Morgunblaðið - 22.05.1996, Side 27
26 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996 27
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FYLGJA ÞARF
UPPLÝ SIN G ALÖG-
UM EFTIR
UPPLÝSINGALÖGIN, sem Alþingi samþykkti fyrr í
vikunni, eru þörf og tímabær löggjöf. Lög um al-
mannaaðgang að stjórnsýslunni hefur lengi skort hér á
landi. Fyrst var flutt þingsályktunartillaga um upplýs-
ingaskyldu stjórnvalda á Alþingi árið 1969 og fyrsta
frumvarpið var flutt þremur árum síðar. Frumvörpin
urðu fleiri og alls dagaði fjögur uppi á þingi.
Það er því fyrst nú, 27 árum eftir að umræður um
þessi mál hófust hér að ráði, að lög um aðgang almenn-
ings að upplýsingum úr stjórnkerfinu eru sett. Ástæðan
er ekki sú að nokkur stjórnmálaflokkur hafi beinlínis
lýst andstöðu sinni við þörf á slíkum lögum, heldur miklu
fremur það sinnu- og skeytingarleysi um vönduð vinnu-
brögð í stjórnsýslunni, sem því miður hefur ríkt lengi á
íslandi.
Þetta viðhorf hefur reyndar verið að breytast á undan-
förnum árum. Mikil framför varð með setningu stjórn-
sýslulaganna árið 1993, þar sem í fyrsta sinn voru sett-
ar almennar reglur um aðgang aðila einstakra mála að
gögnum stjórnsýslunnar. Það er hins vegar ekki fyrr en
nú, að hin almenna meginregla um skyldu stjórnvalda
um að veita öllum almenningi aðgang að gögnum stjórn-
sýslunnar, með þeim takmörkunum sem eðlilegar verða
að teljast til að vernda einkalíf manna eða öryggi ríkis-
ins, er lögfest.
Viðhorfsbreytingin í stjórnsýslunni er þó engan veginn
fullkomin þótt lögin hafi verið sett. Nú þarf að fylgja
þeim eftir og tryggja að farið verði eftir þeim. Það er
til dæmis næsta víst að mörgum ríkisstofnunum og sveit-
arfélögum mun veitast erfitt í fyrstu að uppfylla ákvæði
nýju laganna um skráningu og varðveizlu upplýsinga,
vegna þess að þau mál hafa verið í ólestri áratugum
saman. Fagmannleg skjalavarzla er hins vegar alger
forsenda þess að upplýsingarétturinn komi almenningi
að gagni og sjá verður til þess að þessi mál komist í lag
á sem skemmstum tíma.
Þegar stjórnsýslúlögin voru sett fyrir þremur árum
fylgdi forsætisráðuneytið þeim eftir með kynningar-
átaki, bæði í opinberum stofnunum og meðal almenn-
ings. Á vegum ráðuneytisins var gefið út ítarlegt skýr-
ingarit með lögunum og aðgengiiegur upplýsingabækl-
ingur fyrir almenning. Mikilvægt er að sami háttur verði
nú hafður á; að stofnunum stjórnsýslunnar verði gert
ljóst hvað til þeirra friðar heyrir og að almenningur verði
vel upplýstur um rétt sinn gagnvart stjórnvöldum.
SÍLDARS AMNIN GUR
SANNAR GILDISITT
NORSK-íslenzka síldin hefur á vorgöngu sinni farið
mun hraðar yfir en menn bjuggust við. Síldin fór
inn í norsku lögsöguna við Jan Mayen um það bil mán-
uði fyrr en búizt hafði verið við, miðað við hegðun henn-
ar undanfarin ár.
Gönguhraði síldarinnar kom norska embættiskerfinu
þannig í opna skjöldu og voru reglur um veiðar ís-
lenzkra skipa í lögsögunni við Jan Mayen ekki tilbúnar
þegar íslenzki síldarflotinn hugðist elta gönguna þang-
að. Nú hefur hins vegar verið gengið frá því máli.
Þetta sýnir hversu skynsamlegt það var af íslenzkum
stjórnvöldum að semja um veiðar síldarinnar við ná-
grannaríkin, þrátt fyrir að fyrir vikið féllust þau á minni
kvóta en ísland hafði áður tekið sér. Hefði ekki verið
samið við Noreg og Rússland hefði síldarflotinn getað
misst síldina inn á Jan Mayen-svæðið og átt hálfan kvóta
sinn eftir.
Ákvæði síldarsamningsins um gagnkvæmar veiðiheim-
ildir, sem sumir urðu til þess að gagnrýna, koma íslenzk-
um hagsmunaaðilum þess vegna mjög til góða nú. Ekki
er á vísan að róa þar sem síldin er, hún er flökkustofn
og getur greinilega breytt hegðun sinni frá ári til árs.
Þess vegna er skynsamlegast að semja við nágrannarík-
in um síldveiðarnar og tryggja gagnkvæman aðgang síld-
veiðiríkjanna hvers að annars lögsögu.
SLATURHUS
Gæðastj omun
ábótavant
af
INNLENDUM
VETTVANGI
KRÖFUR um öryggi í mat-
vælaframléiðslu hafa
aukist á undanförnum
árum. Eftirlitskerfum
hefur verið komið upp í fiskvinnslu
og kjötvinnslu. í kjötiðnaðinum hefur
slátrunin sjálf orðið eftir i þróuninni,
ekki hafa verið gerðar sömu kröfur
til hennar og annarra þátta. Þess
vegna hafa margvísleg vandamál
komið upp.
Á síðasta ári skipaði Framleiðslu-
ráð landbúnaðarins starfshóp til •að
skoða hvað gera þyrfti til þess að
koma slátrun, meðferð kjöts og
vinnslu í það horf að afurðir full-
nægðu kröfum sem gerðar væru á
mörkuðum hérlendis og erlendis.
Ákvörðun Framleiðsluráðs um að
láta skoða þessi mál þá var komin
til að gefnum tilefnum, að því er
fram kemur í skýrslu hópsins, „því
kjöti sem flutt var út hefur verið
hafnað í tolli vegna hára og óhrein-
inda. Einnig er það staðreynd, að
innlend kjötvinnslufyrirtæki hafa
hafnað viðskiptum við einstök
sláturhús, vegna þess að þau upp-
fylla ekki þær kröfur, sem kaupand-
inn hefur gert um hreinleika vörunn-
ar.“
Gæðavandamál við útflutning
Vegna aukinna matarsýkinga í
Evrópu o g Bandaríkjunum hafa kröf-
ur um gæði afurðanna aukist. Er nú
aðeins eitt sláturhús hér á landi sem
hefur leyfi til útflutnings á báða
þessa markaði. Annað hús hefur leyfi
til að framleiða fyrir Ameríkumarkað
og tvö mega slátra fyrir Evrópu-
markað.
Fram kom í grein í Morgunblaðinu
í lok síðasta árs að upp höfðu komið
gæðavandamál við útflutning á
frosnu lambakjöti til Bandaríkjanna
og fersku til Evrópu. Kjöti sem fór
til Bandaríkjanna var illa pakkað svo
plastpakkningar opnuðust og kjöt
skemmdist. I einhveijum pakkning-
um fannst hár á kjötinu. Hluta af
því kjöti sem fór til Belgíu var skilað
heim aftur vegna þess að það aflitað-
ist, að talið var vegna rangrar með-
höndlunar eða umbúða.
Auknar kröfur
innlendra kaupenda
Öll sláturhúsin mega framleiða
kjöt fyrir íslenska markaðinn. Finnst
mörgum að sömu kröfur ætti að
gera til framleiðslunnar, hvort sem
kjötið fer á markað innanlands eða
erlendis, enda sé heimamarkaðurinn
mun mikilvægari fyrir atvinnugrein-
ina en sá erlendi. Þess ber að geta
að kaupendur hér, það er kjöt-
vinnslufyrirtæki og stór- --------
eldhús, hafa hert kröfur
sínar á undanförnum
árum. Á þetta ekki síst við
um stóra kjötkaupendur.
Ef eitthvert frávik er frá
kröfum er strax tekið á vandamálinu
og reynt að bæta úr því í samvinnu
við framleiðendur. Stundum er vör-
unni skilað og dæmi eru um að við-
skiptum hafi verið hætt við slátur-
hús vegna endurtekinna. vandamála.
Slátrunin hefur orðið á eftir í þróuninni í
gæðastjórnun í matvælaframleiðslu og hefur
það skapað ýmis vandamál. Er nú verið að
undirbúa útgáfu reglna um innra eftirlit í slát-
urhúsum. Matvælaeftirlitið í landinu heyrir
undir þijú ráðuneyti og mismunandi eftirlits-
stofnanir annast það, eftir því hvort um er
. - - —
að ræða físk, Iqöt eða kjötvinnslu. I grein
Helga Bjamasonar kemur fram að ræddar
hafa verið hugmyndir um að samræma allt
eftirlitið og spara ríkinu útgjöld með því að
fela skoðunarstofum vinnuna.
Áhættustaðir
í kjötferlinu
Streita
Streita
|l. HJÁBÓNDA Áhættuþáttur j
Umhverfi Vatnsgæði Hiti og loftleyti Raki Geislun
Húsakostur Rými
Lyfjanotkun
I fóðurrækt
Við lækningar
í fóðri
Einangrun
Loftræsting
Hiti
Raki
Básar/síur
Lýsing
Gasstyrkur
Gjafatíðni
Brynning
Frelsi
Hreyfing
Fóðrun
Smölun
Rekstur
Magn (vanfóðrun)
Gæði (fóðurgildi)
Efnaþarfir
Efnanotkun
Lyfjaanotkun
Ofnotkun
Ofnotkun
Ofnotkun
Aldur
Þungi
Hold
Ástand/heilbrigði
Óhreinindi
2. í SLÁTURHÚSI Áhættuþáttur
Rétt
Biðtími
Meðferð siáturdýra
Aflífun n
Stunga
Fyrirrista /1§\
Fláning
Innanúrtaka
Sögun
Snyrting
Þvottur
Gæðamat^j
Vigtun
Kæling
Pökkun
Merking
Frysting
Óhreinindi/hár
Gormenguní/spörð
Ónóg/of hröð
Ónóg/of hæg
3. í VINNSLUSTO0 Áhættuþáttur
Kæling Ónóg
Stykkjun/kjötv. Röng, óhreinindi
Vigtun innihaldsefna
Hökkun
Försun
Söltun
Hitun
Súrsun
Reyking
Pökkun
Merking
Geymsla
Ófullnægjandi
Röng
Ónóg kæling/frysting
4. HJÁ SMÁSALA/STORELDHÚSI
Kæling Ónóg
Geymsla Umfram geymsluþol
Óhreinindi
Umgengni
5. HJÁ NEYTANDA Áhættuþáttur
Geymsla
Matreiösla ,
Ónóg kæling/tfýsfing
Mengun
6. HJA FLUTNINGSAÐILUM
Farartæki
Þéttleiki
Vegalengd
Streita
Hitastig
Hreinlæti
Krossmengun
Mfnni kröfur á
innanlands-
markaöi
Jón Björnsson, framkvæmdastjóri
Ferskra kjötvara hf. sem vinna m.a.
mikið fyrir verslanir Hagkaups og
-------- Bónuss, segir að það geti
komið fyrir tvisvar til
þrisvar sinnum í mánuði
að fyrirtækið skili kjöti.
Geta ýmsar ástæður legið
til þess. Of lítil kæling,
aðstæður á flutningstæki
Jón segir mikla fjármuni í
sýrustig,
og fleira.
húfi, þegar til dæmis heilum bílfarmi
af kjöti er skilað, og því reyni menn
að gæta sín næst. Hann segir að það
hafi komið einu sinni fyrir að við-
skiptum hafí verið hætt við framleið-
anda.
Valgerður Hildibrandsdóttir, for-
stöðumaður eldhúsa Ríkisspítalanna,
segir að ef kjöt sé ekki afgreitt í sam-
ræmi við verklýsingu sé tekið á
vandamálinu strax í samvinnu við
framleiðandann. Harkan í aðgerðum
fer eftirþví hvað vandamálið er alvar-
legt og stigmagnast. Ef það kemur
til dæmis ítrekað fyrir að hitastigið í
kjötinu er yfir fjórar gráður er kjötinu
skilað. Ríkisspítalar hafa einnig hætt
viðskiptum við fyrirtæki sem ekki
hafa staðið sig, að sögn Valgerðar.
Á vegum Ferskra kjötvara og eld-
húsa Ríkisspítalanna eru kjötvinnslur
og sláturhús tekin út, áður en við-
skipti komast á og eftirlit haft á
meðan á þeim stendur. Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins annast eftir-
lit og mælingar fyrir eldhús Ríkis-
spítalanna. Guðjón Þorkelsson, deild-
arstjóri matvæladeildar RALA, segir
að flest vandamálin snerti þætti sem
hafi áhrif á geymsluþol vörunnar,
ekki sjúkdómssmitandi bakteríur.
Jón Gíslason, forstöðumaður mat-
væla- og heilbrigðissviðs Hollustu-
vemdar ríkisins, telur að hér séu til-
tölulega góð matvæli á boðstólum.
Aðstaða fyrirtækjanna sé góð, þótt
auðvitað megi ýmislegt bæta.
Stífari kröfur til fiskvinnslu
en kjötframleiðslu
Mun stífari kröfur hafa verið gerð-
ar til fiskvinnslu en kjötvinnslu.
Kemur það vafalaust til af því hvað
fiskiðnaðurinn er háður kröfuhörðum
kaupendum á mörkuðum sínum er-
lendis. Þá hafa verið gerðar meiri
kröfur til sláturhúsa sem vinna vörur
til útflutnings en þeirra sem vinna
vörur fyrir innanlandsmarkað, eins
og fram kemur hér að framan. Marg-
ir telja tima til kominn að breyta
þessu. Á árinu 1994 var gefin út
reglugerð sem skyldaði matvælafyr-
irtæki til að starfrækja innra eftirlit
til að tryggja gæði, öryggi og holl-
ustu matvæla. Eftirlitið átti að vera
komið á fyrir miðjan desember sl.
og taka mið af svokölluðu GÁMES-
eftirlitskerfi (greining áhættuþátta
og mikilvægra eftirlitsstaða). Hefur
verið unnið að framkvæmd regln-
anna en mörg fyrirtæki hafa reyndar
fengið fresti.
Reglur þessar ná ekki til slátur-
húsanna þannig að hráefnisþáttur-
inn hefur að einhveiju leyti setið
eftir. Hins vegar hafa mörg þeirra
sláturhúsa sem jafnframt reka kjöt-
vinnslu látið eftirlitskerfið taka yfir
alian framleiðsluferilinn. Afurðasal-
an Borgarnesi hf. er eitt þeirra.
Fyrir ári byijaði fyrirtækið á því að
koma upp GAMES-eftirlitskerfí fyr-
ir allan framleiðsluferilinn. ívar
Ragnarsson framkvæmdastjóri telur
fáránlegt að skilja sláturhúsin eftir
þegar gerðar eru kröfur til fram-
leiðslunnar. Hann segir að kröfur
kaupenda séu sífellt að aukast og
segir að það sé spurning um að falla
eða halda velli í samkeppninni að
taka upp trúverðugt innra eftirlit.
Telur ívar að þessi vinna muni einn-
ig skila sér til baka í minni rýrnun
og vonandi einnig hærra verði afurð-
anna í framtíðinni.
Spjótin beinast að bændum
Auknar kröfur kaupenda, jafnt
erlendis sem innanlands, hafa aukið
þrýsting á kjötvinnslurnar. Auknar
kröfur þar kalla á öruggara hráefni
frá sláturhúsunum. Skipuleg gæða-
stjórnun í sláturhúsunum gerir loks
kröfur til bænda. Þannig leiðir eitt
af öðru og skörunin er mikil. ívar
Ragnarsson í Borgarnesi segir að
gæðastjóri fyrirtækisins vinni að
endurbótum á þeim þátt- ----------
um sem snúa beint að
bændum í samvinnu við
þá. í því sambandi má
nefna kröfur um að grip-
irnir komi hreinir til slátr-
unar og meðferð þeirra heima á
bæjunum og í flutningi sé ekki
streituvaldandi.
Það veldur vandræðum hvað slát-
urhúsin í landinu eru mörg og lítil.
Minni húsin hafa síður fjárhagslegt
Morgunblaðið/Ásdls
STÓRIR kjötkaupendur hafa aukið eftirlit með því hráefni sem þeir taka við og skila kjötinu miskunn-
arlaust til baka ef það er ekki nákvæmlega eins og samið hafði verið um.
bolmagn til að vinna að gæðastjórn-
un á fullnægjandi hátt. Sumir telja
að einfaldasta aðferðin til að fækka
sláturhúsunum í landinu, eins og
lengi hefur verið á dagskrá, sé að
herða kröfur um aðbúnað og stjórn-
un. Guðjón Þorkelsson segir að
gæðin fari ekki eftir stærð húsanna,
þau minni geti staðið sig eins vel
og þau stærri. Þau þurfi hins vegar
að sameinast um gæðaeftirlit.
„Mestu máli skiptir að hafa vel þjálf-
að starfsfólk með rétta hugarfarið,"
segir Guðjón.
Þrifnaði og aðbúnaði
ábótavant
Léleg aðstaða og hugsunarháttur
stjórnenda eru talin ráða því hvemig
sláturhúsunum gengur að skila af
sér vöru í samræmi við óskir kröfu-
harðra kjötkaupenda. í sumum hús-
unum er ekki almennileg kæliað-
staða, og þá fer kælingin meira eftir
veðrinu úti en kröfum kaupenda.
Kælingin ræður miklu um geymslu-
möguleika kjöts, eins og kunnugt er.
Vegna gæðastjórnunar I Afurðasöl-
unni í Borgamesi var komið þar upp
tölvustýrðri kælingu á kjöti eftir
slátmn og er það fyrsta fyrirtækið
sem það gerir. Ferskar kjötvörar hf.
hafa í sumum tilvikum komið upp
síritandi hitamæli í kjötgeymslum
sláturhúsanna til að tryggja hags-
muni sína.
Nefnd eru dæmi um afleit kjöt-
vinnsluhús við sláturhús, hús sem
standast ekki kröfur sem almennt
eru gerðar til matvælaframleiðslu
en lengi hafi verið rekin á undanþág-
um. Ýmislegt fleira er nefnt, varð-
andi þrifnað og aðbúnað. Dæmi eru
um ópússuð gólf inni í kjötvinnslum
og útihurðir sem ekki halda mein-
dýrum. Nefnt er dæmi um að hjól-
barðar séu geymdir í miðju slátur-
húsi. Allvíða er sláturútgangur
geymdur I opnum gámum utandyra
og sums staðar er kjötúrgangur
geymdur við staði þar sem af-
greiðsla á kjöti fer fram. Sums stað-
ar er fiskur unninn fyrir innanlands-
markað á sama stað og kjöt.
Sigurður Örn Hansson, dýralækn-
ir hjá embætti yfirdýralæknis, segir
að kjötvinnslur sláturhúsanna séu
vissulega misjafnar, eins og þessi
starfsemi almennt í landinu. Margt
megi bæta. Hann hafnar því hins
vegar alfarið að ástandið í slátur-
húsunum sé verra en í sérhæfðum
kjötvinnslum. Segir Sigurður að
héraðsdýralæknar taki út rekstur
sláturhúsanna og kjötvinnslur þeirra
---------- 6g geri kröfur um úrbæt-
ur. Það sé síðan alltaf
spurning hvað eigi að
ganga langt í eftirliti og
við hvaða aðstæður beri
að loka fyrirtækjum.
Spurning um
að falla eða
halda velli
Unnið að tillögum um
innra eftirlit
Starfshópur um áhættumat í kjöt-
ferlinum, sem fyrr er nefndur, lagði
meðal annars til að lögskipað yrði
innra eftirlit í sláturhúsum frá 1.
september næstkomandi og að ein-
staklingsmerkingar gripa yrðu lög-
skipaðar sem þáttur i gæðastjórnun
í landbúnaði. Síðan hefur nokkuð
verið að þessu unnið á vegum
Bændasamtakanna og í frumvarpi
til laga um sláturdýr og sláturafurð-
ir er gert ráð fyrir því að eftirlit
með gripunum færist heim á búin.
Einnig er gert ráð fyrir heimild til
að setja reglur um innra eftirlit í
vinnslustöðvum. Á vegum yfirdýra-
læknis er nú þegar unnið að setn-
ingu samræmdra reglna um innra
eftirlit í sláturhúsum og segir Sig-
urður Örn Hansson að reglurnar
verði gefnar út strax og þær verða
tilbúnar, en ekki beðið eftir laga-
breytingunni. Reglurnar munu ná
yfir alla kjötframleiðslu, það er jafnt
slátrun sauðfjár, stórgripa, svína og
alifugla.
Sigurður telur ekki að nein sérstök
vandamál hafí kallað á þessar nýju
reglur, heldur hafi gæðaeftirlit al-
mennt verið að færast yfír í fyrir-
byggjandi aðgerðir í stað skoðunar
á tilbúnum afurðum. Sigurður segir
að nýju reglurnar byggist í meginat-
riðum á þeirri skráningu sem farið
hafi fram í útflutningssláturhúsun-
um undanfarin ár. Ekki eru gerðar
kröfur um að byggt verði á GAMES-
eftirlitskerfí en héraðsdýralæknarnir
munu hafa eftirlit með framkvæmd-
inni, eins og verið hefur. Telur Sig-
urður Örn að útkoman verði sú sama
og í áhættugreiningu kjötvinnsln-
anna.
Starfsfhópur Fram- ----------------
leiðsluráðs lagði til að nú-
verandi eftirlitskerfi yrðu
samræmd og gjaldskrár
endurskoðaðar, væntan-
lega með það í huga að
halda kostnaði í lágmarki. Starfs-
hópurinn vildi einnig að opinbert
kjötmat yrði fellt niður og gæðamál-
in þannig alfarið færð á ábyrgð slát-
urhússins. Kjötmatsmenn eru nú
starfsmenn ríkisins og er innheimt
gjald af hverju kjötkílói til þess að
standa undir kostnaðinum. Það felst
í tillögum starfshópsins að kjötmatið
yrði hluti af innra eftirliti slátur-
hússins.
Þrískipt matvælaeftirlit
Matvælin og eftirlit með fram-
leiðslu þeirra heyrir undir þrjú ráðu-
neyti. Fiskurinn er að mestum hluta
undir sjávarútvegsráðuneyti, kjöt-
framleiðsla undir landbúnaðarráðu-
neyti og kjötvinnsla, stóreldhús og
verslun heyrir undir umhverfísráðu-
neyti. Síðan em óteljandi stofnanir
sem annast eftirlitið: Fiskistofa, yfir-
dýralæknir og héraðsdýralæknar,
Hollustuvernd ríkisins og heilbrigðis-
eftirlit sveitarfélaga. Nóg er af
gráum svæðum. Þannig hefur ekki
verið skorið úr um það hvort fram-
leiðsla á fiski fyrir innanlandsmarkað
falli undir sjávarútveg eða heilbrigði-
seftirlit. Kjötvinnslur sláturhúsa
heyra undir landbúnað en ekki al-
mennt heilbrigðiseftirlit, ólíkt sér-
hæfðum kjötvinnslum. Vegna þessa
eru ekki gerðar sömu kröfur til allra
þátta matvælaframleiðslunnar eins
og vikið hefur verið að hér að framan.
Einnig er skörun milli ríkisins og
sveitarfélaga. Þannig annast heil-
brigðiseftirlit sveitarfélaganna allt
almennt heilbrigðiseftirlit, nema þá
þætti sem ríkisstofnanirnar Fiski-
stofa og embætti yfirdýralæknis sjá
um.
Þær spurningar era áleitnar hvort
ekki sé eðlilegt að samræma eftirlit-
ið og einfalda, meðal annars með því
að færa það allt á sömu hendi. Guð-
jón Þorkelsson hjá Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins tekur undir gagn-
rýni um þrískiptingu matvælaeftir-
litsins. Það hljóti að vera eðlilegast
að sama kerfið nái yfir allt sviðið.
Jón Gfslason hjá Hollustuvernd telur
þörf á að endurskoða skipulagið, til
þess að þekking og starfskraftar
nýtist sem best. Hann bendir hins
vegar á að ákveðin samvinna sé með
aðilum og þau mál sem skarist séu
rædd í matvælaráði. Sigurður Örn
Hansson dýralæknir telur ekki
ástæðu til að hafa nákvæmlega sama
kerfi í sláturhúsunum og annarri
matvælavinnslu. Segir að fyrirkomu-
lagið hér sé svipað því sem almennt
tíðkist í nágrannalöndunum.
Samræming í skoðunarstofum
Vegna undirbúnings fjárlaga 1997
fór starfshópur á vegum ráðherra-
nefndar um ríkisfjármál yfir rann-
sókna- og eftirlitsstarfsemina í land-
inu. Hópurinn lagði meðal annars til
að athugað yrði með sameiningu
matvælaeftirlits. Formaður starfs-
hópsins, Snævar Guðmundsson
deildarstjóri í Hagsýslu ríkisins, seg-
ir að með því móti mætti spara út-
gjöld hjá ríkinu en það var einmitt
verkefni hópsins að finna leiðir til
þess að ná niður fjárlagahallanum.
Tillögurnar eru nú til meðferðar hjá
ráðherrunum sem liður í miklu
stærra máli.
Snævar telur að það fyrirkomulag
sem er á eftirliti með fiskvinnslu
gæti orðið fyrirmyndin að nýju sam-
einuðu kerfi. Skoðunarstofurnar
gætu bætt við sig eftirliti með slátur-
húsum og kjötvinnslum og það væri
vel athugandi að þær tækju einnig
að sér almennt heilbrigðiseftirlit og
vinnueftirlit. Skoðunarstofurnar eru j
flestar hlutafélög en Snævar segb;
að athuga þurfí með eignarhaldið
þannig að þær verði óháðar hags-
munaaðilum. Þær innheimta þóknun
fyrir vinnu sína.
Með því að fara þessa leið yrði
hægt að komast fram hjá þeim múr-
um sem skilja að atvinnugreinarnar
í landinu. Ekki þyrfti að fara í það
viðkvæma mál að taka til að mynda
eftirlit með slátrun undan landbún-
aðarráðuneyti og sameina öðru mat-
--------- vælaeftirliti undir um-
hverfisráðuneyti, eins og í
fljótu bragði virðist eðlþ
legt. Ríkið og hugsanlega
einnig sveitarfélögin fælu
einkafyrirtækjum úti um
landið framkvæmd eftirlitsins og
kæmu kostnaðinum yfir á atvinnu-
greinarnar sjálfar. Núverandi eftir-
litsstofnanir ríkisins yrðu síðan að
minni stjórnsýslustofnunum í við-
komandi ráðuneytum.
Opinbert
kjötmat verði
fellt niður