Morgunblaðið - 22.05.1996, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Um lög, réttindi
og réttlæti
FYRIR Alþingi
liggur nú frumvarp til
laga um réttindi sjúkl-
inga. I frumvarpinu
er fyrst og fremst
fjallað um réttindi
sjúklinga gagnvart
heilbrigðisstarfs-
mönnum og heilbrigð-
I isstofnunum. Ekki
'V: skal það dregið í efa
að lagasmíðar er þörf
um réttindi þess þjóð-
félagshóps, sem heitir
sjúklingar, sem sam-
kvæmt skilgreiningu í
annarri grein frum-
varpsins eru notendur
heilbrigðisþjónustu, heilbrigðir
eða sjúkir. Þarna er ástæða til
að staldra við því hér er í fyrsta
skipti, undirrituðum vitanlega,
sett fram hugtakið heilbrigður
sjúklingur. Finnist mönnum þetta
vera hártogun, skal á það bent
að orðið sjúklingur er, skv. ís-
lenskri orðabók Arna Böðvarsson-
ar, sjúkur maður eða vanheill. Það
virðist því skjóta nokkuð skökku
við að kalla heilbrigðan mann
sjúkling þótt hann þurfi að leita
til heilbrigðisþjónustunnar, t.d. til
að spyija hvaða bún-
að hann þurfi að hafa
með sér í fjallgöngu,
ef slys ber að hönd-
um.
Þá er orðið „heil-
brigðisstarfsmaður"
notað allfijálslega í
frumvarpinu og verð-
ur að teljast fremur
vafasamt að það sé í
þágu sjúklinga, eða
getur það verið rétt
gagnvart sjúklingi að
hvaða heilbrigðis-
starfsmaður sem er
(þótt hann sé löggilt-
ur af heilbrigðisráð-
herra) taki á sig ábyrgð á með-
ferð hans eða hugsanlega á því
að veita honum enga meðferð eða
hætta meðferð. Hversvegna mega
löggilt starfsheiti heilbrigðis-
stétta ekki standa í þessum lög-
um?
Þriðju greinina, sem fjallar um
gæði heilbrigðisþjónustu er rétt
að staldra við. Því erfitt er að
skilja hana öðruvísi en að í henni
felist skerðing á þeim rétti sem
sjúkir hafa nú, skv. heilbrigðislög-
um. Þar stendur að sjúklingur
Efnahagslegt misrétti
og skertur aðgangur
að heilbrigðisþjónustu
getur, að mati Arna
Björnssonar, stytt
meðalævi fólks á
nýjan leik.
eigi rétt á fullkomnustu heil-
brigðisþjónustu, sem völ er á á
hveijum stað og tíma. Skv. nýju
lögunum er þetta ákvæði tak-
markað við „þann fjárhagsramma
sem heilbrigðisþjónustunni er
sniðinn á hveijum tíma“. Þá á
sjúklingur nú ekki lengur skilyrð-
islausan rétt á meðferð, því nú
skal miðað við „ástand hans, ald-
ur og horfur“, þegar meðferð er
veitt. Hvað sem öðru líður er hér
verið að skerða rétt aldraðra og
virðist sumum, að í þann knérunn
hafi nú þegar verið vegið nógu
oft.
í frumvarpinu er kveðið á um
rétt sjúklinga til að deyja með
reisn. Að því að best er vitað
hefur þetta hugtak ekki verið
skilgreint félagslega eða læknis-
fræðilega og því hlýtur að vera
mjög erfitt að túlka lög sem kveða
á um það. Þegar við íslendingar
tölum um að deyja með reisn,
hugsum við fyrst til Þormóðar
kolbrúnarskálds. Svo má hugleiða
hvernig dómstólar mundu taka á
því ef aðstandandi látins manns
færi í mál við heilbrigðisstarfs-
mann fyrir það að hann hefði
ekki séð til þess að ættingi hans
dæi með reisn. Hvergi í frumvarp-
inu er hinsvegar kveðið á um rétt-
inn til að lifa með reisn og kann
það að eiga þær eðlilegu skýring-
ar, að þau réttindi auka útgjöld
ríkisins.
Það er ekki ætlun höfundar að
gagnrýna frumvarpið, lið fyrir lið,
þótt vissulega sé þar af mörgu
að taka. Almennt séð virðist vera
stefnt að því að festa í lögum
næsta sjálfsagðar samskiptavenj-
ur sjúklinga við heilbrigðisþjón-
ustuna. Flest þessara atriða eru
þegar skjalfest í siðareglum heil-
brigðisstétta og alþjóðasam-
þykktum og vissulega getur orkað
tvímælis hvort, sum þeirra a.m.k.,
eigi erindi í lög.
En hversvegna er nú verið að
lögfesta réttindi sjúklinga gagn-
vart heilbrigðisstéttum og heil-
brigðisstofnunum? Væri hugsan-
lega réttara að setja lög sem
vernduðu rétt stofnananna og
starfsfólks þeirra til að veita þá
þjónustu sem núgildandi heil-
brigðislög kveða á um og sem
tryggðu rétt allra til að geta fært
sér þjónustu þeirra í nyt, sem er
hluti af réttinum til að lifa með
reisn?
Um allan heim er gjáin sem
skilur ríka og fátæka að breikka.
Á Vesturlöndum er breidd gjárinn-
ar minni en í þróunarlöndum en
þar eins og annarsstaðar hafa
menn tekið eftir því að heilsufar
þeirra sem eru fátækramegin við
gjána er lakara og meðalævin
skemmri. Hér á landi hefur land-
læknir verið manna ötulastur við
að benda stjórnmálamönnum á þá
staðreynd að heilsufar er lakara
meðal láglaunafólks og atvinnu-
lausra en annarra þegna íslenska
velferðarríkisins. Enn er þessa
ekki farið að gæta í styttri meða-
lævi þessa fólks, en að því mun
koma, ef við höldum áfram að
kippa stoðunum undan velferðinni
með því að auka efnahagslegt
misrétti í landinu og skerða að-
gengi að heilbrigðisþjónustunni í
nafni markaðshyggju og sparnað-
ar. Lög um réttindi sem ekki eru
fyrir hendi þegar á þarf að halda
breyta þar næsta litlu, nema hugs-
anlega til að vera bót á samviskut-
ötra sem hafa rifnað í átökum við
pólitíska samheija, sem ekki telja
sig lengur þurfa á svoleiðis flíkum
að halda.
Höfundur er læknir.
)
i
1
f
Húsib og garburinn
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 9. júní nk., fylgir blaðauki sem
heitir Húsib og garburinn. í blaðaukanum verður ýmis fróðleikur
fyrir áhugamenn um garðrækt, fjailað um umönnun garðsins, trjá-,
blóma- og matjurtarækt og garðskreytingar. Einnig verða upplýsingar
fyrir þá, sem vilja byrja að rækta garðinn sinn, fjallað um viðhald húsa,
sumarbústaða o.m.fl.
Þeim, sem áhuga hafa á aí> auglýsa í þessum blahauka, er
bent á aí> tekií) er vib auglýsingapöntunum til kl. 12.00
mánudaginn 3. júní.
Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Arnar Ottesen,
söiufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari
upplýsingar í síma 569 1171 eba meí) símbréfi 569 1110.
- kjarni málsins!
Biddu um Banana Boat
sólbrúnkufestandi
After Sun el þú vill festa sólbninkuna lil mánaða um leið ng þú
nærir húðina með flloe Vera, E-vítam., kollageni og lanólíni.
□ Sérhannaðar Banana Boat bamasólvarnir #15, #29, #30
og 50#. Krem, úði, þykkur salvi og stifti.
o Banana Boat næringarkrem Brún-án sólar m/sólvöm #8.
□ Hraðgræðandi Banana Boat varasalvi steyptur úr Aloe Vera
m/sólv. #21, E-vítamin m/sólvöm #30; kirstuberjum, vatns-
melónum, blönduðum ávöxtum m/sólv. #15. Bragðgóðir.
o Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe geli
þegar þú getur fengið sama magn af 99,7% hreínu Banana
Boat Aloe Vera geli á 700 kr ? Eða tvölalt meira magn af
Banana Boal Aloe Vera geli á 1000 kr. Án spírulínu, lil-
búinna lyktarefna eða annarra ertandi ofnæmisvalda.
Blddu um Banana Boat í sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv.
verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur. Banana
Boat E-gel fæst líka hjá Samtökum psoriasis- og exem-
sjúklinga.
Heilsuval - Barónsstig 20 tt 562 6275
DANMORK
Verö frá kr.
hvora leið með
flugvallarskatti
9.900
Nú á Islandi Wihlborg Rejser 1
Sími: 567 8999
AÐ ALFUNÐt H AIAII.NW
Veröur haldinn miðvikudaginn 22. nud n.k.
að Hótel Sögu og hefst kl.16.15
DAGSKRÁ
/. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 9. gr.
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um breytingu á 3. gr.
samþykkta félagsins þess efnis
að félaginu sé heimilt að taka
skammtímalán.
3. Önnur rnál, löglega upp borin.
Alnwnnililulubréfwtjóðuriim Stjárn Alrncnnn hlutabréfasjáðsins ^^Skumlia