Morgunblaðið - 22.05.1996, Síða 33

Morgunblaðið - 22.05.1996, Síða 33
MÖRGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996 33 I I I I 1 I J I ' 4 \ 4 I 3 4 4 s 4 í i í i í i i i i i i FJÓLA STEINÞÓRSDÓTTIR + Fjóla Steinþórs- dóttir fæddist í Stykkishólmi 5. mars 1920 og ólst upp í Breiðafjarð- areyjum. Hún lést í Landspítalanum 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steinþór Ein- arsson bóndi og sjó- maður úr Bjarneyj- um á Breiðafirði, f. 27.9. 1895, d. 12.6. 1968, og kona hans Jóhanna Stefáns- dóttir, f. 24.7. 1897, d. 21.10. 1987. Systkini Fjólu voru: Jóhann Hergils, f. 12.10. 1923, d. 8.3. 1993, Ragnar Fjeldsted, f. 20.10.1924, d. 19.6. 1945, Einar, f. 14.10. 1925, María Stefanía, f. 9.8. 1928, og Ólafur Ásgeir, f. 22.8. 1938. Fjóla var gift Þorsteini Guð- mundssyni, f. 10.2. 1926, d. 22.2. 1996. Foreldrar hans voru Guðmundur Hermannsson bóndi og kennari í Hjarðardal, f. 25.3. 1881, d. 19.11. 1974, og kona hans Guðrún Gísladóttir, f. 2.10. 1886, d. 4.7. 1972. Fjóla og Þorsteinn eign- uðust tvo syni: 1) Ragnar Steinþór, aðstoðarskólastjóri í Reykjavík, f. 27.1. 1951, kvæntur Þóru Vignisdóttur, skrifstofustjóra, f. 5.2. 1953. Börn Ragnars og Þóru eru Halldór Gunn- ar, f. 24.5. 1972, d. 18.12. 1991, Þor- steinn Theodór, f. 22.8. 1978, og Val- geir Örn, f. 14.8. 1983. 2) Ilalldór Gunnar, f. 17.5. 1954, d. 23.8. 1969. Þorsteinn átti áður Huldu, húsfreyju í Eilífsdal í Kjós, f. 19.12. 1946. Hún er gift Aðalsteini Grímssyni bónda í Eilífsdal, f. 7.7. 1941. Börn Huldu og Aðalsteins eru Erla, f. 28.2. 1969, Lilja, f. 7.6. 1973, og Heiða, f. 27.6. 1981. Fjóla vann um árabil í veitinga- húsinu Múlakaffi samhliða húsmóðurstörfum. Útför Fjólu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Erfiðri baráttu er lokið, baráttu við sjúkdóm sem því miður fæstir sigra. En er það víst að það sé svo sárt að tapa? Þegar lífskrafturinn er brostinn og þrekið er bilað en fullvissa í sálinni um endurfundi við látna ástvini þá hefur eilíft líf sigrað. Þú trúðir alltaf á eilíft líf, mamma mín, og þess vegna fínnst mér þú hafa haft sigur yfir erfið- leikum þínum. Ég er þess fullviss að pabbi, sem dó fyrir aðeins tveimur og hálfum mánuði, hefur tekið þér opnum örmum og í sorg- inni er það huggun fyrir okkur sem eftir lifum að vita það. Mamma var borinn og bam- fæddur Breiðfirðingur. Hún taldi Bjarneyjar á Breiðafirði ætíð sína heimabyggð, þótt hún byggi ásamt foreldrum sínum og systkinum víð- ar um Breiðafjörð. í þann tíma er hún var að alast upp var blómlegt mannlíf í Breiðafirði. í öllum stærstu eyjunum var búið og lífið snerist um að hafa nóg að bíta og brenna. Lífsbaráttan var oft á tíðum hörð og óvægin. Hún var eilíf og þrotlaus barátta við sjóinn sem hvort tveggja í senn var lífs- björgin og á stundum hin vota gröf. Ég hef þá trú að lífskraftur- inn, dugnaðurinn og eljan sem ein- kenndi hana, séu eiginleikar sem fínna má hjá mörgum Breiðfirð- ingum og rekja má til harðrar lífs- baráttu. Margar sögur sagðir þú mér, mamma mín, af lífinu í eyjun- um og alltaf minntist þú æskuár- anna með gleði og þakklæti. Síðastliðið sumar, á aldaraf- mæli Steinþórs heitins afa míns, fórum við afkomendur hans út í Bjarneyjar. Mamma hafði þá ekki komið þangað í um fimmtíu ár. Þrátt fyrir veikindi sín tók hún ekki annað í mál en að koma með. Æskustöðvarnar tóku svo sannarlega vel á móti henni í logni og blíðu. Fyrir okkur öll var það mikils virði að fara í þessa ferð og hlusta á hana segja frá liðnum tímum. Þegar mamma var ung fór hún í vist eins og alkunna var í þá daga. Hún var í vist í Flatey og talaði oft með gleði um liðna tíð. Seinna bjó hún þar ásamt foreldr- um sínum. Það var í Flatey sem þau kynntust mamma og pabbi. Pabbi hafði þá nýlokið sveinsprófi í jámsmiði og settust þau að í Reykjavík. Þa.r bjuggu þau allan sinn búskap. í mörg ár vann hún í Múlakaffi og kunni því ákaflega vel. Henni þótti alltaf gaman að vera innan um glaðvært fólk og vinna þar sem mikið var að gera. Hún var að eðlisfari glaðlynd og hafði gott skopskyn og naut sín vel innan um hressa og káta vinnu- félaga. Fyrir allmörgum árum varð hún að hætta að vinna utan heimilisins vegna heilsuleysis. Hún sat samt ekki auðum höndum og var aldrei í rónni nema að hún hefði nóg að gera. Mömmu þótti mjög vænt um fjölskylduna sína og hafði mikið samband við frænkur sínar og frændur. Náið samband var á milli þeirra systra, hennar og Maríu. Ég vil færa Maríu og fjölskyldu hugheilar þakkir fyrir allar stund- irnar sem þau áttu með mömmu. Marga dagana sat hún og passaði ömmustrákana sína meðan við Þóra vorum í vinnu. Hún var allt- af boðin og búin að liðsinna þeim og gera þeim lífið öruggara. Sein- ustu árin kom hún tvisvar til þrisv- ar í viku heim til okkar og sat hjá Steina og Valla, gaf þeim að borða og spjallaði við þá. Þessar stundir getum við seint fullþakkað þér, elsku mamma mín. Heilsuleysi mömmu jókst eftir því sem árin liðu. Hún stóð ekki ein í barátt- unni, því pabbi hjúkraði henni og umvafði hana kærleika og um- hyggju allt þar til hann lést í febr- úar síðastliðinn. Við andlát hans varð okkur öllum ljóst hversu gíf- urleg stoð og stytta hann var henni. Mamma fann það best og vanmáttur og öryggisleysi heltóku hana. Hún var þá heppin að eiga góða að og vil ég færa þeim fjöl- mörgu sem heimsóttu hana á sjúkrahúsið innilegar þakkir. Hjúkrunarfólk og læknar á Land- spítalanum og heimahjúkrun Heilsugæslunnar í Breiðholti fá kærar þakkir fyrir umönnunina. Elsku mamma, ég vil við leiðar- lok þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér í uppvextinum og kenndir mér á lífsleiðinni. Mig langar fyrir hönd okkar Þóru og strákanna að þakka þér alla hjálp- semina og ástúðina sem þú sýndir okkur ávallt. Við kveðjum þig með söknuði með ljóði eftir móðurbróð- ur þinn, Ólaf Stefánsson. Lífíð er skammvinnt, það líður svo skjótt, eins og leiftur er rennur sitt skeið. Það birtist og hverfur svo hratt en svo hljótt sem hrapandi stjama um skammdegisnótt. Sem regndropi er hnígur svo hrynjandi fljótt - í hafið - og hverfur um leið. Guð blessi þig, mamma mín. Ragnar. Elsku mágkona mín, hún Fjóla Steinþórsdóttir, er dáin. Það kom mér ekki á óvart, ég vissi að hún myndi ekki lifa lengi eftir að hún missti hann Steina sinn. Margar eru þær minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þig, Fjóla mín, og allar ljúfar. Sú fyrsta er þegar þú komst eins og sólargeisli inn á heimili foreldra minna á Flatey á Breiðafirði. Mamma mín gekk með fímmta bamið sitt og varð að vera rúm- föst. Pabbi var á Konráði sem var í ferðum milli lands og eyja og því sjaldan heima. Von var á stúlku til hjálpar, en einhverra hluta vegna varð dráttur á því. Og þá komst þú. Móðir þín, hún Jóhanna Stef- ánsdóttir, sendi þig til okkar, þegar hún frétti um aðstæður allar. Það var yndislegt að fá þig til okkar, aftur ilmandi matarlyktin á móti okkur þegar við komum úr skólan- um og allt í röð og reglu. Því mið- ur gastu ekki verið hjá okkur þar til bróðir minn fæddist því þú varst ráðin í vist, eins og það var kallað, suður til Reykjavíkur. Fyrir nokkru hitti ég konu frá því heimili sem þú fórst á og sagðist hún aldrei gleyma ljósa hárinu þínu og hversu björt og falleg þú hefði verið. Síðan áttu leiðir okkar eftir að liggja saman meira og minna og það féll aldrei skuggi á þá góðu mynd sem greyptist í huga minn af þér þá er ég var bam. Nú er maí, bráðum er ár liðið síðan við fómm út í Bjameyjar, ferðina sem farin var til að minn- ast þess að á því ári vom 100 ár liðin frá fæðingu föður þíns, Stein- þórs Einarssonar frá Bjameyjum á Breiðafirði. Tvísýnt var hvort hægt væri að fara þessa ferð vegna heilsu ykkar Þorsteins, en þú varst alltaf ákveðin í að komast. Þú hlakkaðir svo til þessarar ferðar og ég held að tilhlökkunin hafi gefíð þér mikið. Sem betur fór var ákveðið að láta guð og lukkuna ráða, ef ekki yrði fært út í eyjar myndi fólkið allavega hittast í Hólminum. Ég er innilega þakklát þeim sem ekki gáfust upp en hrandu þessari ferð í framkvæmd. Veðurútlitið var ekki glæsilegt þann morgun þegar leggja átti af stað út í eyjar. En um það leyti sem við lentum í Bjameyjum var komin blíða og þvílíkur dagur, því- lík fegurð, Breiðafjörðurinn og ey- jamar skörtuðu sínu fegursta. Þú varst alsæl Fjóla mín, þú tókst þér meira að segja orf í hönd og sýnd- ir unga fólkinu hvernig ætti að nota það. Þorsteinn hikaði ekki við að vaða yfir í næstu eyju með krökkunum og ræddi við þau um allt sem fyrir augu bar í ijörunni og um fuglana. Mikinn fögnuð vakti það þegar þrír selir komu syndandi á flóðinu næstum upp í landsteinana. Þetta var okkur öll- um ógleymanlegur dagur og mun leiftra eins og perla í minninga- sjóði okkar. Elsku Fjóla mín, þegar ég hugsa um ykkur Þorstein er mér efst í huga þakklæti, þakklæti fyrir að hafa ætíð tíma og nóg pláss fyrir okkur í indæla húsinu ykkar við Suðurlandsbrautina og alls staðar þar sem þið vomð. Þakklæti fyrir hversu góð og hjálpsöm þið vomð bömunum mínum. Þið vomð sem eitt í því. Síðasta heimsókn okkar Einars bróður þíns á þitt heimili var á af- mælinu þínu 5. mars sl., daginn eftir að Þorsteinn þinn var jarðað- ur. Mér fannst við verða að fresta heimför til að komast til þín. Þó gmnaði mig ekki að það yrði mín síðasta heimsókn á heimili þitt. Nú er komið að leiðarlokum. Eg kveð þig, elskulega, hreinlynda kona með hlýja hjartað, sem hafðir rúm fyrir svo marga. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Ragnar, Þóra, Steini, Valli, Hulda og ijölskylda, einnig allir aðrir ættingjar og vinir, ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur frá mér og fiölskyldu minni. Gréta. Kæra systir og mágkona, við kveðjum þig í hinsta sinn með þökk fyrir allar samvemstundirn- ar. Guð blessi þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) María og Hannes. Elsku Fjóla frænka, nú ert þú búin að fá hvíldina. Andlát þitt kom ekki óvænt, við vissum öll um veikindi þín. En það er erfítt að átta sig á því að þú ert ekki lengur meðal okkar. Otal minningar streyma fram. Fyrsta minning okkar er þegar þú baðaðir okkur systur í járnb- ala í eldhúsinu á Suðurlands- brautinni, en þú tókst okkur und- ir þinn verndarvæng þegar mamma veiktist. Jólaboðin á Suð- urlandsbrautinni, bíltúrar á sunnudögum og allar heimsókn- irnar milli heimila ykkar systra, mömmu og þín, eru ljóslifandi í huga okkar. Ekki fækkaði samverustundum eftir að við systur stofnuðum okk- ar eigin heimili. Þú fylgdist með okkur af einlægum áhuga og vel- vild og vildir okkar fjölskyldum allt það besta. Ein eftirminnilegasta samveru- stund seinni ára er ferð okkar út í Bjarneyjar sl. sumar. Mikil var eftirvænting þín að komast á æskustöðvarnar. Það er óhætt áð segja að Breiðafjörðurinn hafi tekið fagnandi á móti þér og okk- ur með allri sinni fegurð. Elsku Fjóla, þú þurftir að reyna mikið í þínu lífi en mótlætið herti þig og styrkti. En þú stóðst ekki ein, við hlið þér var einstakur maður, hann Þorsteinn. Blessuð sé minning hans. Nöfn ykkar beggja eru samofin hjá okkur, ef þú varst nefnd var Þorsteinn oft- ast nefndur um leið. Eftir andlát hans í vetur kom í ljós hvað þ'jr~ hafðir misst mikið, en nú þremur mánuðum síðar eruð þið aftur saman. Það er huggun fyrir okkur að vita að Þorsteinn og drengirn- ir þínir, sonur og sonarsonur, taka vel á móti þér. Elsku frænka, nú kveðjum við þig í hinsta sinn og þökkum þér allar ljúfar stundir og umhyggj- una í okkar garð. Megi góður Guð varðveita þig og blessa minningu þína. Kæru Raggi, Þóra, Steini og Valli, okkar innilegustu samúðar- óskir. Megi góður Guð vera með ykkur. Þorbjörg og Jóhanna. Hvar sem önd þín unir ei mun vetur þjaka. - Vor og sí-fellt sumar sífellt hjá þér vaka. - Ótal þúsund þakkir þigg - frá vina heimi! - Andvakan er enduð. - Ár-roðinn þig geymi! (Jakobína Johnson) Bergþóra, Theodór og Ingunn Valgerður. Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minning- argreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufiölda var hér um að ræða 155_ síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í sam- ræmi við gífurlega hækkun á dag- blaðapappír um allan heim á und- anfömum misseram. Dagblöð víða um lönd hafa bmgðizt við miklum verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fiölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjá- kvæmilegt fyrir Morgunblaðið að takmarka nokkuð það rými í blað- inu, sem gengur til birtingar bæði á minningargreinum og almenn- um aðsendum greinum. Ritstjórn Morgunblaðsins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hófsama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. I mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. Ertidrykkjur Glæsileg kafíi- hlaðborð, fallegir saiir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÓTEL KIFTLEHIIH LAUGARNES APÓTEK Kirkjuteigi 21 ÁRBÆJAR APÓTEK Hraunbæ 102 b eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugarnesapótek

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.