Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Síldarvinnslan býður út 48 milljóna hlutafé Hagnaður um 195millj. fyrstu fjóra mánuðina SÍLDARVINNSLAN hf. í Nes- kaupstað skilaði alls um 196 millj- óna króna hagnaði fyrstu fjóra mánuði ársins sem er talsvert betri afkoma en allt árið í fyrra þegar hagnaður var 165 milljónir. Gengi bréfanna tók verulegan kipp í kjöl- far tilkynningar félagsins um þetta efni því það hækkaði úr 5,9 í 6,5 eða um rúmlega 10%. Finnbogi Jónsson, forstjóri Síld- arvinnslunar hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að velta félagsins hefði verið óvenjumikil á þessum fyrstu mánuðum ársins. „Nánast allar deildir sem máli skiptu skiiuðu hagnaði, en mestu skipti þó að mjöl- og lýsisverð var óvenjuhátt eða hærra en í áratug. Þetta gerði það að verkum að afkoma loðnu- skipanna og loðnuverksmiðjunnar var mjög góð á tímabilinu. Verð á lýsi hefur lækkað um 20% frá þeim tíma,“ sagði hann. Samkvæmt rekstraráætlun fé- lagsins fyrir þetta ár sem lögð var fram í yfirstandandi hlutafjárút- boði féalgsins er gert ráð fyrir um 129 milljóna króna hagnaði. „Ef áætlanir ganga eftir fyrir síðari bLS -systeme Laufenberg • Gott úrval skurðarhnifa • Þýsk gæðavara hluta ársins má ætla það að hagn- aðurinn verði meiri en við gerðum ráð fyrir i okkar rekstraráætlun. Hins vegar er mikil óvissa með þróun afurðaverðs.“ Heildarvelta félagsins nam alls um 1.650 milljónum fyrstu ijóra mánuðina samanborið við 3.050 milljónir allt árið árið í fyrra. Útboðsgengi langt undir markaðsgengi Vegna mikillar hækkunar á gengi bréfanna er markaðsgengið nú tæplega 23% hærra en sölu- gengi þeirra í hlutafjárútboði fé- lagsins. Þar eru boðnar út til for- kaupsréttarhafa alls 48 milljónir að nafnvirði á genginu 5,3. Sölu- andvirði bréfanna er því um 254 milljónir. Forkaupsréttartímabilið stendur til 28. maí, en hluthafar sem ekki nýta sinn rétt geta fram- selt hann að hluta eða öllu leyti. Þau hlutabréf sem þá kunna að vera eftir verða seld á almennum markaði. Tilgangur útboðsins er að mæta arðbærum fjárfestingum og styrkja fjárhagsstöðu félagsins, eins og segir í útboðslýsingu. Á þessu ári verður m.a. komið fyrir loftþurrk- urum í fiskimjölsverksmiðju félags- ins og mun þá framleiðsla hágæða- mjöls geta hafist. Auk þess verður skipt um mjölkvarnir, settur nýr mjölkælir og nýju þrepi bætt við soðeimingartæki verksmiðjunnar. Þá verður settur upp ný sjóðari og gresssa og nýtt mjölhús byggt. Áætlað er að þurrkararnir verði teknir í notkun í júlí og að heildar- kostnaður við verkið verði um 450 milljónir. Gert er ráð fyrir að verð- mæti mjölsins aukist um 10-15% með tilkomu nýju þurrkaranna og afköst hennar aukist um 20-25%. Hugbúnaðarfyrirtækið Oz vakti mikla athygli á tölvusýningu í Bandaríkjunum SÝNINGÁRBÁS Oz á tölvusýningunni í Bandaríkjunum vakti mikla athygli. „Fengum frábærar viðtökur“ Hugbúnaðarfyrirtækið OZ fékk mjög sterk viðbrögð við hugbúnaðarkerfi sínu, Oz Virtual, sem það kynnti á stórri sýningu í Silicon Val- ley í Bandaríkjunum í síð- ustu viku. Fyrirtækið á nú í viðræðum við fjölmörg öflug fyrirtæki á þessu sviði í Bandaríkjunum um samstarf og stefnt er að því að selja hlutabréf á næstunni fyrir um 5 milljónir dollara eða sem svarar til um 335 millj- óna króna. Meðal þess sem vakti mesta athygli á sýningunni var hugbún- aðarkerfið Oz Virtual sem gerir tölvunotendum kleift að ferðast um alnetið í þrívídd. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel, sagði Skúli Mogensen, for- stjóri Oz í Bandaríkjunum, í sím- tali við Morgunblaðið frá Banda- ríkjunum. „Við höfum fengið frá- bærar viðtökur, bæði hjá væntan- legum notendum, tölvufyrirtækj- um og fjárfestum. Fyrirtækið hefur vakið mikla athygli bæði fyrir það að koma frá Islandi en einnig fyrir óhefðbundar Ieiðir við markaðssetningu. Okkar viðskiptahugmynd byggist á því að ná sem allra mestri markaðshlutdeild. Við munum dreifa hugbúnaðinum á geisladiski ókeypis í mjög miklu magni með öðrum vörum sem tengjast okkar markhópi t.d. tölvublöðum, Pentium- tölvum, geisladrifum o.fl. Þannig reikn- um við með því að ná til mjög stórs notendahóps á næstu tólf mánuðum. Fólk er ekki ennþá farið að eiga mikil viðskipti á alnetinu, sérstaklega ekki fyrir lægri upp- hæðir. Þegar notendur eru reiðu- búnir að greiða smærri upphæðir fyrir ákveðinn búnað munu þau fyrirtæki sem hafa markaðshlut- deild standa uppi sem sigurveg- arar. Þau geta þá auðveld- lega boðið uppfærslu á bún- aðinum og selt ýmsar nýj- ungar beint til viðskiptaviiia án milliliða. Þannig skapast gríðarlegir tekjumöguleik- ar. Ég er sannfærður um að þessi aðferð sé rétt þó að hún þýði að fyrirtækið skili tapi fyrst um sinn.“ Samstarf við Netscape Skúli segir fyrirtækið nú eiga í viðræðum við mjög öflug fyrirtæki um að dreifa hugbúnaðinum. „Við höfum til dæmis rætt við stóra tölvuselj- endur um að hugbúnaður okkar muni fylgja með tölvum frá þeim. Þá eigum við í nánu samstarfi við Netscape og raunar alla stærri aðila á þessum markaði sem skipta máli.“ Varðandi hlutabréf Oz sagði Skúli að fyrirtækið hefði boðið út 1,5 milljón dollara hlutafé fyr- ir síðustu áramót og það hefði einkum selst til japanskra fjár- festa. I annari umferð væri ætl- unin að selja 5 milljón dollara hlutafé, en of snemmt væri að greina nánar frá sölu þess á þessu stigi. VINNSLUSTÖÐIN HF. ALMENNT HLUTAFJÁRÚTB OÐ Útgefandi: Nafnverð bréfanna: Sölugengi: Sölutímabil: Forkaupsréttur: Skráning: Umsjón með útboði: Vinnslustöðin h£, Vestmannaeyjum. 200.000.000,- kr. 1,43 á fyrsta söludegi í almennri sölu. Gengi hlutabréfanna getur breyst eftir að sala hefst. Gengi til forkaupsréttarhafa er 1,39. Forkaupsréttartímabil: 13. maí - 28. maí 1996 Almenn sala: 30. maí - 30. júlí 1996 Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt að nýju hlutafé í hlutfalli við eign sína til 28. maí 1996. Hlutabréf Vinnslustöðvarinnar hf. eru skráð á Verðbréfaþingi íslands. Handsal Hf. Útboóslýnng liggurframmi hjá Handsali hf. og á skrifstofu Vinnslustöbvarinnar hf HANDSALK > <e 1/5 D Z < Engjateigi 9 105 Reykjavík Sími: 588 0050 Fax: 588 0058 LiL Hafnargötu 2 900 Vestmannaeyjar Sími: 481 3400 EIVSQNVH VINNSLUSTÖÐIN HF. Gísli Örn Lárusson og Skandia semja Gísla greiddar miskabætur Fallið frá málaferlum SÁTT hefur náðst á milli Gísla Arnar Lárussonar og Skandia í Svíþjóð vegna þeirra málaferla sem nú hafa staðið yfir á milli þessara aðila undan- farin þijú ár. Gísli Örn og Björn Wolrath, aðalforstjóri Skandia, hand- söluðu samkomulag þessa efnis í Svíþjóð á mánudag og verður endan- legur samningur undirritaður í Sví- þjóð í næstu viku. Eins og fram hefur komið mætti Gísli Örn á aðalfund Skandia í Sví- þjóð, sem haldinn var sl. mánudag, þar sem hann bar upp ákveðnar spurningar til stjórnar fyrirtækisins. Sneru þær að því misræmi sem væru í bókhaldi Skandia í Svíþjóð og Vá- tryggingafélagsins Skandia. Gísli leitaði m.a. einnig svara við því hversu miklu fé Skandia í Svíþjóð hefði varið til að styrkja rekstur Vátryggingafélagsins Skandia. Hann segir að þegar í upphafi fundar hafi stjórnarmenn Skandia tilkynnt að hvað hlutaféð varðaði væri um mistök að ræða sem yrðu leiðrétt. Hins veg- ar hefðu þeir sagt það vera trúnaðar- mál hversu miklir fjármunir hefðu farið í að styrkja rekstur Skandia hérlendis. Gísli segir að hins vegar hafi þeir Wolrath sest niður strax að loknum aðalfundinum og rætt þessi deilumál sín á milli. Það hafi einungis tekið um hálfa klukkustund fyrir þá að komast að samkomulagi. Hann segir að það feli í sér ákveðnar miskabætur til sín en vill ekki gefa upp fjárhæðina. Málaferlin milli Gísla Arnar og Skandia snerust sem kunnugt er um eignarhald __ V átryggingafélagsins Skandia. í desember 1992 gerðu þessir aðilar með sér samning um að Skandia í Svíþjóð keypti 35,7% hlut Gísla Arnar í félaginu, en hann kærði þann samning í maí 1993 á þeim forsendum að um þvingaðan samning hefði verið að ræða. Gísli Örn vann sigur í því máli j janúar 1995 er gerðardómur felldi þann samning úr gildi og taldist Gísli Örn því aftur hluthafi í félaginu. Skandia kærði þann úrskurð til Hér- aðsdóms, en Gísli Örn gerði kröfu um að fá bréf sín afhent og jafnframt að hlutafjáraukning í Vátryggingafé- laginu Skandia, sem fram fór í árslok 1992, yrði ógild. Þessi málaferli eru enn fyrir dómstólum, en fallið verður frá þeim að sögn Gísla um leið og endanlegur samningur verður undir- ritaður. Ú I « I $ í í i i i ( ( ( ( (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.