Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 17 ACO • ACO • ACO Hagnaður British Airways eykst um 30% London. Reuter. Hagnaður British Airways (BA) jókst um 30% á milli ára og er þetta met hjá fyrirtækinu. Starfsmenn munu fá greiddar háar kaupbætur vegna þessa mikla hagnaðar, en fjár- festar velta fyrir sér fréttum um samstarf við American Airlines. BA hermir að hagnaður fyrir skatta hafi numið 585 milljónum punda á síðasta fjárhagsári til 31. marz og starfsmönnum verði greidd- ar 94 milljónir punda í kaupbætur samkvæmt áætlun um hagnaðar- hlutdeild. BA sagði að samstarf við USAir, ástralska flugfélagið Qantas og fleiri hefði skilað 150 milljóna punda rekstrarhagnaði, sem jókst um 17,8% í 728 milljónir punda. SagtskiliðviðUSAir? Robert Ayling aðalframkvæmda- stjóri vildi ekki ræða bollaleggingar um að BA muni koma á fót nýju bandalagi við American Airlines, sem er í eigu AMR Corp. Blaðafréttir herma að BA kunni að taka upp samstarf við American, annað hvort til að efla samstarfið við hið bágstadda bandaríska flug- félag USAir Group á austurströnd- inni eða koma í staðinn fyrir það. Ayling sagði aðeins að samstarfið við USAir héldi áfram að skila BA um 70 milljóna punda hagnaði á ári. Air France Europe með neyðarráð- stafanir París. Reuter. AIR FRANCE EUROPE, dótturfyr- irtæki hins kunna franska flugfé- lags, hefur kynnt áætlun um að bjarga félaginu frá fjárhagshruni. Félagið hyggst bjóða upp á skutlu- flug, það er ódýrar og tíðar áætlunar- ferðir, en hætta við ferðir, sem tap hefur verið á og fækka störfum. Air France Europe stendur frammi fyrir hruni vegna aukinnar sam- keppni síðan félagið missti einokun á áætlunarferðum innanlands. Rekstrarkostnaður hefur verið mikill og evrópsk flugfélög munu láta að sér kveða þegar áætlunarflug verður gefið frjálst 1997. Samkvæmt áætluninni verða skor- in niður um 900-950 störf af rúm- lega 10.000 með starfslokasamning- um við flugvirkja og aðra tækni- menn, flugfreyjur og flugmenn. h GREINAKIJPPUH RUNNAKLIPPUH TRJÁKLIPPUR ÞOR HF Raykjavík - Akuroyn Reykjavik: Ármúla 11 - Simi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka -Sfmi 461-10701 Hann sagði að allt flug BA á styttri leiðum í Evrópu væri í athugun. Hann útilokaði ekki þann möguleika að BA notaði færri flugvélar og gerði meira af því að fela sérleyfishöfum að fljúga undir merkjum BA á stutt- um leiðum til að draga úr kostnaði. Einnig hefur verið rætt um sam- starf við hollenzka flugfélagið KLM. BA stendur þegar í eignatengslum við evrópsku fyrirtækin Deutsche BA og TAT í Frakklandi. Bæði félög- in eru rekin með tapi, en sameigin- legt tap þeirra minnkaði í 68 milljón- ir punda úr 90 milljónum 1994/95. BA flutti 36,1 milljón farþega á síðasta ári að farþegum Deutsche BA og TAT meðtöldum. Farþegum aðalfélagsins fjölgaði um 5,8% í 32 milljónir. Starfsmenn BA eru 55.000 og fá greidd laun fyrir 13 mánuði með nýja kaupaukanum. Lægsta kaup starfsmanna í Bretlandi eru 1.210 pund. I fyrra fengu starfsmenn um 66 milljónir punda í bónus. <S&Seagate Harðir diskar SKIPHOLTI 17 ¦ 105 REYKJAVIK SIMI: 562 7333 ¦ FAX: 562 8622 w^p Stefnumótun í FERÐAÞJÓNUSTU **& :'>-»-'.'í /'''"' ' zsaPSSœ T.'.*.J7?",*™**M™"™W^|*^ ' Já Samgönguráðherra Halldór Blöndal boðar til ráðstefnu til kynningar skýrslu um stefnumótun í ferdamálum, að Hótel Loftleiðum, þriðjudaginn 28. maí kl. 9.30. Kl. 09.30 Halldór Blöndal samgönguráðherra setur ráðstefnuna og fjallar uni tilgang stcfnumótunar í ferðaþjónustu. Kl. 10.00 Gerð og tillögur stefnumótunar Magnús Oddsson, férðamálastjóri Kl. 10.15 Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SVG Kl. 10.30 Gæðastjórnun í ferðaþjónustu Kristófer Oliversson, Hagvangi Kl. 10.45 Markaðssókn ferðaþjónustunnar Pétur J. Eiríksson, markaðsstjóri Flugleiða Kl. 11.00 Ferðamannaverslun Haukur Hauksson, íslenskri verslun Kl. 11.15 Afþreying í ferðaþjónustu Jóhann D. Jónsson, ferðamálafulltrui Reykjaness Kl. 11.30 Fyrirspurnir og umræður Kl. 12.10 Hádegisverður Kl. 13.15 Ferðaþjónusta og umhverfisvernd Hörður Sigurbjarnarson, formaður umhverlisnef'ndar í Mývatnssveit Kl. 13-30 Sjálfbær ferðamennska Helga Haraldsdóttir, forstöðumaður hjá Ferðamálaráði íslands Kl. 13.45 Menntun og rannsóknir í ferðaþjónustu "l'ómas Ingi Olrich, alþingismaður Kl. 14.00 Undirstaða tölfræðigreiningar og markaðsrannsókna Bjarnheiður Hallsdóttir, ferðamálafræðingur Kl. 14.15 Ráðstefhur, fundir og hvataferðir Jóhanna Tómasdóttir, framkv.stj. Ráðstefhuskrifstofu íslands Kl. 14.30 Samgöngur - undírstaða ferðaþjónustu Ómar Benediktsson, stjórnarformaður fslandsflugs Hreinn Haraldsson, Vegagerðinni Kl.15.00 Kaffihlé Kl. 15.30 Fyrirspurnir og uturæður Ráðstefnan er opin öllu áhugafolki um ferðaþjónustu og er aðgangur ókeypis. í hádeginu verður í boði máltið á vægu verði. Samgönguráðuneytið Maí 1996

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.