Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 13
•¦¦-•«_*•»•.' MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996 13 GREINARGERÐ og systur í Austur-Þýzkalandi eftir sameiningu Þýzkalands, heldur einn- ig við þjóðir Mið- og Austur-Evrópu, sem nú standa í þeim sporum að vinna bug á arfleifð kommúnismans og byggja upp réttar- og lýðræðis- ríki á rústum hans. Vaclav Havel, forseti Tékklands, er rödd lýðræðisbyltingarinnar í Mið- og Austur-Evrópu á alþjóðavett- vangi. Hann er trúverðugur vegna þess að hann var höfuðandstæðingur lögregluríkisins á tímabili sovézku nýlendustjórnarinnar þar í landi. Hann er innblásinn hugsjónamaður um frelsi, mannréttindi og lýðræði. Þegar hann talar þá hlusta menn. Lennart Meri, forseti Eistlands, er svipaðrar gerðar. Hann var sjálfur fórnarlamb sovézku nýlendustjórn- arinnar, þar sem hann og fjöiskylda hans voru flutt nauðungarflutning- um í Gulagið. Hann er lærður mað- ur, sem er orðinn vitur vegna óvenju- legrar lífsreynslu. Honum hefur tek- ist í snjöllum ræðum og hugvekjum að ná eyrum valdamanna á Vestur- löndum sem innblásinn talsmaður fyrir sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Honum hefur tekist í krafti yfir- burðaþekkingar að eyða fordómum í garð þessara þjóða og vinna vald- hafa til fylgis við málstað þeirra; um rétt þeirra til að verða hluti hinn- ar evrópsku þjóðarfjölskyldu. í leið- inni hefur hann mótað hlutlaust og valdalítið forsetaembætti á þann veg að hann er orðinn að persónu- gervingi og rödd Eystrasalts- þjóð- anna í utanríkis- og öryggismálum. Að virkja Bessastaði Getur forseti íslands fetað í fót- sjior þessara manna? Tökum dæmi. Astþór Magnússon, sem orðaður hefur verið við forsetaframboð, er í forsvari fyrir samtök sem starfa í mörgum löndum og kenna sig við frið 2000. Ólafur Ragnar Grímsson, forsetaframbjóðandi, var á sínum tíma í forsvari fyrir alþjóðlegum þingmannasamtökum „Parlament- arians for Global Action". Bæði þessi samtök boða stefnu t.d. í afvopnun- armálum, sem gengur í berhögg við grundvallarþætti varnarmálastefnu Atlantshafsbandalagsríkj anna. Ef þessir frambjóðendur, hvor þeirra sem næði kjöri, kysu að beita embætti forseta íslands til að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd og vinna þeim fylgi, er hætt við að þeir lentu fljótlega í árekstri við rík- isstjórn, utanríkisráðherra og þing- meirihluta, sem fylgja annarri stefnu. Hvað yrði þá um forsetann sem „sam- einingarafl" þjóðarinnar, sem tekur ekki afstöðu til pólitískra ágreinings- mála og er hafinn yfir flokkadrætti? Vill þjóðin forseta sem er yfirlýstur andstæðingur þeirrar utanríkis- stefnu, sem meirihluti þings og þjóð- ar hefur mótað á lýðveldistímanum? Eða telur þjóðin að forsetaembættið sé „ópólitískt" og skoðanir forsetans komi því málinu ekki við? - Tökum annað dæmi: Getur forset- inn látið til sín taka í málum sem eru hápólitísk í eðli sínu, en eru um leið siðferðileg álitamál og varða hag einstaklinga og fjölskyldna í þjóðfé- laginu? Hafa forsetaframbjóðendur einhverja skoðun á tilvistarkreppu láglaunafjölskyldunnar á íslandi með sinn langa vinnudag? Hafa for- setaframbjóðendur eitthvað að segja um gildi hjónabandsins fyrir fjöl- skylduna og uppeldi ungu kynslóðar- innar í landinu? Hafa þeir skoðanir á því hvernig hlúa megi að fjölskyld- unni sem hornsteini samfélagsins eða hvað unnt sé að gera af hálfu stjórnvalda til þess að draga úr tíðni hjónaskilnaða og uppflosnun fjöl- skyldna? Hafa forsetaframbjóðendur skoðun á þeim siðferðilega vanda sem snýr að fóstureyðingum? Getur forseti, í samráði við önnur stjórn- völd, beitt sér fyrir ákveðnum að- gerðum til að ráðast að rótum fíkni- efnavandans, sem hvílir eins og mara á mörgum fjölskyldum? Er ekki hætt við því að forseti, sem vildi úr ræðustóli eða í rituðu máli vanda um við þjóð sína, grípa á siðferðilegum meinum eða vísa öðrum veginn á forsendum siðferði- legs gildismats, yrði brátt umdeild- ur? Samrýmist slíkt hlutverk kenn- ingunni um „sameiningartáknið"? I þessu samhengi mætti nefna til sögunnar annað mál, sem forseti gæti hugsanlega látið til sín taka, einmitt vegna þess að Alþingi hefur reynzt ófært um að taka á því eða samþykkja nothæfar lausnir. Hér á ég við sjálft stjórnarskrármálið og ýmis réttindamál tengd stjórnskipun og stjórnsýslu. Getur forseti beitt sér fyrir umræðu um endurskoðun stjórnarskrárinnar þ.m.t. um mál eins og valdsvið forseta, aðgreiningu framkvæmdavalds og löggjafar- valds, jöfnun atkvæðisréttar eða önnur slík hápólitísk ágreiningsmál? Myndi hann ekki fljótlega vera sak- aður um að fara út yfir valdmörk sín og stofna í hættu hlutverki sínu sem sameiningarafl eða sameining- artákn? „Hin helgu vé" Margir nefna til sögunnar að for- seti eigi einkum að fjalla um „hin helgu vé": Land, þjóð og tungu. Eitt er það að mæra ágæti eigin þjóðern- is og sögu, bókmennta og lista. Annað að ræða við þjóðina af alvöru og yfirvegun um vanda þjóðmenn- ingar í heimi vaxandi alþjóðavæðing- ar; um það hvort þjóðlegri menningu vegnar betur í einangrun eða undir áreiti og í samkeppni við alþjóðlega menningu og í fjölþjóðlegu menning- arsamstarfi. Ef forsetinn hefði mótaðar skoð- anir á þessum málum og vildi virkja starfsfólk í víngarði menningarinn- ar, skólamenn, vísindamenn og lista- menn til að auka gæði skólahalds, menntunar og menningar, er hætt við að ýmsum þætti hann vera far- inn að ryðjast inn á verksvið stjórn- valda. Skyldi ekki menntamálaráð- herranum þykja að sér þrengt? Sama máli gegnir ef forsetinn vildi beita sér fyrir leiðbeinandi og greinandi umræðu um lýðræðislegt og menningarlegt hlutverk fjölmiðla í nútíma samfélagi. Hefur hann t.d. skoðun á menningarhlutverki Ríkis- útvarpsins og framtíð þess í sam- keppni við einkarekna fjölmiðla? Eða á þeirri stefnu sem taka ber í fjar- skiptabyltingunni, sem skollin er á, og kallar á grundvallarbreytingar á innlendum stofnunum og starfsemi? Samrýmast slíkar hugmyndir sam- einingaraflinu eða er hér farið út yfir valdmörk forsetans? Er þetta ekki m.a. hlutverk alþingismanna og annarra í frjálsum skoðanaskipt- um í opnu lýðræðisþjóðfélagi? Getur „Eru þeir [forsetafram- bjóðendur] ásáttir við það að forsetaembættið snú- izt ekki um neitt og þá kosningabaráttan ekki heldur? Er það þessvegna sem sumir þeirra keppast við að þegja?... Þessi kosningabarátta er ekki samboðin þjóð sem telur sig búa í upplýstu menn- ingarsamfélagi." sérstaða forsetaembættisins verið í því fólgin að leiða umræðuna með þjóðinni með því að setja mál af þessu tagi á dagskrá? Forsetinn og erlend samskipti Ríkisstjórn, í krafti meirihluta Alþingis, mótar á hverjum tíma í megindráttum þá stefnu, sem fylgt er í utanríkis- og varnarmálum, í utanríkisviðskiptamálum og í sam- skiptum við aðrar þjóðir. Hvert er hið sérstaka hlutverk forsetans varðandi alþjóðasam- skipti? Forsetinn fer í opinberar heimsóknir í boði annarra þjóðhöfð- ingja. Hann hefur mikil samskipti við pólitíska valdhafa annarra þjóða, bæði heima og erlendis. Þeirri spurn- ingu héfur aldrei verið svarað, hvort forsetinn eigi að tala máli ríkis- stjórnarinnar í þessum erlendu sam- skiptum. í varnarmálum? í varnar- samstarfi við Bandaríkin? Um varn- armálastefnu NATO? Um opnun NATO til austurs? Um Evrópusam- starfið? Getur forsetinn fylgt allt annarri stefnu en sitjandi ríkisstjórn og þing- meirihluti? A hann þá að gera það fyrir opnum tjöldum og með virkum hætti - eða á laun, í einkasamtölum? Ef upp koma viðkvæm og vandmeð- farin milliríkjadeilumál (eins og t.d. í samskiptum við Norðmenn út af hafréttarmálum) á forsetinn að hafa þar frumkvæði? Eða á hann að láta eins og honum komi málið ekki við? Sums staðar þar sem forsetaemb- ættið er valdalítið, er það einkum í utanríkis- og alþjóðamálum sem for- setinn lætur til sín taka. Um þetta hefur forsætisráðherra farið háðu- legum orðum með uppnefni eins og „farandsendiherra". I sumum ríkjum er það sk'ylda forsetans að tala máli sitjandi ríkisstjórnar; að fylgja yfir- lýstri stefnu og tala máli hennar í samskiptum við erlenda aðila. Sums staðar er gengið svo langt að ræður forsetans eru samdar í forsætis- eða utanríkisráðuneytinu, eins og tíðkast um stefnuræður konungborinna þjóðhöfðingja. Spurningin er: Samrýmist það valdmörkum forsetaembættisins að forsetinn verði virkur og hafi sjálf- stætt frumkvæði í alþjóða- eða utan- ríkismálum? Er ekki hætt við því að það leiði fljótlega til árekstra við ríkisstjórn, meirihluta Alþingis og þar með þingræðisregluna? Þurfa svörin við þessum spurningum ekki að liggja fyrir, áður en kjósendur ganga að kjörborðinu? Um hvað eiga kosningarnar að snúast? Til hvers er forsetinn? Markaðsmál og viðskiptasambönd Sama máli gegnir um þann þátt stefnunnar í utanríkismálum sem varðar markaðsmál og tengsl við viðskiptabandalög. Ekki þarf að nefna nema nokkur dæmi til að rifja upp að hér er um stórpólitísk átaka- mál að ræða. Aðildin að EFTA, aðild- in að Evrópska efnahagssvæðinu, samskipti íslendinga við Evrópu- sambandið, aðildin að Alþjóðavið- skiptastofnuninni og útfærsla GATT-samningsins hér á landi. Ekki fer á milli mála að ríkisstjórn, í krafti þingmeirihluta, ræður stefnunni. En hvert getur verið hlutverk forseta íslands í þessum málum, þar sem hann þarf að hafa samskipti við for- ystumenn þessara bandalagsþjóða okkar? Á að ætlast til þess að for- seti, sem í fyrri tilveru sinni var einn harðasti andstæðingur þeirrar stefnu í utanríkisviðskiptum, sem meirihluti þings og þjóðar hefur mótað, tali þvert um hug sér í þeim málum? Tali máli ríkisstjórnar og þingmeirihluta gegn eigin sannfær- ingu? Eða getur hann haldið áfram að berjast fyrir því úr forsetastóli að stefnunni verði breytt og ísland segi t.d. skilið við Evrópska efna- hagssvæðið? Þurfa svör við spurn- ingum af þessu tagi ekki að liggja fyrir, áður en gengið er til kosninga? Það hefur verið talið einum for- setaframbjóðandanum sérstaklega til tekna, að hann geti, vegna sér- stakra sambanda í einræðisríkjum, eða þar sem spilling er landlæg í stjórnmálum og viðskiptum, opnað dyr fyrir íslenska viðskiptaaðila til að ná viðskiptum. Auðvitað tíðka þjóðir það að beita diplómatískum aðgangi að stjórnvöldum til að greiða fyrir viðskiptum. Þess vegna m.a. ákvað ég á sínum tíma að ís- lendingar skyldu opna fyrsta sendi- ráðið í Asíu í Peking en efiki t.d. í Tókýó, þar sem viðskipti eru þó mikíu meiri. Ástæðan var sú að í kommúnistaríki eins og Kína þarf meiri milligöngu stjórnvalda til að koma á viðskiptasamböndum. Þetta er hins vegar ekki tengt persónu forsetans heldur embætti ráðherra eða forseta. Eða halda menn virki- lega að forsetaembættið sé einhvers konar framlenging á markaðsráð- gjafarskrifstofu frambjóðenda? Hvað segja stjórnskipunarfræðingar um þá nýstárlegu kenningu? Samkvæmt íslenskri stjórnskipun fer utanríkisviðskiptaráðuneytið með þessi mál og aðrar þær stofnan- ir sem undir það heyra (eins og t.d. Útflutningsráð). Þar sem markaðs- kerfi er ríkjandi og markaðskjör ráð- ast af fjölþjóðlegum samningum þarf ekki atbeina þjóðhöfðingja til að opna dyr kerfisins í öðrum löndum eða greiða fyrir sérmeðhöndlun^ á pólitískum forsendum. Forseti ís- lands getur hins vegar tvímælalaust stutt dyggilega við bakið á mark- aðsátaki stjórnvalda og einkaaðila, einkum með því að bæta ímynd ís- lands með eftirtektarverðum hætti. Þetta hefur fráfarandi forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir, til dæmis gert með miklum sóma. Um hvað snúast forsetakosningarnar? í ljósi þessarar greiningar á stjórnskipulegu hlutverki forseta- embættisins er ástæða til að spyrja: Um hvað snúast forsetakosningar yfirleitt? Sigurður Líndal, prófessor, segir í Skírnisgrein 1992 að það sé „ekki heil brú í því að efna til þjóð- kjörs um valdalausan forseta þar sem ekki er um annað að kjósa en persónulega eiginleika". Og núv. forsætisráðherra, Davíð Oddsson, hefur í Mbl.- viðtali (14.04.96) bætt um betur þar sem hann segir: „Það orkar í_ raun tvímælis að embætti sem hefur nánast engin raunveruleg völd samkvæmt stjórnarskránni skuli vera þjóðkjörið. Og hugmyndir um að láta þjóðina kjósa tvisvar í allsherjarkosningum til embættis sem ekki hefur meiri völd en ís- lenska forsetaembættið eru nokkuð sérstakar. Mér finnst ekkert ýta undir slíkt". Hverju svara þeir, sem sækjast eftir forsetaembættinu, eru í fram- boði, þessum sjónarmiðum, sem eru í reynd um það að forsetaembættið sé valdalaust og þar með óþarft? Hvaða hugmyndir hafa þeir um stjórnskipulegt hlutverk forsetans? Vilja þeir láta breyta embættinu? Vilja þeir auka völd forsetans og þá hvernig? Eða eru þeir ásáttir við það að forsetaembættið snúist ekki um neitt og kosningabaráttan þá ekki heldur? Er það þess vegna sem sum- ir þeirra keppast við að þegja? Eða nota tækifærið þegar þeir tala, til þess fyrst og fremst að leyna hugs- un sinni? Hvers vegna flytja forseta- frambjóðendurnir ekki nokkrar vandaðar og yfirvegaðar ræður, þar sem þeir gera grein fyrir hugmynd- um sínum um forsetaembættið, völd þess og áhrif, og skýra frá því í áheyrn alþjóðar, hvernig þeir hyggj- ast gegna embættinu? A hvaða mál munu þeir leggja megináherslu? Hvers konar forsetar vilja þeir vera? Telja þeir sig geta léð forsetaemb- ættinu innihald með því að velja mál á dagskrá þjóðarumræðunnar, sem skipta máli? Hvaða mál vilja þeir setja á dag- „Á það var bent að Ólafur Ragnar, fyrrver- andi formaður Alþýðu- bandalagsins, hefði allan sinn stjórnmálaferil verið harður andstæðing- ur þeirrar meginstefnu í varnar- og utanríkismál- um, sem meirihluti þings og þjóðar stæði saman um." skrá? Vilja þeir breyta forsetaemb- ættinu í annað utanríkisráðuneyti, sem rekur aðra utanríkisstefnu en þá, sem styðst við meirihluta þings og þjóðar? Eða hafa þeir sérstakar skoðanir á því, hvar Island eigi að skipa sér í sveit, á þeim byltingar- kenndu breytingartímum sem nú ríða yfir? Hvernig á þjóðin að geta valið milli forsetaframbjóðenda á einhverjum gildum forsendum, ef þeir eiga það allir sameiginlegt að forðast að hafa nokkra skoðun á nokkru máli? Þá er hætt við því að kosningabaráttan sökkvi í það farið að verða innantómt auglýsingaskr- um um meinta verðleika frambjóð- andans eða í versta falli að sögu- burði og gróusögum um meintar ávirðingar keppinautarins. Þess kon- ar kosningabarátta er ekki samboðin þjóð sem telur sig búa í upplýstu menningarsamfélagi. Eðli þjóðkjörs er að frambjóðandi leitar umboðs þjóðarinnar til þess að gera eitt- hvað. Til þess þarf þjóðin að vita, hvað frambjóðandinn hyggst fyrir - hvað hann vill gera? Á að auka vald f orsetans? Á lýðveldistímanum hafa öðru hverju komið upp hugmyndir um að auka völd hins þjóðkjörna forseta. Róttækustu hugmyndirnar eru þær að hverfa frá þingræðisskipuninni, sem við höfum búið við frá stofnun lýðveldisins. Hugmyndin snýst um það að greina með skýrum hætti milli löggjafarvaldsins (Alþingis) og framkvæmdavaldsins. Forsetinn væri kjörinn beinni kosningu af þjóð- inni og færi með ábyrgð fram- kvæmdavaldsins í reynd. Þannig skipaði hann t.d. sína eigin ríkis- stjórn og gæti valið menn til að gegna ráðherraembættum utan þings eins og t.d. tíðkast í Bandaríkj- unum eða Frakklandi. Hlutverk Al- þingis væri þá fyrst og fremst að sinna löggjafar- og eftirlitshlutverki sínu. Þetta eru þær hugmyndir sem Vilmundur Gylfason tók upp á sína arma og gerði að helzta baráttu- máli Bandalags jafnaðarmanna fyrir kosningarnar 1983. Þessar hug- myndir hafa komið upp með reglu- legu millibili, en aldrei náð umtals- verðu fylgi. Önnur tillaga og ekki nándar nærri eins róttæk er sú sem dr. Gunnar Thoroddsen bar fram í frum- varpi sínu 1983 um að forsetinn gæti leitað álits þjóðarinnar í þjóðar- atkvæðagreiðslu, áður en lög taka gildi með staðfestingu hans. Með því móti væri forsetinn leystur frá þeim vanda að lenda í illvígum póli- tískum átökum við sitjandi ríkis- stjórn og þingmeirihluta. Þar með væri forsetaembættið orðið að raun- verulegum „öryggisventli" í stjórn- kerfinu. Þetta öryggisventilsákvæði væri nothæft í framkvæmd, sem það ekki er nú, og þjóðkjör forsetans fengi raunverulegt innihald, þar sem hann hefði umboð þjóðarinnar og sjálfstæðar valdheimildir til að grípa inn í ákvörðunarferil, vegna þýðing- armikilla stórmála. Þá yrði líka að gera þær kröfur til forsetaframbjóðenda að þeir gerðu grein fyrir afstöðu sinni til helztu mála í kosningabaráttu svo að þjóðinni megi ljóst vera, hverjum hún er að veita umboð og til hvers. Þá yrði þjóðinni það ljóst að forseta- embættið er í eðli sínu pólitískt. Það væri raunverulegur hluti af löggjaf- arvaldinu (því að þjóðaratkvæði er hluti þess). Þessi breyting, þótt ekki kæmi annað til, væri svar við þeirri fullyrðingu að þjóðkjör um embætti valdalauss þjóðhöfðingja þjóni eng- um tilgangi. Þótt tilefni til íhlutunar forseta muni væntanlega verða fá, væri ekki unnt að halda því fram, að hefð og venja hafí svipt forsetann öllum völdum. Tilgangur minn með því að setja þessi orð á blað er einkum þríþættur. Mér finnst ég skulda þeim fjölda fólks, sem skorað hefur á mig til framboðs, ítarlegri skýringar á því en rúmast í stuttri fréttatilkynningu, hvers vegna ekki var unnt að verða við þeim óskum. Það stafar af því að embætti forseta íslands er „tákn- ræn tignarstaða" án sjálfstæðra valdheimilda, nema hugsanlega í neyðartilvikum, sem aldrei hefur reynt á. Stjórnmálamaður, sem sezt að á Bessastöðum, er þar með að setjast í helgan stein. Það er ótíma- bært í mínu tilviki. Að óbreyttum lögum og reglum erum við komin í stjórnskipulegar ógöngur með forsetaembættið. Ég er sammála Sigurði Líndal um það, að það er ekki heil brú í því að efna til þjóðkjörs um valdalausan forseta, þar sem ekki er um annað að kjósa en persónulega eiginleika. Málefna- snauður mannjöfnuður af því tagi er vansæmandi. Við verðum að fara að gera það upp við okkur, hvort hinn þjóðkjörni forseti á að gegna raunverulegu hlutverki í stjórnskip- an landsins eða ekki. Tillagan sem ég lýsti hér að framan er ein lausn af mörgum, sem koma til greina. Þetta sýnir að getuleysi Alþingis til að endurskoða stjórnarskrána er farið að koma okkur alvarlega í koll. Loks vil ég með þessum orðum brýna þá, sem með framboði sækj- ast eftir kjöri til forseta, að koma úr felum og gera þjóðinni grein fyr- ir því, hvernig þeir hyggjast gefa forsetaembættinu tilgang og inni- hald, þannig að kosningabaráttan fari að snúast um málefni. Kjósend- ur eiga kröfu á því að vita, áður en þeir ganga að kjörborðinu, um hvað þeir eru að kjósa. Það sæmir ekki í lýðræðisríki að kosningar til forseta lýðveldisins séu eins og leikur sem kenndur er við „að kaupa köttinn í sekknum".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.