Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 33
I iÍORGUNBLAÐIÐ MIÐVÍKUDAGUR 15. MAÍ1996 33 i . I J i I i i < < < < < j ( MINNINGAR góða, sem rekur á fjörur, alls þess skemmtilega sem hægt er að njóta, og alls þess, sem hægt er að gefa og Jþiggja. A ferðum okkar til erlendra stranda með bömin okkar var hlátur í fyrir- rúmi, hlátur okkar var sameiginlegur, hann gat enst okkur í daga. Af hvetju vorum við að hlæja, hvorug vissi svar- ið. Elskuleg vinkona mín, þrátt fyrir hversu opin og jákvæð þú varst fyrir öllu, steigstu varlega til jarðar, þú varst svo hátt hafin yfir alla smá- mennsku. Virðing er ekki aðkeypt tilfinning, virðing er viðkvæm tilfinning og virð- ing er brothætt tilfinning, sem ekki þolir hnjask. Virðingu mína áttirðu frá okkar fyrstu fundum. Við Palli sendum - gimsteinum þínum - dætrunum tveim - Rut og Rakel, eiginmanni og vini okkar Gylfa, sem og elskulegum tengdasyni Jóhannesi og öllum öðrum ástvinum og vinum - okkar dýpstu samúð. Allir standa saman í sorg. Far í friði - þín vinkona Marta María. Mín elsku vinkona Gunna er dáin, farin. Það er sárt að missa hana. Hún var svo trygg og góð. Það er margs að minnast um okkar vinskap í um það bil 40 ár. Hún var alltaf eins og klettur, svo góð og jákvæð og bjart- sýn á allt hið góða í lífínu. Mér fannst hún segja mér það með sínu æðru- leysi að ávinna sér gleði sína, en hún var þá orðin helsjúk, væri betri kost- ur en að gefa sig sársaukanum á vald. Hún var svo dugleg að standa þetta af sér. En svona var Gunna, kvartaði aldr- ei, alltaf var trúin svo sterk. „Þetta er allt að batna,“ sagði hún, alltaf brosandi sínu fallega brosi. Alltaf eins. Jákvæð. Ég sakna hennar mikið. Nú koma ekki framar fallegu jólakveðjumar, en það voru alltaf jólakveðjumar frá henni, Gylfa og dætrunum, sem komu fyrstar, frá Cape Town eða Reykja- vík, til okkar Magna og fjölskyldu. Aldrei hefi ég heyrt eins mikið lof á læknaþjónustu hér á landi eins og frá Gunnu. Hún var svo þakkiát fyrir allt sem fyrir hana var gert og svo samtök sem hún komst í kynni við fyrst í Hlíðardalsskóla 1995. Yndis- iegar manneskjur, gott fóik, sagði hún og ljómaði endurnærð. Hún var alltaf svo þakklát fyrir allt. Þetta var og er ómetanlegt að svona fólk er til í dag að hjálpa og styrkja. Gefa öðrum gleði og trú. Það er aldrei gefíst upp. Þegar ég kom til þín í síðasta sinn, var Gylfi að elda eitthvað gott handa þér. Það ilmaði svo vel og hefur ör- ugglega verið gott eftir því. Það var dásamlegt að sjá hvað hann og dætur ykkar hugsuðu vel um þig og ég er svo þakklát þeim að fá að koma og hitta þig. En elskulega vinkona mín, nú ert þú dáin, farin. Maður er svo eigin- gjam, vill ekki missa þetta góða í líf- inu, eins og þig sem varst alltaf svo jákvæð og góð. Veiztu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vill þú af hánum gótt geta, geði skaltu við þann blanda ok gjöfum skipta, fara at finna opt. (Hávamál) Elsku Gylfi, Rut, Rakel, Jóhannes, Laufey, bræður og aðrir ástvinir. Innileg samúð til ykkar allra frá okkur Magna. Þín vinkona, Steinunn. Vinkona okkar frú Guðrún Skarp- héðinsdóttir lést aðfaranótt miðviku- dagsins 8. maí sl. eftir erfið veikindi og hetjulega baráttu við skæðan sjúkdóm. Allt til hinstu stundar hélt hún fullri reisn og ekki kom annað til greina í huga hennar en að kom- ast yfir þennan erfiða kafla og sigra. Enginn flýr örlög sín en Guðrúnu ber sigurlaunin fyrir lífskraft, von og trú til hinstu stundar. Guðrún var glæsileg kona og góð- ur vinur vina sinna. Hún giftist ung eftirlifandi eiginmanni sínum Gylfa Snædahl Guðmundssyni matreiðslu- meistara og eignuðust þau tvær dætur, Rut og Rakel. Þær hafa stað- ið við hlið móður sinnar í veikindum hennar ásamt föður sínum. Fjöl- skyldan hafði búið langdvölum í Suð- ur-Afríku, kom Gylfi til landsins í febrúar sí. Þau hjónin kunnu vel að taka á móti gestum og gerðu það með glæsi- brag, það eru sannarlega eftirminni- leg samkvæmi þeirra og gestrisni á myndarlegu heimili sem lengst var á Bárugötu 11. Guðrún var ávallt sérlega vinsam- leg í allri framkomu og laðaði að sér fólk með jákvæðu viðmóti sínu enda naut hún umönnunar vina og fjöl- skyldu til hinstu stundar. Við fráfall þessarar ágætu konu er skarð fyrir skildi í vinahópnum og mikill harmur kveðinn að fjölskyldu hennar. Við sendum öllum aðstandendum hug- heilar samúðarkveðjur. Við biðjum algóðan Guð að vernda og styrkja þau, Gylfa, Rut og Rakel. Blessuð veri minning Guðrúnar Skarphéðinsdóttur. Þórdís og Haukur. Nokkur kveðjuorð í minningu um kæra frænku og æskuvinkonu, Guð- rúnu Skarphéðinsdóttur. Við frænkurnar áttum samleið frá því að við tókum fyrstu skrefin, mæður okkar voru systur og heimilin sitt hvorum megin við Grundarbraut- ina í Ólafsvík. Mikill samgangur og vinátta var á milli heimilanna. Barn- æskan leið við góða og glaða leiki. Saman fórum við í bamaskólann og þegar fyrst var haldið að heiman fórum við saman í unglingaskólann, Reykjaskóla í Hrútafirði, en þar deildum við saman herbergi. Minn- ingar frá þessum árum eru allar góðar og aldrei bar skugga á. Svo skilja leiðir eins og venja er á lífsleiðinni, en sama vináttan hélst áfram hvar sem frænka mín og vin- kona var stödd í heiminum, því víða fór hún. Það var sama hvar hún var, alltaf var öruggt að fyrsta jóla- kortið kom frá henni. Fyrir alla hennar tryggð við mig og fjölskyldu mína vil ég þakka og kveð hana með broti úr ljóði eftir móðurbróður okkar, Jón Þórðarson: Hlaust þú í árdaga af heilladísum gjafir gulli dýrri: Heiðbirtu hugans, hjartamildi, vilja til góðra verka. Elsku Gylfi, Rakel, Ruth, Jóhann- es og elsku Lúlla frænka. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Iialla Eyjólfsdóttir. Okkur, sem þekktum til Guðrún- ar, hefði ekki átt að koma andlát hennar á óvart. Eigi að síður kveður slíkt jafnan þungt til þagnar og set- ur menn hljóða. Við vissum, að hún þreytti fang við skæðan sjúkdóm. Með fáeinum orðum viljum við minnast þessa kæra vinar og félaga - kveðja og þakka. Það voni forréttindi okkar að fá að kynnast henni og fjölskyldu henn- ar. Fyrir það þökkum við. Fyrstu kynni okkar urðu í ágúst síðastliðið sumar; þegar Líknar- og vinafélagið Bergmál efndi til orlofs- viku fyrir krabbameinssjúklinga að Hlíðardalsskóla, Ölfusi. Þar sáum við milli 30 og 40 manns opnast bæði inn og út á við og verða sem náinn systkinahópur - þar á meðal var Guðrún. Kynnin við Guðrúnu urðu öll með einum og sama hætti frá upphafi til enda. Hér fór kostakona sem var dagfarsprúð, glaðlynd, ósérhlífin, hjartahlý, hæverzk, tillitssöm, kjark- mikil og umfram allt sannur vinur. Þessir eiginleikar urðu okkur æ ljósari sem við kynntumst henni bet- ur - og þá ekki hvað sízt, er að lok- um leið. Eftirfarandi atvik er dæmigert fyrir hana: Þann fyrsta maí sl. efndi Bergmál til sumarmálakvöldvöku fyrir Bergmálsvinina okkar. Þá var Guðrún rúmliggjandi heima, mjög veikburða orðin og farin að þreki. Því hugði enginn að hún kæmi á umrædda kvöldvöku. Þvert á móti voru gerðar ráðstafanir til að senda henni sameiginlega kveðju frá vinum hennar þar. Eigi að síður, rétt sem kvöldvakan var hafin, var hringt og tilkynnt, að hún ætlaði að drífa sig. Við þá frétt fór fagnaðarómur um salinn. Þótt alls ekki væri hægt um vik, varð ástkær fjölskylda hennar við þessari djörfu ákvörðum - ef til vill einnar síðustu bónanna, sem hún bæði þau - og hér var hún komin. Þar sat hún í kærum vinahópi, bros- andi, og naut ríkulega þess, sem fram fór - enda þótt mjög væri af henni dregið. En þetta var eindregin ósk hennar og ákvörðun, sem fjölskyldan uppfyllti með gleði. Hér sáum við staðfestingu á því sem hún hvíslaði að okkur við annað tækifæri áður, þegar á reyndi í sjónarmiðum. „Fjöl- skyldan mín skilur mig, ég á heims- ins beztu fjölskyldu." Á settum tíma var hún sótt, og leiðin lá heim á ný. Þar lá hún við djúpnæma umhyggju og endaði ævi sína í værum, þjáningalausum svefni. Friðsæl og djúp ró hvíldi yfir henni, er við kvöddum hana á dánarbeði. Ástvinum hennar öllum, aldraðri móður, eiginmanni, dætrum, tengda- syni og öðrum aðstandendum send- um við innilegar samúðarkveðjur frá öllum Bergmálsfélögum. Hér höfum við einnig misst mikils og söknum með ykkur. En látum hina fögru minningamynd hefja okkur yfii harm og trega í vissunni um örugga endur- fundi. Guð blessi ykkur öll og styrki. Fyrir hönd Bergmáls, Kolbrún Karlsdóttir, Jón Hjörleifur Jónsson. SIGURJÓN ÞORBERGSSON -4- Sigurjón Þor- * bergsson, fyrr- verandi fram- kvæmdastjóri fæddist á Fremra- Nýpi í Vopnafirði 20. mars 1925. Hann varð bráð- kvaddur í Keflavík 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þor- bergur Tómasson, bóndi í Saurbæ, Gunnólfsvík og Fremra-Nýpi í Vopnafirði, f. 17. nóvember 1878 á Ærlæk í Öxarfirði, d. 28. febrúar 1928, og Sigrún Siguijónsdóttir ljós- móðir, f. 30. júlí 1895 í Gróf- árseli í Jökulsárhlíð, d. 28. febrúar 1988. Alsystir Sigur- jóns er Svanhvít, f. 1920, d. 1924. Einnig átti Siguijón fjögur systkini samfeðra, en öll eru látin nema eitt, Magnús Þorbergsson, fyrrum bóndi í Víðinesi í Öxarfirði, nú búsett- ur á Kópaskeri. Árið 1957 kvæntist Siguijón Ólafíu Dagnýsdóttur, f. á Seyðisfirði 16. júlí 1926. Börn þeirra eru 1) Björk, f. 8. júní 1949, gift Þorgils Sigurðssyni, og eiga þau tvo syni. Fyrir átti Björk tvö börn. 2) Ari, f. 31. desember 1951, ókvæntur. Hann á fjögur börn. 3) Snorri, Þegar mér barst sú fregn að fyrrverandi fósturfaðir minn Sig- uijón Þorbergsson hefði látist sunnudaginn 5. maí var eins og tíminn hefði staldrað við. I huga mér komu fram ýmsar minningar og myndir frá uppvaxtarárum mín- um á Vopnafirði. Mér hefur oft orðið hugsað til þessara ára og hversu vel mér leið á Vopnafirði í góðum félagsskap jafnaldra og vina minna. Á þessum árum hafði Sigurjón mikil áhrif á mig, bæði sem einstaklingur sem að eðlisfari var mikill framkvæmdamaður og fullur metnaðar til að ná markmið- um sínum og einnig sem fósturfað- ir. Hann reyndist mér sú fyrirmynd sem var á viðkæmum uppvaxtará- rum unglings mjög mikilvæg. f. 30. apríl 1960, . vistmaður á End- urhæfingarstöð Landspítalans á Kópavogshæli. 4) Ásta, f. 5. apríl 1963, í sambúð með Sævari Árna- syni og eiga þau einn son. Asta á eina dóttur fyrir. Siguijón og Ólafía skildu 1972. Sigur- jón kvæntist Guð- rúnu Ámundadótt- ur 1978. Þau skildu 1980. Siguijón ólst upp á Hólmum í Vopnafirði. Hann veiktist 17 ára af berklum og var í tvö ár sjúklingur á Kristneshæli í Eyjafirði. Eftir það varð hann starfsmaður hjá Kaupfélagi Vopnafjarðar, fyrst sem innan- búðarmaður. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1947 og varð fulltrúi kaupfélags- stjóra skömmu síðar. Hann varð framkvæmdastjóri Síldar- verksmiðju Vopnafjarðar 1959 og útgerðarfélagsins Tanga hf. 1967 og einnig sameinaðs fisk- vinnslufyrirtækis sem bar nafn Tanga hf. frá stofnun þess til 1985. Frá 1985 til dauðadags starfaði hann sem bókari hjá sama fyrirtæki. Útför Siguijóns fór fram frá Vopnafjai’ðarkirkju 11. maí. Siguijón var ákveðinn og með fastmótaðar skoðanir og lagði ríka- áherslu á að horfa fram á veginn, með skoðunum sínum og þeirri miklu gjafmildi sem hann bjó að tókst honum að víkka sjóndeildar- hring minn og vekja mig til um- hugsunar um ólík málefni. Enda þótt leiðir okkar skildu eftir fímm ár á Vopnafirði var Siguijón alltaf áhugasamur um minn hag. Ég minnist Siguijóns og þess tíma á stuttri ævi sem við áttum saman með söknuði en miklu þakk- læti fyrir þá festu sem hann gaf mér. Sigurður Þór Sigurðsson, Frakklandi. IÐNAÐARHURÐIR - BILSKURSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL 111 n / / m 1 oaooi öoööll ÍSYALrBORGA H/F HÖFÐABAKKA9-112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751 i i i ( PIONEER The Art of Entertainment Þessi hljómtækjasamstæða fékk evrópsku „Audio" verðlaunin '95 - DEH 425 Bíltæki m/geislaspilara • 4x35w magnari • Útvarp/geislaspilari • Laus framhlið-þjófavörn • Aðskilin bassi og diskant • Loudness • BSM • 18 stöðva minni • RCA útgangur Cð PIOIMEER 'fÞJM The Art of Entertalnment Verð kr. Stgr. KEH 1300 Bíltæki m/segulbandi • 4x30w magnari • Útvarp/hljóðsnældutæki • Laus framhlið-þjófavörn • Aðskilin bassi og diskant • Loudness • BSM • 24 stöðva minni öö PIOIMEER The Art of Entertalnment Verð kr. 1stgr. SUPER MINI SYSTEM - Hljómtækjasamstæða • Satellite hátalarara og superwoffer ■ 35W x 2 (RMS) Bassi 55W 1 CD spilari- slot in • „One Touch Play" 1 Aðskilið, bassi og disc.» FM/AM með RDS og 36 minnum Verð kr. /9.9UU,' stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.