Morgunblaðið - 22.05.1996, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Mmjar og saga
keyptu hornið
FÉLAGIÐ Minjar og saga, vina-
félag Þjóðminjasafns íslands,
keypti íslenska drykkjarhomið
frá 16. öld sem boðið var upp á
stóru uppboði á Sjálandi síðast-
liðinn mánudag og mun félagið
gefa Þjóðminjasafninu homið.
Minjar og saga hafa meðal
annars á stefnuskrá að kaupa
merka gripi og gamla og fágæta
gripi sem talið er að eigi heima
á Þjóðminjasafni íslands, og hef-
ur félagið áður gefið Þjóðminja-
safninu tvö málverk, þ.e. olíumál-
verk af konungskomunni 1907
og gamalt málverk af Þórði Þor-
lákssyni biskupi í Skálholti og
Guðríði Gísladóttur konu hans.
Minjar og saga hrepptu
drykkjarhomið fyrir um 275
þúsund krónur íslenskar auk
uppboðsgjalda, en að sögn
Sverris Kristinssonar, formanns
Minja og sögu, var gert ráð fyr-
ir að það færi á töluvert hærra
verði. Þjóðminjasafnið bauð í
annað yngra íslenskt drykkjar-
horn á uppboðinu, en fékk ekki,
og segist Sverrir telja að skyn-
samlegt hafi verið að fara ekki
upp fyrir öll mörk í því sam-
bandi. Á uppboðinu hyggst Þjóð-
minjasafnið einnig bjóða í vatns-
litamynd, frá 19. öld, af goshver.
Sverrir sagði að hornið hefði
fengist á góðu verði og ekki hefði
hlaðist á það neinn aukakostnað-
ur, m.a. vegna þess að enginn
hefði farið utan til að annast
kaupin heldur hefði maður bú-
settur í Danmörku gert það.
Félagið Minjar og saga var
stofnað 1989 og hefur Sverrir
verið í stjóm þess frá upphafi
og formaður frá 1990. Aðrir í
stjórn eru Ólafur Ragnarsson,
Guðrún K. Þorbergsdóttir, Sig-
ríður Th. Erlendsdóttir, Sverrir
Scheving Thorsteinsson, Guðjón
Friðriksson og Katrín Fjeldsted.
I lögreglufylgd
niður að Tjörn
ÖND með sjö unga gerði sig
heimakomna í húsagarði við
Vesturgötu í Reykjavík síðast-
liðinn mánudagsmorgun og var
lögreglan fengin til að fylgja
hópnum niður að Tjörn.
Að sögn Maríu Karenar Sig-
urðardóttur sem býr á Vestur-
götu 19b varð eiginmaður henn-
ar var við öndina með unga sína
um hádegisbilið og kom lögregl-
an rúmlejga klukkustund síðar á
staðinn. I millitíðinni brá öndin
sér frá um stund og sótti stegg-
inn sem kom svo á vettvang með
henni, en á meðan söfnuðust
veiðibjöllur saman yfir unga-
hópnum sem varð ókyrr mjög,
að sögn Maríu Karenar. Ákveðið
var að reka andahópinn niður
að Tjörn í stað þess að háfa
hann og gekk greiðlega að koma
honum á áfangastað.
María Karen sagði að líklega
hefðu endurnar komið inn i
garðinn um nóttina, en ákveðið
var að kalla eftir aðstoð lögregl-
unnar vegna fjölda katta í um-
hverfinu sem ungunum hefði
getað stafað hætta af.
Nýr mótor
íPál
Sveinsson
Lést af
slysförum
STEINÞÓR Jakobsson, skíðakenn-
ari frá ísafírði, lést af slysförum
um borð í báti sínum í Mexíkó á
sunnudaginn var.
Margt er óljóst um tildrög slyss-
ins, en samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins var Steinþór einn
um borð í bátnum þegar slysið bar
að höndum og virðist hann hafa
hrapað niður í vélarrúm hans með
fyrrgreindum afleiðingum.
Frumvarp sjálfstæðismanna á Alþingi
Skattaívilnanir til
PÁLL Sveinsson, flugvél Land-
græðslunnar, fer í fyrstu flugferi
sumarsins 3. júní. Fyrsta áburðar
flugið verður farið yfir Reylya-
nes, þá Gunnarsholt og endað yfii
Auðkúluheiði síðast í júní að sögn
Stefáns Sigfússonar fulitrúa land
græðslustjóra. Búið er að setja
nýjan mótor í Pál Sveinsson, 52
ára DC-3 vél embættisins, og var
verið að selja skrúfuna í vélina
og prófa mótorinn á Reykjavíkur-
flugvelli þegar myndin var tekin
í skýli Flugleiða.
Morgunblaðið/Halldór
SKIPT er um mótor á 1.000 flugtíma fresti að sögn Stefáns og
kostar nýr á þriðju milljón.
að örva rannsóknir
Blaðinu í dag fylgir fjögurra
síðna auglýsingablað frá
BYKO.
FIMM þingmenn Sjálfstæðisflokks
hafa lagt fram lagafrumvarp á
Alþingi sem miðar að því að beita
skattaívilnunum til að hvetja ein-
staklinga og fyrirtæki til rann-
sókna- og þróunarstarfsemi.
Er þar lagt til að heirnilt verði
að sækja um allt að 500 þúsund
króna lækkun á tekjuskattsstofni
einstaklinga, sem taka þátt í
þróunar og rannsóknarverkefnum,
þar til ljóst er hvort verkefnin skili
arði eða ekki.
Er þetta m.a. rökstutt með því,
að oft á tíðum byggist verðmæta-
sköpun í slíkum verkefnum á mik-
illi og fórnfúsri vinnu, en ekki sé
hægt að sýna vinnuframlag í bók-
haldi því þá þarf að greiða tekju-
skatt af framlaginu. Þetta leiði til
þess að verðlagning á verkefninu
verði röng og það hefti oft fram-
gang verkefnanna.
Skattaívilnanir til fyrirtækja
sem sækja um einkaleyfi
í frumvarpinu er einnig lagt til
að fyrirtæki, sem eru markvisst í
rannsóknar- og þróunarstarfsemi,
fái heimild til að gjaldfæra tvöfald-
an þann kostnað sem þau hafi lagt
í þróun og rannsóknir. Er
markmiðið að lækka skattskyldar
tekjur viðkomandi fyrirtækja og
hvetja þau til að leggja fjármuni
í rannsóknir. Þá er einnig gert ráð
fyrir skattaívilnunum til fyrirtækja
sem sækja um einkaleyfi.
Sturla Böðvarsson er fyrsti
flutningsmaður frumvarpsins. í
greinargerð segja flutningsmenn
að það sé skoðun þeirra að hvetja
eigi til rannsókna og hvers konar
þróunarstarfsemi. Það leiði til
framfara, auki hagsæld og skili
sér til ríkissjóðs með tekjum af
öflugra atvinnulífi. Því sé mikil-
vægt að fyrirtæki fái hvatningu
til að efla rannsóknir á öllum svið-
um, og samþykkt frumvarpsins
muni auka rannsóknar- og þróun-
arstarf í smærri fyrirtækjum og
þátttöku stærri fyrirtækja í því
starfi.
Morgunblaðið/Þorkell
Valur
Fannar til
Arsenal
VALUR Fannar Gíslason, hinn
19 ára gamli leikmaður Fram,
hefur ákveðið að taka tilboði
enska úrvalsdeildarliðsins Arse-
nal um samning til þriggja ára.
Hann heldur utan í lok júní, en
æfingar hefjast 8. júlí.
Valur Fannar er frá Eskifirði
og lék áður með Austra en er
að byrja fjórða tímabilið með
Fram.
■ Semur við Arsenal/Cl
Kúariðan
stöðvaði verð-
lækkun á fiski
HORFUR eru á að fisksala
muni aukast varanlega um
3-5% í kjölfar kúariðufársins í
Bretlandi.
Fiskverð hafði farið lækkandi
frá áramótum, en það hefur
staðið í stað síðan fárið kom
upp og jafnvel aðeins hækkað
á sumum stöðum, að sögn Agn-
ars Friðrikssonar, fram-
kvæmdastjóra Icelandic Freez-
ing Plants Ltd.
■ Kúariðan/ID.
Þrír sækja um
lyfsöluleyfi
ÞRJÁR nýjar umsóknir um lyf-
söluleyfi í Reykjavík hafa borist
til borgarráðs frá heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu
og er óskað eftir umsögn borg-
aryfírvalda.
Jón Grétar Ingvarsson lyfja-
fræðingur sækir um lyfsöluleyfi
fyrir lyfjaverslun við Hring-
braut 119, í sama húsi og Jón
Loftsson var áður til húsa.
Andri Jónsson lyfjafræðingur
sækir um lyfsöluleyfi fyrir lyfja-
verslun í Skeifunni 8 og Róbert
Melax lyfjafræðingur sækir um
lyfsöluleyfi í verslun Hagkaups
í Skeifunni 15 eins og áður
hefur komið fram í fréttum
Morgunblaðsins.
Borgarráð vísaði umsóknun-
um til umsagnar borgarlög-
manns.
Sendibílstjóra-
ar vilja leigu-
bílaakstur
BORGARYFIRVÖLD gera ekki
athugasemd við ósk Sendibíla-
stöðvarinnar hf. og Nýju sendi-
bílastöðvarinnar um að hefja
rekstur leigubifreiðastöðva. At-
hygli er vakin á að þeim einum,
sem hafa atvinnuleyfi og gefið
er út af umsjónamefnd fólksbif-
reiða, er heimilt að taka að sér
eða stunda leiguakstur.
í umsögn borgarlögmanns,
sem lögð hefur verið fram í
borgarráði segir að samkvæmt
lögum um leigubifreiðar sé
sveitarstjóm heimilt að ákveða
að allar leigubifreiðar í sveitar-
félaginu í hveijum flokki fyrir
sig skuli hafa afgreiðslu á bif-
reiðastöð, sem fengið hefur við-
urkenningu sveitarstjórnar.