Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 27
T MORGUNBLAÐIÐ MIDVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 27 íun t Á vegum Ferskra kjötvara og eld- húsa Ríkisspítalanna eru kjötvinnslur og sláturhús tekin út, áður en við- skipti komast á og eftirlit haft á meðan á þeim stendur. Rannsókna- stofnun landbúnaðarins annast eftir- lit og mælingar fyrir eldhús Ríkis- spítalanna. Guðjón Þorkelsson, deild- arstjóri matvæladeildar RALA, segir að flest vandamálin snerti þætti sem hafi áhrif á geymsluþol vörunnar, ekki sjúkdómssmitandi bakteríur. Jón Gíslason, forstöðumaður mat- væla- og heilbrigðissviðs Hollustu- verndar ríkisins, telur að hér séu til- tölulega góð matvæli á boðstólum. Aðstaða fyrirtækjanna sé góð, þótt auðvitað megi ýmislegt bæta. Stífari kröfur til fiskvinnslu en kjötframieiðslu Mun stífari kröfur hafa verið gerð- ar til fiskvinnslu en kjötvinnslu. Kemur það vafalaust til af því hvað fiskiðnaðurinn er háður kröfuhörðum kaupendum á mörkuðum sínum er- lendis. Þá hafa verið gerðar meiri kröfur til sláturhúsa sem vinna vörur til útflutnings en þeirra sem vinna vörur fyrir innanlandsmarkað, eins og fram kemur hér að framan. Marg- ir telja tíma til kominn að breyta þessu. Á árinu 1994 var gefin út reglugerð sem skyldaði matvælafyr- irtæki til að starfrækja innra eftirlit til að tryggja gæði, öryggi og holl- ustu matvæla. Eftirlitið átti að vera komið á fyrir miðjan desember sl. og taka mið af svokölluðu GÁMES- eftirlitskerfi (greining áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða). Hefur verið unnið að framkvæmd regln- anna en mörg fyrirtæki haf a reyndar fengið fresti. Reglur þessar ná ekki til slátur- húsanna þannig að hráefnisþáttur- inn hefur að einhverju leyti setið eftir. Hins vegar hafa mörg þeirra sláturhúsa sem jafnframt reka kjöt- vinnslu látið eftirlitskerfið taka yfir allan framleiðsluferilinn. Afurðasal- an Borgarnesi hf. er eitt þeirra. Fyrir ári byrjaði fyrirtækið á því að koma upp GAMES-eftirlitskerfi fyr- ir allan framleiðsluferilinn. ívar Ragnarsson framkvæmdastjóri telur fáránlegt að skilja sláturhúsin eftir þegar gerðar eru kröfur til fram- leiðslunnar. Hann segir að kröfur kaupenda séu sífellt að aukast og segir að það sé spurning um að f alla eða halda velli í samkeppninni að taka upp trúverðugt innra eftirlit. Telur ívar að þessi vinna muni einn- ig skila sér til baka í minni rýrnun og vonandi einnig hærra verði afurð- anna í framtíðinni. Spjótin beinast að bændum Auknar kröfur kaupenda, jafnt erlendis sem innanlands, hafa aukið þrýsting á kjötvinnslurnar. Auknar kröfur þar kalla á öruggara hráefni frá sláturhúsunum. Skipuieg gæða- stjórnun í sláturhúsunum gerir loks kröfur til bænda. Þannig leiðir eitt af öðru og skörunin er mikil. ívar Ragnarsson í Borgarnesi segir að gæðastjóri fyrirtækisins vinni að endurbótum á þeim þátt- - um sem snúa beint að bændum í samvinnu við þá. í því sambandi má nefna kröfur um að grip- irnir komi hreinir til slátr- unar og meðferð þeirra bæjunum og í flutningi streituvaldandi. Það veldur vandræðum hvað slát- urhúsin í landinu eru mörg og lítil. Minni húsin hafa síður fjárhagslegt heima á sé ekki Morgunblaðið/Ásdís STÓRIR kjötkaupendur hafa aukið eftirlit með því hráefni sem þeir taka við og skila kjötinu miskunn- arlaust til baka ef það er ekki nákvæmlega eins og samið hafði verið um. bolmagn til að vinna að gæðastjórn- un á fullnægjandi hátt. Sumir telja að einfaldasta aðferðin til að fækka sláturhúsunum í landinu, eins og lengi hefur verið á dagskrá, sé að herða kröfur um aðbúnað og stjórn- un. Guðjón Þorkelsson segir að gæðin fari ekki eftir stærð húsanna, þau minni geti staðið sig eins vel og þau stærri. Þau þurfi hins vegar að sameinast um gæðaeftirlit. „Mestu máli skiptir að hafa vel þjálf- að starfsfólk með rétta hugarfarið," segir Guðjón. Þrifnadi og°aðbúnaði ábótavant Léleg aðstaða og hugsunarháttur stjórnenda eru talin ráða því hvernig sláturhúsunum gengur að skila af sér vöru í samræmi við óskir kröfu- harðra kjötkaupenda. í sumum hús- unum er ekki almennileg kæliað- staða, og þá fer kælingin meira eftir veðrinu úti en kröfum kaupenda. Kælingin ræður miklu um geymslu- möguleika kjöts, eins og kunnugt er. Vegna gæðastjórnunar í Afurðasöl- unni í Borgarnesi var komið þar upp tölvustýrðri kælingu á kjöti eftir slátrun og er það fyrsta fyrirtækið sem það gerir. Ferskar kjötvörur hf. hafa í sumum tilvikum komið upp síritandi hitamæli í kjötgeymslum sláturhúsanna til að tryggja hags- muni sína. Nefnd eru dæmi um afleit kjöt- vinnsluhús við sláturhús, hús sem standast ekki kröfur sem almennt eru gerðar til matvælaframleiðslu en lengi hafi verið rekin á undanþág- um. Ýmislegt fleira er nefnt, varð- andi þrifnað og aðbúnað. Dæmi eru um ópússuð gólf inni í kjötvinnslum og útihurðir sem ekki halda mein- dýrum. Nefnt er dæmi um að hjól- barðar séu geymdir í miðju slátur- húsi. Allvíða er sláturútgangur geymdur í opnum gámum utandyra og sums staðar er kjötúrgangur geymdur við staði þar sem af- greiðsla á kjöti fer fram. Sums stað- ar er fiskur unninn fyrir innanlands- markað á sama stað og kjöt. Sigurður Örn Hansson, dýralækn- ir hjá embætti yfirdýralæknis, segir að kjötvinnslur sláturhúsanna séu vissulega misjafnar, eins og þessi starfsemi almennt í landinu. Margt megi bæta. Hann hafnar því hins vegar alfarið að ástandið í slátur- húsunum sé verra en í sérhæfðum kjötvinnslum. Segir Sigurður að héraðsdýralæknar taki út rekstur sláturhúsanna og kjötvinnslur þeirra ------------- ög geri kröfur um úrbæt- ur. Það sé síðan alltaf spurning hvað eigi að ganga langt í eftirliti og við hvaða aðstæður beri að loka fyrirtækjum. Spurning um að f alla eða halda velli Unnið að tillögum um innra eftirlit Starfshópur um áhættumat í kjöt- ferlinum, sem fyrr er nefndur, lagði meðal annars til að lögskipað yrði innra eftirlit í sláturhúsum frá 1. september næstkomandi og að ein- staklingsmerkingar gripa yrðu lðg- skipaðar sem þáttur í gæðastjórnun í landbúnaði. Síðan hefur nokkuð verið að þessu unnið á vegum Bændasamtakanna og í frumvarpi til laga um sláturdýr og sláturafurð- ir er gert ráð fyrir því að eftirlit með gripunum færist heim á búin. Einnig er gert ráð fyrir heimild til að setja reglur um innra eftirlit í vinnslustöðvum. Á vegum yfirdýra- læknis er nú þegar unnið að setn- ingu samræmdra reglna um innra eftirlit í sláturhúsum og segir Sig- urður Örn Hansson að reglurnar verði gefnar út strax og þær verða tilbúnar, en ekki beðið eftir laga- breytingunni. Reglurnar munu ná yfir alla kjötframleiðslu, það er jafnt slátrun sauðfjár, stórgripa, svína og alifugla. Sigurður telur ekki að nein sérstök vandamál hafi kallað á þessar nýju reglur, heldur hafi gæðaeftirlit al- mennt verið að færast yfír í fyrir- byggjandi aðgerðir í stað skoðunar á tiíbúnum afurðum. Sigurður segir að nýju reglurnar byggist í meginat- riðum á þeirri skráningu sem farið hafi fram í útflutningssláturhúsun- um undanfarin ár. Ekki eru gerðar kröfur um að byggt verði á GAMES- eftirlitskerfi en héraðsdýralæknarnir munu hafa eftirlit með framkvæmd- inni, eins og verið hefur. Telur Sig- urður Orn að útkoman verði sú sama og í áhættugreiningu kjötvinnsln- anna. Starfsfhópur Fram- ----------- leiðsluráðs lagði til að nú- verandi eftirlitskerfi yrðu samræmd og gjaldskrár endurskoðaðar, væntan- lega með það í huga að ""¦"¦¦¦" halda kostnaði í lágmarki. Starfs- hópurinn vildi einnig að opinbert kjötmat yrði fellt niður og gæðamál- in þannig alfarið færð á ábyrgð slát- urhússins. Kjötmatsmenn eru nú starfsmenn ríkisins og er innheimt gjald af hverju kjötkilói til þess að standa undir kostnaðinum. Það felst í tillögum starfshópsins að kjötmatið yrði hluti af innra eftirliti slátur- hússins. Þrískipt matvælaeftirlit Matvælin og eftirlit með fram- leiðslu þeirra heyrir undir þrjú ráðu- neyti. Fiskurinn er að mestum hluta undir sjávarútvegsráðuneyti, kjöt- framleiðsla undir landbúnaðarráðu- neyti og kjötvinnsla, stóreldhús og verslun heyrir undir umhverfísráðu- neyti. Síðan eru óteljandi stofnanir sem annast eftirlitið: Fiskistofa, yfir- dýralæknir og héraðsdýralæknar, Hollustuvernd ríkisins og heilbrigðis- eftirlit sveitarfélaga. Nóg er af gráum svæðum. Þannig hefur ekki verið skorið úr um það hvort fram- leiðsla á fiski fyrir innanlandsmarkað falli undir sjávarútveg eða heilbrigði- seftirlit. Kjötvinnslur sláturhúsa heyra undir landbúnað en ekki al- mennt heilbrigðiseftirlit, ólíkt sér- hæfðum kjötvinnslum. Vegna þessa eru ekki gerðar sömu kröfur til allra þátta matvælaframleiðslunnar eins og vikið hefur verið að hér að framan. Einnig er skörun milli ríkisins og sveitarfélaga. Þannig annast heil- brigðiseftirlit sveitarfélaganna allt almennt heilbrigðiseftirlit, nema þá þætti sem ríkisstofnanirnar Fiski- stofa og embætti yfírdýralæknis sjá um. Þær spurningar eru áleitnar hvort ekki sé eðlilegt að samræma eftirlit- ið og einfalda, meðal annars með því að færa það allt á sömu hendi. Guð- jón Þorkelsson hjá Rannsóknastofn- un landbúnaðarins tekur undir gagn- rýni um þrískiptingu matvælaeftir- litsins. Það hljóti að vera eðlilegast að sama kerfíð nái yfir allt sviðið. Jón Gíslason hjá Hollustuvernd telur þörf á að endurskoða skipulagið, til þess að þekking og starfskraftar nýtist sem best. Hann bendir hins vegar á að ákveðin samvinna sé með aðilum og þau mál sem skarist séu rædd í matvælaráði. Sigurður Örn Hansson dýralæknir telur ekki ástæðu til að hafa nákvæmlega sama kerfi í sláturhúsunum og annarri matvælavinnslu. Segir að fyrirkomu- lagið hér sé svipað því sem almennt tíðkist í nágrannalöndunum. Samræming í skoðunarstofum Vegna undirbúnings fjárlaga 1997 fór starfshópur á vegum ráðherra- nefndar um ríkisfjármál yfir rann- sókna- og eftirlitsstarfsemina í land- inu. Hópurinn lagði meðal annars til að athugað yrði með sameiningu matvælaeftirlits. Formaður starfs- hópsins, Snævar Guðmundsson deildarstjóri í Hagsýslu ríkisins, seg- ir að með því móti mætti spara út- gjöld hjá ríkinu en það var einmitt verkefni hópsins að finna leiðir til þess að ná niður fjárlagahallanum. Tillögurnar eru nú til meðferðar hjá ráðherrunum sem liður í miklu stærra máli. Snævar telur að það fyrirkomulag sem er á eftirliti með fiskvinnslu gæti orðið fyrirmyndin að nýju sam- einuðu kerfi. Skoðunarstofurnar gætu bætt við sig eftirliti með slátúr- húsum og kjötvinnslum og það væri vel athugandi að þær tækju einnig að sér almennt heilbrigðiseftirlit og vinnueftirlit. Skoðunarstofurnar eru j flestar hlutafélög en Snævar segw að athuga þurfí með eignarhaldið þannig að þær verði óháðar hags- munaaðilum. Þær innheimta þóknun fyrir vinnu sína. Með því að fara þessa leið yrði hægt að komast fram hjá þeim múr- um sem skilja að atvinnugreinarnar í landinu. Ekki þyrfti að fara í það viðkvæma mál að taka til að mynda eftirlit með slátrun undan landbún- aðarráðuneyti og sameina öðru mat- ----------- vælaeftirliti undir um- hverfisráðuneyti, eins og í fljótu bragði virðist eðlj^ legt. Ríkið og hugsanlegá einnig sveitarfélögin fælu ~~....... einkafyrirtækjum úti um landið framkvæmd eftirlitsins og kæmu kostnaðinum yfir á atvinnu- greinarnar sjálfar. Núverandi eftir- litsstofnanir ríkisins yrðu síðan að minni stjórnsýslustofnunum í við- Opinbert kjötmat verði fellt niður komandi ráðuneytum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.