Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996 23
LISTIR
Næturgalarnir frá
Tröllaskaga
KARLAKÓRINN Fóstbræður
Fóstbræður í
tónleikaferð
TONLIST
Gcrðubcrg
SÖNGKVARTETT
Tjamarkvartettinn í
suðurför 18. mai.
TJARNARKVARTETTINN frá
Tjörn í Svarfaðardal kom, söng og
sigraði á suðurför sinni vorið 1996.
Alltjent var uppselt í Gerðubergi
18. maí, og því ákveðið í skyndi
að ítreka tónleikana næsta dag.
Var undirritaður þá viðstaddur.
Sönghópurinn, sem kunnur er
af hljómplötum og nýútvörpuðum
sjónvarpsþætti, sker sig verulega
úr þeim blönduðu kvartettum sem
hafa komið og farið undanfarin ár.
Fáir þeirra ef nokkrir hafa enzt
nógu lengi til að yfirstíga samhæf-
ingarvandamál þessa erfiða söng-
forms. Ekki sízt er erfitt að ná
góðri samblöndun radda, auk auð-
vitað hreinnar inntónunar og meiri
nákvæmni en víðast hvar, enda fín-
gert tjáningartæki. Er þá miðað
við atvinnumennskustaðal fyrir
ofan venjulegt hopp og hí á þorra-
blótum o.þ.h.
Það sem fyrst vakti athygli
undirritaðs á Tjarnarkvartettinum
var einmitt undravert jafnvægi
milli söngradda á fyrstu hljómplötu
hópsins. Með tilliti til galdra nú-
tímahljóðvera og snjallra upptöku-
manna var enn undraverðara að
uppgötva, að þetta jafnvægi skyldi
skila sér á lifandi tónleikum. Sumt
í áðurnefndum sjónvarpsþætti var
að vísu ekki til að hrópa húrra fyr-
ir, en í 22 söngatriðum þeirra fjór-
menninga umrætt síðdegi í Gerðu-
bergi mátti nánast hvergi reka rak-
vélablað milli einstakra radda.
Hvað inntónun varðaði, glitti varla
í dökkan díl (ein af örfáum undan-
tekningum var kannski Maríu-
kvæði Atla Heimis), og samhæfing
kvartettsins í hrynjandi, styrkvídd,
textaframburði og túlkun bar öll
vott um þá miklu sameiginlegu
ástundun og úthald, sem er for-
senda þess að raddgæði og músíka-
lítet einstaklinga fái notið sín innan
ramma heildarinnar.
í ljósi auðheyranlegra kosta
Tjarnarkvartettsins fer e.t.v. að
verða spurning, hvort hilli senn
undir nýja sérgrein í íslenzkum
kórbókmenntum fyrir blandaðan
kvartett. Fyrstu vísbendingar í þá
veru voru fólgnar í upphafsatriðum
hópsins, þrem lögum sem Hróðmar
Ingi Sigurbjörnsson samdi fyrir
fereykið í fyrra við ljóð Jónasar
Hallgrímssonar. „La Belle“ átti sér
augljósa fyrirmynd í ítalsk-enska
madrígalnum frá lokum 16. aldar,
glæstasta tónsöguskeiði raddaðs
veraldlegs söngs, með pólýfónísk-
um inngangi og niðurlagi kringum
miðkafla, þar sem laglína færðist
í bassa og undirsöngur í efri radd-
ir á utanslags-staccatói. „Fegin í
fangi mínu“ var öllu hómófónískara
en samt hugljúft, og „Vöggu-
kvæði“ (Þey þey og ró ró) var blíð-
mennskan uppmáluð í dúnmjúku
sólói altraddar við feykivel jafnaðan
undirsöng í S, T og B. Fóru fjór-
menningarnir á kostum í þessum
litlu en sérlega ljúfu lögum Hróðm-
ars, eins og raunar í flestu sem á
eftir kom.
Gaman hefði verið til viðmiðunar
að fá að heyra túlkun Tjarnarkvart-
ettsins á einhveijum kunnum perl-
um brezkra endurreisnarmeistara á
við Morley, Weelkes eða Tomkins,
sérstaklega í framhaldi af Hróð-
mari, en því var ekki að heilsa.
Meðal laga fyrir hlé mætti nefna
instrúmental-hljómandi útsetningu
Elíasar Davíðssonar á „í grænum
mó“ Sigfúsar Halldórssonar; „Vor-
vísu“ Jóns Ásgeirssonar við ljóð úr
Húsi skáldsins eftir Laxness - vina-
legt dæmi um „sælureitar-æð“ Jóns
í anda rómantísku Dananna Schultz
og Gades í 78 takti - og 3 kórlög
eftir kameljónið Atla Heimi Sveins-
son, sem hér sýndi sína kliðmýkstu
hlið. Fyrst með „Idyll“, einkar
sjarmerandi söng við texta eftir
Halldór Blöndal þáv. landbúnaðar-
ráðherra með næsta óvæntu niður-
lagi; þá með hinu litla, sáraeinfalda
en samt hljómrænt fágaða „Maríu-
kvæði“ við nýfundið helgikvæði eft-
ir Laxness úr gestabók Jóns Helga-
sonar prófessors, og loks með hinum
látlausu „Haustvísum til Maríu“
(María, ljáðu mér möttul þinn) við
ljóð Einars Ólafs Sveinssonar. Kom
hér vel fram hæfileiki sönghópsins
til að hljóma fallega og samstillt,
jafnvel við minnsta styrk.
Eftir hlé sló kvartettinn á léttari
strengi með leikhús-, kvikmynda-
og dægurlögum. Svo stiklað sé á
stóru, fylgdi mikill asi „Fröken
Reykjavík“ þeirra Múla-bræðra í
útsetningu Elíasar Davíðssonar, er
virtist líkja eftir gaspri kjaftakerl-
inga, og jaðraði lagið við að leys-
ast upp í frumeindir á flengireið
sinni, en slapp þó einhvern veginn
fyrir horn. Sigurður Þorbergsson
átti dágóða útsetningu á sígrænu
lagi Gunnars Reynis Sveinssonar
úr kvikmyndinni Skilaboðum til
Söndru, „Maður hefur nú“.
Túlkun Tjarnarkvartettsins á
tveimur lögum frá árdögum Spil-
verks þjóðanna („Plant no trees“
og ,,Daisy“) í ljómandi útsetningum
Sigurðar Halldórssonar sellóleikara
og kontratenórs vöktu ekki minni
athygli en meðferð þeirra á „virt-
ari“ höfundum. (Ætti í þessu sam-
bandi kannski að beina tilmælum
til textahöfunda um að snara nú
afkvæmum sínum yfir á ástkæra
ylhýra málið. Þetta eru allt of vin-
sæl lög til að liggja óbætt á ensku.)
Síðan söng kvartettinn m.a.
„Caprí-Katarínu" eftir Jón frá
Hvanná, og stutta en skondna út-
setningu Hildigunnar Rúnarsdóttur
á „Kötu í Koti“ eftir Kaldalóns.
Að lokum hljómuðu nokkur nor-
ræn lög: hið kyrrláta „Fjær er hann
enn þá“, ættað frá útverðinum í
austri og fyrst sungið á finnsku;
„Svantes lykkelige dag“ eftir
Benny Andersen með viðeigandi
og heillandi hlýju; hið angurværa
„Vetrarkvöld" e. Tove Knutsen, og
loks gullfallega sænska þjóðlagið
„Úti í mó“ (Ut i vár hage), sem
telur upp táknrænar töfrajurtir í
viðlagstexta, líkt og enska þjóðlag-
ið um markaðinn í Scarborough.
Undirtektir áheyrenda voru mjög
góðar. Meðal uppklöppunarlaga
kvartettsins var „Some of these
days“, er undirr. kann ekki að
feðra, en hljómar líkt og bandarískt
„variety“-lag frá bannárunum
kátu, enda gætt töluverðri sveiflu.
Þrátt fyrir heillandi og óþvingaða
framkomu kvartettsins kom ein-
mitt þar fram akillesarhæll hans,
því líkt og hjá svo mörgum öðrum
sönghópum á Norðurlöndum var
sveiflan ekki nema í meðallagi
sannfærandi. Virðast að því leyti
ótrúlega margir kallaðir, miðað við
hvað sárafáir reynast útvaldir.
Það er ein útbreiddasta veru-
leikafirring sem til er meðal kór-
söngvara í okkar heimshluta, að
swing a cappella sé ekkert mál.
Jafnvel þegar þrælmúsíkalskt fólk
og vel menntað á í hlut, virðast
menn alltaf vera að beija höfðinu
við sama steininn. Staðreyndin er
nefnilega sú, að það kostar iðulega
blóð, svita og tár, áður en synkóp-
ur hætta að verka stressaðar og
bláar nótur standa ekki lengur út
úr eins og aðskotadýr. Margir ná
því aldrei. Enda getur verið regin-
munur á því sem einfaldlega er
„gaman er að syngja" og því sem
(líka) skilar sér til áheyrenda.
En ef marka má núverandi stöðu
Tjarnarkvartettsins eftir skamman
en glæsilegan feril, má alveg eins
búast við að söngvararnir ráði fram
úr því. Einn góðan veðurdag.
Ríkarður Ö. Pálsson
KARLAKÓRINN Fóstbræður
heldur í tónleikaferð um Norður-
lönd næstkomandi fimmtudag. I
ferðinni munu þeir syngja á sex
tónleikum, þeim fyrstu á föstu-
dag í sirkushúsi i Kaupmanna-
höfn. Þeir tónleikar eru á vegum
Tívolísins í Kaupmannahöfn. Þá
verður haldið til Stokkhólms,
Norrköping, Turku, Helsinki og
endað í Tallin í Eistlandi 3. júní.
55 kórfélagar fara í ferðina auk
maka og annars fylgdarliðs. Að
sögn Stefáns Más Halldórssonar,
formanns kórsins, hefur undir-
búningur staðið í um eitt ár.
VORTÓNLEIKAR Lúðrasveitar
Laugarnesskóla verða haldnir í
kvöld kl. 20.30 í skólanum.
Sveitin er að undirbúa tón-
leikaferð um Skotland og eru
þessir tónleikar síðasti hnykkur-
„Upphaflega ætluðum við að fara
í tónleikaferð til Japans en sá
draumur fór út um þúfur þegar
fjárframlög frá japönskum aðil-
um brugðust. Þá var ákveðið að
halda á Norðurlöndin.“ Á efnis-
skránni er mest íslenskt efni auk
sænskra, norskra og japanskra
verka. „Við æfðum eitt japanskt
verk fyrir ferðina þangað og það
fær að vera með á efnisskránni
núna. Við munum syngja í mjög
boðlegum húsum í ferðinni og
m.a. í Mustpeade Maja sem mér
er sagt að sé aðaltónleikahúsið í
Tallin,“ sagði Stefán Már.
inn á þeim undirbúningi.
Sveitina skipa 45 h(jóðfæra-
leikarar á aldrinum 10-16 ára og
stjórnandi hennar er Stefán
Stephensen.
Allir velkomnir.
VORTÓNLEIKAR Lúðrasveitar Laugarnesskóla verða í kvöld.
Vortónleikar Lúðrasveitar
Laugamesskóla
Brauðostur kg/stk.
LÆKKUN
593 kr.
kílóið.
VERÐ ÁÐUR:
kílóið.
ÞU SPARAR:
149kr,
■ á hvert kíló.
OSTA OG
SMIÖRSALAN SE