Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ _jf fHwgttnltlafrifr STOFNAÐ 1913 ÚTGEPANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FYLGJA ÞARF UPPLÝSINGALÖG- UM EFTIR UPPLÝSINGALÖGIN, sem Alþingi samþykkti fyrr i vikunni, eru þörf og tímabær löggjöf. Lög um al- mannaaðgang að stjórnsýslunni hefur lerigi skort hér á landi. Fyrst var flutt þingsályktunartillaga um upplýs- ingaskyldu stjórnvalda á Alþingi árið 1969 og fyrsta frumvarpið var flutt þremur árum síðar. Frumvörpin urðu fleiri og alls dagaði fjögur uppi á þingi. Það er því fyrst nú, 27 árum eftir að umræður um þessi mál hófust hér að ráði, að lög um aðgang almenn- ings að upplýsingum úr stjórnkerfinu eru sett. Ástæðan er ekki sú að nokkur stjórnmálaflokkur hafi beinlínis lýst andstöðu sinni við þörf á slíkum lögum, heldur miklu fremur það sinnu- og skeytingarleysi um vönduð vinnu- brögð í stjórnsýslunni, sem því miður hefur ríkt lengi á íslandi. Þetta viðhorf hefur reyndar verið að breytast á undan- förnum árum. Mikil framför varð með setningu stjórn- sýslulaganna árið 1993, þar sem í fyrsta sinn voru sett- ar almennar reglur um aðgang aðila einstakra mála að gögnum stjórnsýslunnar. Það er hins vegar ekki fyrr en nú, að hin almenna meginregla um skyldu stjórnvalda um að veíta öllum almenningi aðgang að gögnum stjórn- sýslunnar, með þeim takmörkunum sem eðlilegar verða að teljast til að vernda einkalíf manna eða öryggi ríkis- ins, er lögfest. Viðhorfsbreytingin í stjórnsýslunni er þó engan veginn fullkorain þótt lögin hafi verið sett. Nú þarf að fylgja þeim eftir og tryggja að farið verði eftir þeim. Það er til dæmis næsta víst að mörgum ríkisstofnunum og sveit- arfélögum mun veitast erfitt í fyrstu að uppfylla ákvæði nýju laganna um skráningu og varðveizlu upplýsinga, vegna þess að þau mál hafa verið í ólestri áratugum saman. Fagmannleg skjalavarzla er hins vegar alger forsenda þess að upplýsingarétturinn komi almenningi að gagni og sjá verður til þess að þessi mál komist í lag á sem skemmstum tíma. Þegar stjórnsýslulögin voru sett fyrir þremur árum fylgdi forsætisráðuneytið þeim eftir með kynningar- átaki, bæði í opinberum stofnunum og meðal almenn- ings. Á vegum ráðuneytisins var gefið út ítarlegt skýr- ingarit með lögunum og aðgengiiegur upplýsingabækl- ingur fyrir almenning. Mikilvægt er að sami háttur verði nú hafður á; að stofnunum stjórnsýslunnar verði gert ljóst hvað til þeirra friðar heyrir og að almenningur verði vel upplýstur um rétt sinn gagnvart stjórnvöldum. SÍLDARSAMNINGUR SANNAR GILDISITT NORSK-íslenzka síldin hefur á vorgöngu sinni farið mun hraðar yfir en menn bjuggust við. Síldin fór inn í norsku lögsöguna við Jan Mayen um það bil mán- uði fyrr en búizt hafði verið við, miðað við hegðun henn- ar undanfarin ár. Gönguhraði síldarinnar kom norska embættiskerfinu þannig í opna skjöldu og voru reglur um veiðar ís- Ienzkra skipa í lögsögunni við Jan Mayen ekki tilbúnar þegar íslenzki síldarflotinn hugðist elta gönguna þang- að. Nú hefur hins vegar verið gengið frá því máli. Þetta sýnir hversu skynsamlegt það var af íslenzkum stjórnvöldum að semja um veiðar síldarinnar við ná- grannaríkin, þrátt fyrir að fyrir vikið féllust þau á minni kvóta en ísland hafði áður tekið sér. Hefði ekki verið samið við Noreg og Rússland hefði síldarflotinn getað misst síldina inn á Jan Mayen-svæðið og átt hálfan kvóta sinn eftir. Ákvæði síldarsamningsins um gagnkvæmar veiðiheim- ildir, sem sumir urðu til þess að gagnrýna, koma íslenzk- um hagsmunaaðilum þess vegna mjög til góða nú. Ekki er á vísan að róa þar sem síldin er, hún er flökkustofn og getur greinilega breytt hegðun sinni frá ári til árs. Þess vegna er skynsamlegast að semja við nágrannarík- in um síldveiðarnar og tryggja gagnkvæman aðgang síld- veiðiríkjanna hvers að annars lögsögu. SLATURHUS Gæðastjórn ábótavanl AF <*-*. INNLENDUM VETTVANGI KRÖFUR um öryggi í mat- vælaframleiðslu hafa aukist á undanförnum árum. Eftirlitskerfum hefur verið komið upp í fiskvinnslu og kjötvinnslu. í kjötiðnaðinum hefur slátrunin sjálf orðið eftir í þróuninni, ekki hafa verið gerðar sömu kröfur til hennar og annarra þátta. Þess vegna hafa margvísleg vandamál komið upp, Á síðasta ári skipaði Framleiðslu- ráð landbúnaðarins starfshóp til iað skoða hvað gera þyrfti til þess að koma slátrun, meðferð kjöts og vinnslu í það horf að afurðir full- nægðu kröfum sem gerðar væru á mörkuðum hérlendis og erlendis. Ákvörðun Framleiðsluráðs um að láta skoða þessi mál þá var komin til að gefnum tilefnum, að því er fram kemur í skýrslu hópsins, „því kjöti sem fiutt var út hefur verið hafnað í tolli vegna hára og óhrein- inda. Einnig er það staðreynd, að innlend kjötvinnslufyrirtæki hafa hafnað viðskiptum við einstök sláturhús, vegna þess að þau upp- fylla ekki þær kröfur, sem kaupand- inn hefur gert um hreinleika vörunn- ar." Gæðavandamál við útflutning Vegna aukinna matarsýkinga í Evrópu og Bandaríkjunum hafa kröf- ur um gæði afurðanna aukist. Er nú aðeins eitt sláturhús hér á landi sem hefur leyfi til útflutníngs á báða þessa markaði. Annað hús hefur leyfi til að framleiða fyrir Ameríkumarkað og tvö mega slátra fyrir Evrópu- markað. Fram kom í grein í Morgunblaðinu í lok síðasta árs að upp höfðu komið gæðavandamál við útflutning á frosnu lambakjöti til Bandaríkjanna og fersku til Evrópu. Kjöti sem fór til Bandaríkjanna var illa pakkað svo plastpakkningar opnuðust og kjöt skemmdist. I einhverjum pakkning- um fannst hár á kjötinu. Hluta af því kjöti sem fór til Belgíu var skilað heim aftur vegna þess að það aflitað- ist, að talið var vegna rangrar með- höndlunar eða umbúða. Auknarkröfur innlendra kaupenda Öll sláturhúsin mega framleiða kjöt fyrir íslenska markaðinn. Finnst mörgum að sömu kröfur ætti að gera til framleiðslunnar, hvort sem kjötið fer á markað innanlands eða erlendis, enda sé heimamarkaðurinn mun mikilvægari fyrir atvinnugrein- ina en sá erlendi. Þess ber að geta að kaupendur hér, það er kjöt- vinnslufyrirtæki og stór- ----------- eldhús, hafa hert kröfur sínar ' á undanförnum árum. Á þetta ekki síst við um stóra kjötkaupendur. Ef eitthvert frávik er frá kröfum er strax tekið á vandamáh'nu og reynt að bæta úr því í samvinnu við framleiðendur. Stundum er vör- unni skilað og dæmi eru um að við- skiptum hafi verið hætt við slátur- hús vegna endurtekinna vandamála. Slátrunin hefur orðið á eftir í þróuninni í gæðastjórnun í matvælaframleiðslu og hefur það skapað ýmis vandamál. Er nú verið að undirbúa útgáfu reglna um innra eftirlit í slát- urhúsum. Matvælaeftirlitið í landinu heyrír undir þrjú ráðuneyti og mismunandi eftirlits- stofnanir annast það, eftir því hvort um er að ræða físk, kjöt eða kjötvinnslu. í grein Helga Bjarnasonar kemur fram að ræddar hafa verið hugmyndir um að samræma allt eftirlitið og spara ríkinu útgjöld með því að fela skoðunarstofum vinnuna. Áhættustaðir í kjötferlinu 1. HJABONDA Ahættuþáttur Umhverfi Húsakoslur Fóður/fóðrun £T-------v w Lyfjanotkun I fóðurrækt Við lækningar ífóðri Sláturtími -f Vatnsgæði Hiti og loftleyti Raki Geislun Rými Einangrun Loftræstíng Hiti Raki Básar/síur Lýsing Gasstyrkur Gjafatíðni Brynning Frelsi Hreyfing Fóðrun Smölun Rekstur Magn (vanfóðrun) Gæði (fóðurgildi) Efnaþarfir Efnanotkun Lyfjaanotkun Qfnotkun Ofnotkun Ofnotkun Aldur Þungi Hold Ástand/heilbrigði Óhreinindi 2. í SLÁTURHUSI Áhættubáttu Rétt Biðtími Meðferð sláturdýra Aflífun Stunga Fyrirrista Fláninu Innanúrtaka Sötjun Snyrting Þvottur Gæðamat Viijtun Kæling Pökkun Merking Frysting Streita Streita inindi/hár Gormenguiýsþörð Ónóg/of hröð Óhóg/of hæg 3. í VINNSLUSTOÐ Ahættubáttur Kæling Ónóg StykkjunAiótv. Röng, óhreinindi Vigtun innihaldselna Hbkkun Försun Söltun Hltun Súrsun Reyking Pökkun Merking Geymsla Ófullnægjandi Röng Ónóg kæling/frysting 4. HJA SMASALA/STORELDHUSI Kæling <^> Ónóg Geymsla Umfram geymsluþol Umgengni A Óhreinindi 5. HJÁ NEYTANDA Ahættuþáttur Geymsla Onóg kæling/frysting Matreiðsla ^> Mengun 6. HJÁ FLUTNINGSAÐILUM Farartæki Þéttleiki Vegaléngd Streita Hitastig Hreinlæti Krossmengun Minni kröf ur á innanlands- markaði Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara hf. sem vinna m.a. mikið fyrir verslanir Hagkaups og ------- Bónuss, segir að það geti komið fyrir tvisvar til þrisvar sinnum i mánuði að fyrirtækið skili kjöti. Geta ýmsar ástæður legið til þess. Of lítil kæling, sýrustig, aðstæður á flutningstæki og fleira. Jón segir mikla fjármuni í húfi, þegar til dæmis heilum bílfarmi af kjöti er skilað, og því reyni menn að gæta sín næst. Hann segir að það hafi komið einu sinni fyrir að við- skiptum hafi verið hætt við framleið- anda. Valgerður Hildibrandsdóttir, for- stöðumaður eldhúsa Rfkisspítaíanna, segir að ef kjöt sé ekki afgreitt í sam- ræmi við verklýsingu sé tekið á vandamálinu strax , í Sámvinnu við framleiðandann. Harkan í aðgerðum fer eftirþví hvað vandamálið er alvar- legt og stigmagnast. Ef það kemur til dæmis ítrekað fyrir að hitastigið í kjötinu er yfir fjórar gráður er kjötinu skilað. Ríkisspítalar hafa einnig hætt viðskiptum við fyrirtæki sem ekki hafa stadið sig, að sögn Valgerðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.