Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 52
gMHMnaMBMBBMMpMnMH Þ R E N N A N **gmiÞ(*frÍfr '•Happaþrenna fyrir afganginn YUNDAI Hátækni til framfara K) TæknSvai \ Skalfunnl17 • S(mi 568-1665 MORGUNBLADIB, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBLfÐCENTRUMAS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 22. MAI1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Aukning á lyfja- kostnaðium 13% AUKNING heildarkostnaðar vegna lyfseðilsskyldra lyfja, bæði hjá sjúkl- ingum og Tryggingastofnun ríkisins (TR), fyrstu fjóra mánuði ársins, er tæp 13% miðað við sama tíma í fyrra, að sögn Kristjáns Guðjónssonar deildarstjóra sjúkratryggingadeildar TR. Ástæðurnar eru taldar ný og dýr lyf á markaði og aukin aðhlynning sjúklinga í heimahúsi, sem veltir lyfjakostnaði yfír á TR. Kristján segir að ef svo haldi áfram sem horfir fari lyfjakostnaður Tryggingastofnunar fram úr fjárlög- um. Þá hefur kostnaðarhlutdeild "sjúklings hækkað í 33,5% úr 29,5%. Hlutdeild TR í lyfjakostnaði í apríl hefur jafnframt aukist um 17,3% frá því á sama tíma í fyrra. í apríl 1995 greiddi stofnunin 222,4 milljónir, en 40 milljónum meira í apríl 1996, eða 260,9 milljónir. „Ef kostnaður í apríl síðastliðnum er skoðaður hjá sjúkl- ingum og TR til samans fór hann í 389,4 milljónir, en var 317,4 milljón- ir fyrir sama mánuð í fyrra, sem er 22,7% aukning á heildarútgjöldum," segir Kristján. Rætt um lægri álagningu og hert eftirlit Einar Magnússon skrifstofustjóri á skrifstofu lyfjamála í heilbrigðis- ráðuneyti er spurður hvort ekki þurfi að lækka álagningu á lyfjaverð. „Það þarf auðvitað að gera það, til þess að ná fjárlögum, en kostnað- urinn felst ekki bara í söluverði held- ur líka magni og því hvaða lyf er verið að velja. Meira en helmingur þessarar aukningar er til kominn vegna nýrra og dýrari lyfja," segir hann. Kemur tii greina að taka upp kostnaðar- og gæðaeftirlit með lyfjaávísunum lækna. „Rætt er um að veita læknum ráðgjöf og fara ofan í saumana á þvi hvað þeir eru að skrif a upp á og hvað megi hugsan- lega betur fara." Aðspurður hvað lesa megi úr 17,3% hækkun á kostnaðarhlutdeild TR í lyfjaverði í apríl segir Einar að samskonar hækkun hafí orðið í jan- úar síðastliðnum, miðað við janúar í fyrra. „í janúar 1995 var kostnaður- inn 238 milljónir en 274 milljónir 1996. Það er því hæpið að fullyrða að samband sé milli nýrra lyfjaversl- ana og fjölda lyfseðla." Einar segir ennfremur að þegar lyfjamál eru mikið í umfjöllun í fjölmiðlun, verði oft vart við aukningu, sem síðan geti jafnast út skömmu síðar. Samið um nýtingu á orku frá Nesjavöllum VIÐRÆÐUNEFNDIR Reykjavíkur- borgar og Landsvirkjunar hafa kom- ist að samkomulagi um hvernig stað- ið skuli að virkjun raforku á Nesja- völlum, orkuveitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur, og hvaða meginreglur skuli gilda um nýtingu raforku það- an. Eftir er að ganga frá samrekstr- arsamningi milli Landsvirkjunar og borgarinnar um virkjunina en Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri, segir að í raun sé búið að marka þá stefnu að það skuli virkjað á Nesjavöllum og sé gert ráð fyrir fcð virkjunin komist í gagnið árin 1999 til 2000. Samkomulagið var kynnt á fundi borgarráðs í gær og það samþykkt þar. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að sá raforkumarkaður á höfuðborgarsvæðinu sem Lands- virkjun er búin að virkja fyrir verði ekki skertur frá því sem nú er, en kaup Rafmagnsveitu Reykjavíkur á forgangsorku frá Landsvirkjun hafa numið rúmum 660 gígavattstundum á siðustu árum. Hins vegar gerir sam- komulagið ráð fyrir að virkjunin á Nesjavöllum uppfylli viðbótarorku- þörf á veitusvæði Rafmagnsveitunnar en orkuþörfin á svæðinu er talin vaxa um 25 gígavattstundir á ári. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun- um er reiknað með að hægt sé að virkja 360 gígavattstundir á Nesja- völlum án þess að til komi frekari gufuöflun en nú vegna hitaveitunn- ar. Gert er ráð fyrir að Landsvirkjun kaupi þá umframorku sem fyrir hendi verður frá því virkjunin tekur til starfa og þar til Rafmagnsveita Reykjavíkur nýtir hana að fullu á orkusvæði sínu. Ingibjörg Sólrún sagði að þetta samkomulag væri mikill áfangi fyrir Reykjavíkurborg. Borgin hefði ekki fengið sínum ýtrustu kröfum fram- gengt, en „ég held að með þessum samningi hafí bæði verið gætt hags- muna Reykjavíkurborgar og Lands- virkjunar." Morgunblaðið/Kristinn Kosið á ASI-þingi FULLTRÚ AR á þingi ASI gerðu hlé á fundi í gær og héldu niður á Austurvöll til að koma á fram- færi mótmælum við frumvörpum ríkissrjórnarinnar um stéttarfé- lög og vinnudeilur og um réttindi ogskyldur starfsmanna ríkisins. í dag er fyrirhugað að kjósa forystu ASI. Kjörnefnd sat á löngum fundum í gær. Niður- staða nefndarinnar lá ekki fyrir seint í gærkvöldi. Vaxandi líkur voru taldar á að kosið yrði milli Hervars Gunnarssonar, varafor- seta ASÍ, og Grétars Þorsteins- sonar, formanns Samiðnar. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, hefur hins vegar ekki úti- lokað framboð, en segir eins og aðrir að hann leiti ekki eftir kjöri nema víðtækur stuðningur sé fyrir hendi. Gjörólíkar áherslur í kjara- málum komu fram við umræður um stefnu Alþýðusambandsins í launamálum á ASÍ-þinginu í gær. ¦ Tekist á um launastefnu/11 ý %^tjSk r<rmWm WB&Mfræjn \ nBNe^H^ S« Pv^S SÉBr ^ IÉ . sfe^l l^2flr ] V \ Wat t 11 ¦jl|l W * m *\ Vw 1 ^L ' A. M \ 1- við 1^^. ¦" V. 1 E ^ÍB B >j Morgunblaðið/Sverrir Heimsókn frá Færeyjum EDMUND Joensen lögmaður Færeyja kom ásamt eiginkonu sinni og föruneyti iopmbera hehnsókn tílíslands í gær í boði Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra. Lögmaðurihn ræddi í gær við forsætisráð- herra og Halldór Blöndal sam- gönguráðherra um samskipti og- samvinnu landanna. f dag fer hann í fylgd sam- gönguráðherra um Vestfirði og heimsækir m.a. Flateyri og Súðavik, en Færeyingar hafa gefið rausnarlegar gjafir til nppbyggingar á þessum stöð- um i kjðlfar siúóf lóðamta i fyrra. Á myndinni sjást Davíð Oddsson forsætisráðherra og ÁstrSður Thorarensen eigin- kona hans bjóða Edmund Jo- ensen velkominn við komuna til landsins á Reykjavíkurflug- velli í gær. ¦ Satnvinna á mörgum/6 Jón Baldvin ekkí í forsetaframboð JÓN BALDVIN Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, tilkynnti í gær að hann yrði ekki meðal fram- bjóðenda í forsetakosningunum 29. júní nk. í yfirlýsingu frá Jóni Bald- vin segir að kosningabarátta um valdalaust forsetaembætti snúist ekki um málefni og hafi tilhneigingu til að umhverfast í auglýsingaskrum og persónuníð. Á því hafi hann ekki áhuga. Jón Baldvin segir að á síðustu tveimur vikum hafi fjöldi fólks leitað fast eftir því að hann gæfi kost á sér til forsetaframboðs. Rökin fyrir þessari málaleitan hafi einkum verið að stór hópur kjósenda fyndi ekki samhljóm við þá frambjóðendur, sem í boði væru. Einnig að samanlögð starfsreynsla sín og Bryndísar Schram að skóla- og menningarmál- um, stjórnmálum og alþjóðasam- skiptum gæti komið að góðum not- um. Jón Baldvin segir að ekki hafi orðið undan því vikist að svara ósk- um um að hann gæfí kost á sér í framboð. Hann segist hafa skoðað nákvæmlega hlutverk forsetaemb- ættisins í íslenskri stjórnskipan, kannað afstöðu nánustu samstarfs- manna innan Alþýðuflokksins og látið kanna viðhorf kjósenda og fylg- isvonir. Jón Baldvin segir að niðurstaða sín sé að embætti forseta Islands sé táknræn tignarstaða, án sjálf- stæðra valdheimilda, nema hugsan- lega í neyðartilvikum, sem aldrei hafi reynt á. Stjórnmálamaður, sér- staklega ef hano sé þeirrar gerðar að vilja fylgja sannfæringn sinní, geti ekki beitt formlegu. valdi forseta til þess, t.d. beitt málskotsrétti til þjóðaratkvæðagreiðslu, án þess að lenda þar með í átökum við ríkis- stjórn og þingmeirihluta. Það sam- rýmist ekki því hefðbundna hlutverki forseta að vera sameiningartákn og blanda sér ekki í flokkspólitísk ágreiningsmál. Jón Baldvin segist vera þeirrar skoðunar að stjórnmálamaður, sem sest að á Bessastöðum, sé þar með að setjast í helgan stein. Það sé ótímabært í sínu tilviki. Von um fylgi fjórðungs kjósenda Jón Baldvin segir að kannanir á fylgisvon hafi bent til að framboð kæmi of seint fram til þess að vinna upp forskot keppinauta. Skoðana- kannanirnar hafi bent til að hann gaeti vænst fylgis um fjórðungs kjósenda. Það fylgi hafi einkum komið úr röðum kjósenda Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks úr Reykjavfk og Reykjanesi, mest með- al ungra kjósenda. „Framboð okkar Bryndísar hefði m.ö.o. goldið þess að ég er virkur og umdeildur stjórn- málamaður, sem kjósendur taka afstöðu til á pólitískum forsendum. Það er ekki besta vegarnestið fyrir forseta." ¦ Forsetakosningar/12-13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.