Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR iaganna í Kollsvík. í Kollsvík Djuggu þau myndarbúi í ellefu ár m fluttu þá til Patreksfjarðar og {aupa þar fallegt og vandað hús í Urðargötu 7. Á Patreksfirði rndu þau hag sínum vel. Ólafur /ann fyrst við smíðar hjá Páli Guðfínnssyni, en setti síðan á stofn ;igið fyrirtæki í góðu húsnæði er nann keypti. Hann smíðaði mikið af innréttingum og hóf síðan að byggja hús ásamt öðrum. Ólafur var vinsæll á Patreksfirði. Hann var mikill sjálfstæðismaður og hóf fljótlega afskipti af hreppsmálum. Hann var oddviti hreppsnefndar í nokkur ár. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum og sat í stjórn margra félaga. Hann var félags- lyndur og þótti snjall ræðumaður. Hann var vel lesinn og átti _um tíma mikið og gott bókasafn. Árið 1980 flytja þau Sólrún til Reykja- víkur. Kaupa sér fallegt og nota- legt hús með fallegum garði að Breiðagerði 15. Sutttu eftir að þau flytja suður fór að bera á heilsu- bresti hjá Sólrúnu og var það mik- ið áfall fyrir Ólaf og alla fjölskyld- una. Ólafur annaðist konu sína af einstakri ástúð og nærgætni. Sólr- ún lést 11. október 1992. Eftir lát hennar bjó hann áfram einn í Breiðagerðinu og sá algerlega um sig sjálfur, hús og garð. Nú er hann horfinn héðan, eftir sitja minningarnar um allar ánægju- stundirnar sem fjölskyldan átti með þeim í stofunni í Breiðagerð- inu. Kær vinur og samferðamaður í yfir 40 ár er fallinn frá. Blessuð sé minning hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Jón Þ. Arason. Lífið er margþætt, ofið úr atvik- um, sem mismikið gára vitund okkar. Mennirnir eru líkir lífinu og áhrif hvers og eins eru marg-1 slungin og breytileg. Þrátt fyrir að Ólafur tengdafað- ir minn hafi verið búinn að skila lífsverki sínu, kom fráfall hans okkur öllum á óvart, því að heilsa hans hafði verið með ágætum. Ólafur var afar góður hand- verksmaður og naut hin stóra fjöl- skylda hans góðs af því. Hann kom sér upp litlu smíðaverkstæði í bíl- skúrnum og leysti þar margan vandann fyrir fjölskyldumeðlim- ina. Ólafur var ávallt reiðubúinn að hjálpa, sérstaklega eftir að hann hætti að vinna vegna aldurs. Er við hjónin fluttum í nýja íbúð fyrir tæpu ári, var Ólafur allt í öllu við breytingar á henni, en svona var Olafur, hann gladdist mest, þegar hann gat hjálpað til. Ólafur tók virkan þátt í stjórn- málum, einkum þegar þau hjónin bjuggu vestur á Patreksfirði. Þar var hann í framkboði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og starfaði sem sveitarstjóri í mörg ár. Árið 1980 komu þau hjónin, Ölafur og Sólrún Anna, aftur til Reykjavíkur og bjuggu til dánardægurs í Breiða- gerði 15, en Sólrún Anna lést fyr- ir tæpum fjórum árum. í Breiða- gerðinu var miðpunktur hinnar stóru fjölskyldu þeirra og þar voru málin rædd, allt frá pólitík til íþrótta. Ólafur hafði svo sannar- lega skoðanir á hlutunum og oft- ast leiddi hann líflegar umræður, þegar fjölskyldan kom í sunnudag- skaffið. Ólafur var geysilega nákvæmur og samviskusamur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ekki gat hann kvatt þessa jarðvist, fyrr en hann hafði lokið vorverkunum í garðinum sínum, eins og hann var vanur. Að því loknu lagðist hann til hvílu, sæll og glaður með sitt lífsverk. Eru þau nú sameinuð á ný, Ólafur og Sólrún Anna. Ég kveð tengdaföður minn með mikilli virðingu og þakklæti, bless- uð sé minning hans. Börnum hans og öllum ástvinum sendi ég ein- lægar samúðarkveðjur. Guðmundur Haraldsson Er sárasta sorg okkar mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Afi í Breiðó er dáinn og enginn getur breytt því. Okkur langar með þessum fátæklegu orðum að minnast elskulega afa okkar. En með orðum er engan veginn hægt að lýsa honum afa, hann var ein- stakur. Þegar við hugsum til baka birt- ast margar góðar minningar í huga okkar, eins og þegar við komum upp í Breiðó þá sagði afi alltaf „það er kók í ísskápnum ef þú vilt“ og þegar við fórum í fjöl- skylduferð í Holtsdal í fyrrasum- ar, vaknaði hann alltaf kl. 6 á morgnana og fór að veiða og einn morguninn birtist afi með stærsta fiskinn sem veiddist í ferðinni. Afi og amma hafa alltaf verið miðpunktur fjölskyldunnar, fyrir 4 árum þegar amma dó var missir okkar mikill, en nú þegar afi er líka dáinn er missir okkar enn meiri. Nú eru afi og amma saman á ný og við vitum að þau eru ham- ingjusöm. Elsku afi, þú varst frábær og við söknum þín mikið. Guð gefi fjölskyldunni styrk til að vinna úr sorginni. Esther, Magnea Sigríður og Ragnar Trausti. Við systkinin viljum minnast afa sem var okkur svo kær og var svo stór hluti af lífi okkar. Nú gengur hann um lönd himna með ömmu sér við hlið. En þegar sorgin og söknuðurinn eru mikil verða orðin lítils megnug og því látum við þetta litla ljóð tjá huga okkar á kveðjustund. Er kveð ég þig afi, í hinsta sinn, svo þakklát er fyrir tímann þinn. Tár ég felli niður kinn. Tómarúm í hjartanu finn. Tárast mín augu. Tárast mín sál, af saknaðartárum er tilveran hál. Far þú í friði, far þú í sátt, far þú þar sem þrautir ei átt. (K.M.) Fjalar, Hilma og Esther. Það heyrir tii undantekninga þegar fólk tekur sig upp hér í Reykjavík og flytur í afskekkta sveit, en það gerðu þau hjónin Sólrún og Ólafur Hafsteinn Guð- björnsson, þegar þau vorið 1952 fluttu til Kollsvíkur í Rauðasands- hreppi og bjuggu þar búi í 10 ár, að þau fluttust til Patreksfjarðar árið 1962. Þar áttu þau heima í 18 ár. Ólafur var húsgangasmíða- meistar að iðn en vann mikið við almenn störf í byggingariðnaði jafnframt því að hann var áhuga- samur um hreppsmálin. Hann átti m.a. sæti í hreppsnefnd Patreks- fjarðarhrepps um nokkuð langt árabil á þessu tímabili og var odd- viti hreppsnefndar frá 1970 til 1974. Ólafur var harðduglegur til allra verka og hann var einnig mikill áhugamaður um félagsmál, bar hag og velferð síns byggðarlags mjög fyrir bijósti og kom mörgu góðu til vegar. Hins vegar var hann, eins og ávallt er um ákveðna dugnaðarmenn, ekki allra. Og eins og gerist og gengur þá hlaut hann einheija gagnrýni. Hann lét þó slíkt aldrei á sig fá. Ef hann hafði tekið ákvörðun um að vinna að einhveiju máli og koma því fram, þá gerði hann það, hvort sem allir voru sammála í þeim efnum eða ekki. Ég kynntist Ólafi ekki fyrr en á síðustu árum hans í Kollsvík, en því betur eftir að þau hjón fluttust til Patreksfjarðar. Þá urðu með okkur mjög góð kynni sem þróuð- ust upp í vináttu sem hefur staðið til síðasta dags. Við áttum margt sameiginlegt en þó við værum ekki alltaf sam- mála, en það varð aðeins til þess að gera vináttu okkar öruggari og betri. Ólafur var mikill áhugamað- ur um stjórnmál. Hann var mjög einarður sjálfstæðismaður hikaði ekki við að gagnrýna sína eigin flokksmenn, ekki síður en and- stæðingana, þegar honum þótti ástæða til. En þegar allt kom til alls þá var Ólafur mjög samningalipur maður og skildi það mæta vel að oft þyrftu menn að mætast á miðrileið og sýna sjónarmiðum annarra sann- girni og það gerði hann í ríkum mæli. Kona hans var mikil fyrir- myndar kona sem stóð með manni sínum í blíðu og stríðu. Þau áttu átta börn sem á lífi eru og fannst mér þaðn mjög áberandi eftir að Ólafur og Sólrún fluttu til Reykaj- víkur árið 1980 hvað hugurinn dvaldi mjög hjá börnum þeirra og þeirra áhugi beindist fyrst og fremst að þeim. Þegar komið er á áttræðisaldur verður maður að vera því viðbúin að samferðarmennirnir hverfi, hver á eftir öðrum. Þannig hefur það verið síðustu árin að vinirnir og velgjörðarmennirni hafa fallið í valinn. Þessir atburðir hafa mikil áhrif. Það er staðreynd að vinahóp- urinn minnkar, samveru og skiln- ingur þeirra sem ræktað hafa sanna vináttu, vilja, hlýhug og tryggð, hvert í annars garð, verður á milli færri en eflaust verður hans traustari, fastbundinn tryggð og hollustu. Þrátt fyrir að breytingar yrðu á samvinnu og umgengni á milli okkar Ólafs H. Guðbjörnsson- ar þá var sú taug, sem spunnin var á milli okkar samstarfs og vin- áttu, aldrei slitin. Þó að við hitt- umst sjaldan, eftir að hann varð einn eftir lát sinnar elskulegu konu, þá héldum við báðir okkar góðu venju að tala saman í síma. Þá ræddum við allt milli himins og jarðar. Hann var ávallt jákvæð- ur í sínu tali og lét betur af sér en hann hafði ástæðu til. Gang stjórnmálanna bar oft á góma og vorum við þá áberandi sammála. Nokkrum dögum fyrir andlát hans áttum við tal saman. Hann talaði fyrst og fremst um aðra. Spurði um heilsu mína og konu minnar, bað fyrir innilegar kveðjur til hennar og sagði mér að hann myndi hringja innan tíðar. Sú hringing varð því miður ekki. Jón sonurhans bað konu mína fyrir kveðju til mín og sagði að hann væri mjög sjúkur og lítil eða engin von væri um lengra líf. Það kom á daginn. Ólafur H. Guðbjömsson lauk lífsferli sínum 6. maí sl. Þó hann bæri sig alltaf vel bjó undir niðri sár söknuður vegna missis konu sinnar. Ólafur elskaði börn sín og var tryggur vinur vina sinna. Hann var starfsmaður til hinstu stundar og var trúr og dyggur Vestfirðing- ur og fannst mér og okkur fleirum oft óvægilega á þá hallað. Við hjónin sendum börnum hans, tengdabörnum, barnabörn- um og öllum öðrum vandamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi miningu okkar góða vinar, Ólafs H. Guðbjörnssonar. Matthías Bjarnason. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996 35 HALLGRIMUR HAFSTEINN EGILSSON + Hallgrímur Haf- steinn Egilsson, garðyrkjubóndi í Hveragerði fæddist að Smjördalakoti í Sandvíkurhreppi í Flóa 13. 1919. Hann lést 7. maí sl. Foreldrar hans voru hjónin Svan- borg Eyjólfsdóttir og Egill Jónsson bóndi. Er Hallgi ím- ur var tæplega árs- gamall fluttu for- eldrar hans búferl- um að Reykjahjá- leigu í Ölfushreppi og þar óst hann upp til ársins 1931. Systkini Hallgríms eru: Jón- ína Guðrún, f. 18.11.1920, Guð- rún, f. 4.11.1922, Steinunn, f. 17. maí 1924, Eyjólfur, f. 6.08.1925 og Egill Svavar, f. 1.10.1929, d. 9.08.1989. Árið 1950 kvæntist Hallgrím- ur eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigurlaugu Guðmundsdóttur, f. 24.01.1919 frá Reykjavík. For- eldrar hennar voru Hólmfríður Jónsdóttir og Guðmundur Þor- kelsson. Börn Hallgríms og Sigurlaug- ar eru: Egill, f. 11.06.1955, sókn- arprestur á Skagaströnd. Eigin- kona hans er Ólafía Sigurjóns- dóttir hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra eru tvö, Sóley Linda og Hallgrímur Davíð. Páll, f. 15. júní 1958, starfsmaður í Hvera- gerði. Hann er ókvæntur. Áður átti Sigurlaug einn son, Jón Hallgrímsson, f. 12.01.1944, bifreiðasljóri í Reykjavík og gekk Hallgrímur honum í föðurstað. Eigin- kona hans er Herdís Jónsdóttir og eiga þau tvo syni, Garðar og Arnfinn. Hallgrímur missti föður sinn 10 ára gamall og fór fljót- lega eftir það að vinna fyrir sér. Árið 1931-1934 vann hann á Reykjabúinu í Ölfusi. Veturna 1934-1935 stundaði hann nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni og lauk þaðan prófi. Árin 1935-1939 starfaði hann við Garðyrkjustöðina Fagra- hvamm. Veturinn 1939-1941 stundaði hann nám við Garð- yrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi og lauk þaðan prófi. Fljótlega eftir það stofnsetti hann Garðyrkjustöðina Gríms- staði í Hveragerði og rak hana til ársins 1991 eða í um 50 ár. Hallgrímur var einn af stofn- endum Lionsklúbbs Hveragerð- is. Hann starfaði einnig ötullega í Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi og var formaður þess um skeið. Hann var lengi formaður Raf- veitunefndar Hveragerðis en auk þess sinnti hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir heima- byggð sína, Hveragerði. Utför Hallgríms fer fram frá Hveragerðiskirkju £ dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kæri Hallgrímur er látinn. Mig langar til að minnast hans með fáeinum orðum. Okkar kynni hófust þegar ég byrjaði að vinna hjá þeim hjónum í garðyrkjustöð þeirra er ég var 13 ára. Þau reynd- ust mér ákaflega vel enda vann ég hjá þeim á sumrin í 12 ár. Hallgrímur var vinnuþjarkur, en oft var stutt í grínið hjá honum. Hann hafði gott starfsfólk og sami kjarninn vann hjá honum í mörg ár. Hallgrímur var mikill mannvinur og mátti aldrei neitt aumt sjá. Þeir sem leituðu til hans fengu alltaf góðar móttökur. Ég hef mikið hugsað til Sillu og Hallgríms núna seinni árin þótt heimsóknirnar hefðu mátt vera fleiri, en hugur minn var oft hjá þeim. Kæri Hallgrímur, ég mun hugsa til þín með hlýhug og söknuði. Élsku Silla, Nonni, Egill, Palli og fjölskyldur, megi guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Lilja Guðmundsdóttir. INGÓLFS APÓTEK Kringlunni 8-12 HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.