Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLUN Viacom til sam- vinnu við Kirch í sjónvarpsstríði New York. Morgunblaðið Agnes Freysteinn Magnús Breytt verkaskipting á ritstjórn KIRCH fjölmiðlafyrirtækið fær rétt til að sýna sjónvarpsþætti og kvikmyndir frá Paramount í Þýzkalandi samkvæmt samningi við móðurfyrirtækið Viacom. Fyrirtækin munu einnig komast að samkomulagi um að auka hlut- deild Viacom á evrópskum sjón- varpsmarkaði og auka efnisúrval Kirchs, sem býr sig undir að bjóða upp á stafræna sjónvarpsþjónustu fyrir áskrifendur í Evrópu. Samvinna fyrirtækjanna kemur í kjölfarið á myndun bandalags fimm stórfyrirtækja, sem verða keppinautar Kirchs á stafrænum sjónvarpsmarkaði fyrir áskrifend- ur í Evrópu, sem búizt er við að verði mjög ábatasamur. Samningur Viacom og Kirch er afturvirkur frá 1. janúar 1996 og gildir til fimm ára, en hægt verð- ur að framlengja hann í fimm ár í viðbót. SKY-sjónvarpið BSkyB í Bretlandi hefur skýrt frá stórauknum hagn- aði á síðasta ársfjórðungi og býst við að hefja rekstur stafræns gervihnattasjónvarps á mörgum rásum í Bretlandi haustið 1997. BSkyB segir að áskrifendum haldi áfram að fjölga og telur að áskrifendum muni fjölga ennþá meir þegar hin nýja þjónusta kem- ur til sögunnar. Fyrirtækið hefur gert samning við Societé Européene des Satellit- es og mun hann tryggja því helm- inginn af afkastagetu nýs gervi- hnattar, sem skotið verður haustið 1997. Um það leyti telur Richard Brooke fjármálastjóri líklegast að stafræna sjónvarpið muni hefjist. Auk þess sem Kirch fær rétt til að sýna þætti og myndir frá Paramount í Þýzkalandi fær Kirch einnig rétt til að sýna vissar þátt- araðir Paramount á meginlandi Evrópu, auk þess sem réttur Kirchs til að fá lánaðar kvikmynd- ir og sjónvarpsefni úr safni Para- mount verður aukinn. Fyrir sitt leyti samþykkti Kirch að boðið yrði upp á rásir Viacom í Þýzkalandi, MTV-Europe og VH-1, efni frá Nickleodeon-kerf- inu og aukaefni frá Viacom með hinni nýju, stafrænu sjónvarps- þjónustu fyrir áskrifendur. Viacom fékk einnig forkaups- rétt á 12% hlut Kirch í Gestevision Telecinco SA, sem á Estudios Tele-Cinco, þriðja stærsta sjón- varpskerfi Spánar. Samkomulagið er síðasti skrefið í tilraunum Viacom til að auka umsvif sín í heiminum. Með tilkomu hins nýja Astra gervihnattar segir Brooke að hægt verði að bæta við 100-150 rásum. Rásunum muni fjölga ennþá meir þegar fleiri gervihnöttum verði skotið. BSkyB hermir að hagnaður á þremur mánuðum til marzloka hafí aukizt í 71.18 milljónir punda fyrir skatta úr 49.04 milljónum Á NÆSTUNNI verður sú breyt- ing á verkaskiptingu á ritstjórn Morgunblaðsins, að Freysteinn Jóhannsson, sem verið hefur einn af fjórum fréttastjórum blaðsins tekur við starfi frétta- stjóra menningarmála og Magnús Finnsson, sem einnig hefur verið einn af fréttastjór- punda ár áður. Sérfræðingar höfðu spáð 71.2 milljónum punda. Velta á ársfjórðungnum jókst í 272.30 milljónir punda úr 207.98 milljónum punda og áskrifendum fjölgaði í 5.35 milljónir. Viðræður við Virgin Sky á í viðræðum við Virgin- sjónvarp Richards Bransons og um Morgunblaðsins, tekur við sérstökum verkefnum á vegum ritstjóra blaðsins. Agnes Bragadóttir, sem ver- ið hefur fréttasijóri menningar- mála, tekur við starfi frétta- stjóra og gegnir því ásamt Ág- ústi Inga Jónssyni og Sigtryggi Sigtryggssyni. fleiri aðila um útvegun efnis vegna hinnar auknu stafrænu þjónustu að sögn Brookes. DirecTV, stafræn gervihnatta- sjónvarpsþjónusra í eigu dóttur- fyrirtækis General Motors í Bandaríkjunum, Hughes Electr- onics, getur boðið mikið af kvik- myndum vegna margra rása sem það hefur yfir að ráða. BSkyB hefur ekki tekið ákvarðanir um efni og verð, en mun kynna sér feril DirecTV. Áskrifendur voru 800.000 fleiri en á sama tíma í fyrra og er fímmta hvert heimili í Bretlandi tengt sjónvarpskerfi Sky. News Corp, fyrirtæki Ruperts Murdochs á 40% í BSkyB. Kínverskt sjónvarp um heim allan Peking. Reuter. KÍNVERSKA sjónvarpið (CCTV) og bandaríska fyrirtæk- ið PanÁmSat hafa gert með sér gervihnattasamning, sem mun gera Kínveijum kleift að sjón- varpa til 98% íbúa heimsins. Samningurinn er til 10 ára og gerir CCTV kleift að sjón- varpa til Evrópu, Miðaustur- landa og Afríku. Áður hefur aðeins verið sjónvarpað til Asíu og Norður-Afríku. „Kynnum Kína heiminum og kynnum heiminum Kína,“ sagði forstjóri CCTV, Yang Weiguang, þegar hann undirritaði samning- inn ásamt Fredrick Landman, forstjóra PanAmSat, í Peking. Landman sagði samninginn tug- milljóna dollara virði. CCTV gerir sér vonir um að ná til um 60 milljóna Kínveija búsettra erlendis. Tónlistarrás tekur til starfa 1. júlí og rás á ensku 1. október. PanAmSat segir að sjónvarp- að verði á allt að sex stafrænum sjónvarpsrásum um heim allan fyrir CCTV. CCTV hefur ekki ákveðið hvenær sendingar á þremur öðrum rásum hefjast. Murdoch o g Packer í hár saman Sydney. Reuter. TVEIR helztu fjölmiðlabarónar Ástralíu, Rupert Murdoch og Kerry Packer, eru komnir í hár saman út af samkomulagi um að 20th Century Fox - kvik- myndafélag Murdochs - útvegi Packer-sjónvarpinu Nine Netw- ork efni. Að sögn Nine Network verður hæstiréttur Nýju Suður-Wales beðinn um að setja lögbann á News-fyrirtæki Murdochs og Fox-kvikmyndafélagið til að koma í veg fyrir að þau útvegi keppinautinum Seven Network efni. Murdoch á 15% hlut í því sjónvarpi. Nine segir að Murdoch hafi , samþykkt að útvega Nine efni í sjö ár frá janúar 1996. Murdoch hefur sagt að Packer hafi ekki tekizt að tryggja friðarsamning þeirra í milli um rugby-knattleik í Ástralíu svo að samningurinn um sjónvarpsefnið sé úr sögunni. „Við höfum gert bindandi samninga við News og Fox og látum þá ekki komast upp með að standa ekki við skuldbinding- ar sínar,“ sagði David Leckie aðalframkvæmdastjóri í yfirlýs- ingu. Sex nýjum Astra- hnött- um skotið Cayenne, PrBnsku Guiana. Reuter. VESTUR-evrópska flugskeyta- fyrirtækið Arianespace hefur gert samning um að skjóta sex gervihnöttum fyrir evrópska gervihnattafyrirtækið Societé Européene des Satellites (SES) í Lúxemborg. Arianespace samþykkir að skjóta sex ASTRA sjónvarps- hnöttum á árunum 1997 til 2000. Sjónvarpað er til rúmlega 61 milljón heimila í 22 löndum um ASTRA gervihnetti. Samningurinn tryggir SES að skotið verður nógu mörgum gervihnöttum til að tryggja vöxt og viðgang beinna sjónvarps- sendinga um gervihnetti til allr- ar Evrópu, segir í tilkynningu. Samningurinn tryggir að SES getur snúið sér að nýrri starf- semi, einkum á sviði margmiðla þjónustu, segir enn fremur. Sumarstarfsnám ATVINNULAUSIR16 - 25 ÁRA!! Litríkt sumar - Launaðnám Fyrirhugaðar námsbrautir í sumar: Tréiðnaður Hönnunarnám Málmiðnaður Fataiðnaður Bílgreinar Matvælaiðnaður Snyrtiiðnaður Tölvunám Rafiðnaður Innritun fer fram í Iðnskólanum 3.-4. júní kl. 10-16 Iðnskólinn í Reykjavík og Reykjavíkurborg gefa ungu atvinnulausu fólki í borginni kost á launuðu starfsnámi við Iðnskólann í sumar. London. Reuter. BSkyB með stór aukinn hagnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.