Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ kT~~ VIÐSKIPTI Hlutabréfí Jarðborunum rifin út lOOmillj- ónir seld- ust upp á fyrsta degi Heimild veitt til að selja afganginn af bréfum ríkissjóðs HLUTABRÉF Reykjavíkurborgar og ríkissjóðs í Jarðborunum voru rifin út á fyrsta söludegi í gær og undir lokun hjá verðbréfafyrirtækjum í gær þótti sýnt að tekist hefði að selja öll þau bréf sem áætlað var að selja í fyrstu lotu. Alls var þar um að ræða 18,5% alls hlutafjár fyrir- tækisins, samtals að söluverðmæti tæplega 100 milljónir króna miðað við sölugengið 2,25. Að sögn Ragnars Hannesar Guð- mundssonar, umsjónaraðila með sölu bréfanna hjá Kaupþingi, var þegar í gær veitt heimild til þess að halda sölu hlutabréfa ríkisins áfraní og selja þau 20% sem ríkissjóður á eftir í Jarð- borunum. Þar er um að ræða röskar 47 milljónir króna að nafnvirði, eða tæpar 106 milljónir að söluvirði. Ragnar segir ekkert benda til þess að draga muni úr eftirspurninni eftir hlutabréfunum og því sé allt útlit fyrir að sölu þeirra muni ljúka á allra næstu dögum. Marks & Spencer koma á óvart London. Reuter. HLUTABRÉF í Marks & Spencer, stærstu verzlana- keðju í Bretlandi, hafa hækkað í verði vegna betri afkomu á síðasta fjárhagsári en búizt hafði verið við og bættrar stöðu á erfiðu markassvæði. Horfur eru á að afkoman haldi áfram að batna ef bjartsýni neytenda eykst. Það sem gerði gæfumuninn var bætt afkoma dótturfyrir- tækisins í Bandaríkjunum, Brooks Brothers, að sögn sér- fræðings í London. Hagnaður M&S fyrir skatta jókst um 7,2% í 993,7 milljónir punda og kvað Sir Richard Greenbury stjórnarformaður hagnaðinn ekki hafa farið yfir einn milljarð vegna aukins elli- lífeyriskostnaðar. Velta á fjárhagsárinu til 31. marz jókst í 7,23 milljarða punda úr 6,8 milljörðum og arðgreiðsla á árinu var aukin um 10,7% í 11,4 pens. Sérfræðingar höfðu spáð 975-990 milljóna punda hagn- aði fyrir skatta og 11,2-11,5 pensa arði á hlutabréf. Hagnaður Brooks Brothers í Bandaríkjunum jókst um 80% í 10,7 milljónir punda og velta um tæplega 11% í 286,1 millj- ónir punda miðað við tap upp á 2,5 milljónir punda á miðju fjárhagsárinu. Brezkum fyrirtækjum hefur yfirleitt gengið illa á banda- rískum mörkuðum. Fræg fyr- irtæki eins og Laura Ashley Plc og J. Sainsbury hafa átt erfitt með að ná fótfestu. Hlutabréf í M&S hækkuðu um 19 pens í 451,5 pens. Vinnslustöðin hf. býður út 200 milljóna hlutafé Eigiðfé komiðyfir milljarð íjúní VINNSLUSTOÐIN hf. í Vestmanna- eyjum hefur boðið út nýtt hlutafé að nafnvirði um 200 milljónir króna eða sem nemur um helmingi af heim- ild síðasta aðalfundar félagsins til hlutafjáraukningar. Núverandi hlut- hafar hafa forkaupsrétt að bréfun- um fram á næsta þriðjudag eða til 28. maí miðað við gengið 1,39 en þá verður það sem eftir stendur boðið til sölu á almennum markaði á genginu 1,43. Er þetta í fyrsta sinn sem félagið býður út hlutafé á almennum markaði. Tilgangur útboðsins er að styrkja eiginfjárstöðu Vinnslustöðvarinnar og er liður í fjárhagslegri endur- skipulagningu félagsins, en félagið hefur sem kunnugt átt við rekstrar- erfiðleika að stríða. Hlutafjáraukn- ingin verður nýtt til lækkunar skulda og þar með minnkar vaxta- og greiðslubyrði skulda, eins og segir í útboðslýsingu. Eiginfjárhlutfall fé- lagsins var í lok febrúar 13,1% sam- kvæmt sex mánaða uppgjöri, en verður eftir hlutafjáraukninguna og sölu á Sighvati Bjarnasyni VE81 um 21,8%. Gert er ráð fyrir að eigið fé nemi a.m.k. einum milljarði í júní- byrjun og v.eltufjárhlutfall verði þá komið yfir 1 í fyrsta sinn frá 1992. Sex mánaða uppgjör sýndi um 215 milljóna króna heildarhagnað fyrstu sex mánuði reikningsársins sem hófst 1. september, en þar af nam söluhagnaður um 134 milljón- um. Átta mánaða uppgjör verður birt í lok næstu viku. Rekstraráætlun vegna yfirstand- andi rekstrarárs gerir ráð fyrir um 3 milljarða tekjum og 43 millj. hagnaði af reglulegri starfsemi. Þá á félagið verulegt uppsafnað skattalegt tap. Endurskipulagning landvinnslu Vinnslustöðin kynnir í tengslum við útboðið viðamikla endurskipu^ lagningu á allri landvinnslu sinni. í útboðslýsingu segir m.a. að mark- mið breytinganna sé að öll vinnsla verði í einu húsi félagsins og hin húsin seld eða nýtt til annarra verk- efna. Byggð verði flokkunarstöð fyr- ir síld og loðnu og komið upp einum vinnslusal fyrir síld, loðnu og hum- ar. Við þetta batnar nýting á hús- næði, starfsfólki og vélum til muna frá því sem nú er auk þéss sem beinn framleiðslukostnaður lækkar talsvert. Fyrirtækið fékk afhent nýtt nóta- og togveiðiskip, Sighvat Bjarnason VE 81, í byrjun þessa mánaðar og gerir nú út fimm skip. Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að unnið væri að því að tæknivæða bolfiskvinnsluna og sameina vinnslu í neytendapakkningar við hefð- bundna vinnslu. „Við ætlum smátt og smátt að leggja af hefðbundna vinnslu á næstu tveimur til þremur árum. Það er veruleg stefnubreyting frá því sem verið hefur. Með því að hafa alla starfsemina á einum stað náum við fram verulegri hagræð- ingu. Fjárfesting í breytingunum sem nemur um 100 milljónum króna mun skila okkur um 40-45 milljónum króna í aukna framlegð. Hins vegar ætlum við að mæta þessari fjárfest- ingu með því að selja eignir." Lánasjóður Vestur-Norðurlanda með mikinn gengishagnað af skuldabréfaeign Hagnaður fjór- faldaðist milli ara LANASJOÐUR Vestur-Norður- landa skilaði alls um 58 milljóna króna hagnaði á síðasta ári sem er rösklega fjórfalt meiri hagnaður en árið 1994. Þessi bætta afkoma skýrist fyrst og fremst af mikilli hækkun á gengi danskra rikis- skuldabréfa í eigu sjóðsins. Gengi þeirra var óvenju lágt í lok árs 1994 en hækkaði mikið í kjölfar lækkunar vaxta í Danmörku á árinu 1995. Framlag í afskriftarreikning nam alls um 55 milljónum sem er ríflega tvöföldun frá árinu áður. Lánasjóðurinn var stofnaður árið 1987 af ríkisstjórnum Norður- landanna ásamt landsstjórnum Hafnfirðíngar, nærsveitamenn Höfum opnað að nýju. Verið velkomin. sumarblóm-trjáplöntur-runnar PIÖntUSalan,HelHsgerðL Opiðkl. 11-22. Færeyja og Grænlands. Tilgangur- inn var að efla fjölbreytt og sam- keppnisfært atvinnulíf á Vestur- Norðurlöndum, þ.e. í Færeyjum, Grænlandi og á Islandi. Hann veit- ir lán og tryggingar á almennum bankakjörum en getur þó ef að- stæður leyfa veitt lán og trygging- ar á hagstæðari kjörum. Sjóðurinn getur einnig veitt styrki eða skilyrt lán til sérstakra verkefna, þ.e.a.s. lán sem því aðeins bera vexti og endurgreiðast ef framvinda verk- efnisins leyfa.- Býður lægstu vexti í helstu gjaldmiðlum Mikil aukning hefur orðið í starf- seminni undanfarin ár. Heildarútlán námu um 590 milljónum um síðustu áramót og eigið fé um 1.261 millj- ón. Samkvæmt upplýsingum Stein- ars B. Jakobssonar, forstjóra, hefur sjóðurinn alltaf metið útlánaáhætt- una mjög varlega og hefur ekki orðið fyrir óvæntum skakkaföllum vegna gjaldþrota viðskiptavina. Sjóðurinn býður nú lægstu vexti af lánum í helstu gjaldmiðlum en vaxtamunur er u.þ.b. 1% að meðal- tali. Greining hinna ýmsu lánsum- sókna er mjög ítarleg og er sérstak- lega fjallað um áætlaða rekstraraf- komu verkefna í samvinnu við um- sækjendur. Þá býður sjóðurinn marga valmöguleika á greiðslufyr- irkomulagi t.d. fasta- og breytilega vexti, jafnar greiðslur eða jafnar afborganir svo og greiðslur og láns- tíma í samræmi við þarfir. Á síðasta ári voru samþykkt tólf venjuleg lán, eitt skilyrt lán og einn styrkur til islenskra fyrirtækja. Meðal lántakenda voru íslenska útvarpsfélagið, Útgerðarfélag Ak- ureyringa, Gabbró hf., Myllan hf., Gesthús Dúna, Suðurflug hf., Andrea hf., Ullarvinnsla Frú Láru hf. og Öryggisþjónustan. Þá fékk Isvatn hf. skilyrt lán. Einn styrkur var greiddur út til Hitaveitu Suður- nesja vegna athugunar á vinnslu magnesíum að fjárhæð tæplega 500 þúsund krónur. Hlutabréf Plastprents og SS skráð á Verð- bréfaþingi STJÓRN Verðbréfaþings íslands samþykkti á fundi sínum á mánu- dag að skrá hlutabréf Plastprents hf. og Sláturfélags Suðurlands á þinginu. Þá var jafnframt sam- þykkt að skrá bréf Þróunarfélags Islands hf. um leið og félagið upp- fyllir skilyrði þingsins um 200 hlut- hafa. Félagið stefnir að því að ná því marki í hlutafjárútboði sem hefst á almennum markaði á morg- un. Þar með eru hlutafélög sem skráð eru á Verðbréfaþingi Islands orðin 29 talsins en Þróunarfélagið verður hið þrítugasta í röðinni. Fleiri félög hafa lýst því yfir að þau hafí hug á að sækja um skrán- ingu þ.á.m. Nýherji og Samskip. Hlutabréf Sláturfélagsins er annar flokkur samvinnuhlutabréfa sem skráð eru á þinginu en fyrir voru samvinnubréf Kaupfélags Eyfirðinga. Með skráningu á þinginu gang- ast hlutafélögin undir strangar reglur um upplýsingaskyldu við hlutabréfamarkaðinn. Skylt er að birta ársreikninga og sex mánaða uppgjör svo og allar aðrar upplýs- ingar sem geta haft áhrif á mat manna á gengi hlutabréfa í við- komandi félögum. -----------? ? ? Afkoma Spari- sjóðs Hvamms- tanga góð Hvammstanga. Morgunblaðið. HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóðs Hvammstanga varð 11,4 milljónir króna, en þá höfðu verið lagðar á afskriftareikning 14,6 milljónir. Eig- ið fé sjóðsins í árslok var 133,2 millj- ónir króna. Eiginfjárhlutfall er 13,1% en lágmark þess skal vera 8% samkvæmt lögum. Á starfsárinu urðu þær breytingar á stjórnun Sparisjóðsins að Ingólfur Guðnason, sem hefur verið spari- sjóðsstjóri frá árinu 1959, lét af störfum vegna aldurs. Ingólfur sagði í spjalli við Morgunblaðið að starf- semi Sparisjóðsins hefði verið í íbúð- arhúsi, þegar hann tók við stjórn sjóðsins og hann aðeins unnið sem nam hálfu stöðugildi. Mikið hefði því breyst á þessum tíma. Nýráðinn sparisjóðsstjóri er Páll Sigurðsson, en hann hefur unnið sem skrifstofustjóri Sparisjóðsins um árabil. Stjórnarformaður sjóðsins er Jóhannes Björnsson og skrifstofu- stjóri er Kristín Magnúsdóttir. ? ? ? Dollarinn yfir 1,54 mörk London. Reuter. DOLLAR hækkaði í yfír 1,54 mörk í gær og hefur ekki staðið eins vel að vígi síðan í janúar 1995 vegna óvæntra ummæla fulltrúa í stjórn þýzka seðlabankans. Sérfræðingar sögðu að 1,54 mörk hefðu verið mikilvæg hindrun, sem nú hefði verið yfirstígin og dollarinn kynni því að halda áfram að hækka. Hækkunin varð þegar Olaf Sie- vert úr stjórn þýzka seðlabankans sagði að verða mundi efnahag Þjóð- verja til góðs ef dollarinn hækkaði um nokkra pfenninga og töluvert svigrúm væri til að lækka vexti. Sérfræðingar telja líklegt að markið verði í aðalhlutverki á er- lendum gjaldeyrismörkuðum þar sem efasemdir um myntbandalag Evrópu (EMU) haldi áfram að auk- ast. 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.