Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996 21 LISTIR MYNDUST Gallerí Borg MÁLVERK/VATNSLITIR Daði Guðbjörnsson. Opið frá 14-18 alla daga til 27. maí. Aðgangur ókeypis. MALARINN Daði Guðbjörnsson hefur munninn fyrir neðan nefið eins og sagt er, og þannig mælist honum í blaðaviðtali nýlega: „Að nýjungar séu tímaskekkja." A hann þá auðvitað við í listum, en kannski hefur eitthvað skol- ast til hjá blaðamanninum, því þótt flestir séu með á nótunum má snúa út úr ummælunum á meinlegan hátt. Nýjungar eru auðvitað sjaldnast tímaskekkja, og eðlilegra væri að orða það svo, að tilbúinn og tillærður frumleiki standist ekki og sé því tímaskekkja. Hvað hugmyndafræði- lega gjaldþrotið snertir er það djúphugsaðri framslátt- ur, því ekki er mikið spunn- ið í hugmyndafræði sem byggir ekki á traustum handverkslegum grunni, persónulegri úrvinnslu, hugsæi og tilfinningum. Skotið er svo stoðum undir hana með háfleygum og djúp- hugsuðum frösum heimspekinga fornaldar og endurreisnar. Hvað sem öðru líður, er gott til þess að vita að ungir eru farnir að þora að tjá sig á opinberum vett- vangi og hvort sem þeir hafa rétt fyrir sér eða ekki er það ólíkt mennilegri kostur en að veðja á pilsfald sýningarstjóra. Daði telst einnig hafa hinar list- rænu frjóhirslur í lagi og eys af þeim af krafti svo sem athafnir hans á sýningavettvangi eru til BrauO og Venusar ,VETRARMORGUNN Einhyrnings", olía á striga 1966. vitnis um. Kala Daða til nýlista má að hluta rekja til þess, að hinn menntunarlegi grundvöllur hans er sóttur á vettvanginn og það hefur tekið hann tíma að fóta sig á sviði málverksins, þar sem hann telst að mestu sjálflærður. Hann hefur því verið nokkuð brokkgengur og óstýrilátur á dúkum sínum lengi og þannig hefur verið erfitt að rýna í sumar framkvæmdir hans og ekki gerst átakalaust, því hér skipti öllu að leita ekki málamiðlana. Mál- aranum hefur á köflum ekki liðið of vel á síðustu tímum og menn hafa haft eftir honum yfirlýsingar eins og „að nú væri best að leggja frá sér pentskúfinn og hefja smíð- arnar," en Daði mun útlærður tré- smiður. Sem betur fer voru þetta bara léttvæg skilaboð úr háknum, því „þolinmæði þrautir vinnur allar," eins og Giovanni Boltraffio, læri- sveinn Leonardo da Vinci, orðaði það eitt sinn. Sýning Daða í nýjum húsakynnum listhússins Borg telst í stuttu máli tvímælalaust hin markverðasta fram að þessu. Vinnubrögðin hafa þróast til muna og einkum sér þess stað í vatnslita- myndunum en þar er hann í mikilli sókn. Nú galdrar listamaðurinn fram tækni- brögð sem eru eins og hann orðar það sjálfur, ávöxtur persónulegrar reynslu. Þar kemur fram sá léttleiki sem maður hefur lengi fundið á sér að hann ætti í viðureign við, en með misjöfnum ár- angri. Þetta staðfesta myndir eins og „Í góðum byr" (20), „Samfella" (41), „Vin" (47), Ljóð fyrir brauð" (48), „Snúið hjarta" (50) og hin sérkennilega mynd „Svartur Venus" (51). Allt eru þetta tilfansanir sem runnið hafa úr pensli manns sem verður að telja einn af færustu vantslitamálurum þjóðarinnar er svo er komið. Þótt olíumyndirnar séu þyngri og naumast jafn markvissar eru í þeim fjári vel málaðar einingar, svo sem „í norðurljósi" (4), „Vetrar- morgunn einhyrnings" (86) og „I nýju ljósi" (10). Listamaðurinn mætir nú mun agaðri til leiks og það er styrkur hans og veitir honum möguleika til aukins frelsis og jarð- tengdari vinnubragða. Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Ásdts EDDA Þórarinsdóttir afhendir frú Vigdísi Finnbogadóttur heiðursskj öldinn. Frú Vigdís Finnbogadóttir heið- ursfélagi Félags íslenskra leikara AÐALFUNDUR Félags íslenskra Ieikara var haldinn mánudaginn 26. febrúar síðastliðinn í Rúg- brauðsgerðinni. I íiýjum löguin félagsins segir að hægt sé að kjósa heiðursfélaga, þótt viðkom- andi sé ekki félagsbundinn. „Það þótti vel við hæfi að fyrsti heiðursfélagi FÍL, sem ekki er félagsmaður, yrði frú Vigdís Finnbogadóttir. Fundarmenn sýndu hug sinn með því að fagna nýjum heiðursfélaga með lófa- klappi. Mánudaginn 20. maí síðastlið- inn (á mánudögum eru fríkvöld leikara) hélt stjórnin frú Vigdísi hóf í húsi félagsins að Lindar- götu 6 og var henni afhentur heiðursskjöldur þar sem á eru letruð þessi orð: „Vigdís Finn- bogadóttir hefur verið kjörin heiðursfélagi Félags íslenskra leikara í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf í þágu leik- listarinnar. Á þann hátt vottar félagið þér þakkir og virðingu. Félag íslenskra leikara." Þeir sem voru viðstaddir af- hendinguna voru auk frú Vigdís- . ar Finnbogadóttur, formaður og stjórnarmeðlimir félagsins, fyrr- verandi formenn þess og heiðurs- félagarnir, þeir Bessi Bjarnason, Gísli Alfreðsson og Klemens Jónsson," segir í frétt frá FÍL. I i I. \ r- Erum flutt í Nóatún 17 (NÓATÚNSBÚÐW) »humméli7 SPORTBÚÐiN Nóatúni 17 sími 511 3555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.