Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996 37 HALLGRIMUR HAF- STEINN EGILSSON + Hallgrímur Hafsteinn Egils- son, garðyrkjubóndi í Hveragerði, fæddist á Smjör- dalakoti í Sandvikurhreppi í Flóa 13. júlí 1919. Hann lést 7. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hveragerðis- kirkju 15. maí. Þegar Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum tók til starfa fyrsta sumar- dag 1939, innrituðust til náms fímm nemenda Bjarna Bjarnasonar skóla- stjóra á Laugavatni. Einn þeirra var Hallgrímur H. Egilsson. Er dagar liðu og kynni tókust smám saman meðal nemenda skólans varð mér nokkur forvitni að heyra um fyrri daga Hallgríms og rætur hans í bemsku. Hann var fæddur í Sandvíkur- hreppi, en ólst upp í Reykjahjáleigu í Ölfusi. Tíu ára að aldri missir Hall- grímur föður sinn Egil Jónsson. Upp frá því mun Hallgrímur hafa bytjað að vinna og styðja móður sína, ekkj- una Svanborgu Eyjólfsdóttur. Á Reykjabúinu í Ölfusi vann Hall- grímur venjuleg bústörf eftir því sem aldur leyfði um getu. Þar nam hann fyrstu handtök sín í garðyrkju, sem átti eftir að verða hans lífsstarf. Sá er leiðbeindi fyrstu skrefin á garð- yrkjubrautinni var Magnús Kristjáns- son, sem þekktur var fyrir vandvirkni. Þrátt fyrir að lífsbaráttan væri hörð á þessum árum ámm blundaði þrá til frekara náms með Hallgrími. Hann lauk prófí frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1935 og Garðyrkju- skólanum á Reykjum 1941. Þegar frá em talin árin á heilsuhælisbúinu á Reykjum starfaði hann í gróðrarstöð- inni Fagrahvammi í fjögur ár, þar til hann settist í Garðyrkjuskólann. Nú gerast heldur betur ævintýrin. Nemandi Bjarna og Unnsteins bygg- ir garðyrkjubýli, sem hann kallaði Grímsstaði. Reisir Hallgrímur gróð- urhús sín og reiti árið 1946. I hálfa öld rekur hann garðyrkjustöð sína með miklum dugnaði og hagsýni. Hann jók smátt og smátt umsvif sín. Gaf út vandaðar skrár um plöntur þær sem hann ræktaði og hafði á boðstólum. Við, skólasystkini Hallgríms kynntumst dugnaði hans og ósér- hlífni. Hann var ýmsu leyti betur undirbúinn til ræktunarstarfa en flest okkar, eins og fyrr er að vikið. Hann varð snemma að vinna fyrir sér. Gæfa hans varð sjálfsagt kynnin við Magnús í búinu á Reykjum, skólana tvo og eiginkonuna Sigurlaugu Guð- mundsdóttur. Henni kvæntist Hall- grímur árið 1950. Hún studdi mann sinn í umsvifum hans uns yfir lauk. Við skólasystkin úr fyrsta nemenda- hópi Reykja kveðjum nú enn einn skólabróður. Minning er um skap- fastan mann með óvenjulegt starfs- þrek. Hann virtist stundum nokkuð alvörugefínn, en stutt var í kímnina og brosið. Hallgrímur lét sig mjög varða hag sveitarfélags sín. Tugum manna veitti hann atvinnu um árabil. Hann studdi Sjálfstæðisflokkinn í landsmál- um og var virkur rtieðlimur Lionsfé- lagsins. Mikið vatn er runnið til sjávar síð- an Gísli Bjömsson frá Elliðavatni reisti fyrsta húsið með hverahita í Árnessýslu árið 1922. „Hvítu kolin“ hafa síðan verið notuð til hitunar gróðurhúsa víða í Ámesþingi, auk híbýla manna. Hailgrímur Egilsson lét ekki bið á verða að hagnýta sér heita vatnið. Af Hamrinum í Hveragerði er víð- sýnt. Á björtum vordegi bregður birtu yfír láglendið til hafs og Reykjafjallið veitir skjól í norðankulinu. Áð baki er Heiðin og Henglafjöll og dalir. Á Hamrinum hafa skógræktarmenn komið upp tijálundum. Hallgrímur var einn þeirra vormanna. Ekkju Hallgríms og börnum em færðar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Halldór O. Jónsson. Endurvinnsluiðnaður á íslandi Hvernig er hægt að auka endurnýtingu úrgangs? Ráðstefna á vegum umhverfisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélag verður haldin í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni) þriðjudaginn 28. maí kl. 13.00-17.30. Dagskrá: 13.10 Ávarp ráðherra og setning Guðmundur Bjarnason, umhverfisráð- herra. 13.20 Ávarp Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 13.25 Stefnumörkun stjórnvalda og fyrir- sjáanlegar breytingar á reglum Ingimar Sigurðsson, umhverfis- ráðuneyti, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, umhverf- isráðuneyti. 14.00 Sjónarmið sveitarfélaga Ingi Arason, hreinsunardeild Reykja- víkurborgar, Sveinn Jónsson, Árskógshreppur, Ögmundur Einarsson, Sorpa bs. 14.45 Iðn- og þjónustufyrirtæki á sviði endurvinnslu Þórarinn Kristjánsson, Gúmmí- vinnslan hf. á Akureyri, Gunnar Örn Harðarson, Gáma- þjónustan hf., Eiríkur Jónsson, Endurvinnslan hf. 15.30 Kaffi 15.45 Umhverfisstjórnun og endurvinnsla Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Iðntæknistofnun íslands. 16.00 Verslunin Óskar Magnússon, Hagkaup hf. 16.15 Iðnaðurinn Örn Jóhannsson, Morgunblaðið. 16.40 Umræður. 17.15. Samantekt fundarstjóra - ráð- stefnuslit. Ráðstefnustjóri: Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri. Skráning þátttöku er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, í síma 581 3711 eða bréfsíma 568 7866. Þátttökugjald er kr. 2.000. Ráðstefnan er öllum opin. I I I Flutningur hverfaskrifstofu Starfsemi hverfaskrifstofu fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar fyrir Austurbæ, Árbæ og Grafarvog flytur frá Síðumúla 39 fimmtudaginn 23. maí nk. og verður af því tilefni lokuð þann dag. Hverfaskrifstofan verður opnuð föstudaginn 24. maí á Suðurlandsbraut 32, 2. hæð. Nýtt símanúmer er 588 3040. Bréfsími er 588 3041. Geymið auglýsinguna. Mosfellsbær Deiliskipulag Tillaga að deiliskipulagi íbúðabyggðar við Hjallahlíð í Mosfellsbæ verður til sýnis á bæjar- skrifstofu Mosfellsbæjar frá og með miðviku- deginum 22. maí 1996 til 20. júní 1996. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu berast skriflega til Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Hlégarði 270, Mosfellsbæ, fyrir 20. júní 1996. Bæjartæknifræðingur Mosfellsbæjar. TIL SÖLU Á þögn við á þingum? Til dæmis á Alþingi um alvarlega bresti stjórnskipunar og stjórnarfars? Getur þögn um slíka þögn verið tæki launþega í kjarabar- áttu? Bókin Skýrsla um samfélag upplýsir um leyndarbréf Hæstaréttar og meint lög- brot æðstu embættismanna. Útg. Iðnaðarhúsnæði 60-110 fm iðnaðarhúsnæði á jarðhæð, með innkeyrsludyrum, í Garðabæ eða nágrenni óskast til kaups. Upplýsingar um verð og staðsetningu sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „I - 6855“. Lager - iðnaðarhúsnæði Til leigu er 200 fm lager- eða iðnaðarhús- næði utarlega á Seltjarnarnesi. Stór inn- keyrsluhurð. Kaffistofa og snyrtiherbergi er í húsnæðinu. Næg bílastæði og greið leið inn í miðbæ Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 511 4400. Stýrimannaskólinn í Reykjavík Skólaslit - innritun Afhending prófskírteina og skólaslit Stýri- mannaskólans í Reykjavík skólaárið 1995- 1996 verður í hátíðarsal Sjómannaskólans föstudaginn 24. maí kl. 14.00. Eldri nemendur og afmælisárgangar eru boðnir sérstaklega velkomnir. Innritun nýnema er til 10. júní nk. Skólameistari. Söngskólinn í Reykjavík SKOLASLIT og LOKATÓIMLEIKAR verða í (slensku óperunni fimmtudaginn 23. maí: 19:30 Skólaslit og afhending prófskírteina 20:30 Nemendatónleikar - Lokatónleikar Aögangur á tónleikana er ókeypis og öllum heimill Inntökuprót fara fram þriðjudaginn 4. júní næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans að Hverfisgötu 45. sími 552-7366, þar sem allar upplýsingar eru veittar daglega frá kl. 10-17. Skólastióri __ " SHICI auglýsmgar Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Lofgjörð, bæn og biblíulestur í kvöld kl. 20.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboössalnum. Sr. Sigurður Pálsson flytur hugleiðingu og segir frá starfi að biblíuþýðing- um í Eþíópíu. Allir velkomnir. Fræðslumiðstöð andlegrar vitundar Skyggnilýsingafundur Láru Höllu Snæfells Lára Halla Snæfells miðill verður með skyggnilýsingu fimmtudag- inn 23. maí kl. 20.00 í Duggu- vogi 12, 2. hæð (græna húsið á móti Nýju sendibílastöðinni á horni Dugguvogar og Sæbraut- ar). Salurinn verður opnaður kl. 19.30. Allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Miðar seldir við innganginn. Dulheimar. FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Hvítasunnuferðir Ferðafélagsins: Jöklaferðir - gönguferðir - fjölskylduferð f Þórsmörk 1.24.-27. maí: Öræfajökull. Gist að Hofi í Öræfasveit. Farþegar ath.: Undirbúningsfundur með fararstjórum fimmtudag 23. maí kl. 20.00 í Mörkinni 6. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, kl. 20 föstu- dag. 2. 25.-27. maí: Snæfelisnes — Snæfellsjökull. Fjölbreyttar göngu- og skoðunarferðir, m.a. á Jökulinn. Gist að Görðum i Staðarsveit. Silungsveisla. Sundlaug í nágrenni. 3. 25.-27. maí: Þórsmörk — til- valin fjölskylduferð. Gönguferðir um Mörkina. Gist i Skagfjörðs- skála. 25.-27. maí: Fimmvörðuháls. Gengið á laugardeginum yfir Hálsinn (8 klst.). Gist í Skag- fjörðsskála, Þórsmörk. Brottför kl. 08.00 laugardag. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Mörkinni 6. Miðvikudagskvöldið 22. maí veröur fyrirlestur um ferðaút- búnað í samkomusalnum í Mörk- inni 6 og hefst hann kl. 20.00. Kjörið tækifæri til þess að fræð- ast um hentugan búnað í göngu- ferðir sumarsins! Aðgangur kr. 1.000 (fræöslurit innifalið). Ferðafélag islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.