Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 42
 42 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF • FORSETAKJOR Kosningabarátt- an - ómálef na- legur sirkus Frá Birgi Hermannssyni: í ÞESSUM dálki laugardaginn 18. maí síðastliðinn ritaði Kristinn Sig- ursveinsson frá Hafnarfirði afar rætna grein um hugsanlegt forseta- framboð Jóns Baldvins Hannibals- sonar, alþingismanns og fyrrver- andi utanríkisráðherra. Lágkúran kristallaðist skýrast í því að nefna hvorki Jón Baldvin né konu hans Bryndísi Schram á nafn, en veitast að þeim með stóryrðum og dylgjum. Kjaftasögur hafa alltaf gegnt miklu hlutverki í forsetakosningum á ís- landi, en nú virðist eiga að gera þær að blaðamáli eins og hverja aðra málefnalega umfjöllun um raunverulega og líklega frambjóð- endur. Slíkt ber ekki vott um mikla virðingu fyrir embætti forseta ís- lands. Fáum stendur á sama um Jón Baldvin og skoðanir hans. Flestir bera þó virðingu fyrir stefnufestu hans og víðtækri þekkingu jafnt á alþjóðamálum sem þjóðmálum inn- anlands. Hann var utanríkisráð- herra á miklum umbrotatímum í heiminum og leiddi samningana um evrópska efnahagssvæðið. EES var ekki utanríkismál í hefðbundnum skilningi, heldur snerist það öðrum þræði um aðlögun íslensks samfé- lags að háttum annarra Evrópu- þjóða. Sem slíkt var EES því eitt stærsta mál lýðveldistímans og hef- ur nú þegar markað djúp spor í íslenskt þjóðlíf. Nú þegar moldviðr- inu í kringum það mál hefur slotað, geta menn metið Jón Baldvin af verkum sínum. Geta menn á síðustu áratugum fundið afkastameiri ut- anríkisráðherra? Það er að renna upp fyrir æ fleirum, sérstaklega ungu fólki, að Jón Baldvin er stjórn- málamaður af þeirri stærðargráðu að hans jafningjar eru vandfundir hér á landi síðustu áratugi. Það skal því engan undra að margir hafi skorað á hann til að bjóða sig fram til forseta lýðveldisins. Ljótasti bletturinn á grein Krist- ins er að sverta framgöngu Jóns Baldvins i málefnum Eystrasalts- ríkjanna. Kjaftasögum Kristins er best að svara með nokkrum stað- weyndum. Fyrir nokkrum vikum kom í fréttum að Jón Baldvin Hannibalsson hefði verið sæmdur æðsta heiðursmerki forseta Eist- lands, sem þeim einum hlotnast sem fremstir stóðu í sjálfstæðisbaráttu Eista undan oki kommúnismans. Fyrir framan þinghúsið í Vilníus í Litháen er sérstakur stöpull til heið- urs íslandi sem reistur var af þakk- látum huga fyrir frumkvæði og kjark Jóns Baldvins, sem lagði þeim lið á hættustundu, þegar aðrir litu undan. Nýlega kom einnig í fréttum að höfuðborg Litháens hefði kosið Jón Baldvin heiðursborgara Vilníus- ar, ásamt Ronald Reagan fyrrver- andi Bandaríkjaforseta. Er ekki meira að marka slíkan vitnisburð en kjaftasögur úr Hafnarfirðinum? Jóni Baldvin varð það á í fjár- málaráðherratíð sinni að gefa sam- starfsmanni sínum freyðivínsflösk- ur af ráðherrarisnu í tilefni af af- mæli. Þetta voru mistök. Jón Bald- vin viðurkenndi þessi mistök, baðst opinberlega afsökunar og endur- greiddi reikninginn að fullu. Hann var því maður að meiri. Almenning- ur getur borið viðbrögð Jóns Bald- vins við þessum mistökum saman við mistök margra annarra ráðherra fyrr og síðar. Kristinn rifjar einnig upp mikið fjölmiðlafár af meintu smygli Bryn- dísar Schram á skinku um Keflavík- urflugvöll. Staðreyndirnar í því máli eru öllum kunnar sem vita vilja. Kjötið var ekki eign Bryndísar Schram og hún hafði ekki gert neina tilraun til að smygla því. Mál af þessu tagi koma reglulega upp við tollafgreiðslu venjulegra Islend- inga; þetta tiltekna mál fékk ná- kvæmlega sömu afgreiðslu og öll önnur mál af sama tagi. Gróa á Leiti virðist því fítna vel á fjósbitan- um að Hólabraut 3 í Hafnarfirði. Jafnþekkt og áberandi fólk í þjóð- lífinu og Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram þarf gjarnan að sitja undir kjaftasögum og rógi. Slíkur rógburður segir gjarnan meira um smitberana en þá sem sverta á. Það er vitað mál að marg- ir stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar fóru á taugum þegar hugsanlegt framboð Jóns Baldvins Hannibalssonar kómst í hámæli. Kristinn Sigursveinsson er greini- lega einn af þeim. Að kalla Jón Baldvin trúð hittir ekki Jón Baldvin fyrir, heldur eru þau ummæli bjúg- verpill sem hitta Kristin Sigur- sveinsson sjálfan. Trúðslæti Krist- ins eru til þess eins fallin að gera kosningabaráttuna að ómálefnaleg- um sirkus sem engum er til sóma. Sjálfur hef ég yerið jákvæður í garð framboðs Ólafs Ragnars - enda er hann gamall kennari minn - og get vel hugsað mér að kjósa hann sem forseta. Til^ þess að af slíku geti orðið verður Ólafur Ragn- ar þó að reka málefnalega og drengilega kosningabaráttu. Eg skora því á Ölaf Ragnar Grímsson að haga sér að hætti þeirra bresku heiðursmanna sem hann sótti menntun sína til að slá opinberlega á fingur hins hafnfirska trúðs síns. Slíkur drengskapur gæti stöðvað þann sirkus sem kosningabaráttan virðist vera að breytast í. BIRGIR HERMANNSSON, stjórnmálafræðingur. IDAG Forseti með fortíð Frá Bernhard Jóhannessyni: ÞAÐ HEFUR löngum verið skoðtm mín að einstaklingur, sem gefur kost á sér til forsetaframboð, getur ekki lokað á fortíð sína og byrjað nýtt líf eins og Ólafur Grímsson er að gera. í grein sem birtist í morg- unblaðinu 15. maí lýsir Einar S. Hálfdánarson HDL einum af þeim gjörningum sem Ólafur Grímsson stóð fyrir, og er það eitt og sér .nægjanlegt til að verða ekki gjald- gengur til forsetaframboðs á ís- landi. Það er lágmarkskrafa að þeir einstaklingar sem gefa kost á sér, skulu hafa óflekkað mannorð, þegar fjármálaráðherra er dæmdur til bóta fyrir hönd ríkisins vegna að- gerða, sem hann stóð fyrir verður hann að bera ábyrgð á því, einnig eftir að hann lætur af störfum sem fjármálaráðherra. Embætti forseta íslands er lát- laust en mikilvægt embætti sem verður að fara vel með, það getur ekki hentað aðila sem verið hefur í forsvari í pólitík, þar sem alltaf er verið að taka afstöðu í öllum mögulegum og ómögulegum mál- um, slíkur einstaklingur verður seint sameiningartákn þjóðarinnar. Af þeim aðilum sem gefið hafa kost á sér er aðeins einn sem upp- fyllir þau skilyrði sem ég geri til forsetaframbjóðenda, það er Pétur Kr. Hafstein og hvet ég alla sem vilja hafa frið um forsetaembættið í framtíðinni, að skoða hug sinn út frá þessum bollaleggingum. BERNHARD JÓHANNESSON, Sólbyrgi, Reykholtsdal. Farsi 01994 Faicus C*rHxywÆislfiajled by Uf*/ertfll Pie« Synd*ale UJAIS&LAíS/ceotrrUAfcT £f 3u/'i'$xiu flopi£— Með morgunkaffinu Ast er. .. aðsegjaþaðsamaá sama andariakinu. HEFUR ykkur einhvern tíma dottið í hug hvort ekki hefði verið fallegra að haf a teppið á litinn eins og Egils appelsín? ÁÐUR en ég afhjúpa styttuna krefst ég þess að fá að vita hvort hún er af konu eða karli. EN elskan mín! Ég sagði ekki að ég vildi ekki borða þetta, ég sagði bara að þetta væri í fyrsta sinn sem ég fengi biximat úr afgangnum af sítrónubúðingi. VON á barni? Maðurinn minn verður frá sér numinn af kæti. Hann er nefnilega ófrjór. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til f östudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Föt í poka GULAR munstraðar leggingsbuxur og bóm- ullarbolur í plastpoka töpuðust í Gnoðarvogi sl. föstudag. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 553-3109. Farsími tapaðist MOBIRA-farsími hvarf úr hvítum Colt (fyrirtæk- isbíl) þar sem hann stóð fyrir utan Logafold 146 í Grafarvogi. Sé einhver með símann bendi ég honum á að hann getur ekki nýtt sér hann þar sem hann fæst ekki skráður aftur. Ef síman- um verður skilað verður málið látið niður falla. Ef einhver getur gefið upplýsingar er hann vin- samlega beðinn að hringja í síma 567-4772. Fundarlaun. Gæludyr Páfagaukur fannst BLÁR og hvítur páfa- gaukur (gári) fannst við Alfheima 50 sl. sunnu- dag. Hafi einhver misst gárann sinn getur hann hringt í Elínu í síma 588-9106. Kettlingar • TVEIR tíu vikna mann- elskir og þrifnir kettling- ar, svart og hvítt fress og þrílit læða, óska eftir að komast á góð heimili. Upplýsingar í síma 553-7151. SKAK Umsjóii Margcir !'<•( iirssmi SVARTUR leikur og vinnur peð STAÐAN kom upp á stór- mótinu í Madrid sem lauk um helgina í innbyrðis viður- eign spænsku keppendanna tveggja. Pablo San Seg- undo (2.535) var með hvítt, en Miguel Illescas (2.635) var með svart og átti leik. San Segundo var heillum horfinn á mótinu, en Illescas náði besta árangrinum á ferli sínum. Og hér var hvít- ur að leika afskaplega óheppilegum leik, 24. Hcl - c2?? sem færði svarti svar- leikinn upp í hendurnar: 24. - Hxe4! 25. Kf2 (Eft- ir 25. fxe4 - Bxe4 er hvítur í þeirri neyðarlegu aðstöðu að geta ekki tengt hrókana saman og annar hvor þeirra fellur óbættur) 25. Hd4 26. Hhcl - Bd5 27. Hxc5 - Hxc5 28. Hxc5 - IlxbíJ og IUesc- as vann á ujn- frampeðinu. Úr- slitin í Madrid: 1.-2. Illescas og Topalov, Búlgar- íu 6'/2 v. 3.-4. Salov, rússlandi og Shirov, Lett- landi 6 v. 5.-6. Azmajparashvili, Georgíu og Gelfand, Hvíta Rúss- landi 5 v. 7. Adams, Eng- landi 3'/2 v. 8. Morosjevitsj, Rússlandi 3 v. 9. Kortsnoj, Sviss 2 v. 10. San Segundo l'/j v. Skákþing Islands, Eimskipsmótið Mótið hefst í dag kl. 17 í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Fimm stór- meistarar og tveir alþjóð- legir meistarar eru á meðan keppenda. Víkverji skrifar... ÞAÐ fór eins á laugardagskvöld- ið síðasta og Víkverji hafði gert sér vonir um, að því er varðar Spaugstofumenn, sem standa að Enn einni stöðinni. Beint á eftir Evrópusöngvakeppninni voru þeir með svo ilmandi ferskan grínþátt um atburði líðandi stundar, að segja má, að ákveðnir atburðir hafi vart verið liðnir, þegar þeir voru komnir út á myndbandi í grínútfærslu þeirra Spaugstofumanna. Það er hreint með ólíkindum hvað þeir fimmmenningar eru snöggir í snún- ingurm Þjóðin var enn að melta 13. sæti íslands í Evrópusönglaga- keppninni, þegar Karl Ágúst Úlfs- son birtist á skjánum í óborganlegu kvenmannsgervi, ásamt félögum og þeir sungu sína útfærslu á íslenska framlaginu, Sjúbidú, sem í þeirra munni hét „Út úr kú". Hreint frá- bær frammistaða og hárrétt að mati Víkverja. Framlag íslendinga var beinlínis út úr kú og þær voru hreint og beint ömurlegar tilraun- irnar sem textahöfundur gerði til þess að fela hið ylhýra móðurmál islenskuna, með, öllum tilvitnunun- um í fræga slagara og söngvara í gegnum tíðina. XXX ALLTÉNT er Víkverji sannfærð- ur um að þeir sem koma fram í keppni sem þessari fyrir Islands hönd og virðast skammast sín fyrir móðurmálið, eigi ekkert erindi í slíka keppni. Að syngja á móður- málinu er skilyrði fyrir þátttöku í þessari keppni og það er hárrétt stefna, því með þessari samvinnu evrópskra sjónvarpsstöðva, er ein- mitt verið að leggja áherslu á að hver þjóð hafi lítið tækifæri til þess að kynna tungu sína, sérstöðu og menningu. Það tækifæri notuðu þátttakendur fyrir íslands hönd alls ekki, enda vart við því að búast, þar sem þátttakendur, að söngkon- unni undanskilinni, munu hafa ver- ið fluttir inn til landsins frá henni Ameríku, til þess að raula hinn flókna texta „Sjúbidú" að baki söngkonunnar. xxx VÍKVERJI ætlar rétt að vona, að Ioforðið sem Spaugstofu- menn gáfu í þættinum á laugardags- kvöld, um að síðasti þáttur þeirra yrði næsta laugardag, hafi bara ver- ið tilkynning um að spaugararnir ætli að taka sér hlé yfír sumarið, til þess að hlaða „kanónur" sínar á nýjan leik. Hafi ekki verið svo, þá var hér ekki um loforð að ræða, heldur hótun. Þeir eru svo fjölmarg- ir sem bíða þáttar þeirra hvert laug- .ardagskvöld, til þess að fá að sjá forsætisráðherra, félagsmálaráð- herra, heilbrigðisráðherra, útvarps- stjóra, forsetaframbjóðendur, at- vinnulífsfrömuði, kirkjunnar "for- kólfa og fleiri og fleiri, í þeirra út- færslu, sem er yfirleitt svo miklu skemmtilegri og skondnari en út- færsla frummyndanna. _J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.