Morgunblaðið - 22.05.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 11
ASÍ-ÞIIMG
Miklar umræður á þingi Alþýðusambandsins um launamál og vinnnmarkað
Tekistáum
launastefnu ASI
til aldamóta
Fulltrúar Dagsbrúnar krefjast beinna hækkana
kauptaxta þegar samningar renna út um áramót.
Hagfræðingur VR sagði ótrúlega bjartsýni að ætla
að ná sama kaupmætti hér og í nágrannalöndunum
á fimm árum. Til þess þyrftu laun hér að hækka um
60%. Þessi sjónarmið komu fram á ASÍ-þingi í gær,
? ------------------------------
en Omar Friðriksson fylgdist með umræðum.
GJÖRÓLÍKAR áherslur í kjaramálum komu
fram við umræður um stefnu Alþýðusam-
bandsins í launamálum á_ASÍ-þingi í gær.
í tillögu miðstjórnar ASÍ um stefnu ASÍ í
launamálum til aldamóta sem liggur fyrir þing-
inu er gert ráð fyrir að launastefna næstu ára
byggi á markvissri áætlun um að ná kaupmátt-
arstigi nágrannaþjóðanna í áföngum á fimm
árum.
Fuiltrúar Dagsbrúnar á þinginu flytja breyt-
ingartillögu við tillögur miðstjórnar. Halldór
Björnsson, formaður Dagsbrúnar, gagnrýndi
orðalag tillögu miðstjórnar og sagði Dagsbrún-
armenn vilja gera áherslur mun skýrari í kjara-
málum en þar kæmi fram. í breytingartillögu
þeirra er höfuðkrafa gerð um beinar hækkan-
ir kauptaxta í næstu samningum. Dagsbrúnar-
menn vilja einnig að verkalýðshreyfingin hafi
óbundnar hendur um samningstíma. Lands-
sambönd og verkalýðsfélög annist kjarasamn-
ingsgerð við samtök atvinnurekenda en sam-
skiptin við stjórnvöld verði í höndum Alþýðu-
sambandsins.
Erna Gunnarsdóttir, Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Keflavíkur, sagði að enn byggi
verkafólk við launataxta sem væru undir 50
þús. kr. á mánuði og í næstu samningum
þyrfti að ná lægstu laununum upp með góðu
eða illu. Gylfi Páll Hersir Dagsbrún, gagn-
rýndi orðalag tillögu miðstjórnar harðlega og
sagði hana miðast við hagsmuni fyrirtækja.
Sumir kaflar hennar gætu verið skrifaðir á
skrifstofu Vinnuveitendasambandsins. Gylfi
lagði til að verkalýðshreyfingin gerði kröfu
um styttingu vinnuvikunnar um eina klst. á
ári án þess að laun skertust, með það að
markmiði að vinnuvikan verði 36 stundir að
íjórum árum liðnum.
Signý Jóhannesdóttir, Verkalýðsfélaginu
Vöku á Siglufirði, sakaði forystu verkalýðs-
hreyfingarinnar um að hafa tekið þátt í því
með atvinnurekendum að koma hér á stétt-
skiptu þjóðfélagi. „Dugleysi forystumanna
okkar hefur orðið að vopni í höndum óvinar-
ins,“ sagði Signý. Sagði hún að öll launþega-
samtökin þyrftu að taka höndum saman um
hækkun tímakaups í 500 kr. að lágmarki.
Gunnar Páll Pálsson, hagfræðingur og fuli-
trúi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, lagði
fram útreikninga á launaþróun og kaupmætti
með samanburði við önnur lönd. Hann lýsti
ánægju með tillögu miðstjórnar en sagði þó
ótrúlega bjartsýni að ætla að ná sama kaup-
mætti hér á landi og í nágrannalöndunum á
fimm árum. Ef íslendingar ætluðu að ná Dön-
um í launum þyrftu raunlaun hér á landi að
hækka um 60% á þessu tímabili. Hann spurði
hvort menn tryðu því að það væri hægt án
þess að þeim hækkunum yrði velt út í verðlag-
ið. Gunnar Páll benti á að kaupmáttur tíma-
kaups verkamanna á höfuðborgarsvæðinu
hefði aukist um rúm 30% á seinustu 30 árum
eða um 1% á ári. Hann sagði óraunhæft að
halda því fram að unnt verði að auka kaup-
máttinn um 60% á næstu fimm árum. Ástæða
lágra launa á íslandi væri mjög lítil fram-
leiðni. Framleiðni atvinnulífsins þyrfti að auk-
ast um 30% til að ná framleiðni í Danmörku.
Ef litið væri lengra fram í tímann þyrfti kaup-
máttur afgreiðslufólks á íslandi að aukast um
90% til að ná sambærilegum kaupmætti og í
Danmörku fram til ársins 2025 og laun þyrftu
að hækka enn meira eða um 120-150% ef þau
ættu að verða sambærileg við laun í löndum
á borð við Þýskaland, Kanada og Bandaríkin.
„Aðal kjaramálið er að auka framleiðni og
auka þjóðarframleiðslu og það þýðir ekkert
hálfkák í þessum málum, við verðum að ganga
hreint til verks,“ sagði hann.
Grétar Þorsteinsson, formaður Samiðnar
gerði grein fyrir kjaramálastefnu samtakanna,
og því markmiði að tryggður verði sambæri-
legur kaupmáttur hér á landi og í nágranna-
löndunum um aldamót. „Þetta er mjög kröpp
kröfugerð," sagði Grétar og dró í efa að verka-
lýðshreyfingin hefði áður hreyft sambærileg-
um kröfum. Sagði hann áherslur Samiðnar í
flestum atriðum svipaðar tillögugerð mið-
stjórnar. Grétar sagði að félagsmenn Samiðn-
ar þyrtu að vinna 14 mánuði til að ná svipuð-
um kaupmætti og danskir iðnaðarmenn hefðu
á ári fyrir dagvinnu. Til að ná fram þessum
markmiðum um kaupmáttaraukningu þyrfti
m.a. að draga úr yfírvinnu án þess að minnka
afköst og hækka laun í dagvinnu sem því
næmi.
Jóhannes Sigursveinsson og Árni H. Krist-
jánsson fulltrúar Dagsbrúnar gagnrýndu slæ-
lega framgöngu verkalýðsforystunnar við gerð
kjarasamninga. Jóhannes lagði til að sam-
þykkt yrði að efla vinnudeilusjóði hreyfmgar-
innar. Guðni Gunnarsson, Verkalýðsfélagi
Vestmannaeyja, sagði að verkafólk þyrfti að
geta lifað af dagvinnulaunum. Leggja yrði
sérstaka áherslu á hækkun taxtakaups.
Síðari umræða um launamál og afgreiðsla
launamálastefnu ASI fer fram á föstudag, á
seinasta degi ASÍ-þingsins.
Morgunblaðið/Kristinn
Við Austurvöll
„ÉG vildi gjarnan að þið væruð meira sammála þingi, sem hópuðust saman við Alþingishúsið til
mér heldur en þið eruð,“ sagði Páll Pétursson að mótmæla frumvarpinu um stéttarfélög og
félagsmálaráðherra við þingfulltrúa af ASI- vinnudeilur.
Tillaga lögð fram um
aðildarumsókn að ESB
HRAFNKELL Jónsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Árvakurs á
Eskifirði lagði fram tillögu á þingi
ASÍ í gær um að þingið skoraði á
ríkisstjórnina að undirbúa aðildar-
umsókn Islands að Evrópusam-
bandinu þannig að hægt verði að
leggja hana fram á þessu ári. Tillag-
an gerir ráð fyrir að niðurstaða í
viðræðunum um aðiid verði lögð
undir þjóðaratkvæði til samþykktar
eða synjunar.
í greinargerð með tillögunni segir
að nú þegar samtök launþega þurfi
að verjast skipulagðri aðför samtaka
atvinnurekenda og ríkisvalds að rétt-
indamálum sínum beri verkalýðs-
hreyfingunni að leita skjóls og sam-
stöðu með launþegasamtökum í Evr-
ópu. ASÍ beri skylda til að stuðla
að því að veita íslenskum launþegum
aðgang að réttindamálum sem Evr-
ópusambandið hafi lögleitt. Verka-
lýðshreyfingunni beri skylda til að
veita unga fólkinu aðild að þeim
möguleikum sem felist í mennta- og
menningarsamskiptum í sameinaðri
Evrópu.
Auk Hrafnkels standa Sigurbjörg
Ásgeirsdóttir og Kristján Gunnars-
son að tillögunni. Henni hefur verið
vísað til nefndar.
Hrafnkell flutti einnig tillögu um
að þing ASÍ krefðist þess að kosn-
ingaréttur til Alþingis yrði jafnaður
fullkomlega þannig að hver kosn-
ingabær þegn hefði sama rétt þegar
fulltrúar eru valdir á löggjafarþing
þjóðarinnar. Fram kom tillaga um
að vísa tillögunni frá og var hún
naumlega samþykkt.
Eiríkur Stefánsson, formaður
Verkalýðsfélags Fáskrúðsfjarðar,
lagði fram tillögu á þinginu um að
ASI setti útflutningsbann á vörur
frá landinu ef vinnumarkaðsfrum-
vörp ríkisstjórnarinnar yrðu sam-
þykkt á Alþingi.
Eiríkur sagði að það væri lífs-
nauðsynlegt fyrir verkalýðshreyf-
inguna að fylgja kröfum sínum um
að frumvörpin yrðu dregin til baka
fast eftir. Ef það yrði ekki gert
væri verkalýðshreyfingin að gefa
þau skilaboð út í þjóðfélagið að hún
sætti sig við frumvörpin. Hann sagði
að með yfirlýsingum um að baráttan
gegn lögum ríkisstjórnarinnar yrði
tekin upp við gerð nýrra kjarasamn-
inga næsta vetur væri verkalýðs-
hreyfingin að bjóða upp á að versla
með þetta mál og það yrði ekki gert
nema á kostnað launanna.
Fulltrúar á ASÍ-þingi fóru að Alþingi
og mótmæltu stéttarfélagsfrumvarpinu
Skoruðu á
þingmenn að
stöðva málið
ALLIR þingfulltrúar á þingi ASÍ,
hátt í 500 manns, söfnuðust saman
fyrir framan Alþingishúsið kl. 13.30
í gær til að mótmæla frumvarpi rík-
isstjórnarinnar um breytingar á
vinnulöggjöfinni. Þingið samþykkti
sérstaka ályktun sem var afhent
Olafi G. Einarssyni, forseta Alþing-
is, þar sem skorað er á alþingismenn
„að stöðva framgang frumvarpa rík-
isstjórnarinnaí svo ráðrúm gefist til
þess að fullreyna hvort samkomulag
náist milli aðila vinnumarkaðarins
um samskiptareglur sín á milli,“ eins
og segir í ályktuninni.
Gert var hlé á þinghaldi ASÍ eftir
hádegi í gær þegar þingfulltrúar
höfðu samþykkt einróma ályktun
gegn frumvarpi ríkistjórnarinnar og
fóru þingfulltrúar í hópferðabílum
niður að Alþingishúsinu til að af-
henda mótmælin. Þá voru að hefjast
umræður á Alþingi um frumvarpið.
Samskipti í uppnámi
í ályktuninni segir m.a.: „Ef rík-
isstjórnarflokkarnir beita meirihluta
sínum á Alþingi með þeim hætti, sem
nú er fyrirhugað, og hundsa sjónar-
mið verkalýðshreyfingarinnar en
styðja sjónarmið atvinnurekenda er
ljóst að þeir valda miklu uppnámi í
öllum samskiptum aðila á vinnu-
markaði. Verkalýðshreyfingin telur
að með samþykkt frumvarpanna
muni ríkisstjórnin koma í veg fyrir
að efnahagsbatinn nýtist til að efla
atvinnulífið, bæta kjörin og tryggja
stöðugleika."
Móðgun við þjóðina ef ekki er
tekið mark á áskoruninni
Ólafur G. Einarsson og Páll Pét-
ursson félagsmálaráðherra komu út
úr þinghúsinu til að hlýða á tals-
menn Alþýðusambandsins. Benedikt
Davíðsson, forseti ASÍ, og Jón Karls-
son, þingforseti á þingi ASÍ, afhentu
forseta Alþingis ályktun ASÍ.
Benedikt sagði að tilefni þess að
þingfulltrúar söfnuðust saman við
þinghúsið væri svo ærið að menn
hefðu talið rétt að bijóta upp 80 ára
gamla hefð til að koma einróma
skoðun hreyfingarinnar á framfæri.
Hann sagðist vænta þess að Alþingi
tæki mark á samþykktum þings
ASI, „og það væri meiri háttar
móðgun við þjóðina í heild ef Al-
þingi tæki ekki mark á slíku,“ sagði
hann.
Jón Karlsson sagði að allur þing-
heimur stæði að ályktuninni og á
bak við þann hóp væru 60 þúsund
félagar í Alþýðusambandinu, sem
væru algerlega einhuga í afstöðu
sinni. Auk ályktunarinnar afhentu
þeir forseta Alþingis persónuleg bréf
ASÍ-þingsins til hvers og eins alþing-
ismanns.
„Þá verður bara
að hafa það“
Ólafur G. Einarsson sagðist
myndu kynna efni ályktunarinnar á
Alþingi. Páll Pétursson tók einnig
til máls og sagðist vænta góðs sam-
starfs við verkalýðssamtökin í fram-
tíðinni. „Ég vildi gjarnan að þið
væruð meira sammála mér heldur
en þið eruð, en úr því svo er ekki,
þá verður bara að hafa það,“ sagði
Páll.
Fundarmönnum fannst gi-einilega
lítið til svara ráðherrans koma og var
tvívegis púað meðan hann svaraði.