Morgunblaðið - 22.05.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMIIMGAR
MIDVIKUDAGUR 22. MAÍ1996 35
SIGURÐUR
HJÁLMAR JÓNSSON
+ Sigurður Hjálmar Jónsson
fæddist á ísafirði 27. mars
1959. Hann lést 7. maí síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Akrakirkju 17. mai.
í formála minningargreinanna
um Sigurð sem birtust á blað-
síðu 41 í Morgunblaðinu á
þriðjudag, 21. maí, var Stein-
gerður móðir hans sögð Jóns-
dóttir, en hún er Guðmunds-
dóttir. Eru hlutaðeigendur
innilega beðnir afsökunar á
þessum mistökum.
Fyrir rúmum 15 árum fóru Siggi
og Unnur systir mín að draga sig
saman. Ég hafði fram að því aðeins
heyrt talað um Sigga í fréttum þar
sem getið var um afrek hans í skíða-
brekkunum. Man ég eftir því eitt
sinn að ég sat ákafur fyrir framan
sjónvarpið þegar Bjarni Fel. lýsti
seinni ferð hans á Olympíuleikunum
þar sem hann kom i mark meðal
fremstu manna og hefur eflaust
enginn íslenskur skíðamaður gert
betur á þeim vettvangi fyrr eða síð-
ar. Við hvert tækifæri eignaði ég
mér lítinn hluta af afrekum Sigga
þegar tal barst að skíðum og því
sem þeim tengdist í mínum vina-
hópi, montinn af að þekkja hann.
Það var síðan sumarið 1986 að
Siggi tók mig í læri. Ekki þó á
skíðum heldur við laxveiðar þar sem
þetta var mitt fyrsta sumar sem
leiðsögumaður við Haffjarðará en
þar hafði hann þá starfað í nokkur
sumur. Þó að ég hafði verið mikið
við ána sem polli þá átti ég margt
eftir ólært. Siggi fór með mig með
ánni og útlistaði, stein fyrir stein,
hvar vænlegt væri að kasta flug-
unni í von um lax, allt á sinn rólega
og yfirvegaða hátt. Þarna eyddum
við skemmtilegum sumrum þar sem
við gerðum okkar besta til að veiði-
+ Friðrik Gíslason fæddist í
Hafnarfirði 5. nóvember
1964. Hann lést af slysförum í
Tælandi 26. apríl síðastliðinn
og fór útför hans fram frá
Hafnarfjarðarkirkju 21. maí.
Styrkizt í Drottni og í krafti
máttar hans.
Náð mín nægir þér; því að mátt-
urinn fullkomnast í veikleika. Því
vil ég mjög gjarna þess framar hrósa
mér af veikleika mínum, til þess að
kraftur Krists megi taka sér bústað
hjá mér. Þess vegna uni ég mér vel
í veikleika, í misþyrmingum, í nauð-
um, í ofsóknum, í þrengingum vegna
Krists, því að þegar ég er veikur,
þá er ég máttugur. - Eg fyrirverð
mig ekki fyrir fagnaðarerindið; því
að það er kraftur Guðs til hjálpræð-
is hverjum þeim, er trúir.
Allt megna ég fyrir hjálp hans,
Skilafrest-
urminning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. I mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunn-
inn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
menn færu nú ekki heim með öngul-
inn í rassinum. Við veiðina mátti
sjá örla á keppnisskapinu í Sigga
þegar reynt var að draga sem flesta
laxa, en einmitt þetta keppnisskap
hafði áður eflaust átt stóran þátt í
að fleyta honum á óteljandi verð-
launapalla skíðamóta.
Það er sárt að sjá á eftir Sigga,
þó að ég huggi mig við að hafa Jón
Karl son hans innan seilingar. Lífið
er okkur svo miserfitt að næsta
óskiljanlegt er. Sumir fá þyngri
kross en aðrir að bera, jafnvel svo
að þunginn sligar. En minningin
um góða sál Sigga lifir með mér.
Ég votta Ólöfu, Jóni Karli og
öðrum aðstandendum mína dýpstu
samúð. Drottinn veiti dánum ró en
hinum líkn er lifa.
Yngvi Daníel Óttarsson.
Það hefur oft verið sagt að guð-
irnir elski þá sem deyja ungir. Sig-
urður H. Jónsson var einn þeirra
sem guðirnir elskuðu. Það er engin
önnur leið að útskýra þá miklu
hæfileika sem hann bjó yfir. Við,
strákarnir sem vorum nokkrum
árum eldri á ísafirði, undruðumst
strax getu þessa púka sem varla
stóð upp úr skónum þegar hann
renndi sér niður skíðabrekkurnar.
Brosandi út að eyrum renndi hann
sér niður hlíðarnar og glotti þegar
hann sá okkur horfa öfundaraugum
á hann. Strax frá byijun varð mað-
ur hreykinn af Sigga og á seinni
árum breyttist það yfir í virðingu
og traust. Alþjóð veit um árangur
hans á sviði skíðaíþrótta hér heima
sem erlendis en fáir þekktu Sigga
sem einstakling, einstakling sem
allir gerðu óstjórnlegar kröfur til
og kröfur sem engin leið var að
uppfylla.
Þegar ég fluttist búferlum til
sem mig styrkan gerir. - Ég á í
striti og baráttu eftir þeim mætti,
sem kröftuglega verkar í mér. -
En þennan fjársjóð höfum vér í leir-
kerum, til þess að ofurmagn kraft-
arins sé Guðs, en ekki frá oss. Gleð-
in í Drottni er hlífiskjöldur yðar. -
Verðið styrkir með hvers konar
krafti eftir mætti dýrðar hans, svo
að þér fyllizt þolgæði í hvívetna og
umburðarlindi.
Soffía Margrét
Þorgrímsdóttir.
Noregs 1976, varð ég hluti af smá
ísafjarðarnýlendu í Geilo. Ingvar
bróðir og Agga systir Sigga, Gunn-
ar Bóa, Sammi Kára, Steindór o.fl.,
mynduðu stóra fjölskyldu og Siggi
dvaldi hjá okkur á milli keppnis-
ferða í Evrópu. Sterk tengsl mynd-
uðust þarna og mótuðu okkur öll
og tengdu. Siggi var þarna næstu
árin, jafnt vetur sem sumur og
gekk til allra verka og var sama
hvað hann tók sér fyrir hendur,
allt gerði hann vel. Veturinn 1978,
það voru fimmtíu manns í salnum
á Holms hotel þar sem sjónvarpa
átti frá heimsmeistarakeppninni í
Garmisch Partenkirchen, mest
Norðmenn. Siggi var í 14. sæti
eftir fyrri ferð á undan Norðmann-
inum og endaði síðan í 13. sæti,
einu sæti á undan Norðmanninum.
Þvílík sæla, og gleðin var ekki
bara okkar heldur líka heima-
manna frá Geilo sem litu a Sigga
sem sinn mann.
Árin liðu og þegar Siggi hætti
að keppa, stofnuðum við saman
skíðaskóla Sigurðar H. Jónssonar
ásamt Öggu og Ingvari. Þannig
hófst seinna skeið okkar og eins
og áður stóð Siggi ætið fyrir sínu
og var sjálfum sér og öðrum til
sóma. Heimiii Ingvars og Öggu, en
þar bjó Siggi, varð fljótlega ein-
hvers konar félagsmiðstöð skíða-
manna og sérstaklega Isfirðinga
sem virtust sogast þangað af ein-
hvetjum orsökum. Siggi bjó í kjall-
aranum, innan um skíðaútbúnað,
flögg og stangir og virtist hvergi
eiga betur heima. Siggi skrölti á
gömlu Wolksvagen-rúgbrauði sér-
merktu skíðaskólanum um allar
trissur og kenndi á skíðum frá
morgni til kvölds. Það er minnis-
stætt atvikið þegar við fjögur
kenndum 180 manns eitt kvöld í
Hamragili. Ég held að eftir það
kvöld hefðum við öll viljað henda
skíðunum okkar.
Ég henti mínum skíðum en hin
héldu áfram og fljótlega skapaði
Siggi sér nafn sem frábær kennari
og þjálfari. Leiðir okkar Sigga hafa
ekki legið saman hin síðari ár en
jafnan þegar við hittumst var eins
og við hefðum daglegt samband.
Siggi var góður drengur og það var
ekki hægt annað en að elska hann.
Hópurinn sem var svo sterkur í
Geilo er óðum að minnka, tveir
góðir drengir eru farnir á vit feðra
sinna. Fyrst Sammi Kára og nú
Siggi. Ég er þess fullviss, að það
er vegna þess að guðirnir elskuðu
þessa sómadrengi og saman sitja
þeir og gæta okkar hinna sem eftir
sitjum.
Elsku Ólöf, Jón Karl, Steingerð-
ur, Agga og Ingvar og fjölskyldur,
verum glöð yfir því að hafa fengið
að hafa Sigga svona lengi hjá okk-
ur. Gleðjumst yfir minningunum um
góðan dreng sem guðirnir elskuðu.
Friðjón Einarsson.
t
Faðir minn, afi og bróðir okkar,
STEINÞÓR JAKOBSSON
skíðakennari,
lést af slysförum í Mexíkó 19. maí sl.
Arnar Steinþórsson, Sunna Arnarsdóttir,
Konráð, Erna, Ásta og Jakobína.
t
Okkar ástkæri
SNÆLAUGUR KRISTINN
STEFÁNSSON,
Vanabyggð 2d,
Akureyri,
lést 16. maí.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 24. maí kl. 13.00.
Margrét Sölvadóttir,
Baldvina Snælaugsdóttir, Margrét Björk Jónsdóttir,
Ólavía Snælaugsdóttir, Eggert Arason,
Ólafía Halldórsdóttir.
FRIÐRIK
GÍSLASON
t
Útför eiginmanns míns,
ÞÓRARINS ÞÓRARINSSONAR
fyrrv. ritstjóra,
verður gerð frá Dómkirkjunni fimmtu-
daginn 23. maí kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnheiður Þormar.
t
Ástkær eiginkona mín,
SIGRÍÐUR MARÍA
AÐALSTEINSDÓTTIR,
Hlíðarvegi 5,
Ytri-Njarðvik,
lést í Borgarspítalanum í Reykjavík
sunnudaginn 19. maí.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
föstudaginn 24. maí kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
HaukurIngason.
Móðir mín, amma og langamma,
ÞURÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
Engihjalla 3,
Kópavogi,
áðurtil heimilis
í Grundargerði 10, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að
kvöldi 16. maí.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 24. maí kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Magnús Kjartansson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
MARGRÉT SIGRÚN
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Fannborg 3,
Kópavogi,
sem lést þann 16. maí, verður jarðsung-
in frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
23. maí kl. 13.30.
Sigrún Sigvaldadóttir, Guðmundur Þ. Jónasson,
Halldóra Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sigurlaug Guðmundsdóttir,
Jón Kallgrímsson, Herdís Jónsdóttir,
Egill Hallgrimsson, Ólafia Sigurjónsdóttir,
Páll Hallgrímsson,
afa- og langafabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HALLGRÍMS HAFSTEINS
EGILSSONAR
garðyrkjubónda,
Hveragerði.