Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 41
MOBGtfrtBLAÐIÐ 'MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 41 BREF TIL BLAÐSINS Reiðhjólaskoð- un,búnaður reiðhjólafólks og hjólreiðar Frá Þorgrími Guðmundssyni: NÚ HAFA flest börn tekið fram reið- hjólin sín. Þessa dagana er lögreglan víða með reiðhjólaskoðun við grunn- skólana. Nánari tímasetning er aug- lýst í skólunum. Lögreglan og Sam- band ísl. tryggingafélaga hvetja börnin til að nota tækifærið, biðja pabba og mömmu að yfirfara reið- hjólin og láta skoða þau við skólann sinn. Samkvæmt umferðarlögum er reiðhjól ökutæki sem „eigi er ein- göngu ætlað til leiks“. Ákvæði um- ferðarlaga giida um hjólreiðafólk eft- ir því sem við á. Á hveiju reiðhjóli skal vera hemill, ljósker, glitauga, bjalla og lás. Mælt er með viðvörun- arstöng og góðu endurskini á öll reið- hjól. Læsa skal reiðhjóli, sem lagt er, nema því sé lagt um stutta stund, og ganga þannig frá því, að ekki stafi hætta eða truflun af. Barn yngra en 7 ára má ekki hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri. Þrátt fyrir þetta mælir lögregl- an ekki með því að yngri böm en 9 ára hjóli einsömul á vegum þar sem vænta má umferðar vélknúinna öku- tækja. Mörg slysanna verða þegar yngri börn hjóla út á umferðargöt- urnar. Mjög mikilvægt er að foreldr- ar hafi eftirlit með yngstu börnunum þegar þau byija að hjóla og veiti þeim nauðsynlega tilsögn. Hjólreiðamaður er illa varinn. Þess vegna er full ástæða til að mæla skilyrðislaust og í öllum tilvikum með notkun góðra reiðhjólahjálma. Sýnt er að þeir geta komið að góðum notum ef óhöpp verða, auk þess sem þeir veita skjól fyrir veðri og vindum. Hjólreiðamaður á aldrei að flýta sér um of. Hann á alltaf að gefa sér góðan tíma til að komast á milli staða, líta vel í kringum sig og fara varlega. Á næstunni mun lögreglan fylgj- ast með reiðhjólafólki og búnaði þess. Lögreglan og Samband ísl. trygg- ingafélaga hvetur allt reiðhjólafólk til að nota viðhlítandi búnað og fara varlega. ÞORGRÍMUR GUÐMUNDSSON, varðstjóri. ■ ■ I Lindab BILSKURS- &IÐNAÐAR HURÐIR Lindab liurðirnar eru dönsk hágæða framleiðsla. Þær eru þéttar með sterkar og efnismikilar brautir, sem gerir opnun og lokun auðvelda og tryggir langa endingu. Hurðagormar eru sérstaklega prófaðir og spenna reiknuð út með njálp tölvu. l.indab hurðirnar eru einangraðar og fást í fjölmörgum útfærslum allt eftir óskum viðskiptavina. Lindab hurðirnar eru fáanlegar úr áli og stáli með plastisol yfirborði, með eða án glugga og gönguhurða. Hurðabrautir geta verið láréttar, eða fylgjandi þakhalla. Opnun getur verið handvirk, hálfsjálfvirk eða sjálfvirk. Lindab hurðirnar eru fáanlegar í lit- urn að ósk viðskiptavina. TÆKNIDEILD Ó.llK ..i/VlNG 3 Jánwi W1’0 * Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík s Sími B87 5699 • Fax 567 4699 Lyfsala í stórmörkuðum Frá Hönnu Maríu Siggeirsdóttur: OSKAR Magnússon, forstjóri Hag- kaups, fer með hrein ósannindi á baksíðu Morgunblaðsins 18. maí sl., með eftirfarandi fullyrðingu: „Það er lyfsala í nánast öllum stór- mörkuðum erlendis og algengast að magnyltöflur séu á boðstólum- í sömu hillum og vítamín.“ Þetta er beinlínis rangt. Hjá nágrönnum okkar á Norðurlönd- um, þeim þjóðum, sem við berum okkur helst saman við, þekkist hvergi, að apótek sé í stórmark- aði. I Þýskalandi, þar sem úthlutun lyfsöluleyfa er að nokkru marki „ftjáls", eru apótek hvergi inni í stórmörkuðum. Þar eru apótek rekin sem sérverslanir, sem versla með sambærilega vöru og hefui; þekkst í apótekum hérlendis. I Bretlandi, þar sem snyrtivöru- hringurinn Boots rekur flestar lyfjaverslanir, eru þessar verslanir reknar sem sérverslanir með snyrtivörur og ýmsar aðrar vörur - eins og reyndar mörg apótek hérlendis - en matvöru er þar ekki að finna nema að örlitlu leyti (einn eða tveir kæliskápar með samlokum og gosdrykkjum). Þessar þjóðir hafa haft vit á því að halda matvöru og lyfjum alveg aðskildum, og það af góðum og gildum ástæðum. Það er nefnilega mjög varasamt að almenningur rugli lyfjum saman við matvöru. Sérstaklega nú, þegar fíkniefna- vandinn verður stöðugt erfiðari við- ureignar, bæði hjá okkur og í heim- inum almennt, er þetta sjónarmið mikilvægt. Það er siðferðileg skylda stjórnvalda að koma í veg fyrir að almenningur blandi ómeð- vitað saman lyfjum og matvöru. Ef farið verður að selja lyf inni í matvörabúðum, og hægt að fá af- greiddan lyfseðil inni í stórmarkaði, sem sérhæfir sig í matvörum, er hætt við að vitund almennings fyrir því, hvað er lyf og hvað er matvara, slævist smám saman. Með því er óbeint verið að hella olíu á vímu- og fíkniefnaneyslu þjóðarinnar. HANNA MARÍA SIGGEIRSDÓTTIR, lyfjafræðingur. BIODROGA j Lífrænar juríasnyrtivörur f Engin auka ilmefni. BIODROGA j ENGiABÓRNÍN Bankastraeti 10 • Sími 552 2201 W\Vestfrost Frystikistur Staðgr.verð HF201 72x65 x 85 45.768,- HF 271 92 x 65 x 85 50.946,- HF 396 126x65 x85 59.170,- HF506 156x65 x85 69.070,- Frystiskápar FS205 125 cm . 62.092,- FS 275 155 cm 74.314,- FS 345 185 cm 88.194,- Kæliskápar KS 250 125 cm 58.710,- KS 315 155 cm 62.933,- KS 385 185 cm 71.055,- Kæli- og frystiskápar KF 285 155 cm 88.524,- kælir 199 Itr KF 283 kælir 199 ltr KF350 kælir 200 Itr KF 355 kælir 271 Itr frystir 80 Itr 155 cm frystir 80 Itr 185 cm frystir 156 ltr 185 cm frystir 100 ltr 2 pressur 77.472,- 1 pressa 103.064,- 2 pressur 97.350,- 2 pressur Faxafeni 12. Sími 553 8000 Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik í Laugardalshöll 22.-26. maí NÚ ER MIKIÐ í HÚFI FYRIR ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ í KÖRFUBOLTA. STRÁKARNIR VERÐA & _ í ELDLÍNUNNI í HÖLLINNI OG ÞEIR ÞURFA Á ÞÍNUM STUÐNINGI AÐ HALDA. MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ ALBANÍA-DANMÖRK KL. 16:00 KÝPUR-ÍRLAND KL. 18:00 ÍSLAND-LÚXEMBORG KL. 20:00 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ ALBANÍA-lRLAND KL. 16:00 DANMÖRK-LÚXEMBORG KL. 18:00 ÍSLAND-KÝPUR KL. 20:00 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ LÚXEMBORG-ALBANÍA KL. 16:00 DANMÖRK-KÝPUR KL. 18:00 ÍSLAND-l'RLAND KL. 20:00 LAUGARDAGUR 25. MAI LÚXEMBORG-KÝPUR KL. 14:00 ALBANlA-ÍSLAND KL. 16:00 ÍRLAND-DANMÖRK KL. 18:00 SUNNUDAGUR 26. MAÍ KÝPUR-ALBANlA KL. 14:00 ÍSLAND-DANMÖRK KL. 16:00 LÚXEMBORG-lRLAND KL. 18:00 TVÆR EFSTU ÞJÓÐIRNAR KOMAST ÁFRAM í EVRÓPU- KEPPNINNI. ÞETTA ERU MIKIL- VÆGUSTU LEIKIR LANDSLIÐSINS í LANGAN TÍMA EF EKKI FRÁ UPPHAFI. STUÐNINGSAOILAR KKÍ 0G EVRÓPUKEPPNINNAR ERU: womow/or ííwjj’ NÝHERJI FLUGLEIDIR . t iumlHr islrinhui feria/rligi ^ VISA HÓPBÍLAR HÓTEL KEFLAVÍK £ssí Lýsing hf. PIZZAHUSIÐ G RAF í K LENGJAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.