Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Svavar Gestsson í þingræðu Segir iðnaðar- ráðherra veikja Orkustofnun Kosningaskrifstofa Péturs opnuð Fjárveitingar fari til rannsókna, segir ráðherra SVAVAR Gestsson alþingismaður sagði á Alþingi á mánudag, að iðn- aðarráðherra stefndi að hlutafélag- svæðingu Orkustofnunar og hefði með þeim fyrirætlunum sínum veikt stofnunina og þar með orkurann- sóknir hér á landi. Svavar sagði að Finnur Ingólfs- son iðnaðarráðherra hefði tekið stefnumarkandi ákvörðun um að Orkustofnun verði stjórnsýslustofn- un á sviði orkumála og að orkurann- sóknir verði allar einkavæddar eða gerðar að hlutafélagi í samvinnu við aðra aðila. Svavar sagði að Finnur hefði skrifað orkufyrirtækjum bréf og hótað því að ríkið hætti að leggja fé í orkurannsóknir ef þau orku- fyrirtæki yrðu ekki samþykk því að stofna hlutafélag. Því hefðu orkufyrirtækin svarað, að frekar vildu þau stofna hlutafé- Lægstur við Héðins- höfða STEFÁN Gunnarsson á Djúpa- vogi átti lægsta tilboð í lagn- ingu Norðausturvegar, frá Húsavík að Héðinshöfða. Tilboðið nam 14,2 milljónum, eða 82% af kostnaðaráætlun sem var 17,4 millj. Vegarkaflinn að Héðins- höfða er 3,7 km. Hann á að vera fullbúinn með klæðingu fyrir verslunarmannahelgi. lag en láta taka af sér alla pening- ana. Þannig hefði iðnaðarráðherra í raun sagt við fyrirtækin: Hvort viljið til heldur að ég hengi ykkur eða skjóti vegna þess að þið eigið engra annarra kosta völ en að hlýða. Svavar sagði að að þetta hefði valdið uppnámi innan fyrirtækjanna og m.a. valdið því að vaxandi ijöldi fólks innan Orkustofnunar leitaði sér nú að vinnu annarstaðar. Bruðl í rekstri Finnur svaraði að hvorki væru hugmyndir uppi um að gera Orku- stofnun að hlutafélagi né einka- væða hana. Hins vegar hefði verið leitað að leið, í samvinnu við orku- fyrirtæki og fulltrúa starfsmanna Orkustofnunar, að breyta því fyrir- komulagi að Orkustofnun nýti að- eins sína starfskrafta til að fram- kvæma öll verk á sviði grunnrann- sókna. Finnur sagði að engar hótanir hefðu falist í bréfaskriftunum og samstarfi aðila. Flest orkufyrirtæk- in hefðu tekið frekar jákvætt í þessa málaleitan en ekki hefði borist svar frá Landsvirkjun. Ef þetta gengi eftir myndi Orkustofnun eftir sem áður halda utan um frumrannsókn- ir en hefði tækifæri til að kaupa þjónustuna af starfandi verkfræði- stofum eða starfandi hlutafélögum sem væru í eigu orkufyrirtækjanna og þannig yrðu orkufýrirtækin virk- ari þátttakendur í rannsóknunum. Finnur sagði megintilganginn þann að ná fram aukinni hag- kvæmni með þessu starfí. Að tryggja að meiri fjármunir verði til ráðstöf- unar til beinna rannsókna en nú eru, þrátt fýrir hugsanlegan sam- drátt í fjárveitingum á næsta ári, í stað þess að reka stjómsýslustofnun og eyða peningum í utanlandsferðir og nokkuð bmðl í rekstri. PÉTUR Kr. Hafstein, sem hef- ur boðið sig fram í forseta- kosningunum í sumar, hefur opnað kosningaskrifstofu í Borgartúni 20 í Reykjavík. Hér STJÓRN Tollvarðafélags íslands mun væntanlega fjalla í dag um árás þá sem tollvörður varð fyrir á vínveitingahúsi í Reykjavík sl. fimmtudag. „Við erum slegnir yfir því að þetta skuli hafa gerst,“ sagði Samúel Ingi Þórisson, formaður Tollvarðafélags Islands. „Þegar ráðist er á einn okk- ar út af því hvað hann er, þá er ráðist á okkur alla.“ Samúel segir að í framhaldi af stjórnarfundi verði málið rætt á vettvangi félagsins. Síbrotamenn að verki Sauma þurfti 18 spor í andlit og höfuð tollvarðarins sem varð fyrir spörkum og hnefahöggum. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins sést Pétur í hópi stuðnings- manna á skrifstofunni. Við hlið hans stendur Valgerður Bjarnadóttir, kosningastjóri hans. var starf tollvarðarins yfírlýst tilefni árásarinnar, sem þrír menn stóðu að. Einn þeirra hafði sig þó mest í frammi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru tveir árásar- mannanna í hópi síbrotamanna sem ítrekað hafa m.a. komið við sögu lög- reglu vegna fíkniefnamála. Samúel Ingi Þórisson sagði að í framhaldi af umíjöllun stjórnarinnar verði málið væntanlega rætt á vett- vangi félagsins og síðar við viðsemj- anda tollvarða. Tollverðir eru ekki tryggðir utan vinnutíma og standa að því leyti lak- ar en lögregiumenn. Tollverðir hafa áður í viðræðum við viðsemjendur sína gert kröfu til tryggingar sem veiti þeim vernd utan vinnutíma. Stjórn Tollvarðafélags íslands Ræða í dag árás á tollvörð Morgunbiaöið/Árni Sæberg NEMENDUR Hólabrekku- og Austurbæjarskóla lýstu reynslu sinni af Verkmenntabúðum þegar verkefninu var formlega slitið. Guð- rún Þórsdóttir á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur er lengst til vinstri á myndinni. Verkmennta- búðum lokið ÞRIGGJA ára þróunarverkefni um iðnfræðslu á vegum Skólaskrifstofu og Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur fyrir nemendur í Hólabrekku- og Austurbæjarskóla er nú lokið. Markmiðið með verkefninu, sem leyst var í samvinnu við fræðslu- miðstöðvar viðkomandi greina, var að kynna heilum árgangi iðnað- og iðnaðarstörf og leystu sömu nemendurnir raunveruleg verkefni í byggingariðnaði, bílgreinum, hót- el- og veitingagreinum, málmiðn- aði, prenttækni og rafiðnaði árin þijú, samkvæmt upplýsingum frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Verkefnið hefur verið nefnt Verkmenntabúðir og fyrsta árið stóðu þær yfir í sex daga. Unnu nemendur enga skólavinnu á með- an en var ekið milli verkstæða þar sem þeir tóku til hendinni; gerðu við vaska, veggfóðruðu, smíðuðu steðja, logsuðu, gerðu við vélar, heimilistæki og máluðu, svo eitt- hvað sé nefnt. Annað árið setti verkfall kennara strik í reikninginn en þá voru Verkmenntabúðirnar starfræktar allt skólaárið. Unnu nemendur undir leiðsögn sérfræð- inga úr iðnaði. í ár valdi hver nem- andi um sig eina iðngrein til kynn- ingar og tók að sér hlutverk hand- langara í einn til tvo daga. Mikill kostnaður er hindrun Verkmenntabúðunum er lokið í núverandi mynd en þær hafa rutt brautina fyrir iðnfræðsluátakið INN. Nemendur hafa sýnt því áhuga að þeim verði haldið áfram en kostnaður iðngreinanna vegna framkvæmdarinnar stendur í vegi fyrir að framhald verði á. Að Verkmenntabúðunum hefur komið fjöldi fyrirtækja sem skipu- lagði móttöku nemenda og síðasta árið völdu 83,7% nemenda að taka þátt í verkefninu með því að velja sér fyrirtæki. Verður tekin saman greinargerð um Verkmenntabúð- irnar fyrir Skólamálaráð, nú þegar þeim er lokið. Guðrún Þórsdóttir á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur er þeirrar skoðunar að ef bæta eigi samkeppnisstöðu íslands þurfi að efla menntunarstig íslensks vinnu- afls og koma í veg fýrir viðvarandi atvinnuleysi. Verkmenntabúðirnar hafi sannað ágæti sitt sem ein leið í þeirri baráttu. Norræn félög heyrnarlausra Táknmál- ið öðlist viður- kenningn BJÖRN Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Félags heyrnar- lausra, segir að heyrnarlausir á íslandi hafi ekki enn náð sömu réttindum og heyrnarlausir á öðr- um Norðurlöndum. Hann segir sérstaklega mikilvægt að táknmál heyrnarlausra verði viðurkennt. Á mánudag stóð Félag heyrnar- lausra fyrir málþingi í Norræna húsinu þar sem forystumenn í fé- lögum heyrnarlausra á Norður- löndum fluttu erindi. Forystumenn í félögum heyrn- arlausra á Norðurlöndum eru mjög framarlega í World federalization of deaf (DFD). Framkvæmdastjóri Landssambands heyrnarlausra í Finnlandi, Liisa Kauppinen, er for- seti Alþjóðasambands heyrnar- lausra. Hún flutti erindi á málþing- inu. Á málþinginu kom fram að félög heyrnarlausra eru mikilvægur vettvangur sem hagsmunasamtök heyrnarlausra og einnig sem fé- lagslegt tæki til að ijúfa einangrun heyrnarlausra. Auka þarf túlkun yfir á táknmál Björn Hermannsson sagði að heyrnarlausir á íslandi hefðu ekki enn öðlast að öllu leyti sömu stöðu og heyrnarlausir á hinum Norður- löndunum. Heyrnarlausir á íslandi hefðu ekki sama aðgengi að upp- lýsingum og heyrnarlausir á öðr- um Norðurlöndum. Það þyrfti að auka túlkun yfir á táknmál fyrir heyrnarlausa. „Við leggjum áherslu á að fá táknmál viðurkennt á íslandi, sem móðurmál heyrnarlausra. Með því móti yrði stigið stórt skref í þá átt að jafna stöðu heyrnarlausra og þeirra sem heyrandi eru. Ég get nefnt sem dæmi að margir þegnar aðildarríkja ESB eiga rétt á meiri túlkun en heyrnarlausir, t.d. í dómsmálum. Táknmál heyrnarlausra gegnir mjög miklu hlutverki fyrir heyrn- arlausa og aðgreinir þá frá öðrum hópum fatlaðra. Tungumál er for- senda þess að geta lifað í nútíma samfélagi. Heyrnarlausir verða að byija á að læra táknmálið og síðan geta þeir lært að lesa og skrifa.“ Lög um táknmálið Björn sagði að í stjórnarskrá Finnlands væri tekið fram að tákn- mál væri móðurmál heyrnarlausra. Hann sagði að heyrnarlausir á íslandi legðu áherslu á að sérstök lög yrðu sett á Alþingi um að tákn- mál væri móðurmál heyrnarlausra. Hann sagði að ef þetta væri viður- kennt myndi staðan breytast mik- ið. Þar með yrði t.d. viðurkennt að heyrnarlaus börn ættu rétt á námsefni á táknmáli. Skortur á túlkun hindrar nám Björn sagði að atvinnumál heyrnarlausra væru sífellt til um- ræðu og eins væru menntunarmál heyrnarlausra ofarlega á baugi hjá Félagi heyrnarlausra á íslandi. Aðeins tveir heyrnarlausir hafa lokið stúdentsprófi hér á landi. Björn sagði að ástæðan fyrir þessu væri að heyrnarlausir hefðu ekki nægilega góðan aðgang að túlk- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.