Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ferdinand l'M 60IN6 HOME,MANA6ER.. IP ANH'ONE I4IT5 A BALLTO RI6HT FIELP, LET ME KNOU).. Ég er að fara heim, stóri... Láttu mig vita ef einhver slær bolta inn á hægri vallarhelming... here'5 mv phone number, OUR FAX NUMBER AND OUR E-MAIL AI7PRE55.. OUTFIELPER5 5EEMTO BE MUCH MORE CONSIPERATE THAN THET U5EPTOBE.. Hérna er simanúmerið mitt, fax- Útvallarmenn virðast vera miklu númerið okkar og tölvupóstnúm- tillitssamari en þeir voru vanir erið okkar... að vera... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Biblían og kynvilla Frá Árna Hilmarssyni: MIG LANGAR að leiðrétta Hauk Má Helgason, sem skrifaði grein hér þ. 9. maí s.l. Þar segir hann að lítið sé að marka Biblíuna, því ekki aðeins fordæmi hún kynvillu, heldur banni hún fólki jafnvel að ganga í fötum úr tvennskonar efni og að sá tvennskonar sæði í akra. í ljósi þess- ara skrítnu boðorða sé því ekki hægt að taka Biblíuna alvarlega. Við fyrstu athugun virðist Haukur hafa töluvert til síns máls, en sé málið skoðað nánar kemur í ljós, að því fer hins vegar víðs fjarri. Umræddar tilvitnanir eru úr Mósebókunum, þ.e. gamla sáttmála. Guð gerði þann sáttmála við Gyð- inga og íslendingum hefur aldrei borið skylda til að halda ákvæði hans. Aukinheldur er hann fallinn úr gildi. í Jeremía 31:31-33 stend- ur: „Sjá, þeir dagar munu koma - segir Drottinn - að ég mun gjöra nýjan sáttmála við ísraels hús og Júda hús . . . Ég legg lögmál mitt þeim í bijóst og rita það á hjörtu þeirra." Hebreabréfið 8:13 segir: „Þar sem hann nú kallar þetta nýjan sáttmála, þá hefur hann lýst hinn fyrri úreltan.“ Með nýja sáttmálanum í Nýja testamentinu féllu mörg boðorð Gamla testamentisins úr gildi, þó ekki þau sem eru staðfest í Nýja testamentinu. Nýi sáttmálinn gildir auk þess fyrir alla, því að „Guð hefur einnig gefið heiðingjunum afturhvarf til lífs.“ (Post. 11:18) Hvað segir Nýja testamentið um kynvillu? I Rómveijabréfinu 1:26-27 stendur: „Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar." í 1. Korintubréfi 6:9-11 stendur: „Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoða- dýrkendur, hórkarlar né kynvilling- ar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa.“ Nýja testamentið segir skýrt og greinilega, að kynvilla sé synd. Guð stekkur ekki upp á nef sér af reiði þótt við göngum í fötum úr tvennskonar efni eða ræktum kál og kartöflur saman. Þessi boðorð eru úr gildi fallin. Hins vegar stend- ur það óhaggað, að „eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð." (3. Móse- bók 18:22). Þetta kemur skýrt fram bæði í Gamla og Nýja testamentinu og sem sannkristið fólk eigum við að hlýða boðum Biblíunnar. Haukur talar um að siðferðisvit- und íslendinga í dag verði að byggj- ast á sterkari grunni en mörg þús- und ára sögubókum. Ég vil benda honum á, að hvorki meira né minna en öll vestræn siðmenning er byggð einmitt á þessum „mörg þúsund ára sögubókum." ÁRNI HILMARSSON, Sólvallagötu 30, Reykjavík. Upplýsmgar um Alnetstengingu við Morgunblaðið Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upp- lýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvemig skila á greinum til blaðs- ins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Alnetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á Alnetinu á tvo vegu. Ann- ars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á Alnetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Alnetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasiðu blaðsins. Mismunandi tengingar við Alnetið Þeir sem hafa Netscape/Mos- aic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.