Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Framtíð Ríkisútvarpsins RÚV með Evrópu- met í afköstum ALÞINGI hefur sett lög til trygg- ingar því að Ríkisútvarpið annist umfangsmikla þjónustu við fólk á landinu öllu. Þessu fylgja sérstakar kvaðir og það er dýrt að uppfylla þær allar. Það er ekki aðeins upp- fínning Ríkisútvarpsins sjálfs að reka Rás 2. Það hefur staðið í lögum síðan 1986 að RÚV beri skylda til að starfrækja Rás 2 auk Rásar 1 og Sjónvarpsins. Ennfremur er ákvæði í nefndum lögum frá 1986 um að Ríkisútvarpinu bera að stefna að því að koma upp svæðisbundnu útvarpi í öllum kjördæmum landsins. Rás 2 og svæðisútvarp voru ný- mæli í rekstri Ríkisútvarpsins, þegar samkeppni við nýja ljósvakamiðla skall á. Rás 2 þjónar lykilhlutverki í tekjuöflun RUV, aflar langtum meiri tekna en nemur tilkostnaði við reksturinn. Löggjafinn gerði ekki ráð fyrir að Ríkisútvarpið drægi saman í starfsemi sinni þrátt fyrir tilkomu nýrra miðla. Þvert á móti áttu um- svif Ríkisútvarpsins lögum sam- kvæmt að aukast. Ráðningarsamningar í stað lausagöngu Breyting varð á stöðu Ríkisút- varpsins á vinnumarkaði. Nýir miðl- ar réðu til sín reynt fólk frá Ríkisút- varpinu með yfirboðum. Minnsta við- leitni Ríkisútvarpsins til að mæta þeirri samkeppni var að bjóða upp á ráðningarsamning með þriggja mánaða uppsagnarfresti í stað lausagöngunnar, sem áður hafði tíðkazt. Samanburðartölur um fjölg- un starfsmanna hjá RÚV fyrir og eftir samkeppni eru því ekki raun- hæfar og gefa alranga mynd. Aður var dagskráin að langmestum hluta unnin í lausamennsku af fjölmennum hópi áhugasamra einstaklinga, sem aldrei voru taldir með sem starfs- menn RÚV af því að þeir gegndu aðalstarfi annars staðar í þjóðlífinu. Einnig er vert að hafa hugfast, að samningariefnd ríkisins hefur gert samninga við samtök opinberra starfsmanna sem kveða á um að eftir lausráðningu í tvö ár skuli starfsmenn fastráðnir. Undir þetta er Ríkisútvarpið sett. Undir það sjón- armið skal hins vegar tekið, að það er æskilegt markmið að fækka fastr- áðnum starfsmönnum en leita meira eftir tímabundinni vinnu lausráðinna að svo miklu leyti sem stofnunin getur framkvæmt þá stefnu í ljósi samkeppni um hæfa starfskrafta, áðurnefndra samningsákvæða og afstöðu starfsmannasamtaka. Sjónvarpsrásum ríkisfjölmiðla fjölgað í nýlegri umræðu hefur verið á það bent, að evrópskir ljósvakamiðl- ar í almannaeign hafi verið að draga saman og fækka fólki eftir að nýir einkareknir miðlar komu til sögunn- ar andstætt því sem gerzt hafi hjá RÚV. Vitnað hefur verið í skýrslur EBU, Evrópusambands útvarps- og sjónvarpsstöðva, í því sambandi. Það er staðreynd að menn vökn- uðu upp við þann vonda draum að hinar opinberu fjölmiðlastofnanir víða um álfuna voru ofdekraðar og orðnar að ferlíki, svo að hafizt var handa við að skera af þeim fituna. Og þær máttu vel við því enda um að ræða 3.000-5.000 manna starfs- lið hjá einstökum stofnunum á Norð- urlöndunum. Á hinn bóginn hafa umsvif þeirra gagnvart almenningi ekkert verið að minnka. Síður en svo. Bæði í Danmörku og Noregi eru ríkisstöðvarnar að bæta við sig nýjum sjónvarpsrásum seinna í sum- ar auk útvarpsrása með nýrri tækni í tilraunaskyni. Hjá BBC í Bretlandi hefur nýlega verið bætt við útvarps- rás auk sjónvarpsrása um gervi- hnetti, BBC Prime og BBC World. Og þetta er gert þrátt fyrir mjög líflega starfsemi einkafyrirtækja á öllum þessum sviðum. Hagstæður samanburður Úr því að skýrslur EBU eru nefnd- ar væri ekki úr vegi að geta um eina slíka fyrir árið 1994, þar sem Hvar liggja máttleysis- mörkin, spyr Markús Orn Antonsson í grein sinni (annarri af þrem- ur), sem fólk telur rétt- lætanlegt að RUV beygi sig undir. tíunduð er hagkvæmni í rekstri út- varpsstöðva innan sambandsins. Þegar borin er saman framlegð á hvern starfsmann í dagskrárkíukku- stundum talið (tónlistarefni undan- skilið) er Ríkisútvarpið langefst á blaði með 47 klukkustundir á hvern starfsmann, ísraelska útvarpið með 34 klst. og það tékkneska í þriðja sæti með 27 klst. á hvern starfs- mann. Norska útvarpið er hins vegar með 14 klst. á starfsmann og hið sænska 11 klst. Kostnaður við eigið dagskrárefni hjá sjónvarpi RÚV árið 1994 narn að meðaltali sem svarar 30.000 svissneskum frönkum á hverja klst. Hjá norska ríkissjónvarpinu var kostnaðurinn 154.000 frankar á klst., svipaður hjá danska ríkissjón- varpinu en 136.000 hjá því sænska. Kostnaðurinn er langhæstur hjá ITV-stöðvunum í einkaeign í Bret- landi eða 554.000 frankar á hverja klukkustund. Af 31 stöð er RÚV í 25. sæti og því aðeins 6 stöðvar með lægri tilkostnað. Þær eru á láglauna- svæðum fyrrum kommúnistaríkja og f Tyrklandi. Að meðaltali er kostnaðurinn yið hverja klukkustund í hljóðvarpi RÚV 1.000 svissneskir frankar, en hjá norska útvarpinu 5.000, og 8.000 hjá því sænska. Radio France er efst á lista með 12.000 svissneska franka á kiukkustund. RÚV er þarna í 23. sæti af 28 stöðvum. Umtalsverð aukning dagskrár RUV árið 1985, ári áður en einkastöðvar hófu að keppa við Rík- isútvarpið, voru út- sendar dagskrár- klukkustundir í hljóð- varpi RÚV 9.102. Arið 1995 voru þær orðnar 15.764. Fjölgaði um 73%. í sjónvarpi RÚV var dagskrá send út í 1.505 klst. árið 1985 en 2.990 klst. árið 1994. Nærri 100% aukning. Ný útvarpsrás? Hagræðing hjá hin- um erlendu stöðvum er fyrst og fremst fólgin í því að krefj- ast aukinna afkasta starfsmanna og fjölga útsendingartímum með því að taka í notkun nýjar rásir. Rásir hljóð- varps RÚV eru að fuliu nýttar til útsendingar að blánóttunni undan- skilinni. Næturútsendingar með sér- dagskrá á hvorri rás meðan þorri landsmanna er í fastasvefni geta reynzt mjög drjúgar til að fjölga útsendum mínútum ef einhverjum er það kappsmál vegna skýrslugerð- ar og samanburðar við stöðvar í útlöndum. Það hefur hins vegar ekki verið forgangsverkefni. Og ekki hef- ur það verið á dagskrá íslenzkra stjórnvalda að fjölga rásum Ríkisút- varpsins þannig að það gæti enn frekar bætt eigið Evrópumet í af- köstum. Ný útvarpsrásrás fyrir 60% landsmanna væri hægðarleikur einn. Ríkisútvarpið fær engin rekstrar- framlög úr ríkissjóði. Til þess að standa straum af kostnaði við þjón- ustu sína hefur RÚV frá upphafi innheimt afnotagjöld og aflað tekna af auglýsingum. Afnotagjöldin hafa ekki hækkað í þrjú ár. Dagskrárum- svif hafa dregizt saman. Til að vega upp á móti frystingu afnotagjalda er svo fyrir mælt í fjárlögum fyrir 1996 að Ríkisútvarpið auki tekjur sínar af auglýsingum. Svipuð tækni næsta áratuginn Svo að útvarp og sjónvarp berist á afskekkta bæi í sveitum og sem lengst út á hafsvæðin í kringum landið þarf dreifikerfi með stofnrás- um á örbylgju eða ijósleiðara og sendistöðvum í landshlutunum. Þessir sendar eru rúmlega 300 í kerfi RÚV og eru eign þess enda hefur RÚV staðið undir fjárfesting- unni af eigin aflafé. Kostnaður við rekstur kerfisins er um 150 millj. króna í ár. Litlar horfur eru á grundvallar- breytingum á tækni til dreifingar Markús Örn Antonsson útvarps hér á landi á allra næstu árum. Er- lendis eru tilraunir hafnar með stafrænt dreifikerfi en notenda- búnaðinn vantar. Enn á það langt í land að þró- uð séu meðfærileg mót- tökutæki, sem almenn- ingur hefur efni á að kaupa. í Vestur-Evrópu telja sérfræðingar að núverandi FM-tækni verði í fullu gildi til 2010-2015. Ef FM-kerfi RÚV bil- ar af völdum ofviðris eða náttúruhamfara í einstökum byggðarlóg- um verður það langbylgjusendingin sem treyst verður á í staðinn. Um þessar mundir er verið að byggja upp nýjar og öflugar langbylgjustöðvar í öðrum löndum. Þær eru ekki úreltar og hér á landi gegna þær mikilvægu hlutverki í þjónustu við skip og aðra, sem staddir eru utan byggðar. Miðað við umfang og gæði þjón- ustunnar og þau kostnaðarsömu úr- ræði, sem Ríkisútvarpið þarf að beita er afnotagjaldi RÚV í hóf stillt. Samanburður við áskriftargjöld ann- arra fjölmiðla er fyrir hendi og talar sínu máli. Auglýsingatekjur eru um 30% af heildartekjum RÚV, áætlað- ar rúmar 600 milljónir á þessu ári, og því ekki nein aukastærð í rekstr- inum heldur ein meginstoðin sem heldur starfsemi RÚV uppi. Hvar liggja „máttleysismörkin"? Nú gerast siðrænar og fjármála- legar spurningar, sem snerta grund- vallaratriði samfélags- og menning- armála þjóðarinnar, alláleitnar: Hversu iangt á að ganga í að svipta Ríkisútvarpið tekjum, hvort sem það eru afnotagjöld eða auglýsingar, í því augnamiði að búa í haginn fyrir nýja aðila sem langar til að hagnast á útvarpsrekstri, eða gera hinum sem fyrir eru kleift að græða enn meira? Hvar liggja máttleysismörk- in, sem fólkið í landinu telur réttlæt- anlegt að Ríkisútvarpinu verði látið beygja sig undir? En má þá engu breyta? Er Ríkis- útvarpið steinrunnið þannig að engu verði þar um þokað? Nei. Full ástæða er til að ræða allar hliðar þessara mála í ljósi nýrra aðstæðna. I næsta áfanga mun ég varpa fram eigin hugmyndum um sitthvað er að þessu lýtur. Höfundur er framkvæmdasljóri hijóðvarps (RÚV). Lífeyrisréttindi - Pétri H. Blöndal svarað NÝLEGA hafa birst hér á síðum Morgunblaðsins tvær greinar eftir Pétur H. Blöndal alþingismann um lífeyrisréttindi opinberra starfs- manna. Þar fjallar hann um erfiða stöðu Lífeyrissjóðs starfsmanna rík- isins og skuldir launamanna við sjóð- inn. Er þetta ákaflega athyglisverð umfjöllun, en mér finnst sem alþing- ismanninum verði á nokkrar yfirsjón- ir. Það lífeyriskerfí, sem opinberir starfsmenn búa við, er um margt líkt því kerfi sem notast var við af banda- rískum fyrirtækjum. Það byggir á því að starfsmenn vinni hjá sama atvinnurekanda alla ævi og í staðinn sjái atvinnurekandinn um starfs- manninn í ellinni. Fyrirtækin höfðu mörg ekki fyrir því að leggja til hlið- ar í sérstaka lífeyrissjóði og treystu á að rekstrartekjur hvers myndu geta dekkað útgjöld vegna lífeyris fyrrverandi starfsmanna sinna. Þetta hafði það í för með sér, að færu fyrir- tækin á hausinn glötuðu starfsmenn lífeyrisréttindum sínum. Fyrir nokkr- um árum voru fyrirtæki krafin um gjaldfærslu á áunnum lífeyrisréttind- um. Þetta hafði í för með sér að fyrirtæki á við IBM og General Mot- ors sýndu meira tap af starfsemi en dæmi voru um áður. íslenska ríkið hefur verið jafnábyrgðarlaust varð- andi greiðslur í Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins og áðurnefnd banda- rísk stórfyrirtæki. Það greiddi aldrei lífeyrisskuldbindingar sínar í sjóðinn, en treysti í staðinn á að skatttekjur IÐNAÐARHURÐIR - BILSKURSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL ISVÁL-ÖORGÁH/F HÖFÐABAKKA9 -112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751 Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins stendur ekkert verr, segir Marinó G. Njálsson, en lífeyrissjóður alþingis- manna og ráðherra. hvers árs myndu duga fyrir þessum útgjöldum eins og öðrum. Þar sem það sá sjálft um vörslu sjóðsins, ákvað ríkið að fá þessa peninga að láni hjá starfsmönnum sínum og notatil að fjármagna rekstur ríkis- ins. I þessu liggur vandinn og engu öðru. Aðrir lífeyrissjóðir í vörslu rík- isins, þeirra á meðal eftirlaunasjóðir alþingismanna og ráðherra, eru í jafnslæmum ef ekki verri málum. í mínum huga liggur vandi Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins fyrst og fremst í því að ríkið ákvað að fá að láni hjá sjóðnum mismuninn á því sem það á að greiða í sjóðinn á hverju ári og því sem það greiðir út úr sjóðn- um á hverju ári. Til að blekkja hinn almenna sjóðsfélaga (og almenning) hefur þessi mismunur ekki verið færður í reikninga sjóðsins. Þannig hafa tekjur sjóðsins samskvæmt kjarasamn- ingum og lögum um Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins ekki ver- ið bókfærðar í samræmi við bókhaldslög. Og á móti hefur staða á við- skiptamannareikningi ekki heldur verið færð rétt samkvæmt bók- haldslögum. Ef þetta væri nú gert, kæmi mér ekki á óvart að eignir sjóðsins væru umtals- vert umfram þá 20 milljarða, sem Pétur minnist á í grein sinni. Raunar mundi ég halda að þær væru 70 millj- arðar, þ.e. sama upphæð og skuld- bindingar sjóðsins nema. Á viðskipta- mannareikningi stæði, að einn við- skiptamaður (þ.e. rikið) skuldaði sjóðnum 50 milljarða. í ríkisreikning- um stæði síðan að ríkið skuldaði Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins 50 milljarða og þar með hækkuðu heild- arskuldir ríkisins sem þessu nemur. Af þessu sést að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er ekki í neinum vanda. Vandamálið er að ríkið skuld- ar sjóðnum 50 milljarða eða sem svarar „600 þkr. á hvern vinnandi einstakling í landinu", eins og Pétur H. Blöndal orðar það. Ef menn sjá einhverjum ofsjónum yfir lífeyrisrétt- indum opinberra starfsmanna, þá ættu hinir sömu að skoða launin þeirra. Ég er kennari við Iðnskólann í Reykjavík. Ég er með sex ára há- skólanám að baki, er í stjórnunar- stöðu innan skólans og er kominn í Marinó G. Njálsson aldursþrep 6. Grunn- laun mín eru í dag 111.094 kr. á mánuði eða 1.333.128 kr. á ári. Síðan er ég sem betur fer með ýmsar auka- greiðslur og yfírvinnu, svo að ég geti séð sjálf- um mér farborða. Ég ávinn mér 2% lífeyris- réttindi á ári eða 2.222 kr./mánuði og 26.662 kr./ári. Ég verð að við- urkenna, að ég vildi miklu frekar vera með grunnlaun upp á kr. 220.000 og ávinna mér 1,8% lífeyrisréttindi á ári eða 3.960 kr./mán- uði og 47.520 kr./ári. Það að lífeyrisskuldbindingar sam- svari 20% af launum, þýðir bara að ríkinu finnst sanngjarnt að greiða í lífeyrissjóð af öllum launum starfs- manna, en hefur ákveðið að leggja sjálft til 4% hluta starfsmanna af öðru en grunnlaunum. Eg geri mér alveg grein fyrir því, að vandi ríkis- ins er gríðarlegur vegna Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins og að útistandandi skuldir sjóðsins eru miklar, en ég neita því alfarið að sjóðurinn standi illa ekkert frekar en eftirlaunasjóðir alþingismanna og ráðherra. Það að ríkið hafi klúðr- að hlutunum þýðir ekki að sjóðirnir standi illa. Kaldhæðnin er að sjóður- inn stæði líklegast miklu verr, ef ríkið hefði ekki klúðrað hlutunum. Höfundur er með verkfrœðigráðu ogkennari og skipulagssljóri við Jðnskólann iReykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.