Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. MAI 1996 -MORGUNBLAÐIÐ ERLENT 0 Ovissa um stöðu Radovans Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba Lundúnum. The Daily Telegraph. ÓVISSA ríkir um stöðu og framtíð Radovans Karadzic, leiðtoga Bos- níu-Serba, sem skýrði frá því um síðustu helgi að hann hygðist eftir- láta undirsátum sínum samskipti við fulitrúa erlendra ríkja vegna Dayton-samkomulagsins um frið í Bosníu. Yfirlýsingin var óljós en fréttaskýrendur hallast nú að því að rangt hafi verið að túlka hana sem svo að Karadzic væri að upp- gjöf kominn og hygðist láta af embætti „forseta" Srpska-lýðveld- isins í Bosníu. Frekar er talið að yfirlýsingin hafi verið liður í þeirri viðleitni Karadzic að styrkja stöðu sína en hart er nú sótt að honum bæði í Serbíu og á alþjóðavett- vangi. Karadzic er eftirlýstur stríðsglæpamaður og margir efast um að hann geti öllu lengur reitt sig á stuðning yfirvalda í Serbíu. Yfirlýsing kom á óvart Yfirlýsing Karadzic kom nokkuð á óvart og sögðu margir erlendir sérfræðingar og sendimenn, þ.á m. Carl Bildt, fulltrúi Evrópusam- bandsins í Bosníu-deilunni, að hún fæli í sér, að dagar Karadzic á valdastóli væru í raun taldir. Dag- blaðið Politika í Belgrad, málgagn Slobodans Milosevic Serbíuforseta, var þessu mati sammála og sagði í fyrirsögn: „Endalok Karadzic." Þetta kann að hafa verið ósk- hyggja af hálfu blaðsins, sem hefur í vaxandi mæli beitt sér gegn leið- toga Bosníu-Serba en litlir kærleik- ar eru sagðir með honum og Mil- osevic nú um stundir. Þar er talin ráða mestu sjálfs- bjargarviðleitni Milosevic sem geri sér ljóst að Serbar verði seint tekn- ir í hóp siðmenntaðra ríkja á meðan þeir halda hlífískildi yfir meintum stríðsglæpamönnum á borð við Karadzic og Ratko Mladic, her- stjóra Bosníu-Serba. Á hinn bóginn er því einnig haldið fram að Mi- losevoic beiti sér lítt gegn þeim Karadzic og Mladic. Þannig er því haldið fram í þýska tímaritinu Der Spiegel að Mladic fari allra sinna ferða og sé enn á launum hjá stjórnvöldum í Belgrad. Skýrt var frá því í gær að mál þeirra Karadzic og Mladic yrðu tekin fyrir hjá stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag í næsta mánuði en þeir eru sakaðir um fjöldamorð Meistari upplausn- arinnar reynir að halda völdum og glæpi gegn mannkyni. Radovan Karadzic hefur áður verið afskrifaður en jafnan haldið velli. Þannig lenti honum saman við Milosevic Serbíuforseta árið 1993 þegar lögð var fram svonefnd Vance-Owen-áætlun um frið í Bos- níu. Hann deildi einnig við Mladic í fyrra en í bæði skiptin fór hann með sigur af hólmi. Samkvæmt Dayton-samkomu- laginu geta þeir Mladic og Karadzic ekki gert sér neinar vonir um póli- tíska framtíð sína. Þar eð þeir eru vændir um stríðsglæpi kveður sam- komulagið á um að þeim verði meinað að gegna valdastöðum eftir kosningar, sem halda á í haust. Karadzic velur harðlínumenn Til að draga úr áhrifum Karadzic höfðu fulltrúar þeirra erlendu ríkja og samtaka sem ábyrgjast Dayton- samkomulagið og framkvæmd þess gert hvað þeir gátu til að styrkja stöðu Rajko Kasagic, forsætisráð- herra Bosníu-Serba, en hann hefur aðsetur í Banja Luka, helstu borg Serba í Bosníu. Karadzic lýsti síðan óvænt yfir því í fyrri viku að hann hefði leyst Kasagic frá störfum og við hefði tekið annálaður harðlínu- maður, Gojko Klickovic að nafni. Karadzic kunngerði skömmu síðar að hann hefði hefði falið Biljönu Plavsic háskólakennara að sinna ýmsum skyldustörfum sínum og tiltók sérstaklega samskipti við erlend ríki. Hún er talin engu minni þjóðernissinni en Karadzic og því telja margir að „breytingar" verði einungis á yfirborðinu. Teikn eru þó á lofti um að stuðn- ingur við Karadzic fari heldur minnkandi. Vitað er að fulltrúar á Reuter Mladic íBelgrad MJÖG hefur verið þrýst á stjórnvöld í Serbíu um að þau fram- selji menn sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi í Bosníu. A meðal þeirra eru Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, og herstjórinn Radko Mladic, sem hér sést í hlutverki líkmanns í jarðarför í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gær. Verið var að bera til hinstu hvílu Djordje Djukic hershöfðingja og undir- mann Mladic, en stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag ákvað í síðasta mánuði að láta mál á hendur honum niður falla þar eð hann væri dauðsjúkur maður. þingi Bosníu-Serba í Pale í Bosníu eru margir reiðir leiðtoganum vegna ákvörðunar hans að senda ekki full- trúa á fund í Brussel í fyrra mán- uði þar sem rætt var hvernig skipta skyldi þeim rúmlega 330 milljörðum króna, sem ákveðið var að verja til uppbyggingar í Bosníu, samkvæmt Dayton-samkomulaginu. Karadzic lýsti yfir því að þátttaka í þessum fundahöldum færi ekki saman við fullveldi ríkis hans og af þessum sökum er ljóst að engir fjármunir munu koma í hlut Bosníu- Serba í ár en alls verður útdeilt rúmum 80 milljörðum króna. Eru margir þingmenn þeirrar hyggju að þessi afstaða leiðtogans grafi undan tilverugrundvelli lýðveldis Serba í Bosníu. Bjartsýni gætir um að yfirlýs- ingar Karadzic og mannabreyting- arnar séu til marks um að hann eigi í erfiðleikum. Fréttaskýrendur og sendimenn í Belgrad hafa lýst þeirri skoðun sinni að þetta marki „upphaf endalokanna á ferli Karadzic". Líklegt er talið að kosningarnar í Bosníu geti farið fram í haust og margir efast um að Karadzic reyni að koma í veg fyrir þær. Sendimenn telja al- mennt að hann muni ekki bjóða sig fram í þeim þrátt fyrir að hann hafi margoft sagt, að hann hygg- ist hafa að engu ákvæði þau í Dayton-samningunum sem koma eiga í veg fyrir framboð hans. Vill reisa serbneska Sarajevo En það er ekki einungis þjóðern- ishyggja Karadzic sem veldur mönnum áhyggjum þótt flest bendi til þess að hvorki hann né her Serba í Bosníu séu tilbúnir að hefja átök á ný. Karadzic, sem starfaði sem geðlæknir áður en stríðið skall á, hefur sýnt að hann er sérkennileg manngerð, sem telur eigin hug- myndir ekki einungis allar réttar heldur einnig framkvæmanlegar. „Hann er skýjaglópur," segir Mo- hamed Ceric, fyrrum yfírmaður hans við Kosevo-sjúkrahúsið í Sarajevo. „Hann taldi til dæmis að unnt yrði að flytja þjóðirnar á mílli svæða í Bosníu á hálfum mánuði og án þess að til átaka þyrfti að koma." Nýjasta hugmynd Karadzic er sú, að reist verði í hlíðum Igman- fjalls „Sarajevo Serba", borg sem hýsa muni þær 250.000 Serba sem Karadzic og mönnum hans hefur tekist að fá til að yfirgefa Sarajevo. Þúsundir þessara Serba bíða nú þess að borgin nýja rísi. Á meðan halda þeir til í bænum Brcko við Sava-fljótið. Múslimar telja hins vegar að Brcko tilheyri þeim og gera nú kröfu til bæjarins í nafni Dayton-samkomulagsins. Serbanna, sem yfirgáfu heimili sín í Sarajevo og brenndu þau að áeggjan Karadzic og undirsáta hans, bíður því ekkert annað en áframhaldandi óvissa, ofbeldi og hörmungar. Strengjabrúðurnar dansa enn í höndum Karadzic, hins réttnefnda meistara upplausnar- innar í Bosníu. i : íW/\ B^mfe»WW^|Mfet \ \J \yS f ^ ¦1 i'X £.] '¦ % j j; I^H ~--'^a^9>:'' m. Morgunblaðið/Ásdls Rifkind og Hoyer við opnun sendiráðs MALCOLM Rifkind, utanríkisráð- herra Bretlands, og Werner Hoy- ér, aðstoðarutanríkisráðherra Þýskalands, munu koma hingað tií lands vegna opnunar sameigin- legs sendiráðs Bretlands og Þýskalands í næsta mánuði. Sendiráðið verður opnað form- lega við athöfn að morgni sunnu- dagsins 2. júní. Það færist í vöxt að aðildarríki Evrópusambands- ins reki sameiginleg sendiráð. Tákn um samstarf ríkjanna, hinar tólf sljörnur Evrópufánans, eru hluti listskreytingar í steindum glugga í nýju sendiráðsbygging- unni á horni Laufásvegar og Hellusunds. Rifkind gegnir embætti utan- ríkisráðherra í bresku stjórninni og var áður varnarmálaráðherra. Hoyer hefur verið aðstoðarut- anrikisráðherra í þýsku ríkis- sl jórníimi frá 1994 og fer þar með málefni Evrópusambandsins. Er hann aðalsamningamaður þýsku stjórnarinnar á rikjaráðstefnu Evrópusambandsins. Hann situr á þingi fyrir flokk frjálsra demó- krata. Major sýnir hörku vegna út- flutningsbanns London. Reuter. JOHN Majof, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í gær að Evrópusambandið gæti ekki vænst þess að Bretar myndu taka virkan þátt í hefðbundnu starfí sam- bandsins, ef útflutningsbanni á breskar nautgripaafurðir yrði ekki aflétt. Þrýstingur á Major um að sýna Evrópusambandinu hörku vegna málsins magnaðist til muna eftir að dýralæknanefnd ESB neitaði að aflétta banninu að hluta á fundi á mánudag. Major sagði að ekki væri hægt að búast við árangri á ríkjaráð- stefnu sambandsins, sem nú stendur yfir, fyrr en að banninu hefði verið aflétt að hluta og fyrir lægi hvernig ætti að afnema bann- ið með öllu. „Mér er ekki ljúft að segja þetta. Evrópusambandið byggist hins vegar á velvilja. Ef við njót- um ekki velvilja samstarfsþjóða okkar getum við ekki sýnt gagn- virkni," sagði Major í yfirlýsingu í þinginu. Hann sagðist ætla að fara fram EVRÓPA^S á það við samstarfsþjóðir Breta að þær myndu vera búnar að ganga frá nauðsynlegum aðgerð- um í tæka tíð fyrir leiðtogafund ESB í Flórens er hefst þann 21. júní. „Ef sú verður ekki raunin mun Flórens-fundurinn snúast um þetta mál. Hann getur ekki fjallað um hefðbundin málefni fyrr en búið er að ganga frá þessu máli er snýr ekki eingöngu að neytend- um heldur einnig ríkisstjórnum," sagði breski forsætisráðherrann. Útflutningsbannið var sett á eftir að bresk stjórnvöld greindu frá því að ekki væri hægt að úti- loka að kúariða í nautgripum tengdist heilarýrnunarsjúkdómi í mönnum. \ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.