Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn ÆRIN karar lambið eftir að Sveinn bóndi hefur aðstoðað við fæðinguna. Eðlislægt að varð- veita líf á vorin SAUÐBURÐURINN, mesti anna- tíminn hjá sauðfjárbændum, nálgast nú hámark. Sveinn Skúlason stórbóndi í Bræðra- tungu í Biskupstungum var við fæðingarhjálp í fjárhúsunum þegar blaðamenn bar að garði og einnig var verið að brenni- merkja gemlingana. „Þetta fer vel af stað og lítur ágætlega út,“ segir Sveinn bóndi um sauðburðinn. „Tíðin hefur verið sérstaklega góð og vel lítur út með gróður, það er mikils virði. Vont er að hafa lambfé lengi inni, það getur orðið svo kvillasamt,“ segir hann. Sveinn og Kjartan sonur hans búa félagsbúi með kýr og kindur í Bræðratungu. Eru þeir með stærsta sauðfjárbúið á þessum slóðum, eiga von á því að um 600 ær beri og að lömbin verði sam- kvæmt því á annað þúsund tals- ins. Það eru því mörg handtök við sauðburðinn. „Það veltur mikið á þvi að maður geti sinnt sauðburðinum vel. Stundum eru vökur enda reynum við að fylgj- ast með mest allan sólarhringinn. En þetta stendur bara yfir í 20 daga,“ segir hann. Þá segist hann hafa duglega kaupamenn til að hjálpa sér. Þegar blaðamenn ber að garði er Sveinn að ljúka við að bjarga lífi. Lambið var með annan fram- fótinn afturmeð og segir Sveinn að slíkt gangi illa eða ekki. En allt fór vel að þessu sinni. „Mað- ur reynir að halda lífinu í þeim. Það er manni eðlislægt að varð- veita líf á vorin,“ segir Sveinn þegar hann er spurður að því hvort starf sauðfjárbóndans hefði ekki breyst við niðurskurð kvótans, þegar bóndinn hefði ekki fjárhagslegan hag af því að fá of mörg lömb. „Það er alltaf sárt ef það misferst hjá manni, ég tala nú ekki um ef það er fyrir handvömm," segir Sveinn. í hinum enda fjárhússins er Kjartan Sveinsson að brenni- merkja gemlingana og nýtur við það aðstoðar vetrar- og kaupa- manna. Sveinn segir að vont sé að standa í þessu á sauðburði en verkið hafi dregist vegna þess að ekki hafi verið nægur mann- skapur á bænum fyrr en nú. Brennimark Sveins bónda er 1A6 sem á mannamáli þýðir „Fjár- bóndi númer 1 í Biskupstungum í Árnessýslu“. SAUÐBURÐURINN er erfiður tími hjá sauð- fjárbændum en ánægjan er líka mikil þegar árangurinn er góður. KJARTAN Sveinsson brennimerkir horn á gemlingi með aðstoð Valgeirs Þorsteinssonar sem hitar járnin og Atla Björns Björnssonar. Pierre Cardin kemur til íslands FRANSKI tískukóngurinn Pierre Cardin kemur til íslands á fimmtu- dagskvöld. Hann kemur m.a. sem sendiherra menningarstofnunar- innar UNESCO og mun á laugar- dag færa íslenskum stjórnvöldum svonefnda fána umburðarlyndis við hátíðiega athöfn í miðbæ Reykja- víkur. Fánarnir voru fyrst dregnir að húni í tilefni af 50 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna 16. nóvember í fyrra og eru í kjölfarið dregnir upp í öllum 185 meðlimaþjóðum UNESCO, svo að þeir megi blakta þar árið 1996 sem tákn um hugar- far umburðarlyndis í veröldinni. En ailar meðlimaþjóðir Sameinuðu þjóðanna skrifuðu í fyrra undir sérstakan sáttmála umburðalyndis. Það var UNESCO, sem hafði frumkvæð- ið að því að heims- frægir listamenn hönnuðu sex fána undir forustu Pierres Cardins, sem ber titil- inn ambassador UNESCOs og hefur sem slíkur ferðast um allan heim til að stuðla að vináttu þjóða í milli. Hingað kemur hann í tvenn- um erindum, annars vegar til að afhenda fánana og hins vegar í einkaerindum og ætlar sem slíkur að hafa hér einhverja viðdvöl. Pierre Cardin þarf ekki að kynna. I 40 ár hefur hann verið einn af fremstu tísku- hönnuðum heims. Um víða veröld þekkir fólk tískufatnað hans, ilmvötn, gleraugu og annað, jafnt á sviði kventísku sem karl- mannatísku. Tísku- hús hans og verslanir eru í fjölmörgum löndum. Þegar vikið var að Pierre Cardin. frægð hans í sambandi við gríðar- lega tískusýningu í Sauðaustur- Asíu nýlega, svaraði þessi 71 árs gamli tískuhönnuður: „Einhvern tíma sló ég því fram að ég væri eins frægur og De Gaulle, nú mundi ég segja Madonna11. í raun er hann stórveldi í viðskiptaheiminum og rekur fyrirtæki af ýmsu tagi í öllum heimsálfum. Merkið Pierre Cardin er eitt öflugasta vörumerki heims, á hveiju sem það er. En það var Pierre Cardin sem á sínum tíma skipulagði slfkt einkaleyfiskerfi og ýtti þannig af stað bylgju merkja- vörutísku 20. aldarinnar. Veltan hjá Pierre Cardin er yfir 134 milljarðar króna á ári, sem eru rúmlega ís- lensku fjárlögin. Framboð og kjör forseta Samstill- ingá lögum RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt að leggja fyrir þingflokk- ana tillögu um að breyta lögum um framboð og kjör forseta íslands á þann veg að skilyrði sem tilskilinn fjöldi meðmæl- enda forsetaframbjóðenda þarf að uppfylla sé að vera í hópi kosningabærra manna en ekki af kjörskrá eins og kveðið er á um í núgildandi lögum. Friðrik Sophusson, starfandi forsætisráðherra, sagði að um samstillingu á lögum væri að ræða. Samkvæmt lagabreyt- ingu frá árinu 1991 þurfi kjör- skrá ekki að liggja fyrir fyrr en tíu dögum fyrir kjördag. í lögum um framboð og kjör for- seta íslands, sem séu miklu eldri, sé gert ráð fyrir að for- setaframbjóðendur leiti eftir undirskriftum manna sem séu á kjörskrá. Þar sem kjörskrá liggi ekki fyrir þurfi að breyta þessu ákvæði þannig að um kosningabæra menn sé að ræða, þ.e.a.s. menn sem hafi kosningarétt samkvæmt lögum um kosningarétt. Breskur hús- dýraáburður Innflutning- ur bannaður INNFLUTNINGUR á húsdýra- áburði frá Bretlandi, sem notað- ur hefur verið á nokkrum golf- völlum, hefur verið bannaður eftir að ljóst varð að hann inni- hélt kúahland. Áburðurinn hafði ekki fengið hitameðferð eða verið sótthreinsaður. Samkvæmt lögum er bannað að flytja inn landbúnaðarafurð sem ekki hefur fengið einhvetja meðferð er tryggir að hingað berist ekki smit. Að sögn Brynj- ólfs Sandholt yfirdýralæknis, var áburðurinn fluttur inn til reynslu á síðasta ári og í vor höfðu verið fluttir inn nokkrir brúsar. „Þetta er kúahland sem er meðhöndlað á sérstakan hátt en samkvæmt þeim upplýsing- um sem ég hef fengið er það ekki sótthreinsað eða hitameð- höndlað og þá fer ekki meira inn í landið,“ sagði hann. Sendibílastöðvar Vilja aka leigubílum NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN og Sendibílastöðin hf. hafa óskað eftir starfsleyfi til reksturs leigubílastöðva með fólksbif- reiðar í Reykjavík. í erindi stöðvanna til borg- arráðs kemur fram að með umsóknunum vilji fyrirtækin hafa möguleika á að bjóða við- skiptavinum sínum fjölbreytt- ari þjónustu en áður hefur ver- ið. Borgarráð vísaði erindinu til umsagnar borgarlögmanns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.