Morgunblaðið - 22.05.1996, Síða 36

Morgunblaðið - 22.05.1996, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU AUGL YSINGAR Viðgerðarmenn J.VJ. verktakar óska eftir að ráða mann, vanan viðgerðum á þungavinnuvélum. Upplýsingará skrifstofu, Drangahrauni 10-12, sími 555 4016 eða hjá verkstjóra í síma 853 2997. Verkfræðingur/ tæknifræðingur J.V.J. óska eftir að ráða verkfræðing eða tækni- fræðing, vanan jarðvegsframkvæmdum. Upplýsingar á skrifstofu, Drangahrauni 10-12, sími 555 4016. m Dalvíkurbær Frá Dalvíkurskóla Kennari! Ef þú ert tilbúinn í samstarf og sam- vinnu, tilbúin að gangrýna og vera gagnrýnd- ur, þá er Dalvíkurskóli rétti vinnustaðurinn fyrir þig. Okkur vantar kennara í 1. bekk, almenn kennsia (2/3 staða), í hannyrðir og smíðar fyrir 5.-10. bekk (1/2 staða). Umsóknarfrestur til 30. maí 1996. Nánari upplýsingr gefa Sveinbjörn Markús Njálsson, skólastjóri, og Anna Baldvina Jó- hannesdóttir, aðstoðarskólastjóri, í símum 466 1380 og 466 1381. Frá VMA útvegssvið Dalvík Kennara vatnar í dönsku og íslensku (1/2 staða). Umsóknarfrestur er til 30. maí 1996. Nánari upplýsingarveitir Hermína Gunnþórs- dóttir, kennslustjóri, í síma 466 1083 og hs. 466 1985. Múrarar Óskum eftir að ráða múrara eða menn, vana múrvinnu, sem fyrst. Um er að ræða mikla vinnu í langan tíma. Góður aðbúnaður á vinnustað. Umsóknir sendist til afgreislu Mbl. fyrir 24. maí, merktar: „M - 4456“. Reyndur bakari óskast til Los Angeles, Kaliforníu. Þarf að vera ábyrgur og duglegur bakari, vanur stjórnun, geta unnið sjálfstætt, vera hug- myndaríkur og lifandi í starfi og hafa góða yfirsýn yfir bæði starfsfólk og framleiðslu. Góð enskukunnátta skilyrði. Áhugasamir sendi svör til afgreiðslu Mbl., merkt: „Ábyrgð - 573“, sem allra fyrst eða fyrir 28. maí. Kennarastaða við Ljósafossskóla Ef þú ert áhugasamur kennari, þá höfum við, sem að skólamálum vinnum í Ljósafoss- skóla, áhuga á að fá þig til starfa. Ljósafossskóli er einsetinn, nemendafjöldi um 60 (1.-10. bekkur). Ljósafoss er í 80 km fjarlægð frá Reykjavík. Við bjóðum húsnæði á staðnum og ódýrt mötuneyti. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 482 2617 eða 482 3536. Umsóknarfrestur rennur út 30. maí. Skólanefnd Ljósafossskóla. Kynningarfulltrúi Starfsmaður óskast til kynningarstarfa á kvöldin og um helgar hjá sérhæfðu markaðs- fyrirtæki í Reykjavík. Viðkomandi þarf að vera opinn og líflegur og hafa reynslu af sölustörfum. Svör sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „M - 1042“, fyrir 30. maí. Reykjavík Aðstoðar- deildarstjóri Hjúkrunarfræðingur óskast í 80% stöðu aðstoðardeildarstjóra á hjúkrunardeild. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga eða hjúkrun- arfræðinema á dag- og kvöldvaktir, bæði í fastar stöður og til sumarafleysinga. Ýmsar vaktir standa til boða, m.a. kl. 16.00-22.00, 17.00-23.00 og 16.00-24.00. Möguleiki er á barnaheimilisplássi. Upplýsingar veitir ída Atladóttir, hjúkrunar- forstjóri, og Þórunn A. Sveinbjarnar, hjúkrun- arframkvæmdastjóri, í símum 553 5262 og 568 9500. Organisti Óskum eftir að ráða organista til starfa á ísafirði frá og með 1. ágúst. Um er að raeða fullt starf við orgelleik og kórstjórn í ísafjarðarkirkju og Hnífsdals- kapellu. Kirkjan á ísafirði er nýbyggð og með áföstu safnaðarheimili. í kirkjunni er 22 radda orgel frá P. Bruhn. Allar nánari upplýsingar veitir sóknarprestur í síma 456 3171. Umsóknir skulu sendar ísafjarðarkirkju, póst- hólf 56, 400 ísafirði, fyrir 1. júní nk. ísafjarðarkirkja. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI Læknaritarar Tvær stöður læknaritara eru lausar til um- sóknar við Heilsugæslustöðina á ísafirði frá og með 3. júní nk. Umsóknarfrestur er til 31. maí. Upplýsingar veita Fríða, læknaritari, í síma 456 4500. Kennarar Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru lausar stöður næsta vetur. Kennslugreinar: Auk almennrar kennslu, danska, myndmennt, handmennt og stuðn- ingskennsla. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 475 1224 eða 475 1159 og aðstoðarskólastjóri í síma 475 1370 eða 475 1211. RAÐ/A UGL YSINGAR Verðlaunasamkeppni um starfsmenntaverðlaun Samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla - SAM- MENNT - minnir á, að umsóknarfrestur í verðlaunasamkeppni um námsgögn, sem ætluð eru til starfsmenntunar á framhalds- skólastigi, rennur út 24. maí nk. ítarlegri auglýsing hefur þegar verið birt - en veitt verða ein verðlaun að upphæð kr. 300.000, sem renna óskert beint til höfunda(r) efnis. Verðlaunaféð er greitt af Landsskrifstofu Leonardó áætlunarinnar með styrk frá fram- kvæmdastjórn ESB. Markmiðið með þess- ari verðlaunaveitingu er að hvetja til náms- gagnagerðar á framhaldsskólastigi, þar sem námsefni er sérsniðið fyrir starfsnám. Landsskrifstofa Leonardó og Samstarfsnefndar atvinnulífs og skóla, Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík, sími 525 4900, fax 525 4905. Nánari upplýsingar á veraldarvefnum: http://www. rthj. hi.is/leonardo/styrkur. html Tollkvótar vegna innflutn- ings á svína- og fuglakjöti Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu með lögum nr. 87/1995 og með vísan til reglugerðar útgefinni 20. maí 1996, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta og vegna innflutnings á svína- og fuglakjöti. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðu- neytinu á skrifstofutíma frá kl. 9.00-16.00. Auglýsing um innflutningskvóta verður birt í Lögbirtingablaðinu, föstudaginn 24. maí. Skriflegar umsóknir skulu sendar með bréfi eða með símbréfi til landbúnaðarráðuneytis- ins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 30. maí nk. Landbúnaðarráðuneytið, 21. maí 1996. JKIPUL A G R f K I S I N S Lenging Eyjargarðs við Orfirisey Mat á umhverfisáhrifum -frumathugun Skipulag ríkisins kynnir mat á umhverfisáhrif- um lengingar Eyjargarðs við Örfirisey, Reykjavík. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 22. maí til 27. júní 1996 á Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, og í Þjóðarbókhlöðunni, Reykjavík. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 27. júní 1996 til Skipulags ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari uppíýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvœmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.