Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 27
26 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGtJNBLAÐIÐ MDVIKUDAGUR 15. MAÍ1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SÍMTÖL ERU HLUTIEINKALÍFS PÓSTUR og sími hyggst framvegis skrá öll símtöl, sem fram fara í landinu, þ.e. á milli hvaða símanúmera er hringt, á hvaða tíma sólarhringsins og hversu lengi símtalið stendur, en ekki innihald símtalsins. Tölvunefnd hefur heimilað þessa skráningu, en um ieið úrskurð- að að upplýsingarnar, sem skráðar eru, varði einkalíf og persónu fólks og því skuli ströng leynd hvíla yfir þeim. Einungis örfáir starfsmenn Pósts og síma, sem undirrita þagnareið, mega hafa aðgang að þessum upplýsingum. Póstur og sími má nota skrána við innra eftirlit og til þess að láta símnotendum í té sundurliðaða símreikninga, þó með þeim takmörkunum að rétthafi síma verður að tilkynna öðrum notend- um símans að reikningar séu sundurliðaðir, að síðustu tveir staf- irnir í símanúmerum, sem hringt er í, eru ekki sýndir á sundurlið- uninni og að ekki er hægt að fá upplýsingar um það úr hvaða númerum var hringt í númer rétthafa. Þá má veita lögreglu upp- lýsingar úr skránni. í grein Páls Þórhallssonar lögmanns hér í blaðinu síðastliðinn sunnudag kemur fram að þrátt fyrir þessar ströngu reglur koma nokkur álitamál upp varðandi skráningu símtalanna. Páll bendir þannig á að upplýsingar um símtöl manna geti verið freistandi, til dæmis vegna gagnsemi þeirra fyrir lögreglurannsóknir, og nefnir dæmi um að bandarískum blaðamanni, sem notaði ónafn- greindar heimildir, hafi ekki tekizt að verjast kröfu lögreglu um aðgang að upplýsingum um símtöl hans. Fram kemur í grein Páls að í íslenzkum lögum er heimild lög- reglu til að fá upplýsingar um símtöl manna bundin við dómsúr- skurð, nema umráðamaður og eiginlegur notandi síma eða fjar- skiptatækis samþykki aðgerðina. Þá verður að vera ástæða til að ætla að þýðingarmiklar upplýsingar fáist með þessu og að verið sé að rannsaka alvarlegt brot eða mál, sem varða ríka al- manna- eða einkahagsmuni. Páll bendir á að þessi lagaákvæði séu sniðin eftir dönskum lögum og spurning sé hvort norska fyrir- komulagið sé ekki heppilegra, en þar sé skilyrðislaust krafizt dómsúrskurðar. „Matskenndar lagaheimildir eru einnig óæskileg- ar á þessu sviði, hvað þá ef þær eru óljósar þar að auki. Hætt er við að lögregla oftúlki heimildir sínar til að afla gagna án þess að þurfa að standa í því að bera það undir dómara, auk þess sem starfsmenn Pósts og síma kunna að vera settir í vanda,“ skrifar Páll. Ástæða er til að stjórnvöld taki þessar ábendingar til rækilegr- ar skoðunar og tryggi að meðferð þeirra persónuupplýsinga, sem símtalaskráin óneitanlega er, rjúfi á engan hátt friðhelgi einkalífs- ins'. Rökin fyrir því að fara að dæmi Norðmanna eru yfirgnæf- andi til að tryggja, að enginr. geti fært sér svo persónulegar upplýsingar í nyt eins og einkasímtöl eru, án þess að fyrir liggi rökstuddur grunur um alvarleg afbrot eða glæpi. Þá er einnig ávallt í litlu samfélagi álitamál, hvort einstakir aðilar eigi að hafa aðgang að svo viðkvæmum upplýsingum sem skráning einka- samtala er. ORÐ í TÍMA TÖLUÐ MIKILVÆGI uppeldishlutverks foreldra verður aldrei tíundað um of. Sigrún Gísladóttir skólastjóri Flataskóla og forseti bæjarstjórnar Garðabæjar vekur athygli á því hér í Morgunblað- inu í gær, að uppeldi barna fyrstu æviár þeirra, er sá grunnur sem allt líf þeirra byggist á og því sé það höfuðnauðsyn, að for- eldrar geri sér grein fyrir því ábyrgðarstarfi, sem þeir hafa tekist á hendur, með barneignum. Fram kemur í máli Sigrúnar, að hún telur hróplegan aðstöðu- mun vera meðal 6 ára barna við upphaf skólagöngu og þar megi sjá hina eiginlegu stéttaskiptingu nútímans á Islandi. Orðrétt segir Sigrún: „Annars vegar eru börn sem eru í andlegu jafn- vægi með góðan málþroska, þau sem hafa með öðrum orðum fengið gott uppeldi og atlæti. Hins vegar eru börn sem hafa lítið sem ekkert fengið, eru hömlulaus, óörugg og kunna ekki skil á því sem má og ekki má.“ Mergur málsins er sá, að það er ekki hægt að bæta börnum uppeldisleysi. Ef heimilin og foreldrar bregðast í hlutverkum sín- um, getur enginn skóli, hversu góður sem hann kann að vera, bætt þann skaða sem orðinn er. Ekkert getur komið í stað atlæt- is, umhyggju, aga, kennslu og uppeldis foreldranna. Það eru mikil sannindi fólgin í orðtakinu „Lengi býr að fyrstu gerð“. Það er rétt ábending hjá Sigrúnu, að bestu foreldrarnir geta verið þeir, sem hafa þor til þess að segja nei við bam sitt. Það getur kostað átak, að hafa kjark til þess að fara á móti straumn- um, ekki síst þegar börnin eru komin á unglingsárin. En stað- festa og agi heimilanna mun tvímælalaust skila þjóðfélaginu ein- staklingum sem eru hæfari til þess að takast á við lífsbaráttuna, en þeir sem vaxið hafa úr grasi án góðs uppeldis. Lífsbarátta uppalenda er hörð og einatt harðari hjá unga fólk- inu, foreldrum yngstu barnanna, en þeirra sem eldri eru. Þrátt fyrir það verður að gera þá kröfu til uppalenda, að verðmætamat þeirra sé óbrenglað og uppeldi barnanna verði sett á oddinn, en ekki efnaleg gæði. Aðeins þannig rækja foreldrar þær skyldur sem þeir hafa undirgengist. Formaður VSÍ um frumvarp um stéttarfélög og vinnudeilur I Tugir togara af mörgum þjóðernum eltast við karfann á Reykjaneshrygg Afstaða samtaka verkafólks ráðgáta ÓLAFUR B. Ólafsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands^ sagði í ræðu sinni á aðalfundi VSI í gær að það væri hrein ráðgáta hvað fengi ASÍ, Verkamannasam- bandið og fleiri aðila sem hefðu mótað launastefnu undangenginna ára til þess að hamast gegn ákvæð- um í frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur sem miðuðu að meiri samfelldni í samningagerð og heldur minni möguleikum smáhópa til þess að draga samninga og knýja fram meiri hækkanir en um hefði samist. Ólafur sagði að frumvarpið væri ekki óskafrumvarp vinnuveitenda, en það myndi án efa aga vinnubrögð við samningsgerð og stuðla að heil- brigðari og friðvænlegri samskiptum á vinnumarkaði. Hans spá sé sú að þær breytingar sem frumvarpið feli í sér muni í framtíðinni verða taldar til merkari aðgerða þessarar ríkis- stjómar. Látið undan kröfum Ólafur sagði að það væri áhyggju- efni að forsvarsmenn ríkis og sveitarfélaga hefðu hvað eftir annað látið undan óbilgjömum kröfum og þrýstingi opinberra starfsmanna og hækkað laun umfram það sem sam- ist hefði um á einkamarkaði. Með slíkum eftirgjöfum hafí þeir skipað sér í raðir smáhópanna sem ávallt leitist við að bijóta niður almenna launastefnu og fullyrða megi að ekk- ert ógni eins vinnufriði á næstunni. Fram kom að sá árangur sem náðst hefði í efnahagsmálum sé af- leiðing markvissrar stefnumótunar um bætt vaxtarskilyrði atvinnulífs- ins. Sameiginlegur ávinningur fyrir- tækja og starfsmanna á yfirstand- andi samningstímabili sé ótvíræður. Stöjfum hafi íjölgað meira en nokk- ur hafi þorað að vona, kaupmáttur hafi aukist á við það sem mest ger- ist hjá öðrum þjóðum og verðbólga sé minni en meðal annarra Evrópu- ríkja. Ólafur sagði að forsenda þess að halda áfram á sömu braut sé áfram- haldandi stöðugleiki og að takist að ÓLAFUR B. Ólafsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, á aðalfundi samtakanna i gær. draga úr skaðlegum áhrifum hag- sveiflna. Uppgangstímar í efnahags- lífínu hafi oft reynst örðugri en sam- dráttur. Við ættum að setja okkur það markmið að hagsveiflur séu ekki meiri hér en í þeim 'iðnríkjum sem við berum okkur saman við. í því sambandi horfi hann sérstaklega til hlutverks opinberra fjármála í hag- stjórn og telji auðsætt að samfara uppgangi í efnahagslífinu eigi að draga úr eyðslu hins opinbera. Davíð Oddsson forsætisráðherra á aðalfundi VSÍ Þurfum að vera á varð- bergi gagnvart þenslu INNFLUTNINGUR fyrstu fjóra mánuði ársins jókst um 10-15% mið- að við sama tíma í fyrra, en Þjóð- hagsstofnun spáir 5% aukningu inn- flutnings á árinu í heild. Þenslu- hætta virðist þó ekki ýkja mikil að svo stöddu, en þó er ljóst að hagvöxt- ur og umsvif í þjóðarbúskapnum eru að nálgast þau mörk sem samrým- ast stöðugleika og jafnvægi og nauð- synlegt er að vera á varðbergi gagn- vart þenslunni svo efnahagslífið geti sem lengst notið hagstæðra vaxtar- skilyrða. Þetta kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, á aðal- fundi Vinnuveitendasambands ís- lands í gær. Davið sagði að þetta sýndi hversu fljótir íslendingar væru að laga sig að breyttum kjörum. Kaupmáttur ráðstöfunartekna væri talinn vaxa um 8-8,5% á árunum 1995 og 1996 og aukningin virtist strax skila sér í neyslu heimilanna en að litlu leyti í auknum spamaði. Nærtækasta markmiðið á sviði efna- hagsmála væri að treysta áframhald- andi hagvöxt, aukna atvinnu og vax- andi kaupmátt. Mikilvægasta for- senda þess væri að varðveita stöðug- leikann. Davíð sagði að afkoma fyrirtækja hefði ekki verið betri um árabil en nú og kaupmáttur aukist meira en um langt skeið. Bjart væri framund- an í þjóðarbúskapnum og mikilvæga skýringu í þeim efnum mætti að hans mati finna í þeim skipulags- breytingum sem gerðar hefðu verið á hagkerfinu á undanförnum tíu árum. Þar ætti hann við það frjáls- ræði sem ríkti á mikilvægum sviðum, ekki síst í vaxta-, lána- og gjaldeyris- málum. Samanburður á kjörum Davíð gerði samanburð á kjörum hér og í nágrannalöndunum að um- talsefni og sagði að athuganir Þjóð- hagsstofnunar hefðu leitt í Ijós að ráðstöfunartekjur íslenskra heimila væru svipaðar og á Norðurlöndunum og þeim sist ójafnar skipt. Mikið hefði verið rætt um launakjör hér á landi og í Danmörku að undanförnu. Mikilvægt væri að vanda slíkan samanburð ogtaka með í reikninginn verðlag, skatta og félagslega þætti. Laun væru óvíða hærri en í Dan- rnörku, en þar hefði tíundi hver maður gengið atvinnulaus í langan tíma. Sagðist hann hafa falið Þjóð- hagsstofnun að vinna ítarlegan sam- anburð á launum og lífskjörum hér og þar í landi og væri niðurstaðna að vænta innan skamms. í máli forsætisráðherra kom fram að stefnt sé að því að ljúka lagasetn- ingu hvað varðar það að gera ríkis- bankana að hlutafélögum á þessu ári og einnig hvað varðar nýskipan sjóðakerfis atvinnuveganna. Lögð sé megináhersla á það af hálfu ríkis- stjórnarinnar að atvinnuvegaskipt- ing sjóðanna verði ótvírætt afnumin og öll fyrirtæki í hvaða atvinnugrein sem er eigi jafnan aðgang að sjóða- kerfinu. Davíð sagði að þær breytingar sem væru fyrirhugaðar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur myndu þegar fram í sækti styrkja samninga- gerð og auðvelda aðilum að ná far- sælli niðurstöðu. • Ólafur B. Ólafsson var endur- kjörinn formaður Vinnuveitenda- sambands Islands á aðalfundi sam- takanna í gær. Aðrir í tuttugu _ manna framkvæmdastjórn VSI voru kjörnir: Arnar Sigurmunds- son, Benedikt Krisljánsson, Bjarn- ar Ingimarsson, Brynjólfur Bjarnason, Einar Sveinsson, Geir Gunnarsson, Gísli Þór Gislason, Gunnar Svavarsson, Kolbeinn Kristinsson, Konráð Guðmunds- son, Kristinn Björnsson, Magnús Jóhannsson, Sigurður Helgason, Sigurður G. Pálmason, Stefán Friðfinnson, Sturlaugur Stur- laugsson, Sveinn Hjörtur Hjartar- son, Víglundur Þorsteinsson, sem var endurkjörinn varaformaður, Þórður Magnússon og Örn Jó- hannsson. • Á aðalfundinum var samþykkt breyting á lögum samtakanna sem gerir það að verkum að hér eftir er óheimilt fyrir þá sem aðild eiga að VSÍ að falla frá rétti til að bera ágreiningsmál vegna vinnudeilna undir dómstóla. Yfirlýsingar þar um í tengslum við kjarasamninga eru sagðar marklausar. • Ákvæðum um vinnudeilusjóð VSÍ var breytt á aðalfundinum. Samkvæmt ársreikningi sjóðsins námu eignir hans 725 milljónum króna um síðustu áramót og höfðu vaxið um tæpar 100 milljónir króna frá árinu áður, en eigið fé sjóðsins var þá 628 milljónir króna. • Aðalfundurinn samþykkti starfsáætlun VSÍ fyrir árið 1996. Þar kemur fram að komandi kjara- samningar þurfi að byggjast á yfir- veguðu mati á efnahagslegum for- sendum en ekki óskhyggju. Æski- legt sé að þeir séu til tveggja ára og hvíli á markmiðum um aukinn kaupmátt launa á grundvelli auk- innar framleiðni. Nýfenginn stöðugleiki i íslensku efnahagslífi hvíli á því að launakostnaður hækki ekki að jafnaði meira hér en í viðskiptalöndunum. • VSÍ vill hækka lágmarksaldur þeirra sem eiga rétt á atvinnuleys- isbótum í 18-20 ár. Það sé óhæfa að venja ungt fólk á skólaaldri á atvinnuleysisbætur og iðjuleysi. Framkvæmdasljóri VSÍ, Þórarinn V. Þórarinsson, sagði að atvinnu- leysi mældist mest í hópi 16-19 ára fólks, en víðast hvar annars staðar væri fólk á þessum aldri ekki flokkað með atvinnulausum. Gera mætti ráð fyrir að 4% atvinnuleysi hér væri ofmat og réttara væri að virkt atvinnuleysi væri 1,5-2%. • Fram kom að verkfallsdögum fjölgaði mikið í fyrra og íslending- ar eru aftur komnir í hóp þeirra þjóða sem eru með flesta verkfalls- daga eftir að hafa bætt stöðu sína á þeim vettvangi verulega árin á undan. Fjölgunina megi einkum rekja til langvinns verkfalls kenn- ara, en verkfallsfjarvistir námu einum og hálfum degi að meðal- tali á mann í fyrra. • Hjá framkvæmdastjóra VSÍ kom fram að samtökin hlytu að kalla eftir efndum á fyrirheitum sljórn- valda um að reglur um innflutning á grænmeti, sem settar voru í tengslum við gildistöku GATT- samkomulagsins, verði endurskoð- aðar. Hann sagði að sú verndun sem reglurnar fælu í sér fyrir inn- lenda framleiðendur gerðu það að verkum að ekkert verðlagsaðhald væri í innflutningnum. Afleiðingin væri að verðþróun á grænmeti hefði verið tíföld á við þróun ann- ars verðlags í landinu frá gildi- stöku GATT-samningsins um mitt síðasta ár. • í húsnæðismálum vill VSÍ beina opinberum stuðningi markvissara að þeim sem eru að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Vaxtabótakerfið, sem kosti þrjá milljarða króna á ári, sé hluti af jaðarskattavandanum og því þurfi í stað núverandi kerf- is að taka upp ótekjutengdar hús- næðisbætur á ný eða skattaafslátt í tiltekinn árafjölda að ákveðnu hámarki. Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Þröngt mega sáttir veiða TOGARINN Akraberg er einn af tugum íslenskra togara sem eltast við karfann á Reykjanes- hrygg og Leifur stýrimaður bregð- ur sjónaukanum upp í brúnni, til að fylgjast með öðrum skipum á svæðinu og ef til vill veitir ekkert af sjónauka til að fylgjast með starf- inu um borð í svo stóru skipi. Akra- berg er í eigu útgerðarfélagsins Framheija í Færeyjum, en togarinn er að hluta í eigu Islendinga, því Samheiji hf. á Akureyri á 40% hlut í færeysku útgerðinni. Akrabergið var við þorsk- og ýsuveiðar í Bar- entshafi í tvo og hálfan mánuð, áður en haldið var á karfaveiðar. rpOGARASJÓMENN á Reykja- A neshrygg hafa ekki þurft að kvarta undan aflabrögðunum und- anfarið. Þó er misjafnt hversu stór köstin eru, en oftast fá togararnir um 20-50 tonn í hali. Það er þó ekki endilega keppikeflið að fá allt að 50 tonnum í einu, því vinnslu- og frystigetan verður að vera mikil til að ráða við svo mik- inn afla á skömmum tíma. Ekki skal giskað á það hér hve mikið er í trollpokanum sem skipveijar á Vigra RE búa sig undir að losa inn á dekkið. AMIÐUNUM á Reykjaneshrygg er hver togarinn upp við ann- an, enda hafa smávægileg vanda- mál komið upp, til dæmis trollpoki eins togara krækst í toghlera ann- ars í öllum hamaganginum. Þröngt mega þó sáttir veiða og yfirleitt er samkomulagið á Reykjanes- hrygg með ágætum, þótt stundum sé það undarleg blanda islensku, færeysku, rússnesku, spænsku og fleiri tungumála sem ómar úr tal- stöðinni. Þegar þessari mynd var smellt af voru átta togarar sjáan- legir aftur af þeim níunda. ÞAÐ ER líf og fjör á dekkinu á Sigli SI þegar trollpokinn hefur spýtt aflanum úr sér. Karf- inn streymir niður í lestar skipsins og skipveijar gæta þess að það gangi hratt og örugglega. Land- krabbar myndu sjálfsagt telja að verkfærin, sem skipveijar beita, væru ætluð til snjómoksturs, en þau reynast ekki síður vel á mok- aflann. Siglir er í annarri veiði- ferð sinni á karfamiðunum. Eftir fyrri ferðina kom Siglir færandi hendi til hafnar, með 250 tonn af vænum karfa, eða alls 350 tonn af afurðum; karfa, mjöli og lýsi. IIÐRUM togaraima er um að lit- ast eins og í vel búnum frysti- húsum. Vigri RE er eitt þessara öflugu, fljótandi frystihúsa. Þar mega menn hafa sig alla við að hausa og heilfrysta karfann. Það þýðir ekkert að ætla sér að slá slöku við, því sífellt bætist við aflann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.