Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Höfum við efni á að borða ávexti o g grænmeti? Brynhildur Briem HJARTAVERND, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð hvetja til aukinnar neyslu á grænmeti og ávöxtum því þetta er hollur matur sem æskilegt er að borða mikið af. Þegar hvatt er til aukinnar græn- metis- og ávaxta- neyslu verður mögum hugsað til verðlags þessarar vöru sem oft er ærið hátt hér á landi og hvort fólk hafi al- mennt efni á að borða mikið af henni. Því er jafnvel haldið fram að það sé ekki nema á færi hátekju- fóks að neyta þessarar matvöru stærstan hluta ársins. En þó að mikið sé rætt og ritað um hátt verðlag á ávöxtum og grænmeti fer samt ekki nema tæplega 3% af útgjöldum heimilanna til kaupa á grænmeti, ávöxtum og vörum unnum úr þeim. Á sama tíma eru 18% af útgjöldunum tilkomin vegna reksturs heimilisbílsins. Verðlag á grænmeti og ávöxtum er ærið sveiflukennt hér á landi jafnvel svo að verðið getur rokið upp um mörg hundruð prósent á stuttum tíma. Á öðrum tímum er verðið heldur lægra. Stundum er svo boðið upp á ákveðnar tegundir á niðursettu verði. Það er því mikil- vægt að fylgjast vel með verðlag- inu og gnpa tækifærið þegar það lækkar. Á þeim tíma sem verðið er allra hæst er stundum hægt að notast við frosið grænmeti sem getur verið ódýrara. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að allar tölur um verð á grænmeti og ávöxtum sem hér eru nefndar eru fengnar úr stórri matvörubúð í Reykjavík. Á landsbyggðinni er verðið yfirleitt mun hærra auk þess sem vöruúr- valið er iðulega mun minna. Mælt er með að hver og einn borði að minnsta kosti 5 skammta á dag af ávöxtum og grænmeti. Skoðum nú hvort hægt er að fara eftir þessum ábendingum án þess að setja sig á hausinn. Þetta er til dæmis hægt að gera með því að borða appelsínu með morgunverði, setja agúrku og kínakál á samlok- una í hádeginu, borða banana í kaffítímanum, hafa soðnar rófur með kvöldmatnum og fá sér Við blön DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 553 8000 gulrætur og blómkál að narta í yfir sjón- varpinu um kvöldið. Ef miðað er við 50 g skammt af grænmet- inu í hvert sinn kostar allt þetta ekki nema um 100 kr. Ávextimir og grænmetið koma væntanlega í staðinn fyrir einhvern annan mat svo í þessum verðútreikninum er því nauðsynlegt að athuga hvað sá matur hefði kostað. Gefum okkur að appelsínan hafí komið í stað jóg- úrtdósar, grænmetið í hádeginu í staðinn fyrir rækjusalat, bananinn í kaffínu í staðinn fyrir vínar- brauð, í kvöldmatinn hefði verið borðað meira kjöt og um kvöldið væri borðað súkkulaði. Þetta kost- ar samtals 280 kr. Það kemur sem sagt í ljós að með því að borða grænmetið og ávextina má spara 180 kr. Þetta ætti að segja okkur að við höfum efni á að borða ávexti og græn- meti, við getum jafnvel sparað með því. Reyndar þarf að taka með í Ef ávextir og grænmeti lækkuðu í verði, segir Brynhildur Briem, mætti ætla að neysla þeirra ykist. reikninginn að grænmetið er létt í maga og má ætla að fólk vilji borða stærri skammta en hér er reiknað með. Margir hafa það til siðs að kaupa kók og súkkulaði á línuna á kvöld- in þegar setið er fyrir framan sjón- varpið. Eyrir fjögurra manna fjöl- skyldu gæti þetta kostað 400 kr. Ef í staðinn væru niðurbrytjaðir ávextir bornir fyrir fjölskylduna væri hægt að kaupa 10 stk. af eplum, appelsínum eða banönum fyrir þetta verð. Aðrir myndu velja að brytja niður grænmeti og kaupa ídýfu. Þá væri hægt að kaupa 'h kg af blómkáli, sama magn af gulrótum og hálfa agúrku ásamt ídýfunni fyrir 400 kr. Það þarf sem sagt ekki að vera dýrara að borða grænmetið. Svo er líka hægt að kaupa mun dýrari ávexti og grænmeti en hér hefur verið reiknað með en í græn- metis- og ávaxtaborðum má sjá verð allt upp í 1.000 kr kílóið. Ef þessar vörur lækkuðu í verði mætti ætla að neysla þeirra ykist og þar með fjölbreytni í ávaxta- og græn- metisneyslu. Þá væri enn auðveld- ara að fylgja ráðleggingum Hjarta- vemdar, Krabbameinsfélagsins og Manneldisráðs. Oft hefur verið bent á að verðlag á grænmeti og ávöxtum sé í rauninni heilbrigðis- mál því þetta eru hollar vörur sem æskilegt er að borða mikið af. Höfundur er lektor við Kennara- háskóla Islands. Lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna MIKIÐ er rætt um réttindamál opinberra starfsmanna um þessar mundir. Ástæðan er frumvarp ríkis- stjórnarinnar um þetta mál, sem ligg- ur fyrir Alþingi. Þar er tekið á ævir- áðningu, biðlaunarétti, yfirborgunum og nokkrum atriðum öðrum. Ekki er þar tekið á lífeyrisrétti opinberra starfsmanna. Talsmenn þeirra stétt- arfélaga, sem opinberum starfsmönn- um er gert að greiða til, hafa mót- mælt þessum breytingum og tala um kjaraskerðingu í því sambandi. Ekki hefur þó birst mat á því hve mikils virði réttindin eru í prósentum. Hér ætla ég ekki að ræða sérstak- lega um þessi réttindi opinberra starfsmanna heldur ætla ég aðallega að beina sjónum að lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna, sem eru um- talsvert betri en á almennum mark- aði a.m.k. að því er tryggð laun varð- ar. Eftirtalin atriði eru betri hjá Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins en hjá almennum lífeyrissjóðum. Lífeyrisréttindi opinberra starfs- manna: 1. Opinberir starfsmenn geta hafíð töku ellilífeyris 65 ára í stað 70 ára á almennum markaði og því tekið ellilífeyri 5 árum lengur. 2. Opinberir starfsmenn greiða ið- gjöld einungis í 32 ár en aðrir greiða iðgjald að þar til þeir hefja töku ellilífeyris. 3. Opinberir starfsmenn ávinna sér ellilífeyrisrétt, sem er 2% af laun- um fyrir hvert ár, sem þeir hafa unnið. Aðrir ávinna sér mest 1,8% fyrir hvert ár. 4. Opinberir starfsmenn taka ellilíf- eyri samkvæmt launum eftir- manns en ellilífeyrir annarra mið- ast við meðaltekjur yfir starfsæ- vina, sem yfírleitt eru nokkuð lægri. 5. Opinberir starfsmenn njóta verð- tryggingar lífeyris miðað við laun en lífeyrir annarra er verðtryggð- ur miðað við lánskjaravísitölu. Yfirleitt er talið að laun hækki meira en vísitölur til lengri tíma litið. 6. Opinberir starfsmenn geta farið á lífeyri þegar starfs- tími og lífaldur er samanlagt 95 ár. Aðrir ekki. 7. Makalífeyrir er eitt- hvað betri hjá opin- berum starfsmönn- um. 8. Opinberir starfs- menn njóta rík- is- ábyrgðar á lífeyris- réttindum sínum en aðrir þurfa að sæta skerðingu á lífeyri ef eignir duga ekki til. Eftirtalin atriði eru betri hjá almennu lífeyr- issjóðunum en hjá Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins: 1. Einungis er greitt af dagvinnu- launum til Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins. Mikilvægast er að stöðva frekari uppsöfn- un ógreiddra skuldbind- inga, segir Pétur H. Blöndal, í fyrri grein sinni og fínna lausn á vandanum. 2. Örorkulífeyrir er lakari. 3. Makalífeyrir nær ekki til sam- búðarfólks. Öll þessi atriði gera það að verkum að lífeyrisréttindi opinberra starfs- manna eru meira en tvöfalt verð- meiri en lífeyrisréttindi hjá almennu lífeyrissjóðunum. Iðgjaldið þyrfti því að vera nokkuð yfír 20% af tryggðum launum í stað 10%. Reiknað hefur verið út að skuld- binding ríkissjóðs vegna Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins umfram eignir hans séu um 70 milljarðar króna. Til viðbótar koma skuldbind- ingar sveitarfélaga, sem ekki liggja fyrir en ætla má að séu um 20 milljarðar króna. Samtals um 90 milljarð- ar króna. Þetta eru um 600 þkr. á hvem vinnandi einstakling í landinu eða sem svarar 4-5 mánaða launum fyrir skatta. Opinberir starfsmenn eru um 20% allra vinn- andi manna. Hver opin- ber starfsmaður á sam- kvæmt því að meðaltali ca. 3 mkr. kröfu á „rík- ið“ vegna iífeyrisskuld- bindinga, sem ekki er búið að ganga frá og greiða. Þar af skuldar hann sjálfur sem skatt- greiðandi 600 þkr. Hann á því að meðaltali 2,4 mkr. kröfu á ríkið. Hver skuldar hvetjum hvað? Hver skuldar opinberum starfs- mönnum þessar fjárhæðir? Hver greiðir þær á endanum? Sá hluti íslensku þjóðarinnar, sem ekki starfar hjá ríkinu eða hjá sveit- arfélögum, hlýtur á endanum að greiða þessa kröfu opinberra starfs- manna. Enginn annar gerir það. Þessi krafa vex árlega um 3 til 5 milljarða eða um 10 mkr. á dag! Það er brýnt fyrir þá fjölmörgu, sem ekki eru opinberir starfsmenn að þessi ógreidda skuldbinding ríkis- sjóðs verði lækkuð eins og mögu- lega er hægt. Þessi 80% vinnandi fólks hafa í kyrrþey verið látin taka á sig óbæri- lega skatta í framtíðinni. Það ætti jafnframt að vera keppikefli opin- berra starfsmanna að gengið verði formlega frá þessum réttindum, sem enn hafa ekki verið greidd. Mikilvægast er þó að stöðva frek- ari uppsöfnun ógreiddra skuldbind- inga og finna lausn á þessum vanda. I næstu grein mun ég stinga upp á og Ijalla um hugsanlega lausn á þess- um vanda. Höfundur er alþingismaður og tryggingastærðfræðingur. Pétur H. Blöndal Hvernig á að efla verkmenntun? Á SÍÐUSTU þijátíu árum eða svo hefur nemendum hérlendis á framhaldsskólastigi, þ.e. aðallega á aldrinum 16-20 ára, fjölgað svo mjög að nú hefja um 88% allra 16 ára gam- alla nemenda eitthvert framhaldsnám. Raunin hefur orðið sú að hér fara flestir í bóknám. Um 40% árgangs lýkur stúdentsprófí en 15-20% virðast ljúka prófum af verknáms- brautum. Líklega sækja innan við 25% árgangs í starfsnám hérlendis, en hins vegar er talið að mun fleiri, jafnvel 60%, sæki í verknám í Dan- mörku og Þýskalandi. Tölur frá Sviss sýna að þar er aðeins um 12% af ald- ursárgangi hleypt í fræðilegt bóknám, en líklega er sú tala ekki alveg sam- bærileg við okkar tölur. Of margir falla í bóknámi Hér reynir stór hluti ungmenna í hveijum árgangi við bóknámið aftur og aftur án þess að ráða við það eða nenna að stunda það. Ónóg framboð á verknámi, ýmiss konar félagsleg skilaboð, óraunsær metnaður nem- enda og foreldra og eflaust fleira stuðlar að þessu námsvali, sem veldur þjóðfélaginu ónauðsynlegum kennslu- kostnaði, því mjög dýrt er að láta marga sífellt stunda árangurslaust nám. Þessu þarf að breyta þannig að nemendum verði í vaxandi mæli stýrt inn á brautir sem þeir ráða við og falla að áhugasviði þeirra. Menn vona nú að sam- ræmd próf í grunnskóla fyrr en verið hefur leiði til þess að nemendur fái skýrari skilaboð en áður og átti sig þar með betur á því hvar áhuginn liggi. Síðan þarf að þrengja inntökuskilyrði á bókn- ámsbrautir til þess að margir nemendur séu ekki sífellt að reyna þar við áfanga sem þeir ráða ekki við. Fjármunir myndu spa- rast með því að flestum væri sem fyrst stýrt inn í nám við hæfi. Þessa fjármuni ætti síðan m.a. að nýta til að byggja upp verknámsað- stöðu í ýmiss konar þjónustugreinum, en innan þeirra skapast nú flest ný atvinnutækifæri á íslandi sem og í nágrannalöndum. Verulegur hluti starfsnámsins, einkum á síðari stigum, ætti að fara fram í samvinnu við fyrir- tæki og stofnanir á vinnumarkaði, sem tækju að sér starfsþjálfun, líkt og gert er t.d. í Þýskalandi og Frakklandi. Ýmsar fyrri tilraunir til að beina unglingum í verknám hérlendis hafa misheppnast að talsverðu leyti, en menn mega ekki láta hugfallast af þeim sökum. Samvinnan við atvinnulifið Margfir atvinnurekendur hafa til skamms tíma ekki gert sér grein fyr- ir því að þeir gætu með tímanum Björn Teitsson Miða þarf kennslu í skólum okkar, segir Björn Teitsson, við þjóðfélag'slegan raun- veruleika. haft mikinn ávinning af slíku starfs- þjálfunarfyrirkomulagi. Það myndi til frambúðar auka gæði framleiðslunn- ar, sem oft er miðuð við útflutning, þar sem búast má við harðri sam- keppni. Hér má nefna fullvinnslu sjáv- arafurða. Mjög brýnt er þannig að hérlendis verði samvinna skóla og aðila vinnumarkaðarins stóraukin. Samkeppnisþjóðir okkar, svo sem Norðurlandaþjóðir, Þjóðveijar og Jap- anir, greiða kennurum mun.betri laun en hér er gert, og er þá miðað við venjulega kennsluskyldu, ekki yfir- vinnu. Hækkun grunnlauna kennara á Íslandi væri önnur tiltölulega örugg leið til þess að bæta samkeppnisstöðu okkar. Lífskjaramiðuð skóiastefna Við viljum vafalaust að skólakerfí okkar skili frá sér fólki sem sé svo vel upplýst og vel hæft til starfa að það geti látið Islendinga framtíðarinn- ar standa öðrum þjóðum á sporði í efnahags- og atvinnumálum. Þess er sem sagt vænst að skólakerfið stuðli að því að lífskjör íslensku þjóðarinnar verði áfram góð. Þetta getur ekki gerst nema við miðum kennslu í skól- um okkar við þjóðfélagslegan raun- veruleika, þar á meðal raunveruleika þjónustusamfélags náinnar framtíðar. Höfundur er skólameistari við Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði. i - « « « í c « « < 1 í ( ( I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.