Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996 39 FRÉTTIR Sýning á vinnu nem- enda í Isaksskóla SKÓLI ísaks Jónssonar verður 70 ára á þessu ári og mun vera elsti starfandi skóli í Reykjavík. Tíma- mótanna er minnst á margan hátt. M.a. var opið hús 7. maí sl. þar sem börnin fluttu sungið og leikið efni af ýmsum toga fyrir foreldra og vandamenn. Á uppstigningardag þann 16. maí nk. verður sýning á vinnu nemenda fyrir gesti og gangandi. Skólinn verður opinn þann dag frá kl. 10-16. Nemendur í skólanum eru rúm- iega 400 á aldrinum 5-8 ára í 18 bekkjardeildum. Átta ára nemendur fá ensku- og tölvukennslu. Auk þess eiga nemendur kost á skákkennslu. Sautján kennarar starfa við skól- ann. Skólastjóri er Anton Sigurðs- son. Morgunblaðið/Kristinn Eimreiðin komin á Miðbakkann EIMREIÐIN er komin á Mið- bakkann í gömlu höfninni, þar sem hún verður í sumar að venju. Þá er búið að reisa Mið- bakkatjaldið, koma fyrir leik- tækjum og sælífskerjum. HÚS fyrir eyðnisjúkar ekkjur með ung börn í nýbyggðu þorpi í Úganda og nokkur barnanna sem styrkt eru frá Islandi með teppi og skólatöskur. Þakkir frá ekkjumog mun- aðarleysingjum í Úganda ISLENDINGUM hafa borist þakkir víða að úr Úganda fyrir umtalsverða hjálp og stuðning við þúsund bág- stödd börn þar í landi., Er því þakk- læti hér komið til skila til þeirra sem hafa styrkt einstök börn til náms og þeirra sem hafa lagt fram íjármuni til byggingar heimila og skóla í Úg- anda. Fyrir tveimur árum stóð ABC hjálparstarf fyrir fjársöfnun til bygg- ingar neyðarþorps fyrir eyðnisjúkar ekkjur með ung börn. Þorpið var samvinna aðila frá nokkrum löndum og hefur það risið hægt og sígandi. Nú hafa verið byggð 10 hús fyrir ekkjur og börn þeirra. Húsin eru á tveimur hæðum og eru tvær íbúðir á hvorri hæð. Um 40 íbúðir eru til- búnar og er verið að velja nauðstadd- ar ekkjur með ung börn inn í húsin. Margar ekkjur eru í mjög erfiðri stöðu því auk þess að vera smitaðar af eyðni og þurfa að sjá fyrir ungum börnum sínum eru þær oft heimilis- lausar og allslausar þar sem ættingj- ar eiginmanna þeirra hirða gjaman allar eigur þeirra við fráfall mann- anna. ABC-hjálparstarfið lagði til fé fyrir einu húsi í þorpið og skólann sem nú hefut' tekið til starfa undir nafninu ABC Christian Primary School. Þjónar hann bæði börnum ekknanna úr þorpinu og einnig börn- um úr nágrenninu. Um ein og hálf milljón safnaðist vegna byggingar þessa þorps í gegnum ABC-hjálpar- starf. Auk þess hafa tekið þátt í bygg- ingu þessa þorps styrkja íslendingar um 1.000 munaðarlaus og bágstödd börn til náms í Úganda í gegnum ABC-hjálparstarf. Aðeins um helm- ingur barna í Úganda á kost á skóla- göngu þar sem gífurleg fátækt ríkir en ekki þarf nema 500 kr. á mánuði til að gefa barni þar í landi kost á að ganga í skóla. ABC-hjálparstarf er íslenskt, sam- kirkjulegt hjálparstarf, og hefur einnig byggt heimili fyrir munað- arlaus börn í Kambódíu en stendur nú fyrir byggingu heimilis fyrir mun- aðarlaus og yfirgefin börn á Ind- landi. Alis fá nú um 2.000 börn hjálp í gegnum ABC-hjálparstarf, þar af mörg hver heimili með fullu uppi- haldi auk skólagöngunnar. Allt starf ABC-hjálparstarfs er unnið í sjálf- boðavinnu. Morgunblaðið/Sverrir FRÁ reiðhjólakeppninni í Perlunni 4. maí sl. Hj ólr eiðakeppni grunnskóla Stóra Austurlandaferðin kynnt hjá Heimsklúbbnum Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins Tvisvar dregið aukalega SUMARHAPPDRÆTTI Krabba- meinsfélagsins er nú með nýju sniði og verður tvívegis dregið sér- staklega úr greiddum miðum ein- göngu. Verður það gert föstudag- inn 24. maí og 7. júní en aðaldrátt- ur verður að venju 17. júní. Bæði 24. maí og 7. júní verður dregið um tvo vinninga: Ferð eða tölvubúnað fyrir 150.000 kr. og helgarferð fyrir tvo til Prag, höfuð- borgar Tékklands. Dregið verður eingöngu úr greiddum miðum þ.e. þeim sem er búið að borga daginn áður. Vinningar sem dregnir verða út í lokin, 17. júní, eru Subaru Impreza 2,0 GL, fimm dyra lang- bakur að verðmæti 1.750.000 kr., bíll að eigin vali eða greiðsla upp í íbúð að verðmæti 1.250.000 kr., 120 úttektir fyrir 100.000 kr. í verslun eða hjá ferðaskrifstofu og 60 GSM farsímar eða annar síma- búnaður frá Pósti og síma að verð- mæti 47.000 kr. hver vinningur. Heildai’verðmæti þessara 182 vinninga er rúmlega 17,8 milljónir króna. Að þessu sinni eru miðar sendir körlum á aldrinum frá 26 til 75 ára. Auk þess eru nú sendir miðar með sama hætti til fjölmargra fyrirtækja eins og gert var með góðum árangri í jólahappdrætti síðasta árs en áformað er að leita framvegis til þessara fyrirtækja í sumarhappdrætti eingöngu. Happdrætti Krabbameinsfélags- ins er ein mikilvægasta fjáröfl- unarleið krabbameinssamtakanna og enn sem fyrr er treyst á að það fái góðar undirtektir hjá lands- mönnum, segir í frétt frá félaginu. HJÓLREIÐAKEPPNI grunnskóla 1996 fer fram þessa dagana og er hún haldin í fimm riðlum víðs vegar um landið. í marsmánuði tóku öll 12 ára skólabörn þátt í umferðarget- raun um umferðarmál og eiga þau sem standa sig best rétt til þátttöku í hjólreiðakeppninni. Keppendur eru alls um 160 frá 80 skólum. Keppendur á Austurlandi kepptu á Reyðarfirði 20. apríl: 1. Grunnskóli Reyðaríjarðar, Harpa K. Vilbergsdóttir og Hilmar Ómarsson, 2. Egilsstaðaskóli, Ólafur Ágústsson og Stefán Örn Jónsson, 3. Seyðis- fjarðarskóli, Davíð Sigurðsson og Snorri Guðjónsson. Á Vesturlandi var keppt í Ólafsvík 24. apríl og urðu úrslit þau að sigur- vegarar urðu: 1. Grunnskólinn í Búð- ardal, Magnús Freyr og Jón Egill Jónsson, 2. Grunnskólinn í Ólafsvík, Oddur Brynjarsson og Hugrún Torfadóttir, 3. Andakílsskóli, Björg- vin H. Björgvinsson og Ágúst Skorri Sigurðsson. Keppendur á Norðurlandi mættu til leiks á Akureyri 27. apríl og urðu úrslit þar: 1. Gagnfræðaskóli Sauðár- króks, Kári Arnar Jónsson og Jón Heiðar Ingólfsson, 2. Varmahlíðar- skóli, Logi Fannar Sveinsson og Axel Kárason, Árskógsskóli, Fjölnir Örn Ársælsson og Þorsteinn Haf- berg. I Reykjavík var keppt 4. mai við Perluna og voru þar samankomnir keppendur af Suðurlandi og Suð- vesturlandi. Úrslit urðu: 1. Hamra- skóli, Reykjavík, Þórir Sigþrósson og Katrín María Birgisdóttir, 2. Grunn- skólinn í Sandgerði, Gísli Pálsson og Sveinn Vilhjálmsson, Selásskóli Reykjavík, Elmar Ásbjörnsson og Sigurgeir Valgeirsson, 4. Grunnskól- inn í Grindavík, Michael J. Jónsson og Jakob Sigurðsson, 4. Ártúnsskóli Reykjavík, Oddur Þór Þrastarson og Eiríkur Sigurðsson. Keppni i Vestfjarðariðli er áætluð 14. júlí á ísafirði. Hjólreiðakeppnin felst í góðakstri á reiðhjólum og hjólreiðaþrautum. Umsjón með keppninni hafa lög: reglumenn, kennarar, félagarBFÓ (Bindindisfélag ökumanna) o.fl. Sig- urvegarar keppa um Grunnskólabik- ar Umferðarráðs, farandbikar og segulbandstæki, bækur og verð- launapeninga. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í keppninni. Keppt verður til úrslita í haust í Reykjavík. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frétt frá Heimsklúbbi Ingólfs: „Fleiri og fleiri leggja leið sína til Austurlanda til að njóta lífsins í fríum sínum og fræðast um heiminn. Hvergi er aukning ferðamanna jafn- mikil og í Suðaustur-Asíu. Til þess liggja margar ástæður, einstök fegurð og margslungnir töfr- ar Bali eru ofarlega á óskalista ferða- manna, hátækni og gósenland við- skiptanna í Singapore og Hong Kong, sem nú stendur á tímamótum, heillandi þjóðhættir og kraftmikil uppbygging í Tælandi, ásamt hag- stæðu verðlagi, sem á sér vart hlið- stæðu annars staðar. Gildir það bæði um innkaup og dvöl á dýrindis hótel- um, en Bangkok var nýlega valin besta hótelborg í heimi. Allt þetta veldur því, að löndin í Suðaustur- Asíu eru svo vinsæl og ferðir þangað Verðlækkun vegna fram- kvæmda BENSÍNVERÐ á Shell-stöðinni á mótum Kleppsvegar og Langholts- vegar hefur verið lækkað um tvær krónur á meðan gagngerar endur- bætur fara fram á stöðinni. Á næstu vikum verður m.a. reist skyggni yfír stöðina og settar nýjar ijölvals- dælur. Bensínstöðin verður opin á með- an á framkvæmdum stendur og til að koma til móts við viðskiptaini vegna þeirra óþæginga sem þeir kunna að verða fyrir hefur bensín- verðið á stöðinni verið lækkað. Reynt hefur verið að búa svo um hnúta að viðskiptavinir stöðvarinn- ar verði fyrir sem minnstum óþæg- indum á framkvæmdatímanum. Áætlað er að endurbótum á Shell-stöðinni á Kleppsvegi verði lokið um næstu mánaðamót. í raun miklu ódýrari miðað við lengd og gæði en jafnlangar ferðir til Evr- ópulanda. Á morgun, fimmtudaginn 16. maí kl. 20.30, efnir Heimsklúbbur Ingólfs til almennrar ferðakynningar á þess- um heimshluta í Þingsal A á Hótel Sögu. Þar kynnir Ingólfur Guð- brandsson Stóru Austurlandaferðina, Bali, Singapore, Hong Kong og Bangkok í máli og myndum. Ferðin hefst 5. október í haust og stendur í þrjár vikur. Hún gefur góðan þver- skurð af mannlífi og menningu í fjór- um löndum Suðaustur-Asíu, sem þekktust eru og vinsælust af ferða- mönnum. Kynningin er liður í fræðslustarf- semi Heimsklúbbsins um undur heimsins og er opin öllum meðan húsrúm leyfir. Sérstök ferðakjör gilda fyrir gesti sýningarinnar. ■ BÍLALEIGAN Hasso ísland og Limousineþjónustan Eðalvagnar sýna tvo eðalvagna af gerðunum Rolls Royce Silver Spirit og Cadillae Brougham Custom VIP Limousine í Vestmannaeyjum helgina 17.-19. maí í tengslum við sýninguna Vor í Eyjum. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem bíll af gerðinni Rolls Ro- yce kemur til Vestmannaeyja. Einn- ig mun þetta vera í fyrsta skipti sem 8 metra löng limousína ekur um götur Heimaeyjar og er hún jafn- framt lengsti fólksbíll sem þangað hefur komið. Eyjamenn geta leigt þessa bíla ásamt sérmenntuðum einkabílstjórum í gegnum Eyjataxa. ■ AÐALFUNDUR Vináttufélags Islands og Kanada verður haldinn í veitingahúsinu Lækjarbrekku miðvikudagskvöldið 29. mai kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundar- störf. í stjórn eru: Tryggvi V. Línd- al, fonnaður, Jón Valur Jensson, Robert Bergman, Jörundur Guð- mundsson, Gyrit Hagman, Svandís Sigurðardóttir, Guðjón Einarsson, Kristbjörg Ágústsdóttir, Christop- her Evans og Steinþór Als.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.