð- ingu í rekstri ríkisfjölmiðla með því að stórfækka föstum starfs- mönnum og beina verkefnum til sjálfstæðra framleiðenda, stað- festir skýrslan að kostnaður Ríkis- útvarpsins vegna vaxandi fjölda starfsmanna hefur aukist mjög að undanförnu. Stór hluti af því fé sem ætti að fara til dagskrárgerð- ar hefur lent í húsbyggingu og til dreifikerfis sem ný fjarskiptatækni og gei’vihnettir eru óðum að leysa af hólmi og gera úrelt. í öðrum löndum Evrópu er sú stefna ríkjandi að sem mest breidd fáist í gerð sjónvarpsefnis og að áfrýjunarmöguleikar framleiðenda séu sem flestir. Þetta er tryggt með sérstökum framleiðslusjóðum utan stöðvanna. Því telur SKL ástæðu til að taka undir það sjón- armið að nýr dagskrárgerðarsjóð- ur leysi Menningarsjóð útvarps- stöðva af hólmi, svo sjálfstæð inn- lend dagskrárgerð fái þróast ' áfram.“ Stjórn SKL skipa: Hrafn Gunn- _ laugsson formaður, Friðrik Þór - Friðriksson varaformaður, Óskar Jóansson ritari, Hilmar Oddsson gjaldkeri og Jón Tryggvason með- stjórnandi. FRETTIR VERÐLAUNAHAFAR og fulltrúar þeirra ásamt dómnefnd. Námustyrkir Landsbankans afhentir í sjöunda sinn SJÖ námsmenn fengu styrk úr Námunni, námsmannaþjónustu Landsbanka Islands, sl. mánu- dag. Allir námsmenn sem eru félagar í Námunni eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Tæp- lega 400 umsóknir bárust að þessu sinni en félagar í Nám- unni eru tæplega tíu þúsund. Þeir sem hlut.u Námu-styrk- inn eru: Árni Halldórsson í kandidatsnámi í rekstrarhag- fræði við Handelshajskolen í Kaupmannahöfn, Helga Arn- fríður Haraldsdóttir í fram- haldsnámi í sálfræði við Háskól- ann í Árósum, Andri Stefáns- son, jarðfræðinemi við Háskóla Islands, Baldur Steingrímsson, nemandi í tæknilegri eðlisfræði við Háskóla íslands, Eva Hlín Dereksdóttir, nemandi við Verslunarskóla íslands, Gauti Þór Reynisson, nemandi við Menntaskólann á Akureyri, og Auður Gunnarsdóttir, nemandi í söng við Háskólann í Stuttgart. í dómnefndinni sem sá um val á styrkþegum voru: Dr. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi ráðherra, Sigurður Orri Jóns- son, formaður félags fram- haldsskólakennara, Sverrir Hermannsson bankastjóri, Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs, og Kristín Rafnar, útibússtjóri Vesturbæjarútibús LÍ. Fuglaverndar- félagið fær styrk Boðun orðsins er bezt bæði í tali og tónum Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi frá stjórn Kirkjukóra- sambands íslands: „Stjórn Kirkjukórasambands Islands kom nýlega saman á fundi þar sem eftirfarandi álykt- un var samþykkt samhljóða:_ “ Stjórn Kirkjukórasambands Is- lands gleðst yfir því öfluga tón- listarstarfi sem fram fer innan kirkjunnar víða um land með góðu samstarfi presta, organ- ista og kórfólks. Stjórnin telur að stofnun og starfræksla barnakóra á vegum kirkjunnar sé veigamikill þáttur í trúar- og tónlistaruppeldi og að kirkjulegt kórastarf hafi reynst þjóðinni mikill menningarauki. Sums staðar virðist þó unnið að því, meðvitað eða ómeðvitað, að bijóta niður áratuga öflugt og óeigingjarnt starf tónlistarfólks innan kirkjunnar og er það áhyggjuefni. Telur stjórnin að með þessum hætti sé fólk fælt frá kirkjunni í stað þess að laða það að henni.. Boðun Orðsins hlýtur að verða áhrifaríkust þegar saman fer flutningur í tali og tónum og má hvorugt án hins vera“.“ gildirtil 11. j 10.000 kr. afsláttur á mann (fullorðinn) af verði pakkalcrða VORÍ íug og bíll: i með afslættí frá 2914/0 á niann m.v. 2 í bíl í A-flokki í eina vikn Lágmarksdvöl ein vika (7 dagar) ognaniarksdvöl 1 mánuður. kr. Flug og gisting: Verð með afslætti frá »* Ævintýri á iiýjum slóðum á mann í tvfbýli í S daga. Síðasti hcimkomudagur cr 11. júní. Hafðu sainband við sölufólk okkar, ferðaskrifstofumar cða í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8 -16.) ' Innifaliö: ílug, bíll, ótakmarkaður akstur og l.DW-trj'gging. Sðluskattur, 18% af bílnum, vlðbótartryggiiigar og önnur aukagjöld greióast ytra. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferdafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.