Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Atvinnuleysi ífeb., mars og apríl 1996 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli Á höfuðborgarsvæöinu standa 4.372 atvinmtlaustr á bak við töluna5,7%íaprfl s og fjöigaði um 80 A 1>? w frá pví í mars. ÍTB j I ¦¦ VEST" ^ Ails voru6.628 atvirmu- £ ^pi 'l,i!ÍH lausirálandinuöllu "% F M A í apríl og hafði fjökjaðum215 frá því í mars. 4,0* 4,0» 4,2«, F M A F M A A meðal bestu lækna New York Atvinnuleysi vex lítil- lega frá marsmánuði RÚMLEGA 6.600 manns voru að meðaltali atvinnulausir í aprílmán- uði samkvæmt upplýsingum vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðuneyt- isins, en það jafngildir því að at- vinnuleysi hafi verið 5,1% af áætl- uðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnulausum fjölgaði um 215 manns frá marsmánuði, en atvinnu- lausum fækkar um tæplega 500 manns frá aprílmánuði í fyrra. Síð- ustu tólf mánuði hafa að meðaltali rétt tæplega 6.200 manns verið at- vinnulausir að staðaldri, en það jafn- gildir um 4,7% af mannafla á vinnu- markaði. Atvinnuleysi að meðaltali á árinu 1995 var hins vegar um 5%. Atvinnuleysi skiptist þannig milli karla og kvenna að 3.095 karlar voru atvinnulausir í apríl og 3.533 konur. Það jafngíldir því að atvinnu- leysi hjá konum sé 6,5% af áætluð- um mannafla á vinnumarkaði, en 4,1% hjá körlum. Breyting víðast lítil í frétt frá vinnumálaskrifstofunni segir að atvinnuástand hafi víðast hvar á landinu breyst lítið milli mars- og aprílmánaða. Aukningin sé þó mest á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum en fækkunin mest á Norðurlandi eystra og á Suður- landi. Hlutfallslegt atvinnuleysi er mest á höfuðborgarsvæðinu og minnst á Vestfjörðum eins og verið hefur, en atvinnuleysi er nú minna en í apríl í fyrra í öllum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Hlutfallslegt atvinnuleysi í apríl skiptist þannig eftir landshlutum að það er 5,7% á höfuðborgarsvæðinu, 4,9% á Vesturlandi, 0,9% á Vest- fjörðum, 4,5% á Norðurlandi vestra, 4,4% á Norðurlandi eystra, 4,4% á Austurlandi, 4,2% á Suðurlandi og 4,9% á Reykjanesi. I SERUTGAFU tímaritsins New York, sem kom út 20. maí, eru birtir listar yfir bestu lækna New York-borgar og þar kemur fram að K ristján T. Ragnarsson bæklunarlæknir er á meðal bestu læknanna á sviði endurhæfingar að mati starf s- bræðra hans. Átta starfsmenn bókaútgáf- unnar Woodward/White, sem gefur út bókina „Bestu læknar Bandaríkjanna", unnu að listunum í rúmt ár í samvinnu við 650 lækna í New York. Allra læknanna er getið í „Bestu læknum Bandaríkj- anna" og þeir voru spurðir til hverra þeir myndu leita ef þeir eða ástvinir þeirra þyrftu lækni á sérsviði þeirra. Þúsund læknar á listanum Á listunum eru nöfn rúmlega 1.000 lækna sem eru flokkaðir eftir sérsviðum. Kristján T. Ragnarsson er á lista yf ir átta bestu endurhæfingarlæknana. Með greininni er birt mynd af Kristjáni með eftirfarandi til- vitnun: „ Á þessu sviði fæst engin skyndiumbun. Árangur næst eftir margar vikur eða mánuði og stundum eftir áralanga end- urhæfingu - en það gefur manni samt ótrúlega mikið að fylgjast með sjúklingum leita hugvitssamlegra lausna á vandamálum sem eru svo ein- staklingsbundin. I rauninni stjórnar sjúklingurinn ferðinni sjálfur, við veitum honum þjón- Kristján T. Ragnarsson. ustu og og kennum ýmis brögð, en án dugnaðar, hugrekkis og einurðar hans getum við lítið gert." Yfir 23 þúsund læknar í New York I greininni kemur fram að í New York-borg starfa meira en 23.000 læknar og á Manhattan, þar sem Krislján starfar, er einn læknir á hverja 17 íbúa. Mun færri læknar eru í öðrum hlutum borgarinnar, til að mynda einn á hverja 580 íbúa í Bronx. Olíuflekkur á sjónum við Akurey STARFSMENN Landhelgis- gæslunnar urðu varir við olíu- flekk á sjónum norðaustur af Akurey í gær og var þyrla send á vettvang. Samkvæmt upplýs- ingum frá Landhelgisgæslunni var Hollustuvernd ríkisins látin vita því brákin var utan hafnar- markanna. Olíuflekkurinn var fremur þunnur og ekki talið að um mikla mengun væri að ræða. Greining olíunnar er í höndum Hollustuverndar. Morgunblaðið/Kristinn Milljóní björgunar- búnað GUNNAR Marel Eggertsson skipa- smiður hefur fengið vilyrði fyrir hálfrar milljónar króna framlagi frá ríkinu og hálfri milljón frá sam- gönguráðuneytinu til þess að festa kaup á björgunarbúnaði fyrir vík- ingaskipið Islending. Áður hefur Gunnar Marel fengið 500 þúsund frá fjárveitinganefnd til þess að ljúka smíði skipsins og býst hann við því að sigiingar hefjist frá Reykjavíkurhöfn um miðjan júní. Verið er að sauma segl fyrir bátinn í Noregi og býst Gunnar Marel við því að það verði komið til landsins um mánaðamót. Heimíli fyrir fjölfötluð börn verður lokað í júní ÚTLIT er fyrir að loka verði heim- ili fyrir fjölfötluð börn að Árlandi 9 í Reykjavík í júní vegna fjár- skorts. Samkvæmt rekstraráætlun vantar 3-4 milljónir króna til að rekstur heimilisins standist fjár- lög. Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir að það hafi í för með sér mikla röskun fyrir börnin og foreldra þeirra verði heimilinu lokað í júní. Á heimilinu að Árlandi 9 búa sex börn sem eru mjög mikið fötl- uð. Foreldrar hafa tekið mikinn þátt í rekstri heimilisins. Rekstur þess er alfarið fjármagnaður af fjárlögum. Halli var á rekstrinum á síðasta ári, en fjárveiting til heimilisins í ár er sú sama og í fyrra. Friðrik sagði að umræður hefðu farið fram um að Reykjavíkurborg tæki við rekstri heimilisins í tengslum við samning borgarinnar og ríkisins um að Reykjavík verði reynslusveitarfélag. Samningur væri hins vegar ekki í sjónmáli og þess vegna yrðu stjórnendur heimilisins að grípa til ráðstafana til að það færi ekki fram úr fjárlög- um. Friðrik sagði hugsanlegt að leggja yrði sum barnanna inn á sjúkrahús í júní. Sum þeirra væru það mikið veik að foreldrar þeirra gætu ekki tekið þau inn á heimili sín. Hann sagði að ástæðan fyrir því að ekki hefði tekist að halda rekstri heimilisins innan fjárlaga væri m.a. sú að það væri mat for- stöðumanna þess að nauðsynlegt væri að hafa tvöfalda næturvakt á heimilinu. Ástæðan væri sú að börnunum hætti til að fá alvaríeg krampaköst, sem ein manneskja réði ekki við jafnframt því að hafa eftirlit með öllu heimilinu. Tvær manneskjur hafa skipt með sér starfi forstöðumanns, en þær hafa báðar sagt upp st'arfi sínu m.a. vegna þess að þær treysta sér ekki til að reka heimil- ið á þeim forsendum sem fjárveit- ingarvaldið ætlast til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.