Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22, MAÍ1996 39
Ur dagbók lögreglu
390 mál til með-
ferðar um helgina
17.-20. maí
UM HELGINA eru bókfærð 390
mál hjá lögreglunni. Þar af eru
40 vegna ölvunar á almanna-
færi, 36 vegna brota á leyfileg-
um hámarkshraðamörkum, 45
umferðaróhöpp og slys, 21 inn-
brot, 22 þjófnaðir, 16 eignar-
spjöll, 13 ölvunaraksturstilfelli,
35 vegna hávaða og ónæðis að
kvöld- og næturlagi, 5 vegna
heimilisófriðar og 3 vegna
ágreinings ýmiss konar.
Tilkynnt var um innbrot í bif-
reiðir við Fróðengi, Æsufell,
Brekkutanga, Borgartún,
Kringluna, Langholtsveg, Þver-
holt, Logafold, Barónsstíg og
Ægisíðu. Brotist var inn í veit-
ingastaði við Klapparstíg, versl-
un við Skólavörðustíg, geymslu
við Granaskjól, aðstöðu við
Hafnarstræti, versun við Laug-
arnesveg, bílasölu við Borgartún
og hús við Víkurgrund. Reiðhjól-
um var stolið frá húsi við Stakk-
holt, Feijubakka, Jörfabakka og
Hverfisgötu. Þá var barnavagni
stolið frá húsi við Mávahh'ð.
Þrír handteknir
Þrír ungir menn voru hand-
teknir á föstudag eftir að hafa
stolið myndbandstæki úr húsi
við Skógarhlíð. Þá voru konur
staðnar að því að reyna að stela
kápu úr verslun við Laugaveg
og sokkabuxum í verslun í Skeif-
unni.
Gangandi vegfarandi var
fluttur á slysadeild aðfaranótt
laugardags eftir að hafa orðið
fyrir bifreið í Tryggvagötu. Um
svipað leyti var ungur maður
fluttur þangað eftir að hafa
dottið illa á höfuðið í Ingólfs-
stræti. Á laugardag var 7 ára
drengur á reiðhjóli fyrir bifreið
á Langholtsvegi við Sæbraut.
Hann var fluttur á slysadeild,
en meiðsli hans voru minnihátt-
ar. Talið er að hjálmur á höfði
drengsins hafi ráðið þar miklu
um. Að því tilefni er rétt að
minna á að lögreglumenn víða
um land eru þessa dagana að
huga að reiðhjólum barna sem
og athuga með notkun reið-
hjólahjálma. Á sunnudag var
ökumaður fluttur á slysadeild
eftir harðan árekstur tveggja
bifreiða á gatnamótum
Kringlumýrarbrautar og Borg-
artúns.
Lögreglumenn lögðu hald á
áhöld til neyslu fíkniefna eftir
að hafa stöðvað bifreið á Sæ-
braut aðfaranótt laugardags.
Færa þurfti þrennt í fanga-
geymslu eftir slagsmál ölvaðs
fólks á skemmtistað í Austur-
borginni aðfaranótt laugardags.
Flytja þurfti einn að auki á
slysadeild. Þangað þurfti og að
aðstoða mann eftir að sparkað
hafði verið í höfuð hans í mið-
borginni.
Bifreið, sem stolið hafði verið
fyrir þremur dögum, fannst yfir-
gefinn ofan í tjörn við Hólmasel
aðfaranótt laugardags. Henni
hafði verið ekið þar á tré og
talsverðar skemmdir verið unnar
á henni. Fjögur ungmenni sáust
hlaupa á brott eftir atvikið. Eitt
þeirra var handtekið skömmu
síðar.
Barn brenndist
Á laugardag var barn flutt á
slysadeild eftir að það hafði
brennst á maga þegar innihald
kaffikönnu helltist yfir það. Þá
féll kona af hestbaki við Reykja-
veg. Hún var flutt á slysadeild
með sjúkrabifreið.
Fjögur g af amfetamíni fund-
ust á manni er lögreglumenn
handtóku á laugardagskvöld.
Maðurinn var að koma frá húsi
sem grunur hefur verið um að
stunduð hafi verið sala fíkni-
efna. Það hús ásamt nokkrum
öðrum hefur verið undir eftirliti
lögreglu um nokkurt skeið og
svo mun verða áfram. Í fram-
haldi af handtökunni fór fram
húsleit á viðkomandi stað og
fundust þá 20 g af amfetamíni
til viðbótar auk skammta af LSD
og Esctasy-efni.
Á laugardagskvöld var til-
kynnt um leka úr ammoníak-
geymum við verksmiðju í Gufu-
nesi. Lekinn var vegna þrýst-
ingsfalls af völdum rafmagnsbil-
unar. Engin hætta var á ferðum
og var viðgerð lokið fljótlega
eftir að lekans varð vart.
Um kvöldið var bifreið bakk-
að á aðra við Hverafold. í ljós
kom að tveir 14 ára piltar höfðu
tekið bifreiðina ófijálsri hendi.
Þeir reyndu að komast undan
en voru stöðvaðir á Höfðabakka
skömmu síðar. Um svipað leyti
féll maður úr stiga í Hólahverfi
og lenti með höfuðið á stein-
vegg. Hann hafði verið að vinna
við háþrýstiþvott á þaki hússins.
Maðurinn var fluttur meðvitund-
arlaus með sjúkrabifreið á slysa-
deild.
Aðfaranótt sunnudags var
kona lamin af manni á Lauga-
vegi svo flytja varð hana á
slysadeild. Gerandinn hljóp af
vettvangi, en náðist skömmu
síðar eftir að hafa verið veitt
eftirför af tveimur vegfarend-
um. Um nóttina voru sjö ung-
lingar færðir úr sundlauginni á
Seltjarnarnesi og sóttir á lög-
reglustöðina af foreldrum sín-
um. Maður var handtekinn í
Bláhömrum eftir að rúða hafði
verið brotin þar í bifreið og
gramsað í henni. Þá var ölvaður
piltur handtekinn eftir að hafa
brotið umferðarljós á þremur
stöðum í miðborginni, auk þess
sem hann hafði unnið skemmd-
ir á stöðumæli. Hátalarakassi
féll á höfuð stúlku á veitinga-
stað við Vesturgötu svo flytja
varð hana á slysadeild. Loks
varð að flytja mann á slysadeild
eftir slagsmál í Austurstræti.
Mikil ölvun var á meðal fólks í
borginni aðfaranætur helgar-
innar og þeir voru margir full-
orðnir, sem ekki kunnu sér hófs
í meðferð áfengis.
Á sunnudag stöðvuðu lög-
reglumenn ökumann flutninga-
bifreiðar, sem flutti varning
sem flokkaður er undir hættu-
legan farm. Ökumaðurinn hafði
ekki öðlast tilskilin réttindi til
slíks flutnings. Ökumenn, sem
flytja eða munu flytja þess hátt-
ar varning, eru minntir á að
verða sér út um þau réttindi
sem krafist er í hveiju tilviki
fyrir sig.
Um kvöldið var tilkynnt um
skemmdarverk á athafnasvæði
við Sóltún. Þar höfðu vinnus-
kúrar verið skemmdir auk inn-
anstokksmuna. Skömmu eftir
miðnætti voru ökumaður bif-
reiðar og farþegi færðir á lög-
reglustöð eftir að 1 g af amfeta-
míni hafði fundist á farþegan-
um.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Sigið um
borðí
Vædderen
DANSKA eftirlitsskipið
Vædderen var í vináttuheim-
sókn á Austfjörðum um helgina.
Á Seyðisfirði var almenningi
boðið að skoða skipið og það fór
fjögurra tíma sjóferð með
nokkra boðsgesti. Þyrla Land-
helgisgæslunnar TF-LÍF tók
þátt í hátíðarhöldunum og m.a.
lét hún mann síga niður í Vædd-
eren.
Gengið með
ströndinni
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
fer í fyrsta áfanga raðgöngu
meðfram strönd Reykjavíkur-
borgar og Seltjarnarnesbæjar í
kvöld, miðvikudaginn 22. maí.
Mæting er við Miðbakka-
tjaldið (norðan við Hafnarhús-
ið) kl. 20 og þaðan farið með
SVR suður í Fossvog. Hægt
verður að koma í hópinn við
Nesti í Fossvogi kl. 20.30.
Gangan hefst við fjörumörk
Kópavogs og Reykjavíkur og
síðan verður ströndinni fylgt
út með Skeijafirðinum að
Lambastöðum. Val um að nota
SVR eða ganga til baka. Á leið-
inni verður litið inn hjá Sport-
kafarafélagi íslands og einnig
rætt um sumardagskrá HGH.
Allir velkomnir.
Þingmenn kynni sér
umsögn BHM
BANDALAG háskólamanna hefur
sent Ólafi G. Einarssyni, forseta
Alþingis, bréf þar sem skorað er
á hann að koma í veg fyrir að
samþykkt verði fyrirliggjandi
frumvarp til laga um breytingar á
réttindum og skyldum starfs-
manna ríkisins. Óskað er sérstak-
lega eftir að Ólafur beiti sér fyrir
því að alþingismenn kynni sér ítar-
legar athugasemdir BHM um mál-
ið.
„Frumvarpið felur í sér órök-
studda og tilefnislausa skerðingu
á samningsrétti, félagafrelsi, jafn-
ræðisreglu, atvinnufrelsi og eigna-
rétti félagsmanna. Þessi réttindi
eru grundvallarmannréttindi og
eru því varin af stjórnarskrá lýð-
veldisins. Ennfremur felur frum-
varpið í sér óviðunandi afskipti af
innri málefnum stéttarfélaga ríkis-
starfsmanna. Þannig brýtur frum-
varpið í bága við 87. og 98. sam-
þykkt Alþjóðavinnumálastofnun-
arinnar sem ísland hefur skuld-
bundið sig að fara eftir. Bandalag
háskólamanna hefur með ítarleg-
um umsögnum gert efnahags- og
viðskiptanefnd Alþingis og ein-
stökum alþingismönnum grein fyr-
ir því með hvaða hætti frumvarpið
ýmist gengur á svig við eða brýtur
ofangreind mannréttindiákvæði
stjórnarskrárinnar og alþjóðlegar
samþykktir,“ segir í bréfi BMH til
forseta þingisins.
Umsögn BHM um frumvarpið
og fylgiskjöl með umsögninni eru
rúmlega 50 blaðsíður. BHM segir
í bréfinu til þingforseta að ef al-
þingismenn kynni sér til hlítar
þessa umsögn muni frumvarpið
ekki verða samþykkt, enda séu
alþingismenn bundnir af dreng-
skaparheiti að fara eftir stjórnar-
skrá og samvisku sinni.
Annað gult
spjald
TVÖ gul spjöld voru gefin á hesta-
íþróttamótum helgarinnar.
Auk Sveins Jónssonar, sem sagt
var frá í þriðjudagsblaði Morgun-
blaðsins mun Þórður Þorgeirsson
hafa fengið gult spjald á opnu
íþróttamóti hjá Geysi á Gaddstaða-
flötum fyrir óviðeigandi framkomu
og munnsöfnuð við einn dómara
mótsins, Pétur Jökul Hákonarson.
Bæði þess máli verða sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
tekin fyrir hjá aganefnd Hesta-
íþróttasambandsins.
■ BJÖRGUNARSKÓLI Lands-
bjargar og Slysavarnafélags ís-
lands og Ferðafélag íslands
standa fyrir fræðslufundi fyrir al-
menning um ferðabúnað í göngu-
og fjallaferðum miðvikudaginn 22.
maí kl. 20. Fyrirlesari verður
Helgi Eiríksson. Fundurinn verð-
ur haldinn í húsnæði Ferðafélags
íslands, Mörkinni 6, og er öllum
opinn. Þátttökugjald er 1000 kr.
og er fræðslurit um ferðamennsku
innifalið í þátttökugjaldinu.
■ DJASSGÍTARLEIKARINN
Ómar Einarsson leikur á
Kringlukránni í kvöld, miðviku-
daginn 22. maí.
Ómar útskrifað-
ist frá Tónlist-
arskóla FÍH
ekki alls fyrir
löngu. Efnisskrá
kvöldsins er fjöl-
breytt en svo-
kallaðir stand-
ardar verða
megin uppistaða tónlistarinnar
sem flutt verður. Með Ómari leika
þeir Gunnlaugur Briem á
trommur, Kjartan Valdimars-
son á pianó og Gunnar Hrafns-
son á kontrabassa.
■ ÞÁTTTAKENDUR í nýaf-.
stöðnu þingi Alþýðusambandsins
á Kúbu, Gylfi Páll Hersir, félagi
í Dagsbrún, og Drífa Snædal iðn-
nemi halda opinn fund og greina
frá ferð sinni. Verkamannafélagið
Dagsbrún og stjórn Iðnnemasam-
bands íslands styðja fundinn sem
verður í fundarsal Dagsbrúnar,
Lindargötu 9, efstu hæð, fimmtu-
daginn 23. maí kl. 20.15.
■ HLJÓMSVEITIN Sport held-
ur tónleika ásamt sérstökum gest-
um á Gin og tónik-kvöldi á veit-
ingahúsinu 22 í kvöld, miðviku-
daginn 22. maí, og hefjast þeir
kl. 22. Á tónleikunum verður boð-
ið upp á frumsamið gitarrokk
ásamt nokkrum gömlum slögur-
um. Hljómsveitina skipa: Otto
Tynes, Stefán Már, Þórir Viðar
og Palli. Aðgangur er ókeypis.