Morgunblaðið - 22.05.1996, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Fjölskylda á Reynimel ber Morgunblaðið til áskrifenda
Morgunblaðið/Ásdís
BLAÐBERARNIR og hjónin Helga Sveinsdóttir
og Hafsteinn Halldórsson.
Fimm
blaðberar
ífjöl-
skyldunni
FIMM manna fjölskylda á
Reynimel í vesturbænum hefur
séð um að koma Morgunblaðinu
til áskrifenda í hverfinu undan-
farin sextán ár.
í Morgunblaðinu á sunnudag
var lesendabréf frá fólki, sem
þakkaði Halldóri Hafsteinssyni
blaðburðinn síðastliðin fjórtán
ár. Halldór var enn í barna-
skóla þegar hann hóf blaðburð
og hélt ótrauður áfram þar til
hann hafði lokið prófi í við-
skiptafræði frá Háskóla íslands
nú í ár. Hann starfar nú við
bókhald á vegum flugfélagsins
Atlanta í Saudí-Arabíu.
„Þetta byijaði allt þegar við
vorum að leita að sumarvinnu
fyrir dóttur okkar, Astrid, árið
1980. Hún var þá tólf ára,“ seg-
ir Hafsteinn Halldórsson. „Við
könnuðum hvort hún kæmist
að við blaðburð og hún bar út
á Hávallagötunni þetta sumar.
Hún hélt því lengi áfram og
eftir að hún gifti sig og flutti
að heiman bar hún út í Keilu-
felli, jafnvel þegar hún var orð-
in kasólétt. Núna býr hún á
Akureyri og hefur lagt blað-
beratöskuna á hilluna."
Næsta barn í aldursröðinni,
Halldór, byrjaði sem blaðberi
sama sumar og systirin, þegar
hann leysti af á Hringbraut og
Grandavegi. Tólf ára gamall,
árið 1982, tók hann svo sjálfur
við þessum hverfum. Engum
sögum fer hins vegar af því að
hann sé farinn að dreifa dag-
blöðum í Jedda, þar sem hann
býr nú.
Astrid og Halldór eiga yngri
bróður, Árna Ólaf, sem nú er
18 ára og hann fæst einnig við
blaðburðinn. „Hann hefur borið
út á Víðimel og_þegar Halldór
hætti tók Árni Olafur við
Grandaveginum,“ segir Haf-
steinn. „Ég og kona mín, Helga
Sveinsdóttir, höfum hlaupið í
skarðið af og til, en svo ákváð-
um við að skella okkur í þetta
og núna berum við út á Hávalla-
götu, Hólavallagötu, Einimel og
Melhaga.“
Mikil og góð hreyfíng
Aðspurður hvers vegna fjöl-
skyldan sé svo iðin við að bera
Morgunblaðið út segir Haf-
steinn að fyrst og fremst sé það
vegna þess að í blaðburðinum
felist mikil og góð hreyfing.
„Ég var sjálfur lélegur til gangs
og veigraði mér við erfiðum
göngum, en uppgötvaði þegar
ég fór að hjálpa krökkunum að
röltið með blöðin hentaði mér
vel. Og blaðburðurinn sér til
þess að maður fái alltaf sína
hreyfingu, hvort sem úti er sól
eða vetrarbeljandi. Launin
koma sér líka vel, en skatturinn
tekur auðvitað vænan skerf af
þeim,“ segir Hafsteinn Hall-
dórsson, blaðberi, blaðberaeig-
inmaður og blaðberapabbi á
Reynimel.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
Nefnd skoði launamál
í utanríkisþjónustunni
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra hefur ákveðið að skipa
nefnd til að fara ofan í saumana
á kjaramálum embættismanna ut-
anríkisþjónustunnar. Ráðherra
ákveður þetta í framhaldi af
stjórnsýsluendurskoðun Ríkisend-
urskoðunar á ráðuneytinu, en þar
kemur fram að mismunur á kjör-
um sendimanna erlendis og þeirra,
sem starfa í ráðuneytinu í Reykja-
vík, skaði starfshæfni utanríkis-
þjónustunnar, þar sem menn séu
tregir til að koma til starfa heima
í ráðuneyti.
„Það er alltaf gott að fá ut-
anaðkomandi gagnrýni,“ segir
Halldór um skýrslu Ríkisendur-
skoðunar. „Margt það, sem þeir
eru að fara yfir, eru hins vegar
hlutir, sem ég hef hvorki skipu-
lagt né farið ofan í. Hvað varðar
gagnrýni stofnunarinnar á skipu-
lag launamála innan þjónustunn-
ar, finnst mér hins vegar ástæða
til að fara yfir það og hef ákveð-
ið að fá sérstaka nefnd til þess.
Þetta er skipan, sem hefur verið
lengi hér innan utanríkisþjón-
ustunnar, en það er sjálfsagt að
skoða hana upp á nýtt.“
Halldór segir að hvað risnuút-
gjöld sendiráða varði, sé honum
til efs að þar megi ná fram miklum
sparnaði, enda setji Ríkisendur-
skoðun ekki fram beinar tillögur
um slíkt. „Því er haldið fram að
risna sendiherranna tengist mjög
komu íslenzkra stjórnmála- og
embættismanna í sendiráðin.
Sendiherrar verða að sjálfsögðu
að hafa sjálfdæmi um hvernig
þeir telja fénu bezt varið. Óneitan-
iega er oft bezt að ná til erlendra
aðila í tengslum við heimsóknir
íslendinga til viðkomandi landa.
Þar af leiðandi hljóta slík sam-
skipti að einhveiju leyti að vera
með þeim hætti.“
Festa hefur aukizt
Utanríkisráðherra bendir á að í
skýrslunni komi fram að undan-
fama mánuði hafi festa aukizt í
ráðuneytinu og hann sé ánægður
með það. „Hvað varðar flutning
starfsmanna höfum við komið á
þeirri skipan að starfsmenn skuli
flytjast til eftir fjögur til fímm ár,
hvorki fyrr né síðar. Það hljóta
samt alltaf að vera undantekning-
ar frá því. Ég leyni því þó ekki
að mér hafa fundizt flutningar
innan utanríkisþjónustunnar á
undanförnum árum alltof miklir
og ég hef lagt áherzlu á að draga
úr þeim til að koma á meiri festu
og skipulagi," segir Halldór Ás-
grímsson.
íslandsmótið í knattspyrnu að hefjast
Viðhorf gagn-
vart dómurum
að breytast
Gylfi Orrason
DÓMARAR em oft
gagnrýndir harð-
lega og virðast
ekki eiga sjö dagana sæla,
hvort sem er í knatt-
spyrnu eða öðrum íþrótt-
um. Gylfi var spurður
hvað fengi menn til að
taka þetta óvinsæla starf
að sér.
„Sígilt svar við þessari
spurningu er að þeir leið-
ist út í dómgæslu sem em
ekki nógu góðir í fótbolta
sjálfir. Þetta þróast oft
þannig að þeir sem starfa
í stjómum sinna félaga
fara út í að dæma. Það
er oft dómaraskortur og
menn em skikkaðir til að
fara í próf til að bjarga
málum í yngri flokkunum.
Framhaldið er svo oft til-
viljunum háð. Nákvæm-
lega svona byijaði þetta hjá mér;
ég var enn unglingadómari þegar
ég starfaði við fyrsta leikinn í 1.
deild. Ég held að landsdómararáð-
stefna hafi verið í gangi og 1.
deildarleikur á ísafirði á sama
tíma. Því var algjör mannekla og
starfsmaður KSI hringdi upp í
Framheimili og sagði að ég yrði
að útvega einhvern til að fara sem
línuvörður vestur. Ég fór sjálfur
og eftir þetta var raðað á mig
störfum. Þetta hefur líklega verið
1982.“
Er ekkert um það að menn
stefni að því ungir að ná langt í
dómgæslu - byrji sem sagt íþessu
öðruvísi en nánast óvart?
„Viðhorfið er kannski aðeins
að breytast, enda unnið markviss-
ara að málum dómara en áður.
Knattspymusambandið er farið
að gera góða hluti í þeim efnum
að mörgu leyti, þó dómurum finn-
ist alltaf mega gera betur. Nú em
jafnvel að kom fram ungir strákar
sem byija snemma í dómgæslunni
af alvöru, ákveðnir í að ná langt
í þessu og það er af hinu góða.“
Þú ert meiddur. Er það algengt
að slíkt hendi dómara í leik?
„Nei, og ég verð vonandi orðinn
góður fljótlega. Ég meiddist í þrek-
prófi dómara um daginn en ætla
að reyna að standast prófið um
næstu helgi. Takist það verð ég
klár í slaginn í næstu viku og get
vonandi dæmt í 2. umferðinni."
Hvernig er að vera dómari?
„Við teljum hlutverk okkar tals-
vert mikilvægt og oft vanmetið.
Þó finnst mér maður sjá framfar-
ir í því að þjálfarar og leikmenn
eru farnir að átta sig á að ekki
er hægt að kenna dómaranum um
þegar illa gengur. Fyrstu við-
brögð, æsingur og læti, eru eðli-
Ieg, en þegar menn róa sig niður
sjá þeir yfirleitt að við dómarana
er ekki að sakast. Undanfarin ár
► Gylfi Orrason er fæddur í
Reykjavík árið 1959. Hann
starfar sem aðalbókari hjá
Bændasamtökum íslands. Gylfi,
sem er ógiftur og barnlaus, sat
lengi í stjórn knattspyrnudeild-
ar Fram og er nú einn fjögurra
alþjóðlegra íslenskra knatt-
spyrnudómara. Hann byijaði
að dæma i 1. deildinni 1985.
ist við aðrar aðstæður en í hita
leiksins."
Hvernig er samband dómara
og leikmanna innan vallar?
„Það er misjafnt eftir leikmönn-
um. Dómarar eru í mismiklu uppá-
haldi hjá liðunum eins og gengur
og gerist. Atvik sem gerst hafa
einhvern tíma fyrir löngu geta til
dæmis greinilega setið í mönnum
og því er erfitt að breyta. Það er
eitthvað um slíkt en auðvitað er
erfítt að byija leik og fínna strax
að leikmenn eru með allt á homum
sér.“
Hvernig bregðist þið dómarar
við slíku?
„Við getum notið aðstoðar sál-
fræðings, sem Knattspyrnusam-
bandið hefur útvegað. Þetta er
líklega fjórða árið sem sá háttur
er hafður á; hann hefur samband
við okkur að eigin fmmkvæði og
við getum líka talað við hann og
leitað ráðlegginga. Dómarar eru
sammála um að þetta sé mjög af
hinu góða.“
Þú hefur talsvert dæmt erlend-
is. Það hlýtur að krydda starfið
svolítið að fá slík tækifæri.
„Ég hef fengið talsvert af verk-
efnum. Ég er ánægður með það
sem ég hef fengið síðustu ár og
það gefur þessi mikið gildi, jú.
Opnar manni nýjan heim. Það er
hægt að læra mikið af því; það
var til dæmis lærdómsríkt að
dæma Evrópuleik á Celtic Park
fyrir framan 35 þúsund áhorfend-
hefur besta liðið unnið
og þau lélegustu fallið.
Það eru ekki dómar-
amir sem ráða því og
ég held allir geri sér
grein fyrir því. Dómar-
ar gera auðvitað stundum mistök,
en það er nákvæmlega eins með
leikmennina.“
En kunna leikmenn ogþjálfarar
reglurnar sem þið dæmið eftir?
„Það eru miklar framfarir hvað
það varðar. Liðin í 1. og 2. deild
hafa leitað talsvert eftir því að fá
dómara á fundi áður en keppn-
istímabilið hefst til að kynna nýj-
ungar og þar geta menn spurt og
komið sínum sjónanniðum á fram-
færi við dómara. Ég held einmitt
að það sé heilbrigt að menn hitt-
ur. Það er talsvert
öðruvísi en að dæma
hér heima fyrir fram-
an 300 manns í 12
vindstigum!"
Geturðu nefnt ein-
hverja sérstaklega eftirminnilega
leiki?
„Mér dettur fyrst i hug þessi
Evrópuleikur milli Celtic og liðs
frá Georgíu. Þá dæmdi ég líka
leik Hollands og Möltu í undan-
keppni Evrópumóts landsliða, þar
sem sömuleiðis var fullt hús. Það
gerðist ekkert sérstaklega eftir-
minnilegt í þessum leikjum, heldur
eru þeir eftirminnilegir fyrst og
fremst vegna þess hveijar aðstæð-
urnar voru. Þetta var öðruvísi fyr-
ir „lítinn" íslending!"
Hlutverk okk-
ar mikilvægt
en vanmetið