Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D/E
114. TBL. 84.ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Bosníu-Serb-
ar segja sam-
stöðu órofna
Reuter
SORPHIRÐUMENN í Bonn lögðu niður vinnu í gær og komu saman á mótmælafundi í miðborginni.
Belgrad. Reuter.
RAJKO Kasagic, sem rekinn var
úr embætti forsætisráðherra Bosn-
íu-Serba í fyrri viku, lýsti óvænt
yfir því i gær að sá gjörningur hefði
verið löglegur og enginn ágreining-
ur væri uppi meðal Serba í Srpska-
lýðveldinu.
Kasagic undirritaði yfirlýsingu í
þessa veru í gær en í síðustu viku
skýrði Radovan Karadzic, leiðtogi
Bosníu-Serba, frá því að hann hefði
Tilræði í
Nýju-Delhí
Nýju Delhí. Reuter.
AÐ minnsta kosti 16 manns létu
lífið og um 50 slösuðust er öflug,
tíu kílóa bílsprengja sprakk í
Lajpat Nagar-verslunarhverfinu
í Nýju-Delhí í gær. Tveir hópar
aðskilnaðarsinna í Kasmír sögð-
ust í gærkvöldi bera ábyrgð á
tilræðinu.
Sprengjan sprakk á þeim tíma
þegar hvað mest er að gera í
hverfinu. Kviknuðu eldar í þrem-
ur byggingum og óttaðist ind-
verska lögreglan að einhveijir
kynnu að hafa orðið þar inn-
lyksa. „Það er enn verið að leita
að líkum,“ sagði talsmaður henn-
ar.
Kjósa á um tvö þingsæti í
Kasmír á morgun og hafa hermd-
arverkamenn hótað að spilla
kosningunum.
ákveðið að víkja Kasagic úr emb-
ætti. Hafði Kasagic farið hörðum
orðum um stjórnarhætti Karadzic,
sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi
í Bosníu.
Kasagic hafði verið talinn til
raunsæismanna í stjórnmálum
Bosníu-Serba og vakti brottvísun
hans hörð viðbrögð víða enda þótti
hún lítt til þess fallin að greiða fyr-
ir framkvæmd Dayton-samkomu-
lagsins um frið í Bosníu. í stað
Kasagic hefur Karadzic skipað ann-
álaðan þjóðernissinna, Gojko
Klickovic.
Óskhyggja Bildts?
Þessi rás atburða og yfirlýsing
Karadzic um að hann hafi ákveðið
að fela undirsátum sínum að halda
uppi samskiptum við fulltrúa er-
lendra ríkja, hefur vakið upp vanga-
veltur af ýmsum toga um stöðu
hans. Carl Bildt, fulltrúi Evrópu-
sambandsins í Bosníu, lýsti yfir því
um helgina að dagar Karadzic á
valdastóli væru senn taldir. Nú þyk-
ir margt benda til þess að um ósk-
hyggju hafi verið að ræða.
Samkvæmt Dayton-samkomu-
laginu eiga fijálsar kosningar að
fara fram í Bosníu í haust. Alija
Izetbegovic, forseti Bosníu, kvaðst
í gær telja að skilyrði væru ekki
fyrir hendi til að þær gætu farið
fram nú þar sem Karadzic væri enn
í leiðtogahlutverki hjá Serbum.
■ Meistari upplausnarinnar/20
Bonn. Reuter.
Á ANNAÐ hundrað þúsund opin-
berir starfsmenn í Þýskalandi
lögðu í gær niður vinnu í lengri
eða skemmri tima til að mót-
mæla niðurskurðaráformum rík-
isstjórnarinnar. Olli þetta mikilli
röskun á almenningssamgöng-
um, sorphirðu og stjórnsýslu í
60 þýskum borgum.
Skæruverkföll opinberra
starfsmanna hófust fyrir tveim-
ur vikum og verða sífellt um-
fangsmeiri. Stéttarfélögin, sem
standa að aðgerðunum, segja
áform stjórnvalda um að spara
í opinberum rekstri ógna þeirri
samstöðu er ríkt hefur um fé-
lagsleg málefni í Þýskalandi frá
stríðslokum.
Dieter Schulte, formaður
stéttarfélagsins DGB sakaði
Wolfgang Schauble, einn nán-
asta samstarfsmann Helmuts
Skæru-
verkföll í
Þýskalandi
Kohls kanslara, um að segja
ósatt er hann héldi því fram að
verkalýðshreyfingin hefði fallist
á sparnaðaráformin. „Þetta er
lygi. Fimmtíu punkta áætlunin
[til að efla atvinnu og hagvöxt]
var ekki rædd við okkur. Um
leið og ríkisstjórnin samþykkti
áætlunina lýstum við því yfir að
hún bryti í bága við þá sameigin-
legu yfirlýsingu sem við gáfum
út á kanslaraskrifstofunni 23.
janúar.“ Scháuble virti hins veg-
ar ummæli Schulte að vettugi
og hvatti stéttarfélögin til að
taka þátt í því að draga úr launa-
tengdum kostnaði er væri ein
helsta ástæða hins mikla at-
vinnuleysis í landinu. Hann sagði
Schulte og aðra verkalýðsleið-
toga hafa samþykkt í janúar sl.
að taka þátt í þessu starfi. Þar
sem tilraunir til að gera þetta í
nánu samráði við samtök at-
vinnulifsins hefðu runnið út I
sandinn hefði löggjafinn orðið
að taka á málinu upp á eigin
spýtur.
Ríkisstjórnin vill m.a. frysta
laun opinberra starfsmanna og
krefst þess að verði laun hækkuð
komi jafnframt til hagræðing og
lengri vinnutími. Opinberir
starfsmenn hafa krafist 4,5%
launahækkunar.
Farþegaferju frá Tanzaníu hvolfir á Viktoríuvatni
Ottast að 500
manns hafi farist
Dar es Salaam. Reuter.
ÓTTAST var að allt að 500 manns
hefðu farist snemma í gærmorgun
er feiju frá Tanzaníu hvolfdi á Vikt-
oríuvatni í Afríku. Fregnir voru
óljósar en sagt að björgunarmenn
hefðu þegar fundið um 120 manns
á lífi og 25 lík. Ríkisútvarp Tanzan-
íu hafði eftir fréttaritara sínum að
nær 600 hefðu verið um borð, tals-
vert fleiri en leyfilegt var.
Feijan, sem nefndist Bukopa,
mátti ekki sigla með fleiri en 433
manns innanborðs. P.J. Kyesi, starf-
andi yfirmaður ríkisjárnbrautanna,
sem áttu feijuna, virtist ekki vita
fyrir víst hve margir hefðu verið um
borð en algengt er á þessum slóðum
að ferjur séu ofhlaðnar.
í símasamtali við fréttamann
Reuters virtist Kyesi draga í efa að
fullyrðingar ríkisútvarpsins í Tanza-
KENÝA
Bukoba
Mwanza
TANZANIA
níu um að 500 hefðu farist væru
réttar.
„Þeir [björgunarmennirnir] fundu
120 manns á lífi og við gerum einn-
ig ráð fyrir að fleiri hafi komist af
með því að búa sér til fleka, við leggj-
um þess vegna mikla áherslu á að
finna þá,“ sagði hann. Kyesi vísaði
á bug fregnum um að feijan hefði
steytt á skeri.
Benjamin Mkapa, forseti Tanzan-
íu, lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg
vegna harmleiksins. Fulltrúi hans
sagði að stöðugleiki feijunnar hefði
verið mældur fyrir skömmu og
reynst í lagi en heimildarmenn hjá
járnbrautunum tjáðu fréttamönnum
að skipið hefði verið gamalt og hefði
átt að taka það úr notkun á næst-
unni.
Bukopa var á leið frá borg með
sama heiti á vesturströnd stöðu-
vatnsins til borgarinnar Mwansa á
suðurströndinni en sökk um 30 km
frá landi, við eyna Karumo.
Reuter
Fagnað of fljótt?
GJALDEYRISKAUPMAÐUR í
Amman í Jórdaníu faðmar
seðlabúntin sín, írska dinara
sem hann telur að muni nú
verða meira virði eftir að Irak-
ar hafa samþykkt skilyrði
Sameinuðu þjóðanna fyrir tak-
markaðri olíusölu. Tíðindunum
var ákaft fagnað í írak þar sem
vöruskortur og óðaverðbólga
hafa valdið almenningi miklum
þjáningum; einræðisherrann
Saddam Hnssein hefur eytt
stórfé í minnismerki, hallir og
lystisnekkju þrátt fyrir neyð-
ina. Stjórnmálaskýrendur
segja að Bandaríkjamenn og
Bretar hyggist tryggja að við-
skiptaþvingunum öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna gagnvart
írak verði að öðru leyti haldið
áfram.