Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 13 LANDIÐ íþróttabúð- ir í Varma- hlíðí Skagafirði Sauðárkróki - í byijun júní verða starfræktar íþróttabúðir í Varma- hlíð í Skagafirði fyrir 11-13 ára krakka, en þar er nú mjög ákjósan- leg og góð aðstaða fyrir slíka starf- semi. Nýtt og glæsilegt íþróttahús var tekið þar í notkun á síðasta ári, þá er þar 25 m sundlaug, bolta- vellir og góð aðstaða til útiveru. Að sögn Páls Dagbjartssonar, eins af leiðbeinendum í búðunum, verður boðið upp á reiðkennslu og hestaferðir, allar boltaíþróttir, frjálsar íþróttir, en einnig verða farnar skoðunarferðir í Kotárgljúf- ur, skógarferðir með ratleikjum, grillveislu og kvöldvöku. Páll sagði að skráningarfrestur væri til 20. maí nk. og þátttakend- ur yrðu sjálfir að sjá sér fyrir fari til og frá Varmahlíð. „Hér er aðstaðan eins og hún gerist best, þetta hefur verið draumur minn allt frá því ég hóf störf hér í Varmahlíð að framlengja skólastarfið frá vetrinum svolítið fram á sumarið og þetta er góður valkostur fyrir hressa krakka sem vilja taka þátt í skemmtilegri íþróttaviku,“ sagði Páll. Leiðbeinendur í íþróttabúðunum verða Kári Marísson, íþróttakenn- ari, Jón Eiríksson, íþróttakennari, Elvar Einarsson og Páll Dagbjarts- son. -----» ♦ ♦---- Kór í heimsókn Árneshreppi - Kirkjukór Hólmavík- ur kom hingað í hreppinn 4. maí sl. og hélt tónleika í Ámeskirkju, hinni nýju. Stjórnandi var Mariola Kow- alczyk og undirieikari var systir hennar, Elzbieta Kowalczyk, en þær eru pólskar og kenndu við Tónlistar- skólann á Hólmavík í vetur. Fólki þótti þetta mikil tilbreyting hér í fámenninu að fá svona söng- fugla svo snemma vors og kórnum var vel fagnað. Kunna hreppsbúar þessu fólki bestu þakkir fyrir fram- takið. Morgunblaðið/Amór Ragnarsson SEXTÁN einstaklingar fengu gullmerki knattspyrnufélagsins Víð- is í tilefni tímamótanna. Agúst Matthíasson mætti með fyrstu mönnum til hátíðarhaldanna en hann slasaðist við íþróttaæfingar fyrir mörgum árum. Með honum eru hjónin Örlygur Þorkelsson og Þórdís Óskarsdóttir. Um 1100 manns tóku þátt í hátíð- arhöldum Víðis Garði - Um 1100 manns tóku þátt í hátíðarhöldum Knattspyrnufélags- ins Víðis um helgina. Hæst bar af- mælisfagnað, sem fram fór í íþrótta- húsinu á laugardagskvöld, en þar var borðhald með 550-560 manns. Voru gestir komnir víða að af landinu og munu 30, 40 og 50 ára fermingar- börn úr Garðinum hafa skipað veg- legan sess meðal gestanna. Húsið var opnað kl. 19 og tók kvintett tónlistarskólans á móti fólk- inu með lúðrablæstri í anddyrinu. Borðhaldið hófst upp úr kl. 20. Tvær metnaðarfullar ungar stúlkur í bæn- um spiluðu á hljóðfæri. Edda Rut Björnsdóttir spilaði á trompet og Elín Björk Jónasdóttir á fiðlu. Þá flutti formaður félagsins, Finn- bogi Bjömsson, stutt ávarp og Bjarni Thor Kristinsson söng nokkur íslensk og erlend lög. Bjarni er mikill bassi og á eflaust eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Ragnheiður Skúladóttir lék undir á píanóið hjá unga listafólk- inu. Karlakórinn okkar sem nefnist Söngsveitin Víkingar söng einnig nokkur lög undir stjórn Lilju Haf- steinsdóttur. Stjórn félagsins verðlaunaði marga núverandi og fyrrverandi fé- laga sem unnið hafa gott starf fyrir félagið. Allir formenn félagsins frá upphafi voru sæmdir gullmerki fé- lagsins. Þeir eru: Jónas Guðmunds- son, Þorvaldur Sveinbjörnsson, Omar Jóhannsson, Hafsteinn Ingvarsson, Sigurður Gústafsson, Eyjólfur Magn- ússon, Ingimundur Guðnason, Þórir Guðmundsson, Júlíus Baldvinsson, Sigtryggur Hafsteinsson, Finnbogi Björnsson, Einvarður Albertsson og Sigurður Ingvarsson. Auk þess voru Magnús Gíslaso'n, Heiðar Þorsteins- son og Ásgeir Kjartansson sæmdir gullmerki fyrir gott starf í þágu fé- lagsins á undanförnum árum. Einnig vom 10 aðilar sæmdir silf- urmerki félagsins. Þeir eru: Guð- mundur Knútsson, Guðjón Guð- mundsson, Halldór Einarsson, Jónat- an Ingimundarson, Matthildur Ing- varsdóttir, Karvel Ögmundsson, Gunnar Hasler, Hrönn Edwinsdóttir, Magnús Þór Magnússon og Tryggvi Einarsson. Margir kvöddu sér hljóðs og glöddu afmælisbarnið með hlýjum kveðjum og gjöfum. Þeirra á meðal var Magnús Oddsson, varaforseti ÍSÍ en hann sæmdi 4 aðila gull- og silfur- merki ÍSÍ en þess er getið annars staðar í blaðinu. Rúsínurnar í pylsuendanum vom Ómar Ragnarsson og hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem hélt uppi stuðinu fram á fjórða tímann. Mjög rúmt var um viðstadda í íþróttahúsinu og til marks um það þá var dansgólfið um 230 fermetrar. Unglingamir voru með sína hátíð á föstudagskvöldið í samkomuhúsinu en yngstu borgaranir komu í íþrótta- húsið á sunnudag.en þar voru saman komin á fimmta hundrað manns. Tókust báðar þessar skemmtanir mjög vel. Ibúar í Garðinum eru um 1150. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson JÓNA Kristín Þorvaldsdóttir sóknarprestur í Grindavík ásamt fermingarbörnum. Biblíumaraþonlestur fermingarbarna Grindavík - Það voru þreytt en ánægð fermingarbörn sem luku Biblíumaraþonlestri í Grindavík- urkirkju um hádegisbil á laugar- daginn. Allur árgangurinn sem fermdist i vor lauk við Bibliulestur sem hófst klukkan 4 á föstudegi og lauk síðan um hádegisbil á laugardegi eða eftir 19 klukku- stunda lestur. Tilgangur lestursins var að safna peningum í árlegt ferðalag fermingarbarna úr sókninni en það er fyrirhugað seinnihluta maímánaðar. Gengið var í fyrir- tæki og til einstaklinga í Grinda- vík sem hétu á börnin og safnað- ist nokkur upphæð sem gengur til ferðalagsins. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sóknarprestur í Grindavik skipu- lagði lesturinn og skipaði í lestr- arhópa sem lásu til skiptis um nóttina meðan aðrir hópar lögðu sig. Hún sagði við Morgunblaðið að hún væri hæstánægð með ár- angurinn og það að börnin hefðu haft áhuga á að lesa úr Biblíunni á þennan hátt. Hún sagðist ekki vita til þess að það hefði verið gert hér á landi áður af þessum aldurshópi. „Ég kveið nóttinni eig- inlega mest því maður vissi ekki hverju maður mátti eiga von á en þrátt fyrir að fjörugt hefði verið fyrir utan kirkjuna truflaði það ekki lesturinn á neinn hátt,“ sagði hún. Gekk alveg „glimrandi" Ólöf og Margrét Pétursdætur, Bára Hlín Vignisdóttir og Brynjar Örn Gunnarsson voru komin á fætur þegar tíðindamaður Morgunblaðsins leit inn í kirkjuna á laugardagsmorgun. Þau voru nijög ánægð með lesturinn og sögðu að þetta hefði verið „glimrandi". Lestur úr Nýja testamentinu hefði vakið áhuga þeirra á frekari lestri úr Bibliunni „Við vissum ekki að þetta væri svona skemmtileg bók,“ sögðu þau. Þau voru sammála um að þetta hefði verið mjög skemmtilegur tími með fermingarsystkinum sínum og að sofa í kirkjunni. Svefninn reyndar hafi ekki verið mikill hjá þeim mörgum en þau voru eiginlega ekkert þreytt. Jóna Kristín bætti því við að þegar hugmyndin kviknaði hafi hún ekki hugsað sig um tvisvar. „Þau lásu mest úr Nýja testamentinu og síðan valda sálma og gerðu það vel,“ sagði hún. Foreldrar fermingarbarnanna tóku virkan þátt í viðverunni í kirkjunni og á föstudagskvöld var opið hús þar sem sungið var og selt kaffi og meðlæti. Lionskonur gefa reiðhjólahjálma Stykkishólmi - Lionsklúbburinn Harpa í Stykkishólmi afhenti öll- um nemendum í 1. bekk grunn- skólans reiðhjólahjálma að gjöf í sumarbyijun. Er þetta annað árið sem Lions- konur gefa nemendum 1. bekkjar hjálma. Með þessu vilja þær stuðla að því að notkun reiðhjóla- hjálma verði almenn og þær telja að best sé að byija hjá þeim ungu. Það er ósk þeirra að eftir nokkur ár verði það sjálfsagður hlutur að sjá börn, unglinga og líka full- orðið fólk á reiðhjólum með hjálma. Það er mikið öryggi fyrir hjólandi fólk að nota hjálma og það er staðreynd að þeir hafa forðað mörgum frá slæmum höf- uðáverkum. Krakkarnir voru mjög ánægðir með gjafirnar og lofuðu því að nota alltaf hjálmana þegar þeir færu út að hjóla. Að þessu tilefni notaði lögreglan tækifærið og ræddi við börnin um nauðsyn þess að fara varlega í umferðinni og sýna gát. Morgunblaðið/Ámi Helgason NEMENDURNIR með gjafirnar ásamt Lionskonum, kennurum og lögregluþjóni sem fór yfir umferðarreglurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.